Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1996, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1996, Qupperneq 4
4 fréttir LAUGARDAGUR 2. MARS 1996 ÐV Seinagangur við afgreiðslu hjálparbeiðnar til Neyðarlínunnar úr Hafnarfirði: Kona beið rænulitil eft- ir sjúkrabíl í 40 mínútur - boðin fóru strax frá Neyðarlínunni til sjúkraflutningamanna Ég veit ekki hvemig móöur minni reiðir af. Hún er á gjörgæslu og verður að fá súrefhi. Það er ekk- ert hægt að tala viö hana en læknar halda að hún nái sér,“ segir ungur maður í Hafnarfirði i samtali við DV. Um helgina kom hann að móður sinni rænulítilli í íbúð þeirra. Hún hafði tekið stóra skammta af lyfjum og lá kvalin á svefnherbergisgólfinu þegar hann kom að. Klukkan var rúmlega fimm um nótt og fyrstu viðbrögð unga mannsins voru að hringja í Neyðarlínuna - 112 - og biðja um hjáfp. „Ég sagði manninum sem ég fékk samband við að móðir mín hefði tekið inn lyf úr fimm glösum og lægi nú kvalin á gólfinu. Ég taldi því að senda þyrfti sjúkrabíl strax á staðinn til að koma henni á sjúkra- hús,“ segir maðurinn sem vill ekki láta nafns síns getið vegna allra að- stæðna. Hjá Neyðarlínunni var ákveðið að senda fyrst lækni á staðinn. Hann kom eftir hálftíma en gat ekki annað gert en að taka niður nafn konunnar og kennitölu og kalla á sjúkrabíl. „Þá hófst enn bið og loks þegar klukkuna vantaði tíu mínútur í sex um morguninn - rúmum 40 mínút- um eftir að kallað var á hjálp - birt- ist loks sjúkrabíllinn," segir maður- inn. „Ég tel að það hefði þurft að dæla upp úr henni lyfjunum strax. Þegar hún komst loksins á spítlann var liðinn klukkutími frá því að ég hringdi og lyfln komin út í blóðið," segir maðurinn. Móðir hans er nú með sýkingar í lungum, auk þess sem briskirtill er bólginn og nýrun starfa ekki eðli- lega. Hún er f öndunarvél. Eiríkur Þorbjörnsson hjá Neyðarlínunni segir að afgreiðsla á umræddu tilviki hafi verið með þeim hætti að boðin voru strax send til sjúkraflutningamanna f Hafnar- firði. Sá sem við símtali unga mannsins tók hjá Neyðarlínunni hafi gefið honum samband áfram til slökkviliðsins í Hafnarfirði. Þar er staðfest að frásögnin af framgangi málsins sé rétt. -GK Guðbrandur Stígur Ágústsson, skólastjóri grunnskólans í Vesturbyggð, sendi þriðja árs nemum í Kennaraháskólan- um sérstaklega útbúið bréf til að lokka þá til starfa í Vesturbyggð. Bréfið setti Guðbrandur í bréfpoka og batt við steina úr Látrabjargi. Guðbrandur situr nú á göngum Kennaraháskólans og raeðir við þá sem hafa áhuga á að fara vestur. DV-mynd GS Skólastjóri grunnskólans í Vesturbyggö: Lokkar kennaranema með sérstaklega útbúnu bréfi „Þetta hefur gengið mjög vel og ég geri mér góðar vonir um að geta náð í það réttindafólk sem þarf. Ég sit hér frammi og svo kemur fólk sem hefur fengið bréflð frá mér og spjallar um skólann og spyr hvað sé þar í gangi. Þetta er jákvætt fram- tak og viðleitni til aö koma þangað sem markaðurinn er til að reyna að ná í réttindakennara og vekja at- hygli á þessum góða stað sem Pat- reksfjörður er,“ segir Guðbrandur Stígur Ágústsson, skólastjóri grunn- skólans í Vesturbyggð. Guðbrandur sendi nýlega öllum þriðja árs nemum við Kennarahá- skóla íslands, alls 124 nemendum, sérútbúið bréf til að kynna grunn- skólann í Vesturbyggð og óska eftir kennurum með réttindum til starfa á næsta skólaári. Til að vekja at- hygli setti Guðbrandur bréfið í bréf- poka og batt rúllupylsugarn utan um. Hann segist hafa tínt steina úr Látrabjargi, bundið þá við bréfið og innsiglað. Um 150 börn eru í grunnskólan- um í Vesturbyggð og á næsta skóla- ári verða þar einnig um 25 ungling- ar á fyrsta ári í framhaldsdeild. Nú eru 15 kennarar starfandi við skól- ann, þar af 12 leiðbeinendur. Guð- brandur segir að nokkrir leiðbein- endanna muni hætta og hann vilji gjaman ráða réttindafólk í staðinn. Guöbrandur var í Kennarahá- skólanum í gær og ætlar að vera þar í dag til að ræða við nemendur. -GHS Framboðsmál á Vestfjörðum: Pétur Bjarnason dregur sig í hlé Á fundi sem haldinn var á Suð- ureyri á þriðjudagskvöldiö um sameiginlegt framboð í kosningum í nýju sveitarfélagi á Vestfjörðum í vor, dró Pétur Bjarnason sig bréf- lega út úr þeim viðræðum. Að sögn Jónu Valgerðar Kristjáns- dóttur, Kvennalista, þá var niður- staða fundarins sú aö skoðað yrði hvort ekki væri hægt að fá fleiri konur á væntanlegan lista. í sama streng tók Lilja Rafney Magnús- dóttir Alþýðubandalagsmaður á Suðureyri og ítrekaði að fólk vildi sjá fleiri konur í sex efstu sætun- um, en samkvæmt heimildum blaðsins hefur aðeins ein kona verið þar í umræðunni. Hvorug vildi staðfesta sögusagnir um að verið væri að hafna Sigurði R. Ólafssyni öðrum manni Alþýðu- flokksins til setu á listanum. Nýr fundur verður haldinn um fram- boðsmálin á laugardag. -HK. Miðbæjarskólanum breytt í skrifstofur? Eykur ekki fylgi Reykja- víkurlistans -segir Elísabet Brekkan kennari Um 600 starfsmenn og nemendur Námsflokka Reykjavíkur hafa skrif- að undir undirskriftalista til að mótihæla því að gamla Miðbæjar- skólanum við Tjömina verði breytt í skrifstofuhúsnæði fyrir 100 millj- ónir króna. Mótmælendur telja að nóg sé til af lausu skrifstofuhús- næði í borginni og að það yrði menningarslys að eyðileggja Mið- bæjarskólann. „Mér fannst borgarstjóri vera bú- inn aö ákveða sig en við gefumst ekki upp og fáum vonandi stuðning allra. Ég er hrædd um að þetta sé mikið tiffmningamál. Fólk er orðið leitt á svona yfirgangi þannig að þetta verður ekki til að auka fylgi R- listans eða Kvennalistans,“ segir El- ísabet Brekkan, kennari við Náms- flokkana. Undirskriftalistarnir voru afhent- ir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra í gær en ekki náðist tali af henni. -GHS Suðurland: Syngjandi slökkviliðsmenn DV, Selfossi: Slökkviliðsmenn gera meira en að slökkva elda og flytja slasað og sjúkt fólk. Þegar glæðurnar kulna koma þeir saman og æfa söng. Nú hafa félagar í Slökkviliðskómum í Reykjavík ákveðið að efna til tón- leika í félagsheimilinu Árnesi í Gaulverjahreppi sunnudaginn 3. mars kl. 16. Að sjálfsögðu er fyrsta lag á efn- isskránni Þegar glæðumar kulna og á eftir fylgja fafleg þekkt og óþekkt lög. Einsöngvari með kórnum verður Þorbergur Skag- flörð Jósepsson en kórstjórinn, Kári Friðriksson, aðstoðar hann í tvísöng. Undirleikari á tónleikun- um er Jónas Sen. -KE Fræðslumiðstöð: 15 umsóknir um starf forstöðumanns Um 15 umsóknir bámst um starf yfirmanns Fræðslumiðstöðvar í Reykjavík þegar umsóknarfrestur rann út nýlega. Stefnt er að því að taka ákvörðun um ráðninguna um miðjan mars. Samkvæmt áreiðanleg- um heimildum DV koma þrír um- sækjendur helst til greina. Þeir eru: Gerður Óskarsdóttir kennslustjóri, Ólafur Jóhannsson endurmenntunar- stjóri og Margrét S. Bjömsdóttir end- urmenntunarstjóri. -GHS Tryggingaútboð FÍB: Fjórir Bretar vinna skýrslu I næstu viku skýrist að öllum lfk- indum hvort samningar takast við stórt breskt tryggingafyrirtæki um tryggingar 10 þúsund bifreiðaeig- enda hér á landi í framhaldi af tryggingaútboði Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FlB, um áramót. Fjórir menn voru hér á landi í síðustu viku á vegum breska fyrir- tækisins til að vinna skýrslu um tryggingaútboð FÍB og ástand mála hér. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum DV er skýrslan jákvæð og mun stjórn tryggingafyrirtækis- ins fjalla um hana í næstu viku. -GHS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.