Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1996, Qupperneq 40
48
unglingaspjall
Lýðskólinn - skemmtilegur og öðruvísi skóli:
Afródans
og Færeyjaferð
Oddur Albertsson er skólastjóri Lýöskólans.
DV-myndir GS
Það er eitthvað spennandi að ger-
ast í Lýðskólanum á hverjum ein-
asta degi. Nemendurnir fara í leik-
hús og bíó, heimsækja Keflavíkur-
flugvöll, ferðast til Færeyja og
dansa trylltan afródans.
- En hvað er þessi Lýðskóli?
„Þetta er skóli sem gengur út frá
sömu hugmyndafræði og gamla,
danska lýðháskólahreyfmgin. Hug-
myndin var að virkja fólk í skóla á
annan hátt en kerfið þá bauð upp á
og segja má að það sé alveg sama á
ferðinni i dag,“ segir Oddur Alberts-
son, skólastjóri Lýðskólans.
„Sá mannskilningur sem við
erum að byggja á er mjög jákvæður.
Við lítum á fólk sem afskaplega
merkilegt fyrirbæri en ekki eins og
kindur sem eru reknar í rétt og svo
út aftur eftir fjögur ár og látnar
passa inn í einhverja kassa. í lýð-
skóla er einstaklingurinn tekinn al-
varlega og látinn svara því hvað
hann langar til að læra og verða.
Allt sem við gerum á helst að vera
afleiðing af hópumræðu og það er
hópurinn sjálfur sem ákveður hvað
á að gera. Þetta er allt mjög iýðræð-
islegt."
Lýðskólinn er sameiginlegt verk-
efni Norræna hússins og Reykjavík-
rn hliðin
Ætla að stækka í framtíðinni
- segir Linda Hrönn Blöndal Hrafnkelsdóttir Röskvukona
■
Linda Hrönn Blöndal Hrafnkels- Hver er fallegasta karl sem þú
dóttir háskólanemi skipaði fyrsta hefur séð? Clark Gable á yngri
sæti á lista Röskvu til kosninga árum.
stúdentaráös nýlega.
Ásamt félögum sínum
vann Linda Hrönn
kosningarnar enn eitt
árið og mun næsta ár
þvi fara í að berjast fyr-
ir réttindum stúdenta
hjá henni. Það er sfjórn-
málafræðineminn
Linda Hrönn sem sýnir
á sér hina hliðina að
þessu sinni:
Fullt nafn: Linda
Hrönn Blöndal Hrafn-
kelsdóttir.
Fæðingardagur og ár:
22. janúar 1970.
Maki: Enginn.
Börn: Ekkert.
Bifreið: Volkswagen
Golf '82.
Starf: Nemi.
Laun: Námslán.
Áhugamál: Rauðvín og
hundar.
Hefur þú unnið í
happdrætti eða lottói?
Ég hef unnið utanlands-
ferð og eplakassa í
bingói.
Hvað finnst þér
skemmtilegast að
gera?Hlusta á góða tón-
list og vera í sólbaði.
Hvað flnnst þér leið-
inlegast að gera?
Vakna snemma á
morgnana.
Uppáhaldsmatur: Ind-
verskur.
Uppáhaldsdrykkur:
KafFi.
Hvaða íþróttamaður
stendur fremstur í dag, að þínu
mati? Anna í þolfiminni.
Uppáhaldstímarit: Vanity Fair.
að hitta? Ommu á Akureyri.
Uppáhaldsleikari: Robert De-
Niro.
Uppáhaldsleikkona:
Sigorney Wever.
Uppáhaldssöngvari:
Elton John.
Uppáhaldsstj órnmála-
maður: Yasser Arafat.
Uppáhaldsteikni-
myndapersóna: Valur
í Sval og Val.
Uppáhaldssjónvarps-
efni: Breskir sakamála-
þættir.
Uppáhaldsmatsölu-
staður: Argentína.
Hvaða bók langar þig
mest að lesa? Skóla-
bækur sem ég hef
trassað að lesa.
Hver útvarpsrásanna
finnst þér best? Bylgj-
Linda Hrönn Blöndal Hrafnkellsdóttir.
Ertu hlynnt eða andvíg ríkis-
stjóminni? Andvíg.
Hvaða persónu langar þig mest
www
ma
an.
Uppáhaldsútvarps-
maður: Margrét Blön-
dal.
Á hvaða sjónvarps-
stöð horfir þú mest?
Stöð 2.
Uppáhaldssjónvarps-
maður: Sigríður Arn-
ardóttir
Uppáhaldsskemmti-
staður: Koníaksstofa
Argentínu.
Uppáhaldsfélag í
íþróttum: Fram.
Stefnir þú að ein-
hverju sérstöku í
framtíðinni? Stækkaá
alla vegu.
Hvað ætlar þú að
DV-mynd S gera j sumarfríinu?
Ég ætla til Möltu í sól-
bað.
-ból
LAUGARDAGUR 2. MARS 1996
Nemendur Lýðskólans fara í leikhús og bíó, heimsækja Keflavíkurflugvöll,
ferðast til Færeyja og dansa trylltan afródans.
urborgar. Skólinn tók til starfa í fe-
brúar og stendur fram í miðjan maí.
Tuttugu ungmenni á aldrinum 17 til
19 ára mæta í Norræna húsið á
hverjum degi og eitt kvöld i viku er
farið á einhvern menningarviðburð,
í leikhús eða bíó.
Krakkar sem hata skóla
„Þetta eru allt krakkar sem hafa
flosnað upp úr skóla og eru atvinnu-
lausir, krakkar sem hata skóla og
eru mjög hræddir við hann. Flestir
eru búnir að hanga og gera ekki
neitt í einhvem tíma. Við reynum
að hjálpa þeim að komast aftur inn
á brautina. Það eru margir sem lita
á svona lýðskóla sem eins konar
bensínstöð. Þú ferð af þjóðveginum
og tekur þér frí, fyllir á tankinn og
finnur sjálfan þig og ferð svo út á
brautina aftur. Við erum ekkert að
stela fólki frá þjóðfélaginu heldur að
hjálpa fólki að virka í þjóðfélaginu,"
segir Oddur.
í hverri viku einbeita nemend-
umir sér að einhverju einu þema,
svo sem skriftum eða listum. Inni í
náminu er líka spennandi ferð til
Færeyja og nemendumir ætla að
gefa út blað eftir önnina sem dreift
verður til allra framhaldsskóla-
nema.
„Dagurinn einkennist af skap-
andi námskeiðavinnu. Það er ekki
sest niður í hálftíma í þessu eða
hinu faginu. Við erum mikið á ferð
og flugi og leggjum mikið upp úr því
að fá þekkinguna frá fleiri stöðum
en bara úr bókunum," segir Oddur.
„Þessa vikuna erum við til dæm-
is að tala um stríð i heimspekilegri
merkingu, forsendur, orsakir og af-
leiðingar stríðs, ekki bara í
Júgóslavíu eða við Persaflóa heldur
líka inni á heimilunum. Við fáum
til okkar fyrirlesara og fömm út í
bæ, í afró til að kynnast stríðsdansi,
út á Keflavíkurvöll til að tala um
stöðu íslands í NATO og svo kynn-
um við okkur braggcihverfið sem
sett var upp út af Djöflaeyjunni."
-ból
Bjarki og Anton eru byrjaðir að vakna á morgnana og mæta í skólann en það
var ekki auðvelt áður. DV-mynd GS
Enginn heimalærdómur eða próf
- og kennararnir eru nemendur líka, segja Bjarki og Anton
„Það er enginn bóklegur lærdóm-
ur, enginn heimalærdómur og eng-
in próf. Kennaramir sögðu okkur í
upphafi að þeir væm líka nemend-
ur. Þetta er lýðræðislegur skóli þar
sem við ráðum líka,“ segir Bjarki
Rafn Jónsson, 16 ára.
Hann byrjaði í Lýðskólanum í fe-
brúar en var í Fjölbrautaskólanum í
Ármúla fyrir áramót. Anton Gunn-
arsson, 18 ára, tekur í sama streng
og Bjarki.
„Það gera allir jafnt hérna. Það er
enginn einn sem ræður heldur
hjálpast allir að. Það er ekki þannig
að kennarinn láti krakkana hafa
verkefni og fari síðan bara í kafii,“
segir Anton sem var í Iðnskólanum
áður.
Bjarki og Anton segja að fæstir
viti hvað Lýðskólinn sé og sumir
séu því vantrúaðir.
„Það má segja að fólk sé hrætt við
það sem það veit ekkert hvað er.
Fólk veit ekki af þessum skóla en
margir eru að spyrja mann hvað
jpetta sé og sýna áhuga,“ segir Ant-
on.
„Þegar yngra fólkið heyrir að það
sé enginn bóklegur lærdómur eða
próf og að við séum aö fara til Kefla-
víkurflugvallar og Færeyja þá öf-
undar það mann og vill komast í
þetta,“ bætir Bjarki við.
Hann segir að hópurinn sé góður
og samheldinn.
„Þetta er miklu minni hópur en í
fjölbrautaskólunum og maður kynn-
ist betur. Þar ertu í íslensku með
einhverjum krökkum og svo eru
kannski ekki nema einn eða tveir
úr þeim hópi með þér í ensku.“
- Hvað er skemmtilegast að læra?
„Það er ekkert skemmtilegast.
Þetta er allt jafn skemmtilegt," seg-
ir Anton.
Anton og Bjarki eru báðir
ákveðnir í því að halda áfram í
hefðbundnu námi eftir Lýðskólann.
„Maður reynir sitt besta eftir
þetta og fer alla vega að reyna að
vakna í skólann," segir Anton.
Bjarki, sem er búinn að vera hálf-
utanveltu í skóla frá því hann var í
12 ára bekk, lítur einnig bjartari
augum á framtíðina.
„Ég lærði aldrei, var bara sofandi
i tímum og mætti svo í próf og náði
þeim. Svo gekk það ekki upp í Ár-
múla enda grútféll ég. Maður fer
kannski að læra eftir þetta enda lít-
ur maður öðrum augum á þetta
núna.“
-ból