Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1996, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1996, Blaðsíða 32
L«TT« i tiB nflíW/S (yjfi YÍI ’O i ®@® KIN FRÉTTASKOTI0 SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá I síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjalst óháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1996 Finnur Ingólfsson: Skil ekki Lands- bankann „Ég átti fundi með forráðamþnn- um Búnaðarbankans og Landsbank- ans og skýrði frá niðurstöðum fund- ar ríkisstjórnar með Seðlabankan- um. Það er hins vegar ekki okkar að segja bönkunum fyrir verkum í þessum efnum en mér þykir miður að menn skuli ekki hafa nýtt þær aðstæður sem eru á markaðnum og lækkað vextina. Búnaðarbanki var með talsvert lægri vexti en aðrir fyrir hækkun og við verðum að bíða og sjá hvað gerist. Vextir í Lands- bankanum eru hærri og ég skil ekki af hverju þeir voru ekki lækkaðir. íslandsbanki reið þó á vaðið og ákvað að lækka vexti. Ég fagna því alveg sérstaklega,“ sagði Finnur Ingólfsson viðskiptaráðherra í sam- tali við DV um vaxtabreytingar bankanna í dag en aðeins íslands- banki lækkar vexti. -bjb - sjá bls. 6 Óveðrið í morgun: Dagfari GK fékk á sig brot Loðnuskipið Dagfari GK fékk á sig brot út af Sandvík, skammt norðan við Reykjanestána, á átt- unda tímanum í morgun. Þyrla Landhelgisgæslunnar var send á staðinn klukkan 9.57 en óttast var um skipið um tíma. Þegar síðast fréttist var þó allt í lagi um borð og var skipinu haldið upp í vindinn út af Sandvíkinni. Dagfari fór fyrir Reykjanesröstina áfallalaust í morgun með loðnufarm á leið til Njarðvíkur. Ástndið um borð var sagt eðlilegt en einn maður slasaðist lítillega. -GK Þrennt slasaðist Þrennt slasaðist í hörðum árekstri á Hellisheiði síðdegis í gær. Flutningabíl var ekið aftan á jeppa. í jeppanum var tvennt fullorðið og eitt barn. Hinir slösuðu festust í bilnum og varð að nota klippur til að ná þeim út. Jeppinn er ónýtur. Fólkið var allt flutt á Sjúkrahús Reykjavíkur til aðhlynningar. Mikil þoka var á heiðinni þegar slysið varð og skyggni mjög tak- markað. -GK L O K I Sjávargangur og öldurót víðá við vestanvert landið: Möl og grjót sópast um götur í verstu hviðunum - götum í Reykjavík var lokað í morgun vegna ágangs sjávar Sjór og grjót gekk á land við Eiðisgranda og víðar í Reykjavík í morgun. Starfsmenn gatnamálastjóra voru við öllu búnir og ruddu götur þegar féil út í morgun. DV-mynd S „Það sópast hér möl og grjót upp á göturnar þegar mest gengur á. Ég man ekki eftir svona hárri sjávar- stöðu og það er mjög byljótt. Hvið- urnar koma eins og byssuskot og svo dúrar á milli,“ segir Bjöm Jónsson, lögregluvaröstjóri í Ólafs- vík, en þar varð veður einna verst í morgun. Vestan illviðri hefur gengið yfir suðvestanvert landið í morgun og var búist við að það yrði verst á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra þegar liði á daginn. í Ólafsvík gekk sjór yfir svokallað fróðarrif og eins upp á Ólafsbraut í morgun. Vegum þar var ekki lokað en grjót- og mal- arburöur var upp á land. Þá kastaði steinum upp á veginn und- ir Enni. í Reykjavík varð að loka Eiðis- grandanum og eins Faxaskjóli vegna grjótburðar og sjávargangs. Allir komust þó til vinnu en nokkr- ar skemmdir urðu á grjótvörnum. „Það hefur mðst grjót upp á gö- turnar og við lokuðum þeim af ör- yggisástæðum," sagði Baldvin Ott- ósson, aðalvarðstjóri í Reykjavík, við DV í morgun. Þá var veginum í botni Kolla- fiarðar lokað vegna sjávargangs en fært var um gamla veginn. Sömu sögu var að segja uppi á Kjalarnesi þar sem sjór gekk á land við Vallá en gamli vegurinn var fær. í Sandgerði voru menn á vakt í allan morgun vegna hættu á að brim gengi inn í höfnina. Á níunda tímanum i morgun var farið að falla þar út og hrósuðu menn happi að ekki varð tjón í höfninni. Er það þakkað því að veður varð ekki eins slæmt og spáð hafði verið en sjór stóð mjög hátt, hærra en sést hefur þar um langan tíma. Á Akranesi voru menn einnig í viðbragðsstöðu en þar varð heldur ekki tjón svo teljandi væri. Aðeins reif úr grjótflyllingu við olíutanka en ekki svo hætta væri á ferðum. Rafmagn fór af á sunnanverðum Vestfjörðum og varð að notast við varaafl. Þegar síðast fréttist var bil- unin enn ófundin. -GK Ottó Wathne dreginn út 11 Á flóðinu í gær tókst varðskipi að draga togarann Otto Wathne á flot en hann sat fastur í slipp Stálsmiðjunnar í Reykjavík eftir að dráttarbrautin brotnaði undan honum. Togarinn liggur nú við bryggju í Reykjavík og eftir því sem næst verður komist er skipið óskemmt eftir óhappið. DV-mynd S Arnarstapi í morgun: Flæddi yfir bryggju og grjótgarð í fyllingunum „Það gekk yfir og flæddi yfir bryggjuna í fyllingunum. Það er ansi flóðhátt hérna. Sjórinn gekk yfir grjótgarð sem er hér við bryggj- una og það flæddi yfir uppfyllingu sem er á milli,“ sagði Pétur Péturs- son, sjómaður á Arnarstapa, í sam- tali við DV í morgun. Pétur sagði að talsvert stórar fyll- ingar gengju yfir öðru hverju en þó væri þetta „ekkert aftakaslæmt". „Við vorum búnir að gera fyrir- byggjandi aðgerðir í gær, hækka bátana upp eins og hægt var. Það hefur haft sitt að segja. Vindurinn er það vestlægur hérna þannig að þetta er ekki mjög slæmt,“ sagði Pétur Pétursson. -Ótt Veörið á morgun: Hvass- viðri eða stormur Á morgun verður suðvestan hvassviðri eða stormur um allt land með éljum, einkum um vestanvert landið. Veður fer kólnandi. Veðrið í dag er á bls. 36 Þriðjudagar eru bíódagar auglýsingar DV 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.