Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1996, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1996 Spurningin Hvað gerir þú á öskudaginn? Adda Sigurjónsdóttir húsmóðir: Ég klæði bamið mitt í grimubún: ing. Freyja Sigurðardóttir húsmóðir: Ég fer til Kanaríeyja. Stefán Stefánsson, dúklagninga- og veggfóðrarameistari: Ég vinn eins og alla aðra daga vikunnar. Guðný Einarsdóttir húsmóðir: Ég fer með krakkana í bæinn: Clara Waage, húsmóðir og versl- unareigandi: Nýt lífsins. Einar Ólafsson verslunarmaður: Ætli ég verði ekki að vinna í búð- inni og gefa bömunum, sem koma og syngja, sælgæti. Lesendur Verkalýðshreyfing- in og kjarabæturnar Haraldiu- Sigurðsson skrifar: Á fundum verkalýðshreyfmgar- innar nú fyrir stuttu var talað fjálg- lega um að „nú væri lag fyrir kjara- bætur“. Hvað skyldi verkalýðs- hreyfingin vera að bralla i þetta skiptið? Er hún að gera gys að um- bjóðendum sínum eða er hún að storka þeim? Með því að nota orðið „nú“, er hún að segja að fram und- an kunni að vera einhverjar lagfær- ingar á launum fólks fyrir tilstuðlan verkalýðshreyfmgarinnar. En ann- að kemur á daginn þegar þessir verkalýðsforkólfar halda áfram mál- flutningi sínum. - Nefnilega að þeir meina „um næstu áramóf‘! Þetta er málflutningur í lagi, eða hitt þó heldur. Það eru sem sé tíu mánuðir þar til þetta „nú“ á að koma til fram- kvæmda. Og auðvitað mun líða lengra en tíu mánuðir, því þá eru áramót. Þá eru aðeins lausir samn- ingar. Eftir er því að karpa fram og til baka um hvaöa stefnu eigi að fylgja o.s.frv., og eftir dúk og disk, sennilega ekki fyrr en undir þamæsta vor, er einhver von til að sjá til lands í samningamálum, ef maður þekkir takt og tón samnings- aðila rétt. Þessar upphrópanir um „lag fyrir kjarabætur nú“, sem komu ffá þeim Benedikt Davíðssyni, forseta ASÍ, Halldóri Björnssyni, nýkjörnum for- manni Dagsbrúnar, og Bimi Grét- ari Sveinssyni, formanni Verka- mannasambands íslands, eru him- inhrópandi orðagjálfur, sem þessir menn sjá sig neydda til að koma frá sér, því óánægja verkafólks er á suðumarki og hún mun senn brjót- ast út í einhvers konar skæram sem koma auðvitað við alla landsmenn eins og ávallt þegar vinnumarkað- urinn er lamaður í slíku neyðarúr- ræði. Eitt er vist; verkafólk og annað láglaunafólk í landinu lætur ekki bjóða sér að bíða í 10 mánuði, eftir að hafa meðtekið hinn falska tón hjá forystumönnum launþegasam- takanna, og sem þeir sjálfir komu á framfæri. - „Nú“ er lag fyrir kjara- bætur. Bíður láglaunafólkið í 10 mánuði eða lengur eftir kjarabótunum? Lausn á vanda RÚV Ármann skrifar: Sífellt er verið að leita lausna á vanda Ríkisútvarpsins, þetta er orð- ið árlegt fyrirbæri. Núna er vand- ræðast með flutning á Sjónvarpinu og hvort flytja eigi það í Efstaleitið eða eitthvað annað, hluta þess eða byggja við nýbyggingu útvarpshúss- ins fyrir Sjónvarpið. íslenska út- varpsfélagið hefur gert tilboð í byggingu Sjónvarpsins við Lauga- veg fyrir Stöð 2, og því tilboöi ætti ríkið að taka umsvifalaust. Það þarf ekki margar nefndir til að sjá þenn- an kost bestan. Það sem best væri þó af öllu fyrir Ríkisútvarpið, skattborgarana og þá um leið ríkið sjálft, er að leggja Sjónvarpið niður að fullu, svo og rás 2 og halda eftir rekstrinum á rás 1, gömlu gufunni. Þar er góður og vinsæll fjölmiðill sem hentar flest- um sem góð og gild menningarút- varpsstöð. Öryggisins vegna má Sjónvarpið og rás 2 missa sig. Nóg er að hafa rás 1. Sjónvarpsstöövar era nægilega margar hér og enn fleiri era sífellt að bætast í hópinn með fjölgun gervihnattasendinga, sem eru auk þess algjörlega ókeyp- is, fyrir þá sem kaupa sér svokall- aða sjónvarpsdiska til móttöku sendinganna. Vandi Ríkisútvarpsins er að mestu til kominn vegna rekslurs Sjónvarpsins og því er nauðsynlegt að ríkið láti nú skynsemina ráða og afsali sér þeim bagga sem Sjónvarp- ið er orðið. Það er ekki ástæða til að láta húsnæðismál Sjónvarps vinda upp á sig öllu lengur. Sé ríkið hag- sýnt selur það húsnæði þess sem allra fyrst og hættir sjónvarps- rekstri. Erlend fjárfesting í sjávarútvegi: Ástæðulaus ótti, engin eftirspurn Hannes skrifar: Þessa dagana er verið að veifa framan í okkur tilbúnum og algjör- lega óþörfum ágreiningi um fram- vörp á Alþingi sem lúta að eignar- aðild erlendra aðila í íslenskum sjávarútvegi. Fjórir þingmenn Sjálf- stæðisflokks hafa gert tilraun til að brjótast út úr vítahring þráhyggju íslenskra ráðamanna gegnum árin, sem felst í því að erlendir fjárfestar standi 1 biðröð eftir því að festa fjár- magn sitt á íslandi. - Allt vegna Er biðröð erlendra aðila eftir að fjár- festa í sjávarútveginum? stjómarframvarps um að ekki skuli útlendingum heimilt að eiga beina aðild í íslenskum sjávarútvegi. Áðumefndir fjórir alþingismenn hafa opnað augu landsmanna fyrir því að hér er um mikinn misskiln- ing stjómvalda að ræða. Það er full- komlega réttlætanlegt að setja lög þess efnis sem gefa þeim hugsan- legu fáu erlendu aðilum sem hingað vilja koma með fjármagn til aðstoð- ar sjávarútvegi kost á þvl þannig að löglegt sé. Sannleikurinn er einfald- lega sá að ótti um óhóflega erlenda fjárfestingu í sjávarútvegi er ástæðulaus því það er engin sérstök eftirspurn eftir slíkum fjárfesting- um eða áform uppi erlendis frá í þessum efnum. Nú hefur þingmönnunum ijóram bæst liðstyrkur frá Félagi ungra sjálfstæöismanna sem styður þing- mennina opinberlega. Það ætlar að reynast erfitt fyrir ungliðahreyfing- una í fjórflokknum, og þó sérstak- lega í Sjálfstæðisflokki og Alþýðu- flokki, að sannfæra þá sem völdin hafa 'um ágæti þess að hleypa nýj- um straumum, að ekki sé nú talað um drifkraftinn sjálfan, fjármagnið, inn í landið. - Það virðist sem hér þurfi fyrst allt að fara í botn, verða fullkomlega efnahagsleg örbirgð, til þess að grípa megi til aðgerða sem allar aðrar þjóðir era löngu búnar að gera með því að nýta erlent fjár- streymi tii uppbyggingar og stöðug- leika í rekstri þjóðfélagsins. Vonlaus vaxta- lækkun Birgir Magnússon hringdi: Vonlaust er fyrir ríkisvaldiö eða aðra þrýstihópa (ríkið er stærsti þrýstihópurinn) að þrýsta niður vöxtunum. Það er í raun óframkvæmanlegt eins og hér er ástatt, og hefur lengst af verið. Verðbólgan hér er nefni- lega talsverð, hvað sem allar stofnanir segja, Hagstofa, Þjóð- hagsstofhun og aðrar leggja fram spár og alls kyns mat, einfald- lega eftir pöntun stjómvalda hverju sinni. - Ef vextir lækka umfram það sem nú er líklegast að bankar geri, eftir siðustu hækkun, sem var varnaraðgerð þeirra, þá er fyrst voðinn vís vegna neikvæðrar sparifjár- myndunar. Nöfn fíkniefna- smyglara Þónmn hringdi: Skyldu viðkomandi ráðamenn í dómskerfinu láta sér skiljast að fólk vill harðari afstöðu gegn sölumönnum fikniefha og smygl- uram? Nýlega mátti lesa í DV . niðurstöðu könnunar á því hvort fólk vildi láta birta nöfn fikni- efnasmyglara, og sögðu 93% já en aðeins 7% nei. Hvað vilja ráðamenn hafa þetta skýrara? Hér er um raddir fólksins að ræða, ekki sérskipaðra nefhda eða sérfræðinga. Ég fagna um- mælum lögregluvarðstjóra í út- varpi sl. sunnudag þar sem hann tók þannig til orða að hreinsa þyrfti Reykjavík af þessum sora sem fikniefnaneysla er orðin. Syndaaflausn Seðlabanka Guðmundur Jónsson skrifar: Það varfyrir nokkra síðan að Bankaeftirlit Seðlabankans hafði gert alvarlegar athugasemdir við rekstur eins af þekktustu verð- bréfafyrirtækjunum hér og sent frá sér skýrslu um málið. Ekki leið svo langur tími þar til ann- ar seðlabankastjóranna upplýsti að allt væri nú í góðu gengi hjá verðbréfafyrirtækinu, þar sem forstjórinn væri hættur, og eng- in eftirmál yrðu. En mér er spum: Er Seðlabankanum heim- ilt að veita syndaaflausn, bara rétt sisvona? Eða er þetta stefna hans í framtíðinni við svipaðar aðstæður hjá öðram fjármála- stofnunum? Vandamálið Passíusálmar Sigríður Einarsdóttir skrifar: Menn hafa hringt nokkuð í Þjóðarsál rásar 2 að undanfomu og kvartað yfir lestri Passíu- sálmanna. Svo bregður við þegar þessar kvartanir era fram bom- ar aö þáttarstjómendur verða hvumsa, eða eins og þeir vilji snúa sig út úr málinu. Segja í mesta lagi: „Ja, hérna hér“, til að segja eitthvað, og síöan að þetta komi þeim algjörlega á óvart og ætla hver um annan þveran að hlusta sjálfir á lestur- inn! Líklega til þess að geta dæmt i málinu. - Þetta finnast mér afar einkennileg viðbrögð hjá útvarpsmönnum. Er eitthvað að óttast í málinu? Er ekki lík- legt að Passíusálmamir séu bara illa lesnir í ár? Forseta- og fiskifréttir Rögnvaldur hringdi: Maður er nú búinn að fá sig fullan upp í háls af forseta- og fiskifréttum. Þetta er úreltur fréttamatur. Aðeins um 10% þjóðarinnar vinna við sjávarafl- ann og launin era þau allra lægstu sem um getur, nema fyr- ir sjómennina sjálfa. Auk þess era fiskifréttir einhverjar óskemmtilegustu fréttir sem maður heyrir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.