Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1996, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1996, Blaðsíða 26
34 MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1996 Afmæli Andrés Bjamason Andrés Bjamason gullsmiður, Heiðarbrún 45, Hveragerði, er sjö- tíu og flmm ára í dag. Starfsferill Andrés fæddist á Búðum á Fá- skrúðsfirði og ólst þar upp til sextán ára aldurs en flutti til Vestmannaeyja 1937 og starfaði þar í fiskaðgerð og við bifreiða- akstur hjá Ástþóri Matthíassyni. Hann flutti síðan til Reykjavíkur 1941 og átti þar heima til 1991. "Andrés lauk prófum frá Iðn- skólanum vorið 1944 og prófi í eldsmíði vorið 1945. Hann var yf- irsmiður í eldsmiðjunni í Hamri til 1949 er hann hóf nám í gull- smíði en sveinsbréf í þeirri grein fékk hann 1957. Hann rak síðan vinnustofu á ýmsum stöðum í Reykjavík og verslun á Laugavegi 58 í tólf ár. Þá starfaði hann við bólstrun hjá Gamla kompaniinu á árunum 1980-91 er hann flutti til Hvera- gerðis. Fjölskylda Andrés kvæntist 5.5. 1945 Ólöfu Guðmundsdóttur, f. 18.9. 1922, húsmóður. Hún er dóttir Guð- mundar Guðfinnssonar, héraðs- læknis á Fáskrúðsfirði og læknis og augnlæknis i Reykjavík, og k.h., Margrétar Lárusdóttur hús- móður. Börn Andrésar og Ólafar eru Margrét, f. 2.12. 1945, verslunarm- aður á Fáskrúðsfirði, var gift Sig- urði Arnþórssyni verkstjóra en þau skildu og eiga þau fjögur börn en seinni maður Margrétar er Helgi Guölaugsson vélstjóri; Dúi, f. 7.9.1950, sjómaður, búsett- ur í Hveragerði, var kvæntur Helgu Egilsdóttur listmálara en þau skildu og eiga þau einn son en sambýliskona Dúa er Guðrún Berg Ágústsdóttir og eiga þau þrjú börn. Systkini Andrésar: Þórður, f. 5.4. 1905, nú látinn, skósmiður í Vestmannaeyjum; Guðrún Björg, f. 31.6. 1906, nú látin, húsmóðir á Djúpavogi; Garðar eldri, dó ung- ur; Ágúst, f. 10.9.1909, nú látinn, farmaður og síðan silfursmiður í Reykjavík; Oddný Guðrún, f. 23.4. 1914, búsett í Vestmannaeyjum; Andrea, f. 1.7.1917, nú látin, hús- móðir í Reykjavík; Karl, f. 21.2. 1921 en hann lést rétt eftir ferm- ingu; Hansína, f. 21.2.1921, hús- móðir í Reykjavík; Garðar Björg- vin, f. 28.5. 1928, nú látinn, stýri- maður í Reykjavík. Foreldrar Andrésar: Bjami B. Austmann, f. 19.8. 1876, d. 1.5. 1955, verkamaður á Fáskrúðsfirði og í Vestmannaeyjum, og k.h., Stefania Markúsdóttir, f. 29.8. 1884, d. 10.4. 1975, húsmóðir. Ætt Bjami var sonur Bjarna Bjama- sonar, b. á Freyshólum, Bjama- sonar frá Krossi, Magnússonar. Móðir Bjama Bjamasonar var Guðfinna, dóttir Einars frá Set- bergi, Kristjánssonar og Mai'grét- ar Pétursdóttur frá Bót. Móðir Bjama Austmanns var Álfheiður Jónsdóttir. Hálfbróðir Stefaníu, sammæðra, var Jón Jónsson, alþm. og b. á Hvanná á Jökuldal, faðir Jóns, föður Gunnþórunnar, ekkju Óla í Olís. Stefanía var dóttir Markúsar á Vopnafirði, er fór til Vestur- heims, Guðnasonar, b. í Hvammi í Kjós, Jónssonar, b. í Króki í Kjós, Ólafssonar. Móðir Guðna var Vilborg Jónsdóttir, b. á Sýr- læk í Flóa, Jónssonar. Móðir Markúsar var Sigríður, systir Þor- bjargar, langömmu Sigríðar, móð- ur Sigríðar Dúnu Kristmundsdótt- ur, fyrrv. alþm. Sigríður var einnig systir Guðmundar, afa Þor- bjöms á Bíldudal, afa Þórðar Þor- bjamarsonar borgarverkfræðings og Þorbjöms Broddasonar lektors. Sigríður var dóttir Gísla, hrepp- stjóra í Hrísakoti, bróður Péturs, langafa Guðrúnar, móður Bjama Benediktssonar forsætisráðherra, foður Björns menntamálaráð- Til hamingju með afmælið 21. febrúar 95 ára Herdls Bjamadóttir, Stóruborg syðri, Þverárhreppi. 80 ára Hilmar Sæberg Bjömsson, Suðurgötu 75, Hafnarfirði. 75 ára Guðmundur Einarsson, Kirkjuvegi 41, Vestmannaeyjum. 70 ára Hannes Guðmundsson, Ránargötu 6a, Reykjavík. Jóna Guðríður Árnbjörasdóttir, Nýlendu 2, Sandgerði. 60 ára Lilja Gunnarsdóttir húsmóðir, Tjamariöndum 21, Egilsstöðum. Eiginmaöur hennar er Sigurjón Antons- son rafiðnfræðingur. Hún verður að heim- an. Ingibjörg Finnboga- dóttir, Ásgarði 151, Reykja- vík. Svava Gisladóttir, Mávanesi 13, Garða- bæ. 50 ára Jónína Ósk Jónsdóttir, Grýtubakka 28, Reykjavík. Herbert Baxter, Þórðargötu 22, Borgarnesi. Kristín H. Kristinsdóttir, Suðurholti 4, Hafnarfirði. Ingibjörg Óskarsdóttir, Vallarási 2, Reykjavík. Siguijón Amar Tómasson, Brekastíg 22, Vestmannaeyjum. 40 ára Guðrún A. Sigurvinsdóttir, Traðarlandi 11, Bolungarvík. Hildur Gunnarsdóttir, Munaðarhóli 19, Snæfellsbæ. Sigriður Bima Björnsdóttir, Hlaöhömrum 38, Reykjavík. Elín Alma Arthúrsdóttir, Víðibergi 5, Hafnarfirði. Hildur M. Blumenstein, Ásbúð 49, Garðabæ. Salaleiga Höfum sali sem henta fyrir alla mannfagnaði 5687111 Ásgeir Ármannsson Ásgeir Ármannsson bókbindari, Ásgarði 63, Reykjávík, er sjötíu og fimm ára í dag. Starfsferill Ásgeir fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í vesturbænum. Hann hóf nám í bókbandi í Prentsmiðj- unni Eddu 1940, stundaói nám við Iðnskólann í Reykjavík 1943-44 og lauk sveinsprófi 1945. Ásgeir starfaði í Eddu til 1958 en hóf þá störf hjá Hilmi hf. sem síðar varð eign Frjálsrar fjölmiðl- unar. Þar starfaði hann til 1991 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Ásgeir var ritstjóri Iðnnemans 1942-43, var formaður Breiðfirð- ingakórsins 1951-53, stofnaði skák- og bridgedeild innan Breiðfirð- ingafélagsins í Reykjavík, var trúnaðarmaður í Prentsmiðjunni Hilmi, sat í varastjórn Bókbind- arafélags Islands 1956-58, í stjóm knattspymudeildar Víkings um árabil, í stjórn KRR og stjóm KSÍ. Ásgeir hefur hlotið gullmerki allra þessara íþróttasamtaka, svo og gullmerki ÍSÍ. Fjölskylda Ásgeir kvæntist 9.9. 1944 Láru Herbjömsdóttur, f. 3.1. 1922, hús- móður. Hún er dóttir Herbjöms Guðbjömssonar, verkamanns í Reykjavík, og k.h., Guðbjargar Jónsdóttur húsmóður. Börn Ásgeirs og Lám em Áróra Sjöfn, f. 14.5. 1942, d. 5.2. 1989, hjúkrunarfræðingur í Reykjavík, var gift Sveini P. Kjartanssyni en þau skildu og eignuðust þau þrjú börn auk þess sem hún eignaðist dóttur eftir skilnaðinn; Ásgerður, f. 25.5. 1945, húsmóðir á Hvolsvelli, gift Magnúsi T. Bjamasyni raf- virkjameistara og eiga þau þrjú börn; Guðbjöm, f. 31.12. 1950, rennismiður og sjúkraflutninga- maður í Ólafsvík, kvæntur Nönnu Þórðardóttur, húsmóður og org- anista við Ólafsvíkurkirkju, og eiga þau þrjú börn, auk þess sem þau eiga sitt hvort barnið frá því áður; Ámý Sigríður, f. 11.5. 1956, húsmóðir í Reykjavík, gift Sigþór Jóhannessyni trésmið og eiga þau tvær dætur; Einar, f. 9.5. 1960, verslunarmaður í Reykjavík og á hann tvo syni. Systkini Ásgeirs era öll látin. Þau vora Jóhannes, f. 1896, d. 1898; Jón Jóhannes, f. 23.11. 1899, stýri- maður í Reykjavík; Ólafur, f. 11.11. 1901, verkamaður í Reykjavík; Þor- valdur, f. 15.7.1903, sjómaður og verkamaður i Reykjavík; Sigríður, f. 13.10.1905, verkakona í Reykja- vik; Guðfinna, f. 11.9. 1910, húsmóð- Gunnar Árnmarsson Gunnar Ámmarsson sjómaður, Túngötu 31, Tálknafirði, varð fimmtugur í gær. Starfsferill Gunnar fæddist á Reyðarfirði og ólst þar upp. Hann var í bama- og unglingaskóla á Reyðarfirði, stundaði nám við Alþýðuskólann á Eiðum 1962 og stundaði nám við Stýrimannaskólann í Reykjavík 1967-69. Gunnar fór fyrst til sjós 1959 og var síðan á ýmsum bátum á Aust- fjöröum til 1978. Þá flutti hann til Tálknafjarðar þar sem hann var stýrimaður á Tálknfirðingi til 1993 er skipið var selt. Gunnar gerir nú út á krókaleyfisbát frá Tálknafirði. Fjölskylda Gunnar kvæntist 1.6.1968 Guð- björgu H. Friðriksdóttur, f. 26.8. 1947, póstafgreiðslumanni. Hún er dóttir Friðriks H. Sigurðssonar og Jónu Þorfinnsdóttur. Sonur Gunnars og Önnu Sigurð- ardóttur er Sigmar H. Gunnars- son, f. 22.11. 1965, pípulagninga- meistari að Rauðanesi III í Borgar- firði, kvæntur Ingu Ingibergsdótt- ur og eiga þau þijár dætur. Böm Gunnars og Guðbjargar era Sigurður Gunnar Gunnarsson, f. 30.11. 1968, stýrimaður á Hólma- vík, kvæntur Iðunni Sögu Bjöms- dóttur og eiga þau einn son; Ámi Jón Gunnarsson, f. 22.12. 1969, d. 4.2. 1993, og eignaðist hann eina dóttur; Jóna Sigriður Gunnarsdótt- ir, f. 16.2. 1982, nemi; María Björk Gunnarsdóttir, f. 21.11.1983, nemi. Systkini Gunnars: Andrés, f. 20.12. 1945, búsettur á Reyðarfiröi; Margrét, f. 11.9. 1949, búsett í Reykjavík; Guðlaug, f. 7.12. 1950, búsett í Reykjavík; Pétur, f. 25.8. 1953, búsettur í Vestmannaeyjum; Anna, f. 5.9.1959, búsett í Fljóts- dal; Guðný, f. 1.3.1964, búsett í Borgarfirði. Foreldrar Gunnars: Ámmar Andrésson, f. 1914, d. 1983, verka- maður í Bakkagerði á Reyðarfirði, Stella Olsen Stella Olsen, skrifstofustjóri Sjúkrahúss og heilsugæslu Suður- nesja, Háholti 28, Keflavík, er fimmtug í dag. Starfsferill Stella fæddist í Keflavík og ólst þar upp. Hún lauk námi í viö- skipta- og rekstrarfræðum frá Endurmenntunarstofnun HÍ 1992 og stundar nú framhaldsnám þar í sömu greinum. Stella hefúr lengst af stundað verslunar- og skrifstofustörf. Hún starfaði m.a. við Bókabúð Kefla- víkur í tíu ár, átti og starfrækti Verslunina Draumaland í Keflavík í fimm ár en hefur nú starfað við Sjúkrahús og Heilsugæslustöð Suöumesja sl. tuttugu ár. Stella er einn af stofnfélögum Soroptimistaklúbbs Keflavíkur 1975, var formaður hans 1990-92, var formaður útbreiðslunefndar Landssambands soroptimista 1990-92 og sat í stjóm JC á Suður- nesjum 1982-84. Fjölskylda Stella gíftist 4.2. 1967 Birgi Ólafssyni, f. 8.11.1942, lögreglu- manni. Hann er sonur Ólafs Frí- mannssonar, f. 1921, d. 1987, vél- virkja í Hafnarfirði, og Kristínar Sigurðardóttur, f. 1921, d. 1986, húsmóður. Böm Stellu og Birgis eru Telma, f. 25.11.1972, nemi í félagsfræði við HÍ, en sambýlismaður hennar er Finnur Kolbeinsson lögfræði- nemi og er dóttir þeirra Ásdís Ósk, f. 9.8. 1992; Snorri, f. 1.1. 1984. Systkini Stellu era Ragnar 01- sen, f. 10.12. 1940, framkvæmda- stjóri á Hellissandi; Rakel Olsen, f. 17.1.1942, forstjóri í Stykkishólmi; Jónina Olsen, f. 23.7. 1952, húsmóð- ir í Keflavík. Foreldrar Stellu vora Ole Olsen, f. 8.3.1908, d. 12.6.1979, sjómaður frá Toftum í Færeyjum, og Þóra Andrés Bjarnason. herra. Gísli var sonur Guðmund- ar, dbrm. í Skildinganesi, Jóns- sonar. Móðir Sigríðar var Guðrún Þóroddsdóttir, b. á Ingunnarstöð- um, Sigurðssonar. Móðir Guðrún- ar var Guðrún Jónsdóttir, b. á Fremra-Hálsi og ættfoður Fremra- Hálsættarinnar, Ámasonar. Móðir Stefaníu var Ingunn Ein- arsdóttir frá Hamri í Hamarsfirði, Ólafssonar. Móðir Jngunnar var Sigríður Eyjólfsdóttir. Ásgeir Ármannsson. ir í Reykjavík; Gunnar, f. 30.7. 1915, málarameistari og verslunarmaður í Reykjavík. Foreldrar Ásgeirs vora Ármann Eyjólfur Jóhannsson, f. 3.5.1870, d. 21.2. 1950, verkamaður í Mýrar- holti við Bakkastig í Reykjavík, og k.h., Guðný Jónsdóttir, f. 16.7. 1875, d. 25.2. 1972, húsmóðir. Ásgeir verður að heiman á af- mælisdaginn. Gunnar Árnmarsson. og Sigríður Gunnarsdóttir, f. 1924, húsmóðir. Gunnar verður að heiman á af- mælisdaginn. Stella Olsen. Gísladóttir, f. 21.7.1916, d. 13.6. 1995, húsmóðir. Stella og Birgir taka á móti gest- um í KK-salnum við Vesturbraut í Keflavík laugardaginn 24.2. kl. 20.00-24.00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.