Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1996, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1996, Qupperneq 10
10 MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1996 Fréttir Margrét Frlmannsdóttir í utandagskrárumræðu um breytingar á félagslegum réttindum launafólks: Á að kveða niður óánægju launafólks með lögum? - viljum hafa sem mest og best samráð við launaþegahreyfinguna, sagði Davíð Oddsson „Mig grunar reyndar að meö þessum frumvörpum eigi að kveða niður með lögum þá ólgu sem nú kraumar meðal launafólks vegna bágra kjara,“ sagði Margrét Frí- mannsdóttir, formaður Alþýðu- bandalagsins, er hún lagði upp með utandagskrárumræðu á Alþingi í gær um það sem hún kallaði sam- ráð við samtök launafólks um fé- lagsleg réttindi. Stríð við verkalýðshreyfinguna Margrét ræddi fyrst um frum- varp félagsmálaráðherra um sam- ráð á vinnumarkaði og hún minnti líka á frumvörpin sem snerta rétt- indi og skyldur starfsmanna ríkis- ins sem fjármálaráðherra hefur lá- tið semja án samráðs við BSRB. „Hvað eiga vinnubrögð eins og þessi aö þýða eða er ríkisstjómin að segja verkalýðshreyfingunni stríð á hendur?“ spurði Margrét. Hún sagði óskiljanlegt að ríkis- stjórnin skyldi leggja upp með frum- vörp á borð við þessi án samráðs við launaþegasamtökin og raunar í andstöðu við þau því bséði BSRB og ASÍ hefðu mótmælt þeim harðlega.. Gömul lög Forsætisráðherra svaraði Mar- gréti og sagði frumvarpsdrögin á umræðustigi, einmitt við verkalýðs- hreyfinguna. Hann sagði þingmenn því ekki hafa séð frumvarpsdrögin og þaö takmarkaði þá umræðu sem gæti farið fram í þessari umræðu. Hann sagði að í sambandi við öll frumvörpin væri verið að taka á lögum sem væru mjög gömul og ekki vanþörf á að breyta þeim leik- reglum sem í þeim felast í takt við tímann. „Þeim leikreglum getur enginn breytt nema Alþingi. Þetta eru leik- reglur sem eru varðaðar lagara- mma. Og það er sjálfsagt að þingið rísi undir þeim skyldum sínum. Ég tek undir með þingmanninum að það er óskynsamlegt að leitast við að breyta þeim leikreglum, sem verða að vera skýrar og ljósar, án náins samráðs við þá aðila sem I hlut eiga. Og ég tel einmitt að menn hafi verið að leita eftir slíku sam- ráði,“ sagði Davíð Oddsson. Ekki dregið úr réttindum launþega Hann sagði að ekki væri verið að víkja í burtu áunnum réttindum í kjarasamningum milli verkalýðs- hreyfingar, atvinnurekenda og rík- isins. „Það stendur ekki til, menn eru að semja um leikreglurnar," sagði forsætisráðherra. Hann sagði það misskilning ef menn héldu að verið væri að draga úr réttindum launþega. Ef verið er að draga úr völdum verkalýðsleið- toga væri það ekki til að færa þau völd til vinnuveitenda eða ríkisins, Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, sagði að verið væri að biása til óvinafagnaðar. DV-mynd BG Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði að lífeyrisréttindi yrðu ekki skert. heldur eingöngu til launþeganna sjálfra. Hann nefndi líka að það væri óeðlilegt að litlir hópar í fá- mennum félögum gætu sett allt á annan endann í þjóðfélaginu. „Og þar með truflað störf þús- unda annarra launþega sem koma hvergi nærri. Alþingi þarf, sem lög- gjafí, að gæta hagsmuna þessara launþega," sagði Davíð Oddsson og ítrekaði að hann vildi eiga sem mest og best samstarf við launaþega- hreyfinguna. En lokaorð í lagasetn- ingu yrði Alþingi að eiga. -S.dór Utandagskrárumræða á Alþingi: Loks gustaði um þingsalina í gær - þegar rætt var um samráö við samtök launafólks um félagsleg réttindi Það væri synd að segja að það hefði hvinið í tálknum á Alþingi í vetur því það er varla hægt að segja þar hafi orðið orrahríð fyrr en í gær þegar utandagskrárumræðan um samráð við samtök launafólks um félagsleg réttindi fór fram. Það var eins og þeir stjómarandstæðingar sem til máls tóku hefðu fengið útrás í þessu máli enda var vöm þriggja ráðherra heldur veik. Þeir töluðu allir eins og það væri rangt að bæði ASÍ og BSRB hefðu mótmælt og lagst af hörku gegn þremur frumvarpsdrögum sem snerta þessi launaþegasamtök og skerða réttindi þeirra, að því er tals- menn samtakanna segja. Samráði slitið Jón Baldvin Hannibalsson sagði margt í núverandi vinnulöggjöf orð- ið úrelt enda nærri sextíu ár síðan hún var samin. Hann sagði málið í raun ekki snúast um það heldur hitt aö ríkisstjóm væri með þrjú frum- vörp í smíðum til að breyta vinnu- löggjöfinni án samráðs við launa- þegahreyfinguna. Hann benti á að fulltrúar Alþýðusambandsins hefðu sagt í áfangaskýrslu að samráði hefði verið slitið án þess að gefist hefði tóm til að ræða þessi mál. Kristín Ástgeirsdóttir sagði að margt þyrfti að endurskoða í löggjöf og í samskiptum launafólks og at- vinnurekenda en þau frumvörp sem nú væru til umræðu einkenndust af miðstýringu og breytingum á félags- legum réttindum. „Sem geta ekki kallað á annað en gífurleg átök á vinnumarkaðnum," sagði Kristín. Stríðsástand í þjóðfélaginu Jóhanna Sigurðardóttir sagði að verið væri að breyta samskiptaregl- um á vinnumarkaði í andstöðu við launafólk. í uppsiglingu væri atlaga að verkalýðshreyfingunni sem mundi leiða til stríðsástands í þjóð- félaginu. Ögmundur Jónasson, þingmaður og formaður BSRB, sagði að þessa dagana væri verið að kynna sam- tökum launafólks lagafrumvörp sem vörðuðu samningsrétt stéttarfé- laga og lögbundin kjör og réttindi. „Þau skilaboð eru látin fylgja að frumvörp þessi verði lögð fram á þingi innan fárra daga. Samkvæmt þessum frumvarpsdrögum á að af- nema í einu vetfangi ýmis grund- vallarréttindi sem hafa verið for- senda í kjarasamningum um langt skeið," sagði Ögmundur. Hann sagði að ef frumvörpin yrðu ekki dregin til baka væri verið að blása til óvinafagnaðar. Keyrt yfir verkalýðshreyfing- una Rannveig Guðmundsdóttir sagði að verið væri að keyra yfir verka- lýðshreyfinguna í þessu máli. Svan- fríður Jónasdóttir sagði að opinber- ir starfsmenn hefðu borgað fyrir fé- lagsleg réttindi með kaupinu sínu sem hefði verið haldið niðri vegna þeirra. Guðmundur Ámi Stefánsson sagði að það hefði aldrei verið mein- ingin með því lagafrumvarpi sem fé- lagsmálaráðherra er með að keyra það í gegn með afli. Páll Pétursson sagði að hann hefði talið sátt um frumvarpið í þeirri nefnd sem samdi það enda hefði hún haldið 48 fundi um málið. Friðrik Sophusson sagðist hafa haft mikil samráð við launþegahreyfing- una. í lokin sagði forsætisráöherra að ekki stæði til að skerða lífeyrisrétt- indi opinberra starfsmanna og ekki heldur það sem samið hefur verið um í almennum kjarasamningum. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.