Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1996, Page 35

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1996, Page 35
LAUGARDAGUR 2. MARS 1996 erlendar fréttir Díana féllst á skilnað við Karl ríkisarfa eftir 15 ára hjánaband: Þegar Karl, ríkisarfi Breta, gekk að eiga Díönu Spencer, tví- tuga stúlku með rjóða vanga og sakleysisleg augu, fyrir 15 árum virtist hið fullkomna ævintýri vera í uppsiglingu. Ekkert var til sparað þegar þau játtust hvort öðru í troðfullri Pálskirkjunni í London og fyrir augum 500 millj- óna sjónvarpsáhorfenda um heim allan. En þegar upp var staðið var ævintýrið of gott til að vera satt. Ellefu árum síðar kom í ljós að hjónabandið var að renna út í sandinn og tilkynnt var um skilnað að borði og sæng. Eftir þriggja ára aðskilnað tilkynnti Díana síðan á miðvikudag að hún hefði fallist á lögskilnað frá Karli. Ævintýrið sem heillaði þúsundir um heim allan var úti. Þegar horft er um öxl þykir mega sjá ýmislegt sem benti til að vandamál yrðu í hjónaband- inu. Díana var sjálf skilnaðar- barn og þótti afar ung og lítt þroskuð fyrir 12 árum eldri eigin- mann. Við brúðkaupið kvaddi hún sakleysislega veröld ungrar starfsstúlku á barnaheimili og var dæmd til eilífrar umfjöllunar fjölmiðla, nokkurs sem bugað hefði konur fullar af þroska og sjáifsöryggi. Karl varð fyrir hálfgerðu áfalli. Sem ríkisarfi var hann orðinn vanur því að baða sig í sviðsljós- inu en skyndilega laut hann í lægri haldi fyrir mun yngri konu sem ekki hafði minnsta áhuga á karlmannlegum tómstundaiðkun- um hans. Uxuí sundur Það fór ekki fram hjá neinum að Karl og Díana voru ólík og það átti smám saman eftir að grafa undan hjóna- bandi þeirra. Díana óx í starfi sínu sem Díana og Karl ríkisarfi við athöfn sem haldin var við Windsorkastala sumarið 1992. Þá var hjónabandið í molum og hálfu ári síðar tilkynnti John Major forsætisráðherra f breska þinginu að þau væru skilin að borði og sæng. Símamyndir Reuter Díana, frægasta kona heims, þjáðist um tíma af alvarlegri lotugræðgi og sjálfsmorðshugleiðingum. prinsessa og góðgjörðarsendiherra og virtist vinna hug og hjörtu allra, bæði Breta og annarra. Karl birtist almenningi hins vegar sem hálfgerð- ur nöldurseggur sem kvartaði yflr því að líf konungsfjölskyldunnar væri orðið eins og sápuópera. Hann virtist hafa meiri áhuga á að tala við blóm og gerast bóndi. Andstæðurnar eru hrópandi í dag. Meðan hún, sem er 34 ára gömul, hamast í likamsræktarsal og hlustar á popptónlist í heyrnartólum situr hann, 47 ára, heima og ræðir um arkitektúr eða heimspeki. Eftir að þau höfðu opinberað trúlofun sína sagðist Karl furða sig á hugrekki Díönu að játast sér og virtist létt að hafa loks fundið konu sem sýndist hæf til að verða eiginkona hans og, það sem meira var, konu sem kunni sig og hafði ekki átt í ástarsambönd- um áður. Dagblöð og æviskrárritarar, hlynntir Díönu, sögðu síðar að Díönu hefði verið fórnað á altari konung- dómsins. Þörf hefði verið fyrir nýtt andlit en afskaplega lítið hefði verið gert tO að að- stoða Díönu við að aðlagast breyttum að- stæðum. En eins og í öllum brostnum hjónaböndum má leita orsaka skilnaðarins hjá báðum aðilum. Karl er afar ólíkur Díönu, talar við blómin og hefur mikinn áhuga á að gerast bóndi. Framhjáhald og afbrýðisemi Síðast sáust Karl og Díana saman í vor, við hátíðahöld í Hyde Park í London í tilefni af því að 50 ár voru liðin frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Nú er ævintýrið sem hófst með brúðkaupi aldarinnar 1981 á enda. í bók um Díönu, sem kom út 1992, sagði frá afbrýðiköstum hennar og hótunum hennar um sjálfsmorð þegar henni fannst Karl ekki sinna hjónabandsskyldum sín- um. Ekki bætti úr skák þegar hana fór að gruna að eitthvað væri að gerast milli Karls og Camillu Parker Bowles. Tveimur árum síðar viðurkenndi Karl að hafa átt í ástarsambandi með Camillu og skömmu síðar var upplýst í bók um Díönu að hún hefði átt í ástarsambandi með liðsforingj- anum James Hewitt. Við framhjáhaldið bættist síðan alvarleg lotugræðgi og sjálfs- morðshugsanir sem þjáðu Díönu. Ástin sem í fyrstu virtist þrífast miUi Karls og Díönu var horfln. í því sambandi má ekki gleyma að frá upphafl voru efa- semdir um einlægni Karls þegar hann bar upp bónorðið undir kertaljósum. Hann hafi fyrst og fremst verið að láta undan þrýst- ingi um að útvega erfingja. Enda leið ekki langur tími frá brúðkaupinu og þar til Díana hafði fætt Karli tvo syni, Vilhjálm og Harry. Þegar Karl bað Díönu fyrir rúm- um 15 árum mun hann hafa verið yfir sig ástfang- inn af þessari fjarskyldu frænku sinni. Þau höfðu hist sem börn en hann tók ekki al- mennilega eftir henni fyrr en hann hóf að vera með systur henn- ar, Söru. Hróðugur sagði Karl í sjónvarps- viðtölum að hann furðaði sig á að Díana skyldi hafa játast honum en hún muldraði einfaldlega að þau væru ástfangin. En hana hefur kannski grunað út í hvað hún var að fara því hún eftirlét fyrrum herbergisfélögum sínum blaðsnepO þar sem stóð: „í guðanna bænum, hringið í mig. Ég mun þurfa á ykkur að halda.“ Karl giftist ekki aftur í dag er Díana hins vegar sjálfstæð kona sem virðist vita hvað hún vill. Hún virðist hafa lagt vandlega á ráðin um yfirlýsingar og viðtöl og hyggst nýta sér fjölmiðla til hins ýtrasta finnist henni að hún muni bera skarðan hlut frá borði í samningum um skilnaðinn. Þó ekki þurfi lengur að ávarpa hana yðar konunglega hátign þá lítur út fyrir að hún muni halda prinsessunafnbótinni og fá að búa í Kensingtonhöll. Synirnir eru Díönu allt og hún gerir kröfur um að vera með í öllum ákvörðunum sem varða munu framtíð þeirra. Um framhaldið vita fáir. Eitt virðist þó víst: að Karl og Camilla Parker Bowles muni ekki giftast. Camilla hefur reyndar fullan hug á að giftast Karli en hann hefur lýst því yfir að hann muni ekki giftast aftur. Ef hann, fráskilinn maðurinn, giftist fráskilinni konu er óttast að kröfurnar um að konungdæmið verði lagt af verði mjög hávær- ar. Augu Breta beinast því meira í átt að Vilhjálmi prinsi og verðandi ríkisarfa. Hann hefur þegar fengiö sinn skammt af fjölmiðlaumfjöllun og ef hann sver sig í ættina á hann sjálfsagt eftir að sjá bresku pressunni fyrir nægu umfjöllunarefni. Reuter Hjónabandssagan 2. júlí 1981 Charles Philip Arthur George eða Karl ríkisarfi og Lady Diana Spencer gefin saman í Páls- kirkju. 21. júní 1982 Vilhjálmur prins fæðist. Fyrstu merki um heilsu- vanda Díönu sem þjáðist af fæðingar- þunglyndi. 15. september 1985 Henry prins, kallaður Harry, fæðist. 1985 Fyrstu fréttir um hjóna- bandserfiðleika Karls og Díönu. 1986 Karl endur- nýjar kynni sín við Camillu Park- er Bowles, „stóru ást- ina“. Díana þjáist af lotu- græðgi og horast. 1987 Karl og Díana koma fram saman við skyldustörf meðan hvort hugsar sitt í einkalífinu. Júní1992 Bókin „Diana - Her True Story“, kemur út. Dregin er upp mynd af ástlausu hjónabandi og eiginkonu sem reyndi sjálfs- morð í tilraun til að ná athygli eiginmannsins. Nóvember 1992 Karl og Díana fara í umtalaða ferð til Suður-Kóreu. Þau litu illa út og voru annars hugar. Díana vildi ekki fara en lét und- an þrýstingi úr Buckingham- höll. 9. desember 1992 John Major forsætisráð- herra til- kynnir í þing- inu að Karl og Ðíana séu skilin að borði og sæng. Janúar 1993 Endurrit segulbandsupptaka af æsilegu símasamtali Camillu Parker Bowles og Karls birt í breskum dagblöðum. 30. júní 1994 Karl viðurkennir í sjónvarps- viðtali að hafa haldið fram hjá með Camillu Parker Bowles. September 1994 Bókin „Princess in Love“ kemur út. Þar segir frá ástaræv- intýri Díönu og hins myndar- lega liðsforingja, James Hewitts. Október 1994 The Sunday Times byrjar birtingu kafla úr ævisögu Karls. Þar er fjaliað ítarlega um einka- líf hans. 20. nóvember 1995 Díana kemur fram í sjón- varpsviðtali þar sem hún viöur- kennir framhjáhald með liðsfor- ingja og segist efast um hæfi- leika Karls sem konungs. 20. desember 1995 Talsmenn Buckinghamhallar staðfesta að Elísabet drottning hafi skrifað Karli og Díönu bréf þar sem hvatt er til skjóts lög- skilnaðar. 21. desember 1995 Karl útilokar að hann muni giftast aftur. 28. febrúar 1996 Díana fellst á lögskilnað. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.