Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1996, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1996, Síða 10
LAUGARDAGUR 2. MARS 1996 o étlend bóksjá Metsölukiljur Hryðjuverkakonan og sérsveitarmaðurinn Bretland Skáldsögur: 1. Kate Atklnson: Behlnd the Scenes at the Museum. 2. John Grlsham: The Ralnmaker. 3. Irvlne Welsh: Tralnspottlng. 4. Irvlne Welsh: Tralnspottlng. 5. Davld Guterson: Snow Falllng on Cedars. 6. Anne Tyler: Ladder of Years. 7. George Dawes Green: The Juror. 8. James Patterson: Klss the Glrls. 9. Katle Fforde: j The Rose Revlved. 10. Erica James: A Breath of Fresh Alr. Rlt almenns eðlls: 1. Wlll Hutton: The State Welre In. 2. Ngalre Genge: The Unofficlal X-files Companion. 3. Graham Hancock: Flngerprlnts of the Gods. i 4. Andy McNab: Bravo Two Zero. 5. Alan Bennett: Wrltlng Home. 6. Ranfurly: To War wlth Whltaker. 7. Nelson Mandela: Long Walk to Freedom. 8. Brlan Lowry: The Truth is Out There. 9. Jung Chang: Wlld Swans. 10. Peter de la Bllllére: Looklng for Trouble. (Byggt á The Sunday Times) Danmörk j 1. Jane Austen: Fornuft og felelse. : 2. Jung Chang: Vllde svaner. 3. Llse Nergaard: Kun en plge. 4. Nat Howthorne: Den flammende bogstav. 5. Terry McMillan: Andened. 6. Lise Norgaard: De sendte en dame. 7. Peter Heeg: De máske egnede. (Byggt á Polltlken Sandag) Allt virðist mögulegt í heimi al- þjóðlegrar bókaútgáfu þar sem markaðskúnstin fellst einkum í að gera nýjar bækur á einn eða annan hátt fréttnæmar svo þær seljist vegna afreka eða uppátækja höf- unda sinna, hvað sem gæðunum líð- ur. Nýjasta dæmið um frumlegt fram- tak af þessu tagi er væntanleg bók um alræmt hryðjuverk og heims- fræga björgunaraðgerð sérsveita sem fylgdi í kjölfarið. Það var árið 1977 þegar þýskir hryðjuverkamenn á vegum Rote Arme Faktion voru athafnasamir - þótt helstu leiðtogar fyrirrennara þeirra, svo sem Andreas Bader og Gudrun Ensslin, væru í sérsmíðuðu þýsku fangelsi ásamt nokkrum sam- verkamönnum sínum. Blóðbað i Mogadishu Fjórir hryðjuverkamenn á vegum palestínskra samtaka rændu far- þegaþotu Lufthansa skömmu eftir flugtak á Mallorca 13. október árið 1977 og kröfðust þess m.a. að þýsku „kollegarnir" yrðu látnir lausir. Vélinni var flogið víða með farþega og áhöfn í gíslingu, m.a. til Aden þar sem flugstjórinn var myrtrn-, en lent að lokum í Mogadishu í Sómal- íu. Nokkrum dögum síðar, 18. októ- ber, réðust sérþjálfaðar sveitir her- manna til inngöngu í flugvélina, skutu þrjá hryðjuverkamenn til bana en særðu þann fjórða alvar- lega. Það var kona, Souhaila Andrawas, öðru nafni Suhaila al- Sayeh, sem þá var 22 ára. Þrátt fyrir að hafa fengið í sig fjöl- margar byssukúlur lifði Suhaila af. Hún var dæmd í 20 ára fangelsi í Sómalíu og hlaut þar að sögn svo illa meðferð að yfirvöld óttuðust um Sérsveitarmaðurinn Barry Davis. Umsjón Elías Snæland Jónsson líf hennar. Það er talin ástæða þess að eftir eitt ár var henni sleppt í kyrrþey. Og hún lét sig snarlega hverfa. Einn þeirra hermanna sem tók þátt í árás sérsveitanna á Luft- hansavélina í Mogadishu er Barry Davis sem var lengi í bresku SAS- sérsveitunum. Síðustu árin hefur verið góður markaður fyrir reynslu- sögur manna úr SAS-sveitunum; slíkar bækur hafa verið á metsölu- listum og sumar kvikmyndaðar. Davis ákvað því að skrifa bók um reynslu sína og þar átti árásin í Mogadishu að vera helsti hápunkt- urinn. Húsmóðir í Osló - Það kom Davís mjög á óvart, eins og fleirum, þegar upplýst var árið 1994 að Suhaila, sem hafði verið hátt í tvo áratugi i felum, hefði hin síðari ár búið í Osló í Noregi ásamt Hryðjuverkakonan Suhaila Andrawas. manni sínum og unglingsdóttur. Hann sá strax í hendi sér það snjall- ræði að heimsækja hryðjuverka- konuna, sem hann hafði síðast séð alblóðuga á flugvellinum í Mogadis- hu árið 1977, og fá hana til að segja söguna af flugráninu og björguninni frá sinni hlið. Hann brá sér til Nor- egs og bankaði upp á. Skemmst er frá því að segja að með þeim tókst gott samstarf og þau munu því standa saman að væntanlegri bók. Af Suhailu er það annars að frétta að norsk stjómvöld ákváðu að fram- selja hana til Þýskalands þar sem hún hefur verið ákærð fyrir aðild sína að flugráninu. Ekki er þó víst að hún fái þungan dóm. Hún virðist hafa gert samning við þýsk stjórn- völd um að benda á og vitna gegn þýskri konu sem á að hafa hjálpað flugræningjunum við að smygla vopnum um borð i Lufthansavélina. Sú heitir Monika Haas og er 47 ára. Hún neitar sakargiftum og sakar Suhailu um að kaupa sér vægan dóm með lygum. Hvað sem réttarhöldunum líður má telja líklegt að sameiginleg bók hryðjuverkakonunnar og sérsveit- armannsins gangi vel á markaðs- torgi bókanna. m mm vismdi Eldavél þekkir potta ; Sú stund kann að vera ekki 1 langt undan að menn geti hætt að hafa áhyggjur af því að matur- iim sjóði upp úr eða brenni við. I Vísindamenn hafa gert tilraunir með „gáfaða“ og orkusparandi j eldavél sem ber kennsl á potta og | pönnur og veit hvemig á að fara með þau. Eldavélin er tengd við tölvu sem geymir gögn um hvem pott j og stjómar sjálf hversu mikla orku hann þarf. Nemar í eldavél- I inni bera ekki einasta kennsl á I pottana heldur kanna þeir hita- stig þess sem í þeim er. Sólin tútnar út af vatni Stjarnvísindamenn í Arizona hafa fundið vatn á sólinni. Þessa | óvæntu uppgötvun gerðu þeir þegar þeir beindu stjörnu- sjónauka sínum að dökkum blett- | um á yfirborði sólarinnar, þar 1 sem hitastigið er 3.600 gráður, og sáu glögg merki vatnsgufu. Þegar mikið vatn er í stjömu | drekkur það í sig mikla varmaút- geislun sem annars hefði horfið út í geiminn. Það veldur því að stjaman tútnar út og það gerir sólin líka. Eftir nokkra ármiilj- arða mun hún ná alla leiö að sporbaug jarðarinnar. Umsjón Guðlaugur Bergmundsson Rannsókn á skrifum nunna vekur athygli: Alsheimer gerir boð á undan sér um tvítugt inn. Aftur á móti reyndust næstum allar kvennanna sem notuðu ekki mjög flókna málfræðibyggingu og skrifuðu einfaldar setningar þjást af elliglöpum sex áratugum siðar. Vís- indamennirnir komust að því að þeir gátu notað skrif kvenn- anna til þess að spá fyrir um það með 90 prósenta nákvæmni hver mundi fá alsheimer. Og þá vissu þeir að sjáíf- sögðu ekki hver urðu örlög höf- undar skrifelsis- ins sem þeir voru að skoða. Mest einkenn- andi málþáttur- inn var hug- myndaauðgi en það er mæliað- ferð sem fengin var að láni frá sál- fræðilegum málvís- indum og kannar hversu margar hug- myndir eru í ákveðnu rit- verki. Mæliáðferð þessi var notuð til að flokka textana eftir því hversu erfitt var að lesa þá og skilja. Kosturinn við að rannsaka nunn- urnar var sá að þær bjuggu í sama umhverfi í sextíu ár og því höfðu mataræði og önnur áhrif umhverfis- ins lítil sem engin áhrif á hættuna á að fá alsheimer. Allar voru nunnurnar hvítar og komu úr svip- uðu þjóðfélagsumhverfi. Alsheimersjúkdómurinn, sem alla jafna herjar aðeins á fólk á efri árum, kann hins vegar að gera boð á undan sér miklu fyrr, jafnvel þeg- ar væntanleg fórnarlömb hans eru um tvítugsaldurinn. Vísindamenn vestur í Banda- rikjunum komust að þessu þeg- ar þeir rannsökuðu sjálfsævi- sögulegar frásagnir ungra kvenna sem voru að búa sig undir að gerast nunnur. í ljós kom að ritstíll kvennanna þegar þær voru rúm- lega tvítugar spáði fyrir um það með ótrúlegri nákvæmni hver þeirra yrði illa haldin af alsheimer sex áratugum síðar. Frá þessu er sagt í tímariti bandarísku læknasamtakanna. Níutíu og þrjár nunn- ur voru með i rannsókn- inni, allar fæddar fyrir árið 1917. Konurnar eru núna á ní- ræðisaldri og hefur nærri þriðj- ungur þeirra fengið alsheimer. Það eru hlutfallslega jafn margir og gengur og gerist úti í þjóðfélaginu. Fjórtán kvennanna hafa látist og voru heilar þeirra krufnir í leit að ummerkjum eftir aisheimer. Vísindamennirnir sem gerðu rannsóknina bjuggust við því fyrir- fram að menntun og sístarfandi hugur veittu vemd gegn alsheimer. Annað kom þó á daginn, þeim til mikillar undrunar, að minnsta kosti í þessum rannsóknarhópi. Þess í stað komust þeir að því að als- heimersjúk- dómur- inn kynni þegar að hafa gert vart við sig um það leyti sem konumar gengu í klaustrið. Þær nunnur, sem skrifu mál- fræðilega flóknar setningar með mörgum hugmyndum þegar þær voru um tvítugt, vom enn skýrar í kollinum, komnar á niræðisaldur- Metsöluksljur i •*••••••♦♦♦••»•••»*# Bandaríkin Skáldsögur: 1. John Grlsham: The Rainmaker. 2. Robln Cook: Acceptable Rlsk. 3. David Guterson: Snow Falllng on Cedars. 4. Julie Garwood: For the Roses. 5. Barbara Delinsky: Together Alone. 6. Terry McMillan: Waltlng to Exhale. 7. LaVyrie Spencer: Home Song. 8. Stanley Pottinger: The Fourth Procedure. 9. Richard North Patterson: Eyes of a Child. 10. Jane Austen: Sense and Sensiblllty. 11. Robert James Waller: Border Music. 12. James Patterson: Kiss the Glrls. 13. P.D. James: Orlglnal sin. 14. Tami Hoag: Nlght Slns. 15. Fern Michaels: Wlsh Llst. Rit almenns eölis: 1. Mary Plpher: Revlving Ophelia. 2. Helen Prejean: Dead Man Walking. 3. Rlchard Preston: The Hot Zone. 4. Thomas Moore: Care of the Soul. 5. B.J. Eadle & C. Taylor: Embraced by the Llght. 6. Doris Kearns Goodwin: No Ordlnary Tlme. 7. M. Scott Peck: The Road Less Traveled. 8. Butler, Gregory & Ray: Amerlca's Dumbest Crlmlnals. 9. Nicholas Negroponte: Belng Dlgltal. 10. Clarissa Pinkola Estés: Women Who Run wlth the Wolves. 11. Delany, Delany & Hearth: Havlng Our Say. 12. Brlan Lowry: The Truth Is out there. 13. Laurle Garrett: The Coming Plague. 14. Tim Allen: Don’t Stand to Close To a Naked Man. 15. Paul Relser: HnnnlphnnH (Byggt á New York Times Book Review) í' I Gamlar fiðlur hljóma best Það er alveg hárrétt hjá fiðlu- leikurum að gamlar fiðlur | hijóma best og leyndarmálið er 1 fölgið í því hversu oft er leikið á þær. Þetta segja breskir verk- £ fræðingar sem hafa kannað mál- ið, í grein i vísindaritinu Nature | segja David Hunt og félagar hans við háskóla í London frá því að | þeir gerðu tilraunir með þallar- við sem oft er notaður í fiðlur. j Þeir komust að því að þeim mun | meira sem þeir létu viðinn titra á I sama riðafjölda og þegar leikið er * á fiðlu dró úr raka í viðinum. | Það þýðir að fiðla úr þessum viði : hljómar æ betur eftir þvi sem meira er á hana spilað. Nýtt spendýr fund- ið á Filippseyjum Nýtt spendýr, sem vísinda- menn höfðu enga vitnesKju um I áður, hefur nú fundist á Filipps- eyjum. Um er að ræða nagdýr ekki ósvipað íkoma og er það á ferli á nætumar. Dýrið, sem hef- ur hlotið nafnið skýjahlaupari, fannst þegar vísindamenn voru að skrá öll dýr sem lifa í skóg- I lendi á eyjunum en þau eru mjög I á undanhaldi vegna ágangs £ mannsins. Skýjahlaupari þessi vegur um eitt kíló, klifrar í trjám, er með skott sem er lengra en skrokkur- | inn og yfirgefur greni sitt varla I nokkurn tíma að degi til. Dýrið er ámóta stórt og íkominn í Am- j eríku og lifnaðarhættir dýranna eru mjög áþekkir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.