Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1996, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1996, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1996 Viðskipti________________________________________________ ____________________________pv Aðeins íslandsbanki lækkar vexti í dag: Skrautsýning virkaði ekki - óbreytt staða frá hækkun, segir Stefán Pálsson Vaxtabreytingar banka og sparisjóða - kjörvextir skuldabréfalána 21. jan. - 21. febr. - 9.60 9.40 9.20 9,00 8,80 8.60 8.40 8.20 8,00 7,80 7,60 Þjóðhagsspá fyrir 1996: 3ja prósenta hagvöxtur Ný þjóðhagsspá Þjóðhagsstofn- unar fyrir árið 1996 gerir ráð fyr- ir 3% hagvexti á árinu. Þrátt fyr- ir ágætar horfur um ytri skilyrði í þjóðarbúskapnum varar stofn- unin við of mikilli bjartsýni. Stækkun álversins vegur þyngst í aukinni atvinnuvegafjárfest- ingu, sem ber uppi hagvöxtinn á árinu. Aukningin er um 36% milli ára. Útgjöld til einkaneyslu eru einnig talin aukast verulega eða um 4%. Samtals er spáð 4,6% aukningu þjóðarútgjalda milli ár- anna 1995 og 1996. Reiknað er með að viðskiptajöfnuður verði neikvæður um 1,3 milljarða króna á árinu en afgangur hefur verið af þessum viðskiptum und- anfarin tvö ár. Spáð er 2,5% verð- bólgu og gert ráð fyrir að kaup- máttur ráðstöfunartekna á mann aukist um 3,5%. Talið er að störf- um fjölgi um allt aö 2% og at- vinnuleysi fari úr 5% í fyrra í 4,4% á þessu ári. Að mati Þjóð- hagsstofnunar eru brýnustu verkefni hagstjórnar á næstunni að tryggja að áform fjárlaga um minni ríkissjóðshalla gangi eftir og að vextir verði lagaðir að breyttum efnahagslegum for- sendum. Stjórnarkjör í Verslunarráði Á aðalfundi Verslunarráðs sl. fimmtudag var kosið í nýja 19 manna stjórn ráðsins. Eins og fram hefur komið var Kolbeinn Kristinsson í Myllunni kjörinn formaður I sérstakri kosningu, hlaut 82% greiddra atkvæða. Þeir sem náðu stjómarkjöri, taldir upp eftir atkvæðamagni, eru: Einar Benediktsson í Olís, Sigurður Helgason hjá Flugleið- um, Friðþjófur Ó. Johnson frá Ó. Johnson & Kaaber, Páll Kr. Páls- son í Sól, Kristinn Bjömsson í Skeljungi, Gunnar Felixson í Tryggingamiðstöðinni, Kristín Guðmundsdóttir hjá Granda, Júl- íus Vífill Ingvarsson hjá Ingvari Helgasyni hf. og Bílheimum, Val- ur Valsson í íslandsbanka, Hjör- leifur Jakobsson frá Eimskip, Sigurður Gísli Pálmason í Hofi, Geir A. Gunnlaugsson í Marel, Finnur Geirsson í Nóa- Síríusi, Skúli Þorvaldsson frá Rek, Bogi Pálsson í Toyota, Jenný Stefanía Jensdóttir í Plastos, Gunnar Örn Kristinsson í SÍF og Magnús Tryggvason í ORA. -bjb Fundir og ráðstefnur Höfum sali sem henta fyrir alla fundi og ráðstefnur höTETí^Iánd 5687111 Þrátt fyrir fund æðstu toppa rík- isstjórnarinnar með Seðlabankan- um sl. föstudag og fund með for- ráðamönnum Búnaðarbankans sl. mánudag þá lækkar aðeins einn viö- skiptabanki vexti sína í dag, þ.e. ís- landsbanki. Reiknað hafði verið með að ríkisbankarnir hlustuðu á áhrínisorð ríkisstjórnarinnar en þpir virðast hafa látið þau sem vind um eyru þjóta. Þótt enginn hafi vilj- að viðurkenna að um handaflsað- gerðir hafi verið að ræða til að lækka vexti, þá er ljóst að „skraut- sýningin", eins og Sighvatur Björg- vinsson orðaði það, virkaði ekki. Islandsbanki lækkar útlánsvexti að meðaltali um 0,5 prósentustig og er í dag með svipaða vexti, ef ekki hærri, og fyrir hækkunina um- deildu 11. febrúar sl. Þannig eru óverðtryggðir kjörvextir almennra skuldabréfalána 0,1 prósentustigi hærri en fyrir hækkun hjá íslands- banka. Á meðfylgjandi grafi sést nánar hvernig kjörvextir almennra skuldabréfalána hafa þróast hjá bönkum og sparisjóðum undanfar- inn mánuð. Þann 1. febrúar hækk- uðu allir vextina nema íslands- banki. Landsbanki hækkaði sig um 1 prósentustig, Búnaðarbanki um 0,5 stig og sömuleiðis sparisjóðirnir. Þann 11. febrúar hækkuðu allir nema Landsbanki. íslandsbanki hækkaði um 0,6 prósentustig, Bún- aðarbanki um 0,25 stig og sparisjóð- irnir um 0,5 stig. Eftir þessa breyt- Viðskipti með hlutabréf sem fóru um Verðbréfaþing íslands og Opna tilboðsmarkaðinn í síðustu viku námu tæpum 52 milljónum króna. Það eru talsvert minni viðskipti en verið hafa síðustu vikur. Viðskipti frá 5-7 milljónum króna voru í félög- um eins og íslandsbanka, Flugleið- um, Eignarhaldsfélagi Alþýðubank- ans, Olíufélaginu og Olís. Upplýs- ingar um utanþingsviðskipti síð- ustu viku lágu ekki fyrir í gær en þau munu hafa verið óveruleg. Þingvísitala hlutabréfa náði sögu- legu hámarki í síðustu viku og fór í ingu var Landsbanki enn með hæstu kjörvextina, 9,5%, en íslands- banki með þá lægstu, 9,1%. I dag er það síðan íslandsbanki sem einn lækkar vextina og fara kjörvextir skuldabréfalána niður í 8,6%. Ekki náðist á forráðamönnum Landsbankans og sparisjóðanna en Stefán Pálsson, bankastjóri Búnað- arbankans, sagði við DV að ekkert hefði breyst í umhverfinu frá því ákveðið var að hækka vexti 11. 1528 stig. Talan lækkaði niður í 1514 stig þegar leið á vikuna en hækkaði aftur í 1518 stig sl. mánudag. Mest áhrif hafði hækkun á gengi íslands- bankabréfanna um þaö leyti sem af- komutölur bankans voru birtar. Hagnaðurinn, 330 milljónir, reynd- ist þó minni en reiknað hafði verið með. Lækkandi álverð Álverð á heimsmarkaði lækkaði lítillega í síðustu viku en stað- greiðsluverðið var um 1.600 dollarar tonnið á markaði í London í gær- febrúar siðastliðinn. Staðan yrði næst metin þegar nýjar vísitölur yrðu birtar 10. mars nk. „Ástæða þess að við hækkuðum vexti er sú að spár og vísitölur sýndu að ársverðbólga yrði um pró- sentustigi hærri en í fyrra. Við telj- um það skyldu okkar að láta ekki óverðtryggð innlán brenna upp, þau verða að fylgja vísitölunni,“ sagði Stefán. morgun. Birgðir stærstu framleið- enda hafa verið að aukast og því er reiknað með lækkandi álverði á næstunni. Gengi helstu gjaldmiðla gagnvart íslensku krónunni hefur haldist svipað undanfarna daga. Sölugengi dollars var 66,23 krónur í gærmorg- un í skráningu Landsbankans, pundið var 102,14 krónur, markið 45,46 krónur og jenið 0,6248 krónur. Upplýsingar um skipa- og gáma- sölur lágu ekki fyrir í gær hjá Afla- miölun LÍÚ. 30 milljóna hagnaður Flug- félags Norður- lands Flugfélag Norðurlands velti 300 milljónum króna á síðasta ári og náði 10% hagnaði af veltu, þ.e. 30 milljónum. Eigið fé var 111 millj- ónir í árslok og veltuöárhlutfall 1,22. Þetta kom fram á aðalfundi fé- lagsins á dögunum. Fjöldi farþega í áætlunarflugi var svipaður og árið áður eða um 23.500. Flogið var til 9 ætlunarstaða innanlands og Kulusuk á Græn- landi. Samtals voru flutt 315 tonn af vörum og pósti. Á síðasta ári varð talsverð aukning á leiguflugi og á sú starfsemi verulegan þátt í góðri rekstarafkomu. Félagið á 5 flugvél- ar með sæti fyrir samtals 75 far- þega auk smærri flugvéla sem aðal- lega eru notaðar til flugkennslu. Hjá félaginu unnu að meðaltali 30 starfsmenn á síðasta ári. Ný stjórn ÁTVR Fjármálaráðherra hefur skipað nýja stjórn ÁTVR til næstu tveggja ára. Stjórnarformaður hefur verið skipaður Hildur Petersen, fram- kvæmdastjóri Hans Petersen, vara- formaður stjórnar er Þórarinn Sveinsson læknir og þriðji aðalm- aður í stjórn er Árni Tómasson endurskoðandi. Varamenn hafa verið skipaðir Dögg Pálsdóttir lög- fræðingur, Sigurður M. Magnússon eðlisfræðingur og Anna Margrét Jóhannesdóttir stjórnmálafræðing- ur. Tveir náms- styrkir Verslun- arráðs Á aðalfundi Verslunarráðs ís- lands í síðustu viku voru afhentir tveir námsstyrkir til íslendinga í framhaldsnámi erlendis. Alls barst 51 umsókn en styrkina hlutu Ragn- hildur Geirsdóttir verkfræöingur og Höskuldur Tryggvason við- skiptafræðingur. Þau hlutu 195 þús- und krónur hvort. Ragnhildur stundar nám til meistaragráðu 'i iönaðarverkfræöi í Madison í Bandarikjunum en Höskuldur er í meistaranámi í rekstrarhagfræði í Göttingen i Þýskalandi. Góð sala hús- næðisbréfa Sölu úr fyrsta áfanga á húsnæð- isbréfum Byggingarsjóðs verka- manna lauk nýlega en alls seldust bréf fyrir 1.300 milljónir króna. Verðbréfamarkaður íslandsbanka, VÍB, sá um söluna fyrir hönd sjóðs- ins, að undangengnu útboði. Upp- haflega átti salan aö standa yfir frá 15. janúar til 15. mars en hún gekk það vel að henni lauk rúmlega mánuði fyrr en reiknað var með. Sölunni var skipt upp í fjóra áfanga á þessu ári og hefst sala úr öörum áfanga um mánaðamótin mars-apr- 0. Útboðum ríkis- víxla breytt Að höfðu samráði við helstu kaupendur ríkisvixla hefur Lána- sýsla ríkisins ákveðiö að breyta fyrirkomulagi útboða ríkisvíxla. Ein breytinganna er sú að útboð 3ja, 6 og 12 mánaða ríkisvíxla, sem hefur verið fyrsta miðvikudag í byrjun mánaðar, flyst fram í miðj- an mánuð og verður 16. hvers mán- aöar.eða á næsta virka degi beri 16. dag upp á helgidag. Þá fer útboðið fram kl. 11 í staö kl. 14 áður. Fyrsta útboð samkvæmt breyttu fyrir- komulagi fór fram sl. fóstudag. Meöal annarra breytinga er sér- stakt útboð ríkisvíxla fyrir stóra fjárfesta sem fer fram fyrsta virkan dag hvers mánaöar. Útboö ríkis- bréfa og spariskírteina verða áfram með hefðbundnum hætti, þ.e. útboö ríkisbréfa á miðvikudögum i annarri viku mánaðar og útboð sparskírteina á miðvikudögum í fjórðu viku mánaðar. -bjb Óveruleg viðskipti með hlutabréf í síðustu viku — mest keypt af bréfum íslandsbanka

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.