Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1996, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1996
33
Fréttir i>v Leikhús
Reykjanesbær:
' Atvinnustefnan
hefur skilað
200 störfum
„Forráðamenn nokkurra fyrir-
tækja hafa haft samband við okkur
og spurst fyrir um aðstöðu í Reykja-
nesbæ og hvort húsnæði sé á lausu.
Við höfum rætt hér í bæjarstjórn
um atvinnumál, lagt niður fyrir
okkur hvað hægt sé að gera á því
sviði til að fyrirtæki flytji hingað.
Það hefur þegar borið árangur, skil-
að um 200 störfum og möguleiki er
á fleirum," sagði Ellert Eiríksson,
bæjarstjóri í Reykjanesbæ, þegar
blaðið hafði samband við hann ný-
lega.
Bæjarstjórn, ásamt Hitaveitu
Suðurnesja og Markaðs- og atvinnu-
málaskrifstofa Reykjanesbæjar og
fleiri aðilum, hefur unnið ötullega
að atvinnumálum bæjarins undan-
farna mánuði með góðum árangri.
„Það þarf mörg samverkandi at-
riði til að fá fyrirtæki til að flytja
starfsemi hingað. Við teljum okkur
með lifandi og skemmtilegt sveitar-
félag og getum ekki annað en verið
bjartsýnir á framhaldið og framtíð-
ina. Allt bendir til þess og það er
markvisst unnið að því á mörgum
sviðum," sagði Ellert.
-ÆMK
Hringiða
Árshátíð Stangaveiðifélags Reykjavíkur var haldin með glæsibrag á Hótel Sögu síðastliðinn laugardag. Myndin er
frá afhendingu verðlauna fyrir að veiða stærstu laxana.
Tilkynningar
Fríkirkjusöfnuðurinn í
Reykjavík
Þorraskemmtun verður haldin í
safnaðarheimilinu, Laufásvegi 13,
nk. laugardagskvöld, 3. febrúar, kl.
19.30. Skemmtiatriði og dans. Frí-
kirkjufólk, fjölmennið og takið með
ykkur gesti. Uppl. í s. 553-2872, 557-
1614 og 562-4393.
Félagsstarf aldraðra Gerðu-
bergi
Á morgun, föstudag, er m.a. bók-
band, laus pláss. Umsjón Þröstur
Jónsson. Silkimálun. Umsjón Erla
Guðjónsdóttir.
Fugiaverndarfélag íslands
Loksins - Loksins. Nýtt merki
Fuglavemdarfélagsins. Loksins hef-
ur félagið okkar eignast merki sitt.
Síðastliðið rúmt ár hefur starfað
svokölluð logonefnd, og hefur hún
unnið að undirbú ningi merkisins
ásamt listamanninum Jóni Baldri
Hlíðberg.
Opnunartilboð!
15% aukaafsláttur af öllum
vörum verslunarinnar í febrúar!
Barnafataverslun Stjörnur er
flutt af Laugaveginum í Mjóddina
(við hliðina á Bakaranum á horn-
inu), inngangur einnig frá göngu-
götu. Næst þér nefnist hluti verslun-
arinnar, en þar bjóðum við innan
skamms undirfatnað á dömur og
herra, herrasokka og dömusokka-
buxur. Vertu velkominn.
Fréttatilkynning
Út er kominn 16. árgangur Sagna,
tímarits um söguleg efni. Efni blaðs-
ins er fjölbreytt að venju og t.d. má
í því finna brot úr bíósögu íslands í
tilefni af 100 ára afmæli kvikmynd-
arinnar en Eggert Þór Bemharðs-
son ritar greinina íslenskur texti og
erlendar kvikmyndir. Einnig má
finna grein um mannkynbætur og
sögu reiðhjólsins sem flutningafar-
artækis í Reykjavík. Tvær ritgerðir
tengjast miðöldum og fjallar önnur
um íslenskar kirkjubyggingar á
miðöldum en hin um siðaskiptin.
Einnig ber að nefna greinar um
sóknina gegn sullaveiki og holds-
veiki og barneignir íslenskra
kvenna í byrjun 19. aldar. Síðast en
ekki síst má finna greinar þeirra
Helga Ingólfssonar og Magnúsar
Haukssonar um sagnfræðina sem
skáldskap.
Sagnir koma út einu sinni á ári
og í því er að finna mikinn fjölda
mynda. Það er að þessu sinni 80
blaðsíður og fæst hjá Sölufélagi í
Fischersundi, Mál og menningu á
Laugavegi og Bóksölu stúdenta og
kostar 1500 krónur. Áskriftarsími er
552-3473 og 552-2498.
HGH-Hafnagönguhópurinn
Genginn flugvallar og Vatn-
smýrarhringurinn.
I kvöld 21. febrúar fer HGH kl.
20.00 í gönguferð frá Hafnarhúsinu.
Val veröur um að ganga um Há-
skólahverfið suður í Skerjafjörð,
síðan með ströndinni inn í Naut-
hólsvík og til baka um Öskjuhlíð
niður í Hljómskálagarð eða ganga
styttri leið um Háskólahverfið og
um byggðarhverfið í Litla Skerja-
firði og yfir Vatnsmýrina niður í
Hljómskálagarð til baka. Á fimmtu-
daginn verður gengið úr Sundahöfn
frá Sundakaffi kl. 20.00 og á föstu-
dagskvöld frá Ártúnshöfða, frá húsi
Ingvars Helgasonar h/f einnig kl.
20.00. Allir eru velkomnir í göngu-
ferð með HGH-Hafnagönguhópnum.
Tilkynningar
Félag trérennismiða á íslandi
Aðalfundur
Aðalfundur félagsins verður hald-
inn fimmtudaginn 22. febrúa nk. kl.
19.30 í menningarmiðstöðinni að
Gerðubergi.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundar-
störf skv. lögum félagsins. Kaffiveit-
ingar eru fáanlegar í fundarhlék
Stjórnin
LEIKFÉLAG
REYKJAVÍKUR
SÍMI 568-8000
STÓRA SVIÐ KL. 20.00:
ÍSLENSKA NLAFÍAN
eftir Einar Kárason og Kjartan
Ragnarsson
Lau. 24/2, fáein sæti laus, lau. 2/3, 8/3,
fáein sæti laus.
LÍNA LANGSOKKUR
eftir Astrid Lindgren
Sun. 25/2, fáein sæti laus., sud. 10/3.,
sud. 17/3.
STÓRA SVIÐ KL. 20:
VIÐ BORGUM EKKI,
VIÐ BORGUM EKKI
eftir Dario Fo
Fös. 23/2, örfá sæti iaus, föd. 1/3,
fáeins sæti laus, aukasýningar.
Þú kaupir einn miða, færð tvo!
Samstarfsverkefni
við Leikfélag Reykjavíkur:
Alheimsleikhúsið sýnir á
Litla sviði kl. 20.00:
KONUR SKELFA
toilet-drama eftir Hlín
Agnarsdóttur.
Fid. 22/2, uppselt, föst. 23/2, uppselt,
lau. 24/2, uppseltt, sund. 25/2, örfá
sæti laus, aukasýn. miðd. 28/2, fid.
29/2, uppselt, föd. 1/3, uppselt, laud.
2/3, uppselt, sud. 3/3, örfá sæti laus.
Barflugurnar sýna á
Leynibarnum kl. 20.30:
BAR PAR
eftir Jim Cartwright-
Fös. 23/2, örfá sæti laus, lau. 24/2 kl.
23.00, örfá sæti laus, sund. 25/2,
uppselt, föd. 1/3, uppselt, laud. 2/3 kl.
23.00.
Tónleikaröð L.R.
Á STÓRA SVIÐI KL. 20.30.
Ljóðatónleikar Gerðubergs: Kristinn
Sigmundsson, Jónas Ingimundarson
og Arnar Jónsson. Miðaverð kr. 1.400,-
Fyrir börnin: Línu-ópal, Línu-bolir og
Linu-púsluspil.
Miðasalan er opin alla daga frá
kl. 13-20, nema mánudaga frá
kl. 13-17, auk pess er tekið á
móti miðapöntunum í sima
568-8000 alla virka daga.
Greiðslukortaþjónusta.
Gjafakortin okkar
- frábær tækifærisgjöf.
Leikfélag Reykjavíkur -
Borgarleikhús
Faxnúmer 568-0383.
Bæjarleikhúsið
Mosfellsbæ
LEIKFÉLAG
MOSFELLS5VEITAR
sýnir
gamanleikinn
Deleríum Búbónis
eftir Jónas og Jón Múla Árnasyni
í Bæjarleikhúsinu.
Sýningar hefjast kl. 20.30.
Síðustu sýningar
Föstudaginn 23. febr.
Sunnudaginn 25. febrúar.
Miðaverð kr. 1200.
Miðapantanir í síma 566 7788
allan sólarhringinn.
Miðasala í leikhúsi frá kl. 17
sýningardaga.
ÞJÓDLEIKHIÍSIÐ
STÓRA SVIÐIO KL. 20.00:
TRÖLLAKIRKJA
leikverk eftir Þórunni
Sigurðardóttur byggt, á bók Ólafs
Gunnarssonar með sama nafni.
Tónlist: Hjálmar H. Ragnarsson
Leikmynd: Gretar Reynisson
Búningar: Helga I. Stefánsdóttir
Lýsing: Elfar Bjarnason
Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson
Leikendur: Anna Kristín
Arngrímsdóttir, Arnar Jónsson,
Bryndís Pétursdóttir, Eyjólfur Kári
Friðþófsson, Guðrún S. Gísladóttir,
Hilmar Jónsson, Helga Bachmann,
Ingvar E. Sigurðsson, Jóhann
Sigurðarson, Margrét Vilhjálmsdóttir,
Róbert Arnfinnsson, Sveinn Þ.
Geirsson.
Frumsýning föd. 1/3, 2. sýn. sud. 3/3,
3. sýn. föd. 8/3, 4. sýn. fid. 14/3, 5. sýn.
Id. 16/3.
ÞREK OG TÁR
eftir Ólaf Hauk Símonarson
Á morgun, uppselt, 40. sýning Id. 24/2,
uppselt, fid. 29/2, uppselt., Id. 2/3,
uppselt, Id. 9/3.
GLERBROT
eftir Arthur Miller
Sud. 25/2, síðasta sýning.
DONJUAN
eftir Moliére
Föd. 23/2, síðasta sýning.
KARDEMOMMUBÆRINN
eftir Thorbjörn Egner
Ld. 24/2 kl. 14, uppselt, sud. 25/2 kl. 14,
uppselt, Id. 2/3 kl. 14, uppselt, sud. 3/3
kl. 14, uppselt, Id. 9/3 kl. 14, uppselt,
sud. 10/3 kl. 14, sud. 10/3 kl. 17.
LITLA SVIÐIÐ KL. 20.30:
KIRKJUGARÐSKLÚBBURNN
í kvöld, uppselt, föd. 23/2, uppselt,
sud. 25/2, uppselt.
Athugið að ekki er hægt að hleypa
gestum inn f salinn eftir að sýning
hefst.
SMÍÐAVERKSTÆÐIÐ KL. 20.00:
Leigjandinn
eftir Simon Burke
Föd. 23/2, sud. 25/2.
Sýningin er ekki við hæfi barna.
Ekki er hægt að hleypa gestum inn í
salinn eftir að sýning hefst.
ÁSTARBRÉF
með sunnudagskaffinu.
kl. 15.00 í Leikhúskjallaranum.
Leikendur: Herdís Þorvaldsdóttir og
Gunnar Eyjólfsson.
Sud. 25/2. Síðasta sýnlng.
Gjafakort í leikhús -
sígila og skemmtileg gjöf!
Miðasalan er opin alla daga nema
mánudaga frá kl. 13.00-18.00 og
fram að sýningu sýningardaga.
Einnig símaþjónusta frá kl. 10.00
virka daga.
Sími miðasölu 551 1200 - Sími
skrifstofu 551 1204.
Greiðslukortaþjónusta.
Fax: 561 1200
SÍMI MIÐASÖLU: 551 1200
SÍMI SKRIFSTOFU: 551 1204
VELKOMIN í ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ!
Aðalfundur
SRF1996 verður haldinn að Grettisgötu 89, Reykjavík,
fimmtudaginn 28. mars og hefst kl. 20.00.
Dagskrá samkvæmt lögum félagsins.
Fram hafa komið lagabreytingar og liggja þær frammi á
skrifstofu félagsins að Grettisgötu 89.
Starfsmannafélag ríkisstofnana