Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1996, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1996, Síða 8
8 LAUGARDAGUR 2. MARS 1996 UV Dæmi um folk sem skuldar tugi milljóna - segir Jóhann Örn Héðinsson um vaxandi spilafíkn Islendinga Þriggja barna heimavinnandi húsmóðir byrjaði fyrir nokkrum mánuðum að spila í spilakössum sem finna má í söluturnum og spila- sölum víða um land. í fyrstu var einungis um skemmtun að ræða hjá henni - hún spilaði fyrir afganginn þegar hún náði sér í videóspólu - en siðan fór þetta að aukast og hún fór að eyða allt að þremur klukku- stundum fyrir framan kassana þrisvar í viku. Hún var hætt að eiga fyrir mat og greip til þess ráðs að skrökva að manninum sínum í stað þess að segja honum hvernig komið var. Fariö var að bera á ósamkomu- lagi í hjónabandinu en maðurinn skildi ekkert í því í hvað peningam- ir fóru. Að því kom að konan var farin að fá lánaða peninga hjá ætt- ingjum. Allt í einu stóð konan frammi fyrir því að hún skuldaði oröið 200 þúsund krónur og hún vissi ekki hvemig hún átti að skýra þetta út fyrir manninum sínum. Maðurinn hennar komst að því hvað um var að vera og við það brotnaði konan niður. Konan hefur undanfarið verið að reyna að vinna bug á spilafíkn sinn en gengur ekki vel. Þannig hljómar saga eins fjölda- margra spilafikla. Sögurnar eru miklu fleiri. Dæmi er um mann sem skuldar á bilinu 20 til 30 milljónir, en hann veit ekki nákvæmlega hve mikið. Hann er í góðu starfi en hef- ur tapað þremur húseignum vegna spilafiknar sinnar. Hann spilar í fót- boltagetraunum og spilakössum og tekur miklar áhættur í verðbréfa- viðskiptum. Hann á tvö hjónabönd að baki og þriðja sambandinu er ný- lokið vegna fíknar hans. Foreldrar hans eru gjaldþrota eftir að hafa gengist í ábyrgðir fyrir hann. Systk- in hans, sem einnig hafa skrifað upp á fjárskuldbindingar fyrir hann, virðast vera á sömu leið. Ein- hverjir tugir manna era í svipaðri stöðu og þessi maður hér á landi vegna spilafíknar og þess eru dæmi að fíknin og afleiðingar hennar hafi leitt menn til sjálfsvígs. Vandamálið fer vaxandi „Þótt þessir stórspilarar séu til- tölulega fáir þá eru þeir sem hafa verið aö spila í spilakössunum nokkur hundrað. Þeir eiga ekki við stórvandamál að stríða en engu að síður hafa þeir átt erfitt í um tveggja ára skeið eða frá því kössun- um fjölgaði stórlega Og þeir breytt- ust. Þessi hópur fer vaxandi og ald- urinn er að færast niður. Þess vegna er þörf á að taka á þessu og tala opinskátt um vandamálið svo fólk átti sig á því að það þarf að sinna því. Spilafíkn á eftir að verða að stærra vandamáli hér en raun ber vitni. Krakkar era farnir að spila meira en áöur og eru farin að lenda i vandræðum. Það er farið að koma hingað með unglinga, at- vinnurekendur eru famir aö koma með starfsfólk sitt sem hefur haft aðstöðu til að stinga peningum und- an og lífeyrisþegar og fullorðið fólk er farið að lenda í vandræðum og leita sér hjálpar þvi það hefur eytt eUilífeyrinum sínum í spilakassa. Þetta er vandamál hjá fólki þótt það sé ekki að tapa stórum fjárhæðum eins og við sjáum í kvikmyndum," segir Jóhann Öm Héðinsson, dag- m sem eiqa erfitt með að ráða við spilafíkn sína fer fjölgandi og vandamálið hefur verið að stækka undanfarin tvö ár eða frá því kössunum fjölgaöi stór- l aa oa beir breyttust. Aldurinn er líka að færast niður. Þess vegna er þörf á að taka á þessu og tala opinskátt um þetta vandamál svo fólk átti sig á því að h ó barf að sinna þessu. Spilafíkn á eftir að verða að stærra vandamáli hér en raun ber vitni, segir Jóhann Örn Héðinsson, dagskrárstjóri göngudeildar SÁÁ. pao p DV-mynd Brynjar Gauti skrárstjóri göngudeildar SAA þar sem fjöldi spilafíkla hefur leitað sér aðstoðar undanfarið. „Eins og er þá eram við með þetta í stuðnings- og stuðningshópsformi en einnig höfum við verið með nám- skeið fyrir spilafíkla. Við fengum hingað bandarískan spilafíkil og spilafíklaráðgjafa nýlega en násmkeiðið var ekki síður haldið fyrir okkur því við erum enn aö stiga okkar fyrstu skref til hjálpar spilafíklum." Bandaríkjamaðurinn, Howard Combleth, kom hingað til lands með það fyrir augum að leiöa Is- lendingum fyrir sjónir hvernig með- ferð á spilafíklum fer fram í Bandaríkjunum, vera með námskeið fyrir spilafíkla og gefa þeim innsýn í það sem er að gerast í Bandaríkjunum. Það er hins vegar markmið SÁÁ að vera með nám- skeið fyrir ein- staklinga og koma á fót stuðn- ingshópum og jafn- framt að sinna að standendum spilafíkla, Auk SÁÁ aðstoða Landspítalinn, þ.e. Teigur, og sálfræðingar einstak- linga sem eiga við spilafíkn að stríða. Loks hefur SÁÁ i samvinnu við AA-samtökin unnið að því að koma á fót GA-samtökum, Gamblers anonymus, og hittast spilafíklar reglulega á fundum á vegum þeirra. Spilafíkn er sjúkdómur Bandaríkjamanna, sem spila fjár- hættuspil með einum eða öðrum hætti, séu spilafiklar. Oft er litið á bakgrunn spilafíkla sem ástæðu þess hvernig komið er fyrir þeim. Jóhann Öm segir að kenningar séu uppi um að fíknin sé andsvar spilafikla við öryggisleysi. En í raun sé ekkert fast í hendi um ástæður þess að menn fái óstjórn- lega löngun til að spila. „Það sem maður horfir hins veg- ar á er að spennan, sem fylgir spila- mennskunni, skapar ákveðna vellíð- an og hún verður eftirsóknarverð. Oft byrjar þetta þannig að menn eru að vinna þegar þeir era spila í litl- um mæli. Svo fara þeir að hætta meira og þá fara þeir að tapa. Þá snýst þetta ekki um að vinna held- ur að ná inn tapinu. Þetta verð- að vítahring en áfram snýst þetta um spennu. Sumir spilafíklar lýsa þessu þannig að ef þeir era þunglyndir og þeim líður illa þá fara þeir að spila og á með- an líður þeim betur, sama hvort þeir tapa eða ekki, en á eftir sitja þeir uppi með sektarkennd og vanlíðan, sérstak- lega ef þeir tapa miklu. Þetta er ekki ósvipað áfengissýki nema hvað spilafíklar era ekki að setja í sig efni heldur eru þeir að framkalla ákveðna efnabreytingu í heilanum með hegðun sinni.“ Jóhann Örn segir mörg dæmi þess að menn hafi náð fullum bata af spilafíkn en það sé mjög breyti- legt eftir því hve langt menn eru leiddir. Jóhann Öm segir víða litiö á spilafíkn sem sjúkdóm. Bandaríska geðlæknafélagið líti til dæmis á spilafíkn sem stjórnleysissjúkdóm. Þar er til dæmis gert ráð fyrir að 7 til 8 prósent þeirra 80 til 85 prósent Spilakassanum kfappað „Spilafíkillinn er oft þannig að hann reynir að etja kappi Við tölv- una sem hann er að spila við. Ef þú stendur við hlið spilafíkils getur þú heyrt hann tala við spilakassann. Það er eins og hann sé að tala við mann. Þeir klappa honum, gefa hon- um merki og telja sig geta séð þaö á kössunum hvort þeir gefi af sér eða ekki. Ef ein- hver annar er að spila þeim kassa, sem þeir telja að gefi af sér í það skiptið, þá geta þeir orðið pirraðir út í þann mann. Það eru líka spilafíklar í bingóunum. Sumir eru þar bara fyrir skemmtunina en svo geturðu séö einhvern með fleiri tugi bingóspjalda við eitt borð og hann getur verið með fólk sér til aðstoðar við að spila og athuga spjöldin. Hann getur verið öll kvöld vikunn- ar að spila svona.“ „Þetta veldur fjölskyldum mikl- um erfiðleikum. Þegar spilari fer af stað þá er hætta á ferðum. Spilafík- illinn er eins og áfengissjúklingur- inn sem hefur í kringum sig fólk sem áttar sig ekki á hvað er að ger- ast og er alltaf aö reyna að bjarga honum úr klandrinu. Það sem er hins vegar ólíkt með þessum sjúk- dómi og áfengissýkinni er aö þama er mikið meiri skömm og feluleikur á ferðinni. Það er þó alltaf hægt að segja að áfengissjúklingurinn hafi verið fullur þegar hann gerði sínar vitleysur. Spilasjúklingurinn er jafnvel bláedrú að tapa mjólkupen- ingunum frá barninu sínum." Jóhann Örn segir að til þessa hafi hópur spilafikla ekki verið stór hér á landi. í kjölfar aukins aðgengis, með tilkomu sjónvarpshappdrætta, bingóa, spilakassa og fótboltaget- rauna, hafi þeim hópi sem ræður ekki við spilafíkn sína eða á í erfið- leikum með hana fjölgað stórlega. Liklega skipti þeir nokkrum hundr- uðum í dag. Jóhann Örn segir Cornbleth, sá sem kom hingað til lands á dögun- um, hafi haft á orði hve vinnings- hlutföll spilakassanna hér á landi væru lág miöað við það sem oft gerðist erlendis. Þar væri mark- miðið að fá sem flesta að köss- unum og hans skoðun var sú að spilarar hér fengju of litla skemmtun af því að spila. Sagði hann þetta fæla fólk að vissu leiti frá. Erlendis geri spilavítin spilamennskuna að meiri athöfn og skemmtun ólikt því sem er hér. Siðferðispurningum svarað Rekstur áfengismeðferðardeilda SÁÁ er kostaður með sjúkra- daggjaldi sem ríkið greiðir. SÁÁ hefur hins vegar talsveröar tekjur af spilakössum sem samtökin reka í samvinnu viö Rauða krossinn, Slysavarnarfélagiö og Landsbjörgu. - Vekur þetta ekki upp siðferði- legar spumingar, að SÁÁ sé aö reka spilakassa og hjálpa svo þeim sem ánetjast þeim, svo að segja, fyrir þá peninga sem þeir hafa tapað í köss- unum.? „SÁÁ er í félagi sem stofnað var um rekstur þessara spilavéla. Út úr því fáum við 9 prósent arð og á þann hátt peninga inn i reksturinn. Menn hafa velt því fyrir sér hvort þetta sé siðferðilega rétt og það eru ekki allir SÁÁ-menn sammála um það. Staðreyndin er hins vegar sú að hvort sem við stöndum spila- kassarekstri eða ekki þá munu menn eftir sem áður lenda í vand- ræðum. Þess vegna er ekki óeðlilegt að við fáum fjármagn út úr þessu til að standa straum af kostnaði við meöferð þessarra einstaklinga þar sem við fáum það ekki annars stað- ar frá.“ -pp

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.