Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1996, Blaðsíða 28
36
MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1996
Er niðurrifsstarfsemi í gangi í
Hafnarfirði?
Afar og feður
byggja, synir
rífa
„Það hendir stundum að það
sem afar og feður byggðu upp
rífa synirnir niður, það er að
gerast i svo mörgu í Hafnar-
firði.“
Sigurður T. Sigurðsson, formaður
Hlífar, í Tímanum.
Blað með yfirbragð
saumastofu
„Blað sem hefur yfirbragð af
annarsvegar kirkjumálaráðu-
Ummæli
neyti og hinsvegar saumastofu
getur vitanlega ekki flutt lands-
mönnum kjarna málsins."
Hrafn Jökulsson um Morgunblað-
ið, í Alþýðublaðinu.
Þjóðkirkja í hers
höndum
„Það eru skelfilegir hlutir að
gerast innan kirkjunnar núna.
Islenska þjóðkirkjan er í hers
höndum.“
Sóknarprestur i Reykjavík, í Al-
þýðublaðinu.
Blæs á kjaftæðið
„Ég blæs á það kjaftæöi að all-
ir þeir sem ekki vilji galopna all-
ar gáttir séu afturhaldsmenn og
þröngsýnismenn."
Steingrímur J. Sigfússon, i Alþýðu-
blaðinu.
Örlög mín að leika Evítu
„Það voru örlög mín að leika
Evítu. Ég held að enginn hafi
beðið heitar. Ég stillti upp töfra-
gripum og krossum, kveikti á
kertum og hafði jafnvel samband
við spákonur."
Madonna í viðtali.
Skíðamenn voru fyrstir til að fara
vel yfir 100 km hraða.
Þróun hraðameta
Mörg hraðamet hafa verið sett
og í fyrstu voru það sleðar ýmiss
konar og hestar sem áttu hraða-
met, síðan komu járnbrautarlest-
ir, en sá fyrsti sem fer vel yfir
100 km hraða er skíðamaður,
Tommy Todd, og gerði hann það
í La Porte í Kaliforníu árið 1873,
náði hann 141 km hraða. Næsta
hraðamet var það að stakur eim-
vagn nær 145 km hraða í Bed-
ford i Englaijdi.
Síðan þróuðust hin ýmsu
hraðamet og þegar flugvélarnar
komu til sögunnar voru þær ein-
ráðar um hraðametin. Þann 26.
Blessuð veröldin
mars 1948 rífur Charles Elwood
Yeager, höfuðsmaður í Banda-
ríska hernum, hljóðmúrinn og
fer upp 1556 km hraða mest. Síð-
an taka geimflaugarnar við, Yuri
Gagarin nær á sporbaug um-
hverfis jörðu um það bil 28.260
km hraða og metið í dag eiga
geimfararnir Eugene Andrew
Cernan, John Watts Young og
Thomas P. Stafford, allir í
Bandaríkjaher, en þeir náðu
39.897 km hraða á leið inn í gufu-
hvolfið 26. maí 1969.
Sums staðar ofsaveður
í dag verður suðvestan- en síðar
vestanstormur eða rok en sums
staðar ofsaveður eða jafnvel fárviðri
norðvestan til með éljum um vest-
anvert landið en þurrt og víðast létt-
skýjað austan til. Lægir heldur og
Veðrið í dag
kólnar þegar líður á daginn og í
kvöld. Suðaustan stinningskaldi og
él sunnanlands og vestan í nótt en
allhvass suðvestan og él sunnan til
á morgun, allhvasst suðaustan um
norðanvert landið og víða snjó-
koma. Hiti verður nálægt frost-
marki í fyrstu og síðan hægt kóln-
andi en hlýnar aftur í nótt. Á höfuð-
borgarsvæðinu er suðvestan hvass-
viðri eða stormur og él. Lægir tals-
vert og léttir til í kvöld. Suðvestan-
kaldi í nótt og þykknar upp með
snjókomu og síðan slyddu undir
morgun. Frost verður á bilinu 1 til 4
stig.
Sólarlag í Reykjavík: 18.19.
Sólarupprás á morgun: 9.02.
Síðdegisflóð í Reykjavík: 20.19.
Árdegisflóð á morgun: 8.40
Heimild: Almanak Háskólans.
Veöriökl. 6 í morgun:
Akureyri skúr á síð.klst. -1
Akurnes léttskýjaö 2
Bergsstaóir snjóél -2
Bolungarvík haglél -1
Egilsstaöir léttskýjaó 1
Keflavíkurflugv. úrkoma í grennd 1
Kirkjubkl. heiðskírt -1
Raufarhöfn heiöskírt 0
Reykjavík úrkoma í grend 1
Stórhöfði snjóél 1
Helsinki léttskýjaó - -17
Kaupmannah. sjókoma -6
Ósló léttskýjaó - -13
Stokkhólmur léttskýjað ■ -13
Þórshöfn skúr á síð.klst. 7
Amsterdam léttskýjað -5
Barcelona léttskýjað -1
Chicago þoka 1
Frankfurt snjók.á siðklst. -4
Glasgow snjókoma -1
Hamborg alskýjað -5
London snjóél á síö. kls. -1
Los Angeles rigning 16
Lúxemborg skýjað -7
Paris snjókoma -1
leiftur 4
Mallorca skýjað 4
New York alskýjað 12
Nice léttskýjað 3
Nuuk skafrenningur -8
Orlando skýjaó 18
Vín skýjað 2
Washington rigning 11
Winnipeg heiðskirt - -13
OVk' k
-lc
0°^
*
V
=K
V
'/
Veðrið kl. 6 í morgun
Patrekur Jóhannesson handboltamaður:
Mun nota tímann til að æfa mig í þýskunni
Það kom víst fáum á óvart að
hinn frábæri handknattleiksmað-
ur, Patrekur Jóhannesson, skyldi
gera samning við erlent lið í hand-
boltanum en í gær undirritaði
hann samning um að leika með
Essen í Þýskalandi. Patrekur hef-
ur undanfarin ár verið einn
sterkasti handknattleiksmaður ís-
lands og búinn að leika fjölda
landsleikja þótt ekki sé hann
nema 23 ára gamall. Síðastliðin
tvö keppnistímabil hefur hann
leikið með KA á Akureyri og er
það álit flestra að liðið sé það
sterkasta á íslandi í dag. En
hvernig hefur veturinn verið hjá
Maður dagsins
Patreki?
„Þetta er búið að vera alveg frá-
bært og í raun framhald af því
sem KA var að gera i fyrra. t vet-
ur erum við aðeins búnir að tapa
einum leik og það segir nokkuð
um getu liðsins. Eftir góðan árang-
ur í fyrra var liðið dálítið spum-
ingarmerki en þá hættu Valdimar
og Sigmar Þröstur og Alfreð
minnkaði mikið við sig í leik. Við
Patrekur Jóhannesson.
fengum nýja menn í staðinn, Bjög-
vin á línuna, Guðmund í markið
og Julian frá Kúbu og það hefur
svo sannarlega munað um minna
og má segja að liðið hafi smollið
einstaklega vel saman.“
Hið góða gengi KA-liðsins hefur
gert það að verkum að handbolt-
inn er geysilega vinsæll á Akur-
eyri og er húsfyllir á hverjum leik
og líta önnur félög öfundaraugum
til norðanmanna í þessu tilfelli:
„Þetta er alveg einstakt að spila
héma, stemningin er ólýsanleg,
áhuginn með eindæmum og fólkið
hér í bæmun tekur þátt í þessu
með okkur af lífi og sál.“
Patrekur verður með KA-liðinu
fram á vor en fer síðan út til
Þýskalands í sumar: „Það byrja
æfíngar í lok júlí og þá verð ég að
vera kominn. Það verður gaman
að spreyta sig með Essen en þar
var Alfreð Gíslason í fimm ár og
Jóhann Ingi Gunnarsson þjálfaði
liðið í tvö ár og ég vona bara að ég
standi mig eins vel og þeir gerðu.“
Auk þess sem Patrekur hefur
verið í handboltanum vann hann í
Bókavali en hætti um áramótin:
„Ég ákvað að fara í skóla og mun
halda áfram námi fram á vor en
óvíst verður um framhaldið.
Handboltinn í Þýskalandi er alveg
hundi'að prósent starf og þótt ég
kunni smávegis í þýsku verð ég að
fara á þýskunámskeið þegar ég
kem út en ég ætla að nota tímann
fram í júlí að æfa mig í þýskunni."
Þótt handboltinn sé fyrirferðar-
mikill í líf Patreks þá hefur hann
önnur áhugamál: „Ég hef alltaf
verið mikið fyrir hesta og reyni að
skreppa á bak þegar tími gefst og
einnig hef ég gaman af að fara á
skíði. Eiginkona Patreks er Álf-
heiður Gunnarsdóttir og eru þau
barnlaus.
Hornsófi
Myndgátan hér að ofan lýsir orðasambandi.
Fjöldi leikja í
handboltanum
I kvöld verða margir leikir í
handboltanum og þar á meðal
verða leiknir sex leikir í 1. deild
karla, en þar eru línur farnar að
skýrast og er nú barist um efstu
og neðstu sætin. í Garðabæ leika
Stjarnan og ÍBV, á Seltjarnar-
nesi Grótta-KA, í Strandgötunni
í Hafnarfirði leika Haukar og
KR, í Valsheimilinu Valur og
Selfoss, að Varmá Afturelding og
íþróttir
FH og í Víkinni Víkingur og ÍR.
Allir leikirnir hefjast kl. 20.00.
Einn leikur er í 1. deild
kvenna, er það viðureign Hauka
og Vals sem fram fer í Strandgöt-
unni kl. 18.15. Þá verða leikir í
kvöld í meistaraflokki karla B og
1. flokki karla.
Ljósmyndir,
lágmynd og
málverk
í Slunkaríki á ísafirði standa
nú yfir tvær sýningar. Á efri hæð-
inni sýnir Kristinn E. Rafnsson
skúlptúra, ljósmyndaverk og lág-
mynd og er um að ræða ný verk
sem unnin eru á árunum 1994-96.
Sýningar
Kristinn hefur tekið þátt í mörg-
um samsýningum en þessi sýning
er hans sjötta einkasýning.
Á neðri hæð gallerísins sýnir
Þór Vigfússon einlit málverk sem
unnin eru á þessu ári og því síð-
asta. Þór hefur sýnt víða, bæði
tekið þátt í samsýningum og hald-
ið fjölda einkasýninga. Sýningun-
um lýkur 3. mars.
Bridge
Snillingarnir úr sveit Evrópu-
meistara ítala stálu senunni á stór-
móti Flugleiða, höfðu sigur bæði í
tvímennings- og sveitakeppni
bridgehátíðar. ítalirnir voru ekki
einu erlendu spilararnir á mótinu.
Einn ungur Svíi, Thomas Brenning,
spilaði hér við Sigurð Vilhjálmsson
í mótinu. Hann sýndi prýðistakta í
úrspilinu í 6 tíglum í þessu spili.
Það kom fyrir í viðureign sveita
Samvinnuferða/Landsýnar og
Búlka. Sagnir gengu þannig, norður
gjafari og AV á hættu:
* Á72
V D987
♦ K84
4 G62
* DG843
* 1064
* 63
* 754
4 K1096
- -
♦ ÁD1095
* ÁD103
Norður Austur Suður Vestur
Sig. Sigtr. Brenning Bragi
pass 1» Dobl 2»
Dobl 3» 4* pass
4* pass 5-f pass
6* p/h
Tveggja hjarta sögn Braga var
veik hækkun og dobl Sigurðar neit-
aði fjórlit í spaða. Slemman er nokk-
uð hörð en liggur vel. Til að vinna
hana þurfti Brenning að telja upp
hendur AV. Útspilið var hjarta-
fjarkinn sem Brenning trompaði
heima. Hann tók nú ás og kóng í
trompi og spilaði síðan laufgosa.
Sigtryggur setti kónginn, Brenning
ásinn og síðan var laufi spilað
tvisvar sinnum ofan frá. Þá var
þriðja trompið tekið og nánast ljóst
orðið að austur átti skiptinguna 1-6-
3-3. Brenning spilaði þá spaðatí-
unni, Bragi setti gosann, ásinn í
blindum og hjarta trompað með síð-
asta trompinu. Nú spilaði Brenning
spaðasexunni frá hendinni, henti
sjöunni í blindum og Bragi varð síð-
an að spila upp í gaffalinn. Brenn-
ing gat þó bætt spilamennskuna ei-
lítið með því að spila spaða á ás,
trompað þriðja hjartað og spilað síð-
an spaðatíunni. Þannig hefði hann
varið sig gegn háspili blönku í aust-
ur. ísak Örn Sigurðsson