Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1996, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1996, Page 16
16 MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1996 MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1996 25 íþróttir Fraser vill að Riley sé refsað Dawn Fraser frá Ástralíu, einn frægasti sundmaður heims á sjötta og sjöunda áratugnum, lýsti því yfir í gær að landa hans, sunddrottningin Samantha Riley, ætti að fá hámarksrefs- ingu, tveggja ára bann. Riley varð uppvís að notkun ólöglegs verkjalyfs á heimsmeistaramót- inu í sprettsundi sem fram fór í Brasilíu í desember. Riley og þjálfari hennar segja að um al- gert slys hafi verið að ræða og þjálfarinn hafl látiö hana fá vit- lausa töflu viö höfuðverk. „Ef Riley sleppur, þá koma Kínverjarnir og allir aðrir sem staðnir hafa verið að verki og segja að þetta sé allt þjálfurun- um að kenna,“ sagði Fraser. Skömmu eftir yfirlýsingu Fra- sers barst sú frétt að Riley hefði sloppið með skrekkinn. Hún fékk stranga viðvörun en þjálf- ari hennar var dæmdur í tveggja ára bann. Forest og Spurs Leikur Nottingham Forest og Tottenham í ensku bikarkeppn- inni í knattspyrnu verður leik- inn næsta miðvikudag, 28. febrú- ar. Honum var frestað í fyrra- kvöld vegna snjókomu en þetta var fyrsta frestun á bikarleik hjá Tottenham í 89 ár. Dumitrescu og Hottiger bíða Ilie Dumitrescu frá Rúmeníu og Mark Hottiger frá Sviss þurfa að bíða enn um sinn eftir því að fá að leika með sínum nýju lið- um í ensku knattspymunni, West Ham og Everton. Þeim var á dögunum neitað um ný atvinnuleyfi, á þeim for- sendum að þeir hefðu ekki leikið nægilega mikið með sínum fyrri liðum, Tottenham og Newcastle. Breska atvinnumálaráðuneytið ákvað í gær að setja öll viðskipti með leikmenn frá löndum utan Evrópubandalagsins í biðstöðu þangað til skýrari reglur um þau lægju fyrir. ÍBA gaf leikinn ÍBA hefur gefið síðasta leik sinn í 1. deild kvenna í hand- knattleik en hann var gegn deilda- og bikarmeisturum Stjörnunnar í Garðabæ. Stjarn- an telst því hafa sigrað, 10-0, og ÍBA fær 20 þúsund króna sekt. Ráöstefna um fjöl- skyldu og frístundir Samtökin íþróttir fyrir alla halda ráðstefnu um fjölskylduna og frístundir á morgun, fimmtu- dag, á Scandic Hótel Loftleiðum klukkan 14-16. Ráðstefnustjóri er Lovísa Einarsdóttir en erindi flytja sálfræðingarnir Kolbrún Baldursdóttir og Einar Gylfi Jónsson, Gauti Grétarsson, sjúkraþjálfari, Snjólaug Stefáns- dóttir, forstöðumaður unglinga- deildar Félagsmálastofnunar í Reykjavík, og Sigurður Magnús- son, fræðslustjóri ÍSÍ. Ráðstefn- an er öllum opin og aðgangseyr- ir er enginn. í kvöld Handbolti - Nissandeildin: Stjaman-ÍBV..............20.00 Grótta-KA................20.00 Haukar-KR................20.00 Valur-Selfoss ...........20.00 Afturelding-FH...........20.00 Víkingur-ÍR .............20.00 Handbolti -1. deild kvenna: Haukar-Valur.............18.15 Körfubolti - 1. deild karla: Selfoss-ÍH...............20.00 NBA-deildin í körfuknattleik í nótt: Stockton náði sínu öðru NBA-meti - og Orlando sló heimaleikjametiö í deildinni Tvö met féllu í NBA-deildinni í nótt. John Stockton, hinn snjalli bakvörður Utah, stal boltanum af mótherja í 2.311. skipti þegar lið hans vann auðveldan sigur á Boston og Orlando Magic vann sinn 28. heimaleik í röð í vetur og sló með því 49 ára gamalt met Washington Capitols. Stockton átti fyrir NBA-metið í stoðsendingum og sagði að það hefði verið meiri pressa á sér í þetta skipti. „Það er alltaf áhætta að reyna að komast inn i sendingu. Ég er ekki vanur að vera með bak- þanka en ég fann fyrir slíku í þetta sinn,“ sagði Stockton. Leikurinn var stöðvaður rétt á eftir og Stockton voru færð blóm, platti og keppnisboltinn að gjöf. Orlando fékk létta mótherja til að slá heimaleikjametið, botnlið Phila- delphiu, og sigurinn var auðveldur. „Þetta er vissulega frábært og allt það en við einbeitum okkur að því að vinna meistaratitilinn og standa okkur betur á útivelli. Það eru bara léleg lið sem vinna ekki heimaleik- ina,“ sagði Horace Grant, framherj- inn reyndi hjá Orlando. Úrslitin í nótt: New York-Milwaukee .........87-92 Ewing 29 - Kobinson 27, Baker 23. Orlando-PhUadelphia.......123-104 Shaq 24, Scott 20 - Ruffin 32. Chicago-Cleveland..........102-76 Harper 22, Pippen 14, Jordan 14 - Brandon 21. Utah-Boston................112-98 Malone 24 - LA Lakers-LA Clippers .... 121-104 Divac 29, Ceballos 21 - Portland-San Antonio .... 105-108 - Elliott 21, Robinson 39. Chicago fór létt með Cleveland, sem hafði unnið átta leiki í röð. Michael Jordan og Scottie Pippen náðu sér hvorugur á strik en Ron Harper var besti maður liðsins í staðinn. Magic Johnson tognaði á kálfa snemma í leik Lakers gegn Clipp- ers og lék ekki meira með en það kom ekki að sök. Lakers vann auð- veldan sigur, þann sjötta í röð. Milwaukee vann óvæntan sigur í New York en þetta var þó fjórði sig- ur liðsins í röð í Madison Square Garden. -VS Strákarnir lögðu Norðmenn íslenska U-16 ára landslið drengja í knattspymu vann 2-0 sigur á Norðmönnum í síðasta leik sínum á fiögurra þjóða mót- inu í Portúgal í gær. Stefán Gíslason úr Austra skoraði bæði mörk íslenska liðsins, sitt í hvorum hálfleik, og komu bæði mörkin úr vítaspymum. íslendingar hlutu fiögur stig á mótinu og höfnuðu í 2. sæti á eftir Portúgölum sem unnu alla þrjá leiki sina. Eoin Jess fór til Coventry Skoski landsliðsmaðurinn Eoin Jess gekk í gær til liðs við Coventry frá Aberdeen. Coventry greiddi 200 milljónir króna fyrir Jess en mörg lið hafa verið á höttunum á eftir honum. Framherjar fresta Áður auglýstum fundi Fram- herja, sem halda átti í Fram- heimilinu í kvöld, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Fundurinn verður auglýstur síðar. Reiter sigraði Austurríkismaðurinn Mario Reiter sigraði í svigi í tvíkeppni karla á HM á skíðum í gær. Marc Giradelli varð annar og Frakkinn Yves Dimer hafnaði í þriðja sæti. Ókeypis í Víkina Víkingar ætla að bjóða krökk- um fæddum 1981 og yngri ókeypis á leik sinna manna gegn ÍR í Nissandeildinni í handknattleik í kvöld. Meö þessu vilja Víkingar fá enn meiri stuðning enda liðið í mik- illi fallbaráttu. Snæfell vann Tveir leikir vom í 1. deild karla í körfuknattleik í gær. Topplið Snæfells sigraði Leikni, 75-63, og ÍS lagði Stjörnuna, 73-66. England í gær Birmingham-Bamsley.........0-0 Huddersfield-Charlton........2-2 Sunderland-Ipswich...........1-0 Tranmere-Cr.Palace ..........2-3 Sheffield Utd-WBA ...........1-2 Michael Jordan og félagar í Chicago fóru létt með Cleveland í nótt, 102-76. Jordan náði sér ekki á strik og ekki heldur féiagi hans, Scottie Pippen, en það kom ekki að sök fyrir hið geysisterka Chicago-lið. Kúbumaðurinn frábæri, Julian Duranona, er langmarkahæstur í 1. deildinni í handknattleik en hann hefur skorað 105 mörk utan af velli og 58 til viðbótar úr vítaköstum. Markaskor í 1. deildinni í handknattleik: KA-menn markahæst- ir í þremur stöðum KA-menn eiga markahæstu leik- menn 1. deildarinnar i handknattleik í þremur stöðum af sex. Julian Dura- nona er markahæsta skyttan vinstra megin, Patrekur Jóhannesson er markahæsti miðjumaðurinn og Jóhann G. Jóhannsson er markahæsti hægri hornamaðurinn í deildinni. Sigurpáll Aðalsteinsson úr KR, Birg- ir Sigurðsson úr Víkingi og Magnús Sigurðsson úr Stjörnunni eru marka- hæstir í hinum þremur stöðum útispil- ara. Hér á eftir eru fimm markahæstu leikmennirnir í hverri stöðu og það skal tekið fram að vítaköstin eru ekki talin með þar sem þau skekkja mynd- ina nokkuð. Vinstra horn: Sigurpáll Aðalsteinsson, KR...........84 Konráð Olavsson, Stjörnunni...........73 Davíð Ólafsson, Val ..................60 Páll Þórólfsson, Aftureldingu.........54 Björgvin Björgvinsson, KA.............51 Lína: Birgir Sigurðsson, Víkingi...........75 Róbert Sighvatsson, Aftiu-eldingu...73 Gunnar Beinteinsson, FH.............71 Sigfús Sigurðsson, Val..............68 Jens Gunnarsson, Gróttu..............56 Hægra horn: Jóhann G. Jóhannsson, KA............64 Björgvin Rúnarsson, Selfossi .......54 Sigurður Sveinsson, FH..............53 Valgarð Thorddsen, Val .... -s......51 Njörður Ámason, ÍR ..................50 Skyttur vinstra megin: Julian Duranona, KA................105 Einar G. Sigurðsson, Selfossi........90 Gunnar B. Viktorsson, ÍBV ..........84 Sigurður Bjarnason, StjóTnunni......80 Hilmar Þórlindsson, KR...............76 Miðjumenn: Patrekur Jóhannesson, KA............105 Aron Kristjánsson, Haukum............98 Juri Sadovski, Gróttu................83 Arnar Pétursson, ÍBV.................74 Guðjón Árnason, FH ..................66 Skyttur hægra megin: Magnús Sigurðsson, Stjörnunni........90 Valdimar Grimsson, Selfossi ..........82 Bjarki Sigurðsson, Aftureldingu......80 Ólafur Stefánsson, Val................76 Halldór Ingólfsson, Haukum............68 Fjögur liðanna, Afturelding, Grótta, KA og ÍBV, hafa leikið 17 leiki en hin öll eru með 18 leiki. Bjarni hefur varið flest skot í deildinni Bjarni Frostason, Haukum, hefur varið flest skot í deildinni en Sigtrygg- ur Albertsson úr Gróttu er skammt undan og hefur leikið einum leik minna. Þessir fimm hafa varið mest í vetur, skot/vítaköst: Bjarni Frostason, Haukum......... 276/13 Sigtryggur Albertsson, Gróttu .... 270/11 Reynir Reynisson, Vikingi ........258/16 Sigmar Þ. Óskarsson, ÍBV..........255/15 Magnús Signiundsson, ÍR ..........242/13 -VS Borðtennis: Guðmundur fékk gull og silfur í Svíþjóð Guömundur E. Stephensen vann bæði til gull- og silfur- verðlauna á alþjóðlegu borðtennismóti unglinga sem fram fór í Svíþjóð og lauk á mánudaginn. Guðmundur lék í tvíliðaleik með sterkasta unglingalands- liðsmanni Dana, Michael Mais, og þeir unnu alla andstæð- inga sína af miklu öryggi. Þeir sigruðu Allan Nielsen og Jac- ob Strömberg frá Danmörku í úrslitaleik, 21-14 og 21-12. Stefnt er að því að þeir Guðmundur og Mais leiki saman í Evrópukeppni unglinga og á Norðurlandamóti unglinga í sumar. Guðmundur lék síðan til úrslita í einliðaleik við Johan Angby frá Svíþjóð og beið þar lægri hlut eftir harða baráttu. Leikurinn fór 19-21, 21-14 og 19-21, þannig að í heild fékk Guðmundur þremur stigum meira en sigurvegarinn. -VS Alfreð Gíslason: Leggjum ofurkapp á að halda Duranona Það er ljóst að bikarmeistarar KA verða fyrir gífurlegri blóðtöku þegar Patrekur Jóhannesson yfirgefur liðið eftir þetta tímabil eins og kom fram í DV í gær skrifaði hann undir tveggja ára samning við þýska stórliðið Tusem Essen. DV sló á þráðinn til Alfreðs Gíslasonar, þjálfara KA, i gær og spurði hann fyrst hvort fenginn yrði maður til að fylla skarð Patreks? Stefnan er að tefla fram jafnsterku liði „Það er nógur tími til að spá í þessi mál og við ætlum að leyfa þessu aðeins að þróast. Það er alveg eins líklegt að við reynum að styrkja liðið og stefnan hefur verið sú að tefla fram jafnsterku liði á næsta keppnistímabili hvort sem það tekst eða ekki,” sagði Alfreð. „Það var ekkert sem kom okkur á óvart þegar Patti ákvað þetta og við vissum að fyrr en síðar færi hann utan.. í dag leggjum við ofurkapp á að halda í Duranona og ég er bjartsýnn á að við náum því. Þessi frétt sem kom í Morgunblaðinu á dögunum um að hann væri að auglýsa sig á Spáni er síðan fyrir áramót og ég hef heyrt á Julian að staðan sé breytt í dag og að hann vilji vera hjá KA áfram.” Fyrirspurnir frá erlendum felögum Það er engum ofsögum sagt að Alfreð hefur gert stórvirki á Akureyri hvað handboltann varðar en undir hans stjórn hefur KA orðið bikarmeistari tvö ár í röð og tapaði naumlega fyrir Val úrslitum íslandsmótsins á síðasta keppnistímabili. En verður Alfreð með KA liðið á næsta ári? „Ég hef haft það sem vana að gera bara samning til eins árs í senn og eftir tímabilið í vor rennur samningur minn út. Það er ekkert farið að ræða næsta ár en ég tel það mjög líklegt að ég verði áfram með liðið. Ég mun ekki þjálfa neitt annað lið á íslandi en KA en ég get ekki neitað því að fyrirspurnir hafa komið erlendis frá um þjálfun. Ég held samt að ég sé ekki á leiðinni út, alla vega ekki strax. Með dómi Evrópudómstólsins í máli knattspyrnumannsins Bosman hafa reglur breyst í Þýskalandi þannig að leikmenn frá löndum innan EB, ísland sem dæmi, teljast ekki erlendir. Þessi breyting hefur orðið til þess að þýsk félög hafa farið af stað og gott dæmi eru félagaskipti Patreks. Patti ekki sá eini sem fer út „Ég spái því að Patti verði ekki eini íslenski leikmaðurinn sem fer til Þýskalands á þessu ári. Það eru margir leikmenn sem koma til greina og það er bara tímaspursmál hvenær leikmenn eins og Ólafur Stefánsson og Dagur Sigurðsson úr Val fara út. Með þessum nýju reglum er ég hræddur um að við eigum eftir að missa leikmenn frá okkur út sem er slæmt fyrir deildina en gott fyrir landsliðið,” sagði Alfreð að lokum. -GH Geir Sveinsson hjá Montpellier: Búnir að tapa titlinum Montpellier, lið Geirs Sveinsson- ar landsliðsfyrirliða, er í þriðja sæti í frönsku 1. deildinni í handknatt- leik þegar fiórum umferðum er ólokið. Marseille á meistaratitilinn næsta vísan en liðið hefur fimm stiga forskot á París SG. og er átta stigum á undan Montpellier, sem vann meistaratitilinn á síðustu leik- tíð. „Marseille hefur vart slegið feil- nótu í vetur og hefur aðeins tapað tveimur stigum á meðan við höfum verið að tapa stigum á ódýran hátt. Stefnan í dag er að ná öðru sætinu en aðalatriðið er að verða í einu af þremur efstu sætunum til að kom- ast í Evrópukeppnina,” sagði Geir við DV í gærkvöldi. „Auðvitað eru það nokkur von- brigði að liðið geti ekki endurheimt titilinn en verður maður ekki bara að segja að hann vinnist á næstu leiktíð. Við höfðum verið ótrúlega óheppnir með meiðsli í vetur og til að mynda voru átta leikmenn úr lið- inu meiddir á dögunum og við gát- um ekki mannað 12 manna hóp” sagði Geir sem verður áfram í her- búðum Montpellier en hann gerði tveggja ára samning við liðið. -GH J ÍÞRÓTTIR FYRIR ALLA HM landsliða í badminton: Steinlágu fýrir Norðmönnum íslenska karlalandsliðið tapaði fyrir Norðmönnum, 1-4, í heimsmeistara- keppni landsliða i badminton í gær og er þar meö úr leik í keppninni eins og kvennalandsliðið. íslensku strákarnir náðu sér aldrei á strik og léku langt undir getu en þetta var úrslitaleikurinn í riðlunum. Eini sigurleikurinn gegn Norð- mönnum yar sigur Brodda Kristjáns- sonar og Árna Þórs Hallgrímssonar í tvíliðaleik en þeir lögðu andstæðinga sína, Trond Wáland og Erik Lia, 15/8 og 15/9. . í einliðaleiknum tapaði Broddi fyrir Hans Sperre, 4/15 og 5/15 og var leik- ur Brodda mjög slakur. Tryggvi Niel- sen tapaði fyrir Erik Lia, 6/15 og 11/15 og Guðmundur Adolfsson tapaði fyrir Börge Larsen 7/15 og 6/15. Þá töpuðu Tryggvi og Þorsteinn Páll Hængsson fyrir Hans Sperre og Jim Ronny í hin- um tvíliðaleiknum, 11/15 og 4/15. -GH Samtökin ÍÞRÓTTIR FYRIR ALLA bjóða til ráðstefnu um FJÖLSKYLDUNA OG FRÍSTUNDIR fimmtudaginn 22. febrúar kl. 14-16. Ráðstefnan er haldinn að Hótel Loftleiðum, Bíósal. Enginn aðgangseyrir er að ráðstefnunni og er hún öllum opin. ÍÞRÓTTIR FYRIR ALLA íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík. Sími 581-3377, símbréf 553-8910. _________________________________________r íþróttir Hækkar tilboðið Breska blaðið Daily Mirror skýrði frá því í gær að Kevin Keegan, framkvæmdastjóri New- castle, hefði hækkað tilboð sitt í David Batty hjá Blackburn úr 340 milljónum í 380 milljónir króna. Blackburn hafnaði fyrra boð- inu svo ný bíður Keegan við- bragða við nýja tilboðinu. Wright í leikbann Ian Wright hjá Arsenal var í gær dæmdur í tveggja leikja bann sem tekur gildi annan mið- vikudag, Wright var kominn með 33 refsistig sem þýða tveggja leikja bann. Ghanabúi í skoðun Ghanabúinn Ben Sylla hefur undanfarna daga verið til reynslu hjá Lundúnaliðinu Chel- sea. Hann hefur vakið nokkra at- hygli en það var enginn annar en George Weah hjá AC Milan sem mælti með honum við Glenn Hoddle stjóra Chelsea. Waddle að skoða Chris Waddle fékk í gær tilboð frá Burnley um að gerast fram- kvæmdastjóri liðsins. Hann sagði í viðtali á Sky Sport ekki verða ákveðinn í því hvað hann gerði. „Ef tilboðið verður gott er aldrei að vita hvað ég geri. Það blundar auðvitað í mér að verða einhvern tímann framkvæmda- stjóri. Collins frá Celtic? Joe Royle stjóri Everton átti í gær viöræður við forráðamenn Celtic \im hugsanleg kaup enska liðsins á einum besta leikmanni skoska liðsins John Collins. Kappinn hefur þegar í höndunum tilboð frá Celtic sem færir honum fimm milljónir í mánaðarkaup. Collins vill sjá hvað Everton hefur aö bjóða áður en hann ákveður sig endanlega. Redknapp enn að Harry Redknapp, fram- kvæmdastjóri West Ham er ekki hættur að kaupa leikmenn er- lendis frá ef marka má frétt breskra dagblaða í gær. Nú hafa þeir ítalska varnarmanninn Massimo Badowe hjá Atalanta undirsmásjánni. Redknapp er ekki ánægður með Steve Potts í hægri bakverð- inum og vill fá sterkan mann til að leysa Potts af hólmi. Massimo er 24 ára og hefur lýst yfir áhuga að leika á Englandi. Inter á eftir Helmer Inter Milan er á höttunum á eftir þýska landsliðsmanninum Thomasii Helmer hjá Baeyrn Munchen. Frá þessu greindi ítalska blaðið Corrierre deelo Sport í gær. Fyrir nokkru átti Inter í viðræðum við Ciriaco Sforza en þær fóru út um þúfúr. „Keisarinn”reiður Franz Beckenbauer, sá er öllu ræður hjá Bayern Munchen, var afar reiður eftir tap liðsins gegn Karlsruhe um helgina. Hann hótar öllu illu ef leikmenn liðsins taki sig ekki saman í andlitinu. „Draumaliðið” eins og liðið er kallað í Þýskalandi hefur ekki staðið undir væntingum. Beckenbauer segir að menn hafi enn þrjá mánuði til að sýna hvað í þeim býr. Ef ekki verður breyt- ing á éfitir þann tíma verður að stokka spilin upp að nýju. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.