Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1996, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1996, Page 4
4 fréttir LAUGARDAGUR 2. MARS 1996 ÐV Seinagangur við afgreiðslu hjálparbeiðnar til Neyðarlínunnar úr Hafnarfirði: Kona beið rænulitil eft- ir sjúkrabíl í 40 mínútur - boðin fóru strax frá Neyðarlínunni til sjúkraflutningamanna Ég veit ekki hvemig móöur minni reiðir af. Hún er á gjörgæslu og verður að fá súrefhi. Það er ekk- ert hægt að tala viö hana en læknar halda að hún nái sér,“ segir ungur maður í Hafnarfirði i samtali við DV. Um helgina kom hann að móður sinni rænulítilli í íbúð þeirra. Hún hafði tekið stóra skammta af lyfjum og lá kvalin á svefnherbergisgólfinu þegar hann kom að. Klukkan var rúmlega fimm um nótt og fyrstu viðbrögð unga mannsins voru að hringja í Neyðarlínuna - 112 - og biðja um hjáfp. „Ég sagði manninum sem ég fékk samband við að móðir mín hefði tekið inn lyf úr fimm glösum og lægi nú kvalin á gólfinu. Ég taldi því að senda þyrfti sjúkrabíl strax á staðinn til að koma henni á sjúkra- hús,“ segir maðurinn sem vill ekki láta nafns síns getið vegna allra að- stæðna. Hjá Neyðarlínunni var ákveðið að senda fyrst lækni á staðinn. Hann kom eftir hálftíma en gat ekki annað gert en að taka niður nafn konunnar og kennitölu og kalla á sjúkrabíl. „Þá hófst enn bið og loks þegar klukkuna vantaði tíu mínútur í sex um morguninn - rúmum 40 mínút- um eftir að kallað var á hjálp - birt- ist loks sjúkrabíllinn," segir maður- inn. „Ég tel að það hefði þurft að dæla upp úr henni lyfjunum strax. Þegar hún komst loksins á spítlann var liðinn klukkutími frá því að ég hringdi og lyfln komin út í blóðið," segir maðurinn. Móðir hans er nú með sýkingar í lungum, auk þess sem briskirtill er bólginn og nýrun starfa ekki eðli- lega. Hún er f öndunarvél. Eiríkur Þorbjörnsson hjá Neyðarlínunni segir að afgreiðsla á umræddu tilviki hafi verið með þeim hætti að boðin voru strax send til sjúkraflutningamanna f Hafnar- firði. Sá sem við símtali unga mannsins tók hjá Neyðarlínunni hafi gefið honum samband áfram til slökkviliðsins í Hafnarfirði. Þar er staðfest að frásögnin af framgangi málsins sé rétt. -GK Guðbrandur Stígur Ágústsson, skólastjóri grunnskólans í Vesturbyggð, sendi þriðja árs nemum í Kennaraháskólan- um sérstaklega útbúið bréf til að lokka þá til starfa í Vesturbyggð. Bréfið setti Guðbrandur í bréfpoka og batt við steina úr Látrabjargi. Guðbrandur situr nú á göngum Kennaraháskólans og raeðir við þá sem hafa áhuga á að fara vestur. DV-mynd GS Skólastjóri grunnskólans í Vesturbyggö: Lokkar kennaranema með sérstaklega útbúnu bréfi „Þetta hefur gengið mjög vel og ég geri mér góðar vonir um að geta náð í það réttindafólk sem þarf. Ég sit hér frammi og svo kemur fólk sem hefur fengið bréflð frá mér og spjallar um skólann og spyr hvað sé þar í gangi. Þetta er jákvætt fram- tak og viðleitni til aö koma þangað sem markaðurinn er til að reyna að ná í réttindakennara og vekja at- hygli á þessum góða stað sem Pat- reksfjörður er,“ segir Guðbrandur Stígur Ágústsson, skólastjóri grunn- skólans í Vesturbyggð. Guðbrandur sendi nýlega öllum þriðja árs nemum við Kennarahá- skóla íslands, alls 124 nemendum, sérútbúið bréf til að kynna grunn- skólann í Vesturbyggð og óska eftir kennurum með réttindum til starfa á næsta skólaári. Til að vekja at- hygli setti Guðbrandur bréfið í bréf- poka og batt rúllupylsugarn utan um. Hann segist hafa tínt steina úr Látrabjargi, bundið þá við bréfið og innsiglað. Um 150 börn eru í grunnskólan- um í Vesturbyggð og á næsta skóla- ári verða þar einnig um 25 ungling- ar á fyrsta ári í framhaldsdeild. Nú eru 15 kennarar starfandi við skól- ann, þar af 12 leiðbeinendur. Guð- brandur segir að nokkrir leiðbein- endanna muni hætta og hann vilji gjaman ráða réttindafólk í staðinn. Guöbrandur var í Kennarahá- skólanum í gær og ætlar að vera þar í dag til að ræða við nemendur. -GHS Framboðsmál á Vestfjörðum: Pétur Bjarnason dregur sig í hlé Á fundi sem haldinn var á Suð- ureyri á þriðjudagskvöldiö um sameiginlegt framboð í kosningum í nýju sveitarfélagi á Vestfjörðum í vor, dró Pétur Bjarnason sig bréf- lega út úr þeim viðræðum. Að sögn Jónu Valgerðar Kristjáns- dóttur, Kvennalista, þá var niður- staða fundarins sú aö skoðað yrði hvort ekki væri hægt að fá fleiri konur á væntanlegan lista. í sama streng tók Lilja Rafney Magnús- dóttir Alþýðubandalagsmaður á Suðureyri og ítrekaði að fólk vildi sjá fleiri konur í sex efstu sætun- um, en samkvæmt heimildum blaðsins hefur aðeins ein kona verið þar í umræðunni. Hvorug vildi staðfesta sögusagnir um að verið væri að hafna Sigurði R. Ólafssyni öðrum manni Alþýðu- flokksins til setu á listanum. Nýr fundur verður haldinn um fram- boðsmálin á laugardag. -HK. Miðbæjarskólanum breytt í skrifstofur? Eykur ekki fylgi Reykja- víkurlistans -segir Elísabet Brekkan kennari Um 600 starfsmenn og nemendur Námsflokka Reykjavíkur hafa skrif- að undir undirskriftalista til að mótihæla því að gamla Miðbæjar- skólanum við Tjömina verði breytt í skrifstofuhúsnæði fyrir 100 millj- ónir króna. Mótmælendur telja að nóg sé til af lausu skrifstofuhús- næði í borginni og að það yrði menningarslys að eyðileggja Mið- bæjarskólann. „Mér fannst borgarstjóri vera bú- inn aö ákveða sig en við gefumst ekki upp og fáum vonandi stuðning allra. Ég er hrædd um að þetta sé mikið tiffmningamál. Fólk er orðið leitt á svona yfirgangi þannig að þetta verður ekki til að auka fylgi R- listans eða Kvennalistans,“ segir El- ísabet Brekkan, kennari við Náms- flokkana. Undirskriftalistarnir voru afhent- ir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra í gær en ekki náðist tali af henni. -GHS Suðurland: Syngjandi slökkviliðsmenn DV, Selfossi: Slökkviliðsmenn gera meira en að slökkva elda og flytja slasað og sjúkt fólk. Þegar glæðurnar kulna koma þeir saman og æfa söng. Nú hafa félagar í Slökkviliðskómum í Reykjavík ákveðið að efna til tón- leika í félagsheimilinu Árnesi í Gaulverjahreppi sunnudaginn 3. mars kl. 16. Að sjálfsögðu er fyrsta lag á efn- isskránni Þegar glæðumar kulna og á eftir fylgja fafleg þekkt og óþekkt lög. Einsöngvari með kórnum verður Þorbergur Skag- flörð Jósepsson en kórstjórinn, Kári Friðriksson, aðstoðar hann í tvísöng. Undirleikari á tónleikun- um er Jónas Sen. -KE Fræðslumiðstöð: 15 umsóknir um starf forstöðumanns Um 15 umsóknir bámst um starf yfirmanns Fræðslumiðstöðvar í Reykjavík þegar umsóknarfrestur rann út nýlega. Stefnt er að því að taka ákvörðun um ráðninguna um miðjan mars. Samkvæmt áreiðanleg- um heimildum DV koma þrír um- sækjendur helst til greina. Þeir eru: Gerður Óskarsdóttir kennslustjóri, Ólafur Jóhannsson endurmenntunar- stjóri og Margrét S. Bjömsdóttir end- urmenntunarstjóri. -GHS Tryggingaútboð FÍB: Fjórir Bretar vinna skýrslu I næstu viku skýrist að öllum lfk- indum hvort samningar takast við stórt breskt tryggingafyrirtæki um tryggingar 10 þúsund bifreiðaeig- enda hér á landi í framhaldi af tryggingaútboði Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FlB, um áramót. Fjórir menn voru hér á landi í síðustu viku á vegum breska fyrir- tækisins til að vinna skýrslu um tryggingaútboð FÍB og ástand mála hér. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum DV er skýrslan jákvæð og mun stjórn tryggingafyrirtækis- ins fjalla um hana í næstu viku. -GHS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.