Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1996, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1996, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRUAR 1996 15 Linir haröjaxlar Þegar ég var bam töluðu menn þannig um sig og fortíðina að við íslendingar höfum löngum bitið klakann en bætt það upp með lýsi. Ég skildi þetta viöhorf í eiginlegri merkingu og líka sem lýsingu á þjóð sem hefur kappkostað að tóra fremur en að brjótast fram til bita- stærri hluta en klakans sem er hægt að finna hvarvetna í vetrar- ríkinu. En fólk með þannig lífssýn var að minnsta kosti duglegt, hraust og harðjaxlar. Litlaus lopahönk Nú er öldin önnur. Tannslit þjá- ir harðjaxla frá barnsaldri og menntunin í landinu virðist hafa það eina takmark að skapa sjúk- dóma fyrir alla. Eru það afleiðing- arnar af mjúku stefnunni sem átti að leysa íslenska þrjótinn af hólmi? Fyrir bragðið hefur flest orðið, ekki siðfágun, heldur eins konar ýtinn lopi. Og kurteisi hefur verið ruglað saman við skoðana- leysi og tilgerð. íslenskar samræður eru núna sem sálarlaus, innantóm og litlaus lopahönk, sem ekkert er hægt að prjóna úr af viti. Listimar eru lopi. Málarar mála lopamálverk. Efni bókmenntanna er sem hekl- aður lopi handa lopalegu fólki með eintóm andleg lykkjuföll þegar það skríður úr lopaskólum. Kannski væri þetta í lagi væri lopinn inn- lendur frá Álafossi, en íslenska sauðkindin er dauð á þessu sviði, þó sauðshátturinn ríki hvarvetna nema á loðnuskipunum. Hefðum við ekki Svisslendinga til að stjórna álverum og skapa verkafólki trygga atvinnu í landi væri ekkert við að vera annað en fiskurinn. Meira að segja íslenska vatnið hefur farið í vaskinn í höndunum á sölumönnum okkar í útlöndum. Veikindaiðnaöurinn Þó er ein atvinnugrein sem ís- lenskt menntafólk lætur blómgast innanlands: veikindaiðnaðurinn. „Nú bíður þessi næstum beinlausa þjóð eftir að sjúki hryggurinn verði tekinn úr henni og mjúkt brjósk (frá Brússel?) látið í staðinn.“ Kjallarinn Guðbergur Bergsson rithöfundur Hæfileikar þess virðast helst felast í því að geta notað mjúka tann- lopann sinn til þess að telja öðrum trú um, að þeir séu sjúkfr. Síðan er þeim kennt að krefjast þjónustu fræðimennsku þeirra. Menntun hér á landi hefur varla skapað sér önnur tækifæri en til starfa í veik- indaiðnaði eða við fjölmiðla. Heilbrigðisstéttir hafa sprottið upp eins og gorkúlur, líkar sjón- um sem máltækið segir að taki löngum við. Þar drukknar lært fólk nema það sem flýr land. Og frelsi verkakvenna kemur helst fram í því að fara til starfa á sjúkrahafsjónum. Því aðeins lærð- ar pabbastelpur komast á þing. Svo krakkarnir liggja í hassinu heima. Aftur á móti hefur stór hluti millistéttarinnar til dundurs sér að vera mæddur á vegum ímyndunarveikinnar og heimtar skilning af sál- og félagsfræðing- um. Nú bíður þessi næstum bein- lausa þjóð eftir að sjúki hryggur- inn verði tekinn úr henni og mjúkt brjósk (frá Brussel?) látið i staðinn. Guðbergur Bergsson „Frelsi verkakvenna kemur helst fram í því að fara til starfa á sjúkrahafsjónum," segir Guðbergur í m.a. grein sinni. - Sjúkraliðar funda til að boða harðar aðgerðir. Studentaráð - óháð og frjálst Á morgun verður gengið til kosninga í Háskóla íslands. Stúd- entar hafa haft tíma til að kynna sér málin, lesið blöðin, mætt á fundi, rætt við.frambjóðendur og eru nú á þeim tímapunkti að gera upp hug sinn. í samtölum mínum við stúdenta undanfarið hef ég orðið vör við að mörgum þykja skilin milli fylkinganna óljós og þær hafi' sömu málin á stefnu- skránni. Báðar berjast fyrir að bókhlaðan sé lengur opin, báðar segjast leggja áherslu á atvinnu- mál og báðar hafa sömu markmið í lánamálum. Um höfuðmál kosninganna, það sem fólk raunverulega kýs um, er engin sátt. Stöðu Stúdentaráðs í háskólasamfélaginu. Er Stúdenta- ráð hagsmunafélag nemenda sem þiggur umboð sitt frá þeim eða hluti af stjórnsýslu Háskólans, skúffa í skrifborði rektors? Félag eða ekki félag? Umræðunni um félagafrelsi hef- ur vaxið fiskur um hrygg í seinni tíð, hérlendis sem erlendis, og má í því sambandi nefna lögfestingu stjórnarskrárákvæðis sem kveður á um að engan megi skylda til að- ildar í félagi. Stúdentaráð Háskóla íslands hefur ekki farið varhluta af þeim umræðum en háværar raddir hafa verið uppi um að gefa skuli aðild að ráðinu frjálsa og hefur Vaka beitt sér mjög í þá átt. Rökin eru margþætt. Fyrir utan mannréttindaþáttinn veitir þetta ráðinu aðhald og gerir þaö þar að auki trúverðugra í augum ann- arra. Andmæli Röskvumanna eru óljós í meira lagi. Þau hengja sig í Kjallarinn Margrét Leósdóttir situr í 3. sæti lista Vöku til Stúdentaráðs það að Stúdentaráð sé ekki félag heldur fulltrúasamkoma sem starfar í umboði skólayfirvalda. Enn höfum við ekki fengið útskýr- ingu hvað í því felst. Á hinn bóg- inn hníga öll rök að því að Stúd- entaráð sé félag. Það var stofnað af stúdentum á sínum tíma, hefur alltaf starfað sjálfstætt en ekki haft með höndum nein verkefni sem eru lögákveðin skylduverk- efni Háskólans, m.ö.o. engin rösk- un yrði á starfi skólans þótt Stúd- entaráö legði upp laupana. Kröfur Vöku um frjálsa aðild fengu byr í seglin i fyrrravor þegar umboðs- maður Alþingis kvað upp þann úr- skurð að gjaldtakan til SHÍ væri ólögmæt, hún ætti sér enga laga- stoð. í þessari stöðu hefði Stúdenta- ráðsmeirihlutinn vitaskuld átt að gefa aðildina að Stúdentaráði frjálsa strax. Svo fór þó ekki því í stað þess að gera það fór núver- andi meirihluti á bak við umbjóð- endur sína og gerði samning við Háskólaráð þess efnis að ráðið myndi taka að sér ákveðin verk- efni gegn því að Háskólinn myndi borga ráðinu 2175 kr. á hvem skráðan nemanda í skólanum. Með þessum samningi telur Vaka að ráðist sé að grundvallar- hugmyndum Stúdentaráðs. Óþægileg staða Ráðið hefur ekki lengur síðasta orðið um það hvernig féð frá stúd- entum er nýtt heldur Háskólaráð. Þetta er auðvitað neyðarúrræði til þess að komast fram hjá félaga- frelsissjónarmiðunum bakdyra- megin því með þessu starfar Stúd- entaráð ekki lengur sem sjálfstætt félag í umboði félagsmanna sinna því ákvörðunarvaldið hefur í veigamiklum atriðum verið fram- selt háskólayfirvöldum. Hagsmunabarátta Stúdentaráðs beinist einkum gegn tveimur aðil- um, ríkisvaldinu og Háskólanum sjálfum. Sú staða hlýtur að vera óþægileg fýrir ráðið að fjöregg þess, ráðstöfun fjárhagsins, er ekki í höndum ráðsins heldur hjá þeim sem hagsmunabaráttan bein- ist gegn, skólayfirvöldum. Verk- takasamningur Stúdentaráðs við stjómsýslu skólans dregur því tennurnar úr ráðinu. Barátta þess við skólayfirvöld getur ekki orðið annað en máttlaus því að að mati Röskvumanna starfar Stúdentaráð í umboði skólans. Hvernig er hægt að berjast við umbjóðanda sinn? Þú slærð ekki á höndina á þeim sem réttir þér brauðið. Aö sama skapi er mjög ótrúverðugt af meirihluta félagshyggjufólks að berjast gegn skólagjöldum á sama tíma og hann fær hluta af þeim. Það er eins og að segja að það sé ljótt að stela en í lagi fái maður hluta af ránsfengnum Vaka mun gefa aðild frjálsa Vaka lofar því að komist félagiö til valda verði það fyrsta verk þess að segja samningum við skólayfir- völd upp og gefa aðild að ráðinu frjálsa. Þannig endurheimta stúd- entar öflugt hagsmunafélag sem starfar í umboði þeirra, ekki há- skólayfirvalda, vinnur verk í þágu stúdenta, ekki stjómsýslu skólans. Aðeins þannig verður Stúdentaráð frjálst og engum háð nema félags- mönnum sínum. Margrét Leósdóttir „Er Stúdentaráð hagsmunafélag nemenda sem þiggur umboð sitt frá þeim eða hluti af stjórnsýslu Háskólans, skúffa í skrif- borði rektors?“ Með og á móti Námsmenn flýja því dýrt er að búa í Kópavogi Pólitísk stefna „Bæjarfull- trúar Alþýðu- flokks hafa tvisvar flutt tillögu um hú- saleigubætur og hún hefúr verið felld vegna þess að hinn pólitíski meirihluti í Kópavogi hef- ur þá stefnu að það eigi að setja fjármagnið í annað en það að hjálpa fólki. Þar tekur hann verklegar fram- kvæmdir fram yfir og þar krist- allast grundvaUarmunurinn á stefnu Alþýðuflokks og Sjálf- stæðisflokks. Þetta er ekkert annað en pólitísk ákvörðun. Menn mega ekki gleyma því að húsaleigubætur eru greiddar 60% af ríkinu og 40% af bænum og þar með eru Sjálfstæðisflokk- ur og Framsóknarflokkur búnir að taka þá ákvörðun að ríkið megi ekki styrkja leigjendur í Kópavogi. Sú ákvörðun að hafa ekki nið- urgreiðslu á dagvistargjöldum fyrir námsmenn er líka pólitísk. Það er mjög fróðlegt fyrir ungt fólk að velta því fyrir sér að næststærsta sveitarfélag á land- inu hefur ekki áhuga á því aö fá inn í bæinn ungt námsfólk í sambúð sem þarf að leigja sér húsnæði og er að byrja búskap. Við erum ósammála þessu. Við höfum lagt áherslu á að breyta þessari stefnu. Það verður bara ekki gert fyrr en í næstu kosn- ingum. Menn verða bara að muna þetta þá.“ Þetta er mikil einföldun „Þetta er mikil einföld- un. Á sínum tima gerði Reykjavíkur- borg sam- komulag við stúdenta um að yfirtaka rekstur leik- skóla stúdenta gegn því að þeir fengju af- slátt af dagvistargjöldum í Reykjavík. Kópavogur veitir slíkan afslátt ekki og þegar við skoðuðum þetta síðast var af- koma stúdenta betri en margra annarra fjölskyldna. Á þeirri for- sendu töldum við okkur ekki fært að verða við óskum stúd- enta um að veita þennan afslátt þegar þær komu síðast til um- fjöllunar. Engar þær upplýsing- ar hafa komið á okkar borð sem hafa breytt þessari afstöðu. Við höfum ákveðið aö greiða ekki húsaleigubætur á þessu ári. Okkur finnst óeðlilega að húsa- leigubótunum staðið af hálfu rík- isvaldsins, sérstaklega að það skuli ekki veittir tekjustofnar til að mæta þessum útgjöldum. Að- alatriðið í dag er kannski aö rík- ið hefur fært verkefni yfir til sveitarfélaga í stómm stíl en ekki fært tekjustofna með og það þyrfti að endurskoða. Verði hins vegar sett lagaákvæði um að sveitarfélögum sé skylt að greiða þessar bætur mun Kópavogsbær að sjálfsögðu greiða þær eins og aðrir.“ -GHS Kjallarahöfundar Æskilegt er að kjaUaragreinar berist á tölvudiski eða á netinu. Hætt er viö að birting annarra kjallaragreina tefjist. Netfang ritstjórnar er: dvritst@centrum.is Bragl Michaelsson, bæjarfulltrúi Sjált- stæðisflokks. Guðmundur Odds- son, bæjarfulltrú! Alþýðuflokks.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.