Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1996, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1996 Fréttir Fjarnam boðað greiðslu vegna „Mér finnst einkennilegt aö eftir aö mér var gefinn kostur á því hjá Gjaldheimtunni að greiða minn hlut af eignarskatti vegna dánarbús skuli Gjaldheimtan ganga að mér með fjárnám vegna hinna erfingj- anna sem ekki hafa greitt sinn hlut.“ Þetta segir einn af átta erf- ingjum gamals manns sem dó barn- laus fyrir tveimur og hálfu ári. Erfingjarnir voru víða að og þekktust lítt. Þeir ákváðu því að vera með allt á hreinu við uppgjör dánarbúsins til að ekki yrðu nein eftirmál. Þeir áttuðu sig hins vegar ekki á því að dánarbúið breyttist í sameignarfyrirtæki sem lagður var á eignarskattur. Erfmgjunum bár- ust hvorki rukkanir né tilkynning- ar um kærufrest þar sem öll gögn voru stíluð á dánarbúið. Gögnin komu ekki í þeirra hendur fyrr en síðastliðið haust. „Við getum sagt að þetta hafi ver- ið okkar mistök. Við ákváðum að kæra ekki heldur borga bara,“ segir viðmælandi blaðsins sem ekki vill láta nafns síns getið. Hann kveðst hafa samið við Gjaldheimtuna um að fá að borga sinn hlut. Þá höfðu tveir aðrir einnig greitt sinn hlut. „En núna á fóstudaginn fékk ég boðun frá Gjald- DV þrátt fyrir dánarbús heimtunni vegna fjárnáms. Það hef- ur orðið greiðslufall hjá hinum fimm erfingjunum og ég verið val- inn út til fjárnáms Vegna þess sem hinir skulda. Ég fékk þau svör hjá Gjaldheimtu að það væri í hæsta máta eðlilegt að gengið væri að mér. Mér var sagt að farið væri eftir inn- anhússreglu. Þegar ég bað um afrit af þessari innanhússreglu fékk ég neitun. Lögfræðingurinn svaraði að hann þyrfti ekki að gefa mér skýr- ingar. Þetta er hugsanlega löglegt en varla ásættanlegt að þurfa að hlíta svona stjómsýslu. Ég hefði haldið að í því að gefa manni kost á að greiða sinn hlut fælist ákveðin yfirlýsing af hálfu viðkomandi emb- ættismanns." -IBS Vegna mikillar þorskgengdar á yfirstandandi vetrarvertíð, sem ekki er einu sinni hálfnuð, er svo komið að margir bát- ar eru búnir með kvóta sinn eða eru á síðustu tonnunum, eins og sagt er. Aðalbjörg RE er einn af þessum bátum og hér er verið að landa síðustu þorsktonnunum nema þeim sem geymd eru fyrir meðframafla. DV-mynd S Lögfræðingur Gjaldheimtunnar: Þurfum ekki að skýra hvernig við stöndum að innheimtu opinberra gjalda „Það var ekki samið við þennan aðila um greiðslu á hans hlut. Ég kannaði það hjá viðkomandi starfs- manni Gjaldheimtunnar sem reikn- aði út hans hlut. Samkvæmt lögum um skipti á dánarbúum bera erf- ingjar sameiginlega ábyrgð," segir lögfræðingur hjá Gjaldheimtunni „Viðkomandi erfingja þykir samt undarlegt að fá fjámámsbeiðni eftir að hafa fengið sinn hlut reiknaðan út og eftir að hafa greitt hann.“ „Honum var sagt að þetta firrti hann engri ábyrgð. Við höfum þetta í okkar hendi og þurfum ekkert að skýra það frekar, hvorki fyrir hon- um né öðrum, hvernig við stöndum að innheimtu opinberra gjalda. Það var þetta sem ég var að segja hon- um. Hann fær allar lagatilvísanir í þessari fjárnámsbeiðni sem hann fær í hendurnar. Hann getur flett þessu upp sjálfur. Það er ekkert óeðlilegt í þessu máli,“ segir lög- fræðingurinn. -IBS Iönsveinafélag Suðurnesja: Stefnir utanríkisráðuneytinu vegna bónusmálsins DV, Suðurnesjum: Starfsmannahald Varnarliðsins sýnir enga tilburði til að koma til móts við okkur. Forráðamenn þess telja sig hafa fulla heimild til að lækka bónusinn um helming þrátt fyrir að bónusinn hafi verið úr- skurðaður af kaupskrárnefnd 1989. Það er ekkert annað að gera en að stefna utanríkisráðuneýtinu sem fer með þessi mál,“ sagði Sigfús Rúnar Eysteinsson, formaður Iðnsveinafé- lags Suðumesja, í samtali við DV í gær. Félagið sendi starfsmannahaldi Vamarliðsins innheimtubréf vegna leiðréttingar á launum 100 starfs- manna, byggingar- og iðnaðar- manna, sem vinna hjá Varnarlið- inu. Frestur sá sem gefínn var er út- runninn og verið er að taka lokaá- kvörðun varðandi stefnu á utanrik- isráðuneytið. Deilan snýst um bónusgreiðslur sem vom lækkaðar um helming hjá starfsmönnunum 21. febrúar 1995. Hver starfsmaður telur sig eiga inni 120-140 þúsund krónur frá þeim tíma sem bónusinn var lækkaður og til dagsins í dag. Starfsmannafund- ur verður haldinn innan skamms með trúnaðarmönnum félagsins og verður staðan þar metin. Heildar- upphæðin sem starfsmenn telja sig eiga inni er milli 12 og 14 milljónir króna. -ÆMK Dagfari Jörfagleði í Nesbúð Það var ekkert smáræðisfjör í Nesbúð um síðustu helgi þegar lög- reglumenn og menn úr hjálpar- sveit skáta komu þar saman til að skemmta sér ásamt mökum. Skemmtunin þótti takast með af- brigðum vel og muna hvorki skát- ar né löggur eftir jafn vel heppn- aðri helgarskemmtun og þarna í Nesbúð. Menn voru barðir, bitnir og klóraðir. Einhverjir fengu fing- ur í auga og dapraðist sýn en fing- ur voru brotnir á öðrum. Sumir fengu glóðarauga á bæði og aðrir geta ekki enn þá gengið uppréttir sökum strengja í skrokknum eftir skemmtunina. Meðan ballið stóð görguðu konur og veinuðu, hvöttu menn sína og eggjuðu til átaka sem leiddi til þess að þeir rifu sig úr að ofan til að njóta áfloganna sem best. Það voru nokkuð sárir menn og móðir sem héldu til Reykjavík- ur eftir að gleðinni slotaði en ánægjan skein úr hverju andliti. Enda ekki á hverjum degi sem hjálparsveitir og lögreglan eiga kost á góðum slag. Þessi sífellda of- beldisumræða hefur orðið til þess að draga mjög úr möguleikum á hressilegum slagsmálum. Hjálpar- sveitarmaður, sem Dagfari hitti á fórnum vegi, var í sjöunda himni yfir helgardvölinni í Nesbúð. „Ég hélt að þetta yrði bara eitt af þessu hefðbundnu skemmtikvöld- um okkar skátanna þar sem við sitjum að áti og drykkju og riljum upp gamla skátasöngva eins og Kveikjum eld og allt það. Síðan yrði farið í ýmsa leiki og hnýta hnúta og þar fram eftir götunum. í sjálfu sér er það allt i lagi en auð- vitað verða svona skemmtikvöld heldur tilbreytingarlaus til lengd- ar. Eins og þú veist er það kjörorð okkar skátanna að vera alltaf við- búnir og þess vegna höfðum við barinn opinn i okkar sal alveg frá því að við komum," sagði skátinn og hélt áfram: „Þeir í löggunni voru hins vegar svo vitlausir að gleyma að láta opna barinn sín megin. Þegar þeir voru farnir að þynnast upp eftir að hafa drukkið brennivín í kóki með matnum fóru þeir að sækja á bar- inn til okkar og við vorum svo sem ekkert að meina þeim það. Hins vegar vorum við með hljómsveit sem lék fyrir dansi en löggan hafði ekki tímt að redda músík og vildi fá að dansa hjá okkur. Auðvitað tókum við ekki í mál að láta ein- hverjar löggudruslur dansa gratís um okkar gólf og hentum þeim út og þá byrjaði fjörið. Það hófust þessi líka rokna slagsmál og ég hef bara ekki verið bitinn jafn hraust- lega síðan á Laugarvatni um versl- unarmannahelgina í gamla daga,“ sagðu skátinn. Þar sem Dagfari hefur ævinlega í heiðri að draga fram sjónarmið beggja þegar tveir deila hringdi hann í vin sinn sem er í löggunni og spurði hvaö hefði startað fjör- inu 1 Nesbúð. „Æi, þú veist nú hverhig þeir eru, þessir blessaðir drengir í skát- unum. Þykjast vera hálfgerðar löggur og gefa honor og svoleiðis og þeir sem komast í hjálparsveit- imar era haldnir einhverju stór- mennskubrjálæði. Þeir era löngu búnir að gleyma því að skátar eiga bara að vera í því að hjálpa göml- um konum yfir götuna og gefa villi- köttum að éta. Þessir drengir ætl- uðu að berja okkur fyrir að kaupa vín á barnum hjá þeim. Svo héldu þeir því fram að við værum að dansa hjá þeim sem er algjör mis- skilningur enda langar okkur ekki á skátaball. Auðvitað tókum við strákana og börðum þá dálítið enda þurfum við alltaf að æfa okk- ur hvenær sem færi gefst. Þeir höfðu gott af þessu, blessaðir drengimir, og þótt sumir hafi ver- ið bitnir þá er það nú ekkert á móti því sem við verðum oft fyrir, get ég sagt þér. En þetta var sem sagt ein besta skemmtun sem ég hef sótt síðan ég slóst á síldarböllunum í gamla daga,“ sagði sá í löggunni. Eftir þessu að dæma eru miklar líkur á að skátar og lögreglan muni framvegis keppast um að koma saman til skemmtana hvenær sem færi gefst og jafnvel bjóða slökkvi- liðinu að slást í hópinn. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.