Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1996, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1996, Síða 5
MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1996 5 dv Fréttir Hólmadrangur með 190 tonn af rækju DV, Hólmavík: Frystitogari Hólmvíkinga, Hólmadrangur ST 70, landaði ný- lega tæplega 190 tonnum af rækju á Hólmavík og verður meginhluti þessa mikla afla fullunninn í frysti- húsum Hólmadrangs hf. á Hólmavík og Drangsnesi. Skipið er farið til rækjuveiða á ný og að þessu sinni var stefnan tekin á Flæmingjagrunn. Ætlunin er að skipið verði þar að veiðum næstu mánuðina, jafnvel fram á sumar, að sögn framkvæmdastjórans, Gústafs Daníelssonar. Landað verður í Kanada og þar keyptur kostur og aðrar nauðsynjar. Við áhafnaskipti verður flogið með sjómennina milli landanna. Þetta er í fyrsta sinn sem útgerð þessa skips leitar fyrir sér með rækjuveiðar á þessum fjarlægu mið- um. 17 menn eru í áhöfn skipsins. -GF Akranes: Metaðsókn í sundlaugina DV, Akranesi: Algjör metaðsókn var að sund- laug Skagamanna á Jaðarsbökkum í janúarmánuði enda veðurblíða all- an mánuðinn. Alls voru gestir 6206 eða fleiri en íbúar á Akranesi eru. í sama mánuði 1995 voru sundlaugar- gestir 4051 þannig að í janúar nú voru sundlaugargestir 2150 fleiri en sóttu laugina í janúar í fyrra. „Þetta sýnir svart á hvitu að við erum að gera góða hluti hér á Skag- anum og þreksalurinn á þar hlut að máli. Gestum íjöigar þar og á eftir er farið í laugina," sagði Kristinn Reimarsson, framkvæmdastjóri íþróttamiðstöðvarinnar á Jaðars- bökkum, í samtali við DV. -DÓ Öskudagshátíð: Nýfædd kvíga til sýnis og köttur- inn í tunnunni Kvígan Vænting, þriggja vikna göm- ul, verður til sýnis í húsdýragarðinum á Öskudagshátíð í dag. Þar verða og hef- bundnari öskudagslæti framin, svo sem að slá köttinn úr tunnunni. Hátíðin hefst klukkan eitt og stendur til hálfFimm. Allir gestir eru hvattir til að koma í grímubúningum og boðið verður upp á andlitsmálun, leikrit og brandarakeppni. Þá verða hestar teymd- ir undir börnum. Aðgangseyrir er 100 krónur fyrir börn og 200 krónur fyrir fullorðna. -GK RAFSTÖÐVAR Viðurkennd vörumerki Yamaha bensínrafstöðvar 1.2 kW, kr. 84.790 2.2 kW, kr. 97.570 Yanmar dísilrafstöðvar 4,2 kW, dísil, kr. 286.350 Einnig traktorsdrifnar rafstöðvar á hagstæðu vio hjálpum með þinni lands... Rauði kross Islands gegnir mikilvægu hlutverki í skipulagi Almannavarna ríkisins og á síðasta ári veitti félagið tugum fjölskyldna margs konar aðstoð í kjölfar hörmulegra náttúruhamfara. 50 deildir Rauða kross íslands eiga fjóra af hverjum fimm sjúkrabílum í landinu og árlega eru nær 17 þúsund einstakl- ingar fluttir í bifreiðum deildanna. Þúsund manna komu á nám- skeið á vegum félagsins, flestir á námskeið í skyndihjálp. 700 unglingar hafa dvalið í Rauðakrosshúsinu - neyðar- athvarfi fyrir börn og ung- linga, og 34 þúsund manns hafa hringt í trúnaðar- 800 5151. Um 20 manns koma að meðaltali á degi hverjum í Vin - athvarf fyrir geðfatlaða. Félagið hefur aðstoðað flótta- menn hér á landi í áratugi. Rauði kross Islands er helsti styrktaraðili Alnæmissam- takanna og styður við ýmsa aðra starfsemi í þágu þeirra sem minna mega sín. Arlega dvelja um 800 manns á Sjúkrahóteli RKÍ. ,og utan Hjálparsjóður Rauða kross Islands veitti 92 milljónum króna til neyðar- og þróunar- aðstoðar erlendis á síðasta starfsári. Félagið svaraði beiðnum um aðstoð frá 53 löndum. Félagið stendur að þróunar- verkefnum í Lesótó, Mós- ambík, Gambíu og Palesrínu. Árlega eru um 20 sendi- fulltrúar við margvísleg hjálparstörf erlendis. ► Öskudagurinn er fjáröflunardagur deilda Rauða kross íslands. Þú getur lagt okkur lið með því að kaupa penna í dag. RAUÐI KROSS ISLANDS A plús, auglýsingastofa ehf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.