Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1996, Side 29
J->V LAUGARDAGUR 2. MARS 1996
sviðsljós 29
John Travolta:
Hamingju-
samlega
giftur
John Travolta getur ekki verið
annað en ánægður með lifið. Fram
undan bíða mörg hlutverk eftir vel-
gengnina í Pulp Fiction og hann er
hamingjusamlega giftur leikkon-
unni Kelly Preston.
Þau hittust fyrst árið 1987 þegar
þau léku saman í myndinni The Ex-
perts sem þótti frekar misheppnuð.
Þá var Kelly gift leikaranum Kevin
Gage en John var óbundinn. Reynd-
ar hafði sá orðrómur gengið að
hann myndi aldrei jafna sig eftir
fyrstu ástina, leikkonuna Díönu
Hyland. Hún var 18 árum eldri en
hann og dó af krabbameini í faðmi
hans árið 1977.
Leiðir Kelly og Johns skildu að
loknum kvikmyndcdeiknum. Hjóna-
band Kelly og Kevins fór út um þúf-
ur og hún fór að hitta reglulega leik-
arann George Clooney í Bráðavakt-
inni. Seinna trúlofaðist hún Charlie
Sheen en sú trúlofun stóð stutt.
Árið 1990 voru Kelly og John bæði
við störf í Vancouver og snæddu
saman kvöldverð. Ári seinna giftu
þau sig og sex mánuðum eftir brúð-
kaupið fæddist sonurinn Jett.
John á það til að koma Kelly á
óvart með því að bjóða henni út að
borða þannig að þau þurfa að fara
þvert yfir Bandaríkin til þess en þá
fljúga þau bara í einkaþotunni
sinni. Þau eru einnig sögð taka á
leigu herbergi á ódýrum vegahótel-
um um miðjan dag til þess að eiga
góða stund saman. Hið góða sam-
band þeirra vekur aðdáun félaga
þeirra í Hollywood.
Tommy Lee og Pamela á góðri
stundu.
Ætlar að eyða
góðum tíma
með barninu
Nú eru ein-
ungis tveir
mánuðir þar til
hin þokkafulla
Pamela Ander-
son mun eignast
sitt fyrsta barn.
Hún hefur eytt
síðustu sex
mánuðum í að
gera heimili sitt
í Malibu upp og
segist ætla að
eyða góðum fimm mánuðum með
baminu áður en hún fer að leika
aftur í Strandvörðum.
í samtaii við erlend blöð segir
hún sílíkonið í brjóstum sínum
enga fyrirstöðu fyrir því að gefa
baminu bijóstamjólk. Hún segist
ætla að halda vel í eiginmann
sinn, Tommy Lee. Hann sé þess
virði, þótt hann sé harður á yfir-
horðinu er hann mjúkur þegar
hann er með henni í einrúmi.'
Hann sé rómantískur og eigi það
til dæmis til aö strá rósum yfir
ailt á heimili þeirra.
Pamela í garö-
inum heima
hiá sér.
John Travolta ásamt syninum Jett og eiginkonunni Kelly Preston.
John ásamt meðlelkurum í sjónvarpsmyndaflokki í upphafi ferils síns. Hann
sló í gegn í Saturday Nigt Fever 1977 en gekk ekki vel eftir það fyrr en í Pulp
Fiction fyrir tveimur árum.
Vonandi sérðu betur en þetta
í myrkri
Þaö getur verið þreytandi fyrir augun aö aka
í myrkri. Viö eigum oft erfitt meö að greina
hluti sem á vegi okkar veröa meðal annars
vegna Ijósa frá öörum bifreiðum.
Við höfum lausnina!
Carl Zeiss getur nú boðið upp á gler í hæsta
gæðaflokki með sérstakri glampavörn sem
reynist einnig vel þegar ekið er í þoku eða
snjókomu.
Merkið í glerinu er tákn um gæðin.
Leitið upplýsinga og tiyggið ykkur hágæðagler
frá Carl Zeiss sem fást hjá eftirfarandi gler-
augnaverslunum:
ZEISS
Reykjavík:
Akranes:
Akureyri:
Egilstaðir:
Hafnarfj.:
ísafjörður:
Keflavík:
Gleraugna Galleríið, Kirkjutorgi
Gleraugnahús Óskars, Laugavegi 8
Gleraugnamiðstöðin, Laugavegi 24
Gleraugnaverslunin Mjódd, Álfabakka 14
Gleraugnaverslunin Sjáðu, Laugavegi 40
Sjónglerið, Skólabraut25
Gleraugnaþjónustan, Skipagötu 7
Birta hf., Lagarási 8
Augsýn, Fjarðargötu 13-15
Gullauga, Hafnarstræti 4
Gleraugnaverslun Keflavíkur, Hafnargötu 45