Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1996, Síða 38
46
LAUGARDAGUR 2. MARS 1996 DV
„Dópbæli! Það eru ekki einu sinni sprautur hérna inni. Ég sé nú ekki mikið á því fólki hérna inni að það sé í dópi. Ég sé dópbæli fyrir mér þar sem er sóðalegt lið með skítinn í kringum sig og
sprauturnar hangandi í sér. Hér er hreint og fínt enda þrifið reglulega," segir Rúnar, sem hér situr í stofunni heima hjá sér. DV-myndir ÞÖK
Litið inn í Mjölnishnltið þar sem löggan bankar ekki á dyrnar heldur brýtur þær:
- segir Rúnar Maitsland sem hyggst flytja í rólegra húsnæði
„Ég lít á þetta sem heimili en ekki dópbæli.
Eins og þú sérð þá er allt hreint og flnt hér og
þeir sem hér búa eru snyrtilegir til fara. Það
liggja hér engir skítugir dópistar afvelta með
nálina á kaf í handleggnum. Hér eru engin
sterk efni. í mesta lagi stuð og smá spítt,“ seg-
ir Rúnar Maitsland, íbúi í gömlu iðnaðarhúsi
við Mjölnisholt sem í fjölmiðlum hefur verið
fjallað um sem dópbæli og verustað glæpa-
manna og misyndismanna.
Fíkniefnadeild lögreglunnar og upp á
síðkastið almenn deild lögreglunnar í Reykja-
vík hefur undarrfarið setið um húsið og ruðst
þar inn til að ganga úr skugga um hvort þar
sé að finna þýfl og sölumenn sterkra eitur-
lyfja. í DV 12. janúar sl. var sagt frá því að í
þessum húsum, en um er að ræða nokkur
samliggjandi iðnaðarhúsnæði, hafist við
leiguliðar sem lifi af eiturlyfjasölu og sölu á
þýfi-
„Heimildarmaður blaðsins segir að þarna
sé „skiptimarkaður" fyrir sterk eiturlyf og
þýfi“. Eiturlyfjaneytendur komi á staðina til
að fá eiturlyf og borgi oft með þýfi,“ segir jafn-
framt í blaðinu.
Þessu vísar Rúnar Maitsland á bug sem
rakalausum þvættingi.
Engin sterk efni
„Hérna brýst löggan inn á nóttunni og seg-
ir að hér búi ekki fólk. Þeir eru búnir að
brjóta upp dyrnar oftar en einu sinni. Þeir
labba hér um á þeim forsendum að um sé að
ræða iðnaðarhúsnæði og því eigi enginn að
búa hér. Það sér það hver maður að hér býr
fólk enda eru tveir þeirra sem það gera með
lögheimili hér. Það eru herbergi hér og rúm
og fólk sofandi í þeim. Það getur verið að hér
sé á stundum margt fólk en það er engin fikni-
efnasala hér. Að minnsta kosti ekki eins og
þeir segja. Það hafa engin sterk efni eins og
kók og E-pillur(kókaín og ecstacy) fundist hér.
Kannski stuð og spítt (hass og amfetamín),"
segir Rúnar en honum finnst amfetamín ekki
sterkt efni í samanburði við E og kók.
Þráspurður að því hvort engin sala fikni-
efna eigi sér stað á heimilinu segir hann svo
ekki vera, nema kannski í byrjun og jú svo
geti verið að það komi fólk í heimsókn sem sé
að selja en hvorki hann né sambýlisfólk hans,
en þau búa fimm þarna, stundi fikniefnasölu.
„Það var mikið um þetta í byrjun en fyrir
nokkrum vikum hætti þetta. Þetta bara
hætti.“
Öflugt lögreglueftirlit
Athugulir vegfarendur, sem leið hafa átt
hjá húsinu við Mjölnisholt, hafa veitt því at-
hygli að oft er bílum, sem í sitja tveir eða
fleiri menn, lagt í nágrenni við innganginn.
Um er að ræða ómerkta lögreglubila og þess
eru einnig dæmi að merktir lögreglubílar hafi
verið notaðir til eftirlits með húsinu. Rúnar
segir að eitt sinn hafi tveir lögreglumenn ver-
ið við dyrnar og leitað á öllum sem komu inn
og út úr húsinu. Þannig hafi greiöabílstjóri,
sem var að skila þvotti til Rúnars, verið tek-
inn og „strippaður", eins og Rúnar kallar það,
því menn héldu að hann væri að koma og
kaupa fikniefni. Sömu sögu segir hann af af-
drifum sendils af myndbandaleigu sem kom
með spólur til hans einn daginn.
„Mér finnst þetta tómt rugl. Eina nóttina
vaknaði ég við að það var verið að lemja inn
hurðina hjá mér. Ég fór til dyra til að gá hvað
væri um að vera og þá stóð lögreglan fyrir
utan dymar með stóra masterinn (nokkurs
konar lykill sem gengur að öllum dyrum). Ég
spurði þá hvað væri i gangi og þeir komu aft-
ur með söguna um að enginn byggi þarna.
Þeir höfðu þá rifið upp skúrdyrnar og voru að
berja upp hurðina inn í íbúðina. Ástæðan fyr-
ir jpví að þeir sögðust vera að koma voru
slagsmál fyrir utan, sem var tómt kjaftæði. Ég
hef þrisvar sinnum þurft að gera við útidyra-
hurðina inn í íbúðina eftir að löggan hefur
brotið hana upp. Ég er búinn að segja þeim að
þeim sé guðvelkomið að líta hér við. Það eina
sem þeir þurfi að gera er að ýta á bjölluna eða
banka og ég hleypi þeim inn. Þeir kunna hins
vegar enga mannasiði og láta bara vaða,“ seg-
ir Rúnar.
Rangar áherslur lögreglu
Aðspurður af hverju hann telji lögguna
láta svona við þá segir hann engan vafa leika
á því að hún vilji hann og sambýlisfólk hans í