Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1996, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1996, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR. 20 FEBRÚAR 13 DV Fréttir Samkeppnisráð: Samráð eggjafram- leiðenda um verð - gagnrýnir athafnaleysi landbúnaðarráðherra Samkeppnisráð telur sannað að Félag eggjaframleiðenda hafi hvatt til samráðs um verð og afslátt á eggjum, haft forgöngu um skiptingu markaða eftir svæðum eða við- skiptavinum og reynt að takmarka aðgang nýrra aðila að markaðnum. Félag eggjaframleiðenda varð við beiðni um að afhenda fundargerðir og bréfaskriftir frá árunum 1994 og 1995. Það er meðal annars af þessum gögnum og verðkönnunum sem Samkeppnisráð dregur ályktun sína. Verðkönnun, sem gerð var í árs- lok 1994 á landbúnaðarvörum og fleiri vörum í Reykjavík, Kaup- mannahöfn og Ósló, sýndi að egg voru allt að 110 prósentum dýrari í Reykjavík en Kaupmannahöfn en þau höfðu verið á svipuðu verði fyr- ir 5 árum. í kjölfar þessarar könnunar hóf Samkeppnisstofnun athugun á verð- myndun og viðskiptaháttum á eggjamarkaðnum. Verðkannanir Samkeppnisstofnunar sýna að verð- dreifing á eggjum í matvöruverslun- um er alla jafna lítil. í verðkönnun, • sem gerð var í desember 1995 í 21 verslun, kemur fram að mismunur á lægsta og hæsta verði var 22 pró- sent. Þann 1. desember síðastliðinn gaf fimmmannanefnd heildsöluverð á eggjum frjálst en afurða- og heiíd- söluverð hafði verið ákveðið sam- kvæmt ákvæðum búvörulaga. Hins vegar þykir ljóst að eggjaframleið- endur og verslanir hafa ekki farið eftir opinberu verði fyrir þann tima og þannig brotið gegn búvörulögum. Athafnaleysi landbúnaðarráð- herra Samkeppnisráð bendir á að ekki sé að sjá að landbúnaðarráðherra hafi haft virkt eftirlit meö því að farið hafi verið að búvörulögum. Vegna athafnaleysis stjórnvalda hafi skapast það ástand að verð á eggjum hafi í reynd verið frjálst og undir þeim kringumstæðum sé með öllu óviðunandi að Félag eggjafram- leiðenda hafi komist upp með að grípa til aðgerða sem hamla gegn verðsamkeppni. Samkvæmt samkeppnislögum er Samkeppnisráði heimilt að leggja Félag eggjaframleiðenda hvatti til samráðs um verð og afslátt á eggjum að mati Samkeppnisstofnunar. Stofnunin segir og að eggjaframleiðendur hafi haft forgöngu um skiptingu markaða og reynt að takmarka aðgang nýrra aðila að markaðnum. Eggjaframleiðendur neita þessu. stjórnváldssektir á samtök fyrir- tækja sem brjóta gegn bannákvæð- um laganna. Sektir geta numið frá 50 þúsundum til 40 milljóna króna en þó allt að 10 prósentum af veltu síðastliðins almanaksárs af þeirri starfsemi sem í hlut á ef sannanleg- ur ábati af broti gegn samkeppnis- lögum hefur numið hærri fjárhæð en 40 milljónum króna. í ákvörðun Samkeppnisráðs segir hins vegar að það skipti máli að tengsl samkeppnislaga og búvöra- laga geti virst óljós og því sé ekki hægt að útiloka að um hafi verið að ræða afsakanlega vanþekkingu eða misskilning á viðkomandi réttar- reglum. Einnig beri að hafa hugfast að Félag eggjaframleiðenda hafi í vissum skilningi notið samþykkis landbúnaðarráðuneytis fyrir hluta af þeim aðgerðum félagsins sem lutu að markaðsskiptingu. Félagið fékk vilyrði ráðuneytisins til þess að nota endurgreiðslur til eggja- framleiðenda á sérstöku fóðurgjaldi til þess að kaupa tiltekna framleið- endur út úr rekstri og skipti síðan mörkuðum þeirra. Þess vegna verð- ur Félag eggjaframleiðenda ekki sektað að svo stöddu. -IBS Framkvæmdastjóri Félags eggjaframleiðenda: Teljum okkur ekki hafa brotið lög „Við teljum okkur ekki hafa brot- ið nein lög. Við teljum okkur hafa verið að reyna að fara eftir búvöru- lögum,“ segir Bjami Stefán Kon- ráðsson, framkvæmdastjóri Félags eggjaframleiðenda. „Það hefur verið opinbert verð á grundvallarstiginu og heildsölustig- inu á eggjum. Þar sem frávik hafa verið höfum við reynt að koma í veg fyrir að þau verði of mikil. Sam- keppnisstofnun virðist túlka þetta þannig að við heyrum undir bú- vörulög, sem við auðvitað gerum, en um leið og við víkjum frá þeim heyrum við undir samkeppnislög," bendir Bjami á. Hann telur þessa túlkun vekja upp ýmsar spurningar. „Hversu mikil mega frávikin vera frá lögun- um til þess að við hættum að heyra undir búvörulög og íorum að heyra undir samkeppnislög? Hver ætlar að draga þau mörk og setja þau lög? Og þetta snertir ekki bara egg: Þetta mál snýst einnig um það hvort Samkeppnisstofnun hefur yfirleitt heimild til að kalla inn fundargerðir frjálsra félaga og sam- taka og tína allt upp sem menn segja, óháð þvi hvort það er sam- þykkt eða ekki, og túlka það sem brot á samkeppnislögum eða sam- keppnishamlandi á einhvern hátt,“ leggur Bjarni áherslu á. - En Samkeppnisstofnun styðst einnig við verðkönnun: „Við vitum náttúrlega hvernig þessi könnun var framkvæmd. Hún var framkvæmd af hálfu Samkeppn- isstofnunar og Neytendasamtak- anna þó þau hafi hvergi viljað láta nafns síns getið í þessari könnun. Könnunin fór meðai annars þannig fram að fulltrúi frá Neytendasam- tökunum, aðila sem átti hagsmuna að gæta, labbaði inn i einhverjar búðir í Kaupmannahöfn og tók upp eitthvért verð á ákveðnum landbún- aðarvörum. Sú könnun er engan veginn marktæk. Skömmu seinna gerðum við lauslega könnun á verði á eggjum í Danmörku og tókum Irma-verslunarkeðjuna. Þá var mun minni verðmunur á eggjum í Hag- kaupi og Irma-verslunum heldur en kemur fram í könnun Samkeppnis- stofnunar og Neytendasamtakanna. Það eru ódýr og létt rök að draga verðkönnun inn í þetta mál. Það er líka algjör þversögn að þessi áfellis- dómur á eggjaframleiðendur skuli koma rétt eftir að fimmmannanefnd ákveður að hætta að ákvarða opin- bert verð á eggjum vegna þess að hún telur nægilega samkeppni vera fyrir hendi.“ -IBS Ford Esplorer XLT ‘91, rauður, ssk., óvenju gott eintak., ek. 98 þús. km. TILBOÐSVERÐ kr. 2.150.000. Cherokee Laredo ‘85, 6 cyl, ssk., leðursæti, rafm. í rúðum og sætum, ný dekk. Verð 690.000. MMC Pajero, langur ‘88, bensín, beinsk., vökvast., rafm. í rúðum, gullsans., ek. 130 þús. km. Verð 980.000. Ford Aerostar Cargo ‘89, ssk., vökvast. kafteinstólar, álf., litað gler., hvítur., ek. 140 þús. km. Verð 850.000. &511 42 42 BORGARTÚNI 1 • 105 REYKJAVÍK Hver er bestur!!! Bílamarkaöurinn Dodge Grand Caravan 191,4x4 ssk. vökvast. rafm í öllu, 7 farþ. litað gler, álf., hvítur. Verð 1.980.000 VW GOLF 1,4 station ‘94, blár, 5 g., rafm. í rúðum, dráttrk. ofl. ek. 32 þús. km. Verð 1.150.00. MMC Lancer L-200 D.Cap disil, ‘91, grár, 5 gíra. lend skúffa, 32" dekk, álf. með spili, kastara ofl. ek. 98 þús. km. Verð 1.350.000 Cherokee LTD .4.0 I ‘87, ssk. vökvast. leðurkl., álf., topplúga, steingrár. Verð 1.280.000 Fjallabíll. Ford Bronco XLT ‘79, 44" dekk, no-spin, framan/aftan, mikið tjúnuð 351CL., mjög gott eintak. Gott boddý. Sérstakur jeppi. Verð 690.000 Bílamarkaöurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut. Kopavogi, sími 567-1800 ^

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.