Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1996, Síða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1996, Síða 46
54 iróttir LAUGARDAGUR 2. MARS 1996 minningu Bobs Paisleys Bob Paisley, mesti framkvæmda- stjóri allra tíma í ensku knattspyrn- unni, lést á dögunum. Paisley var óvenju sigursæll fram- kvæmdastjóri hjá Liverpool um langt árabil. Á árunum 1973 til 1984 vann Liver- pool fjórtán stóra titia undir hans stjórn. Óhætt er að segja að það sé ár- angur sem seint verði bættur ef þá nokkurn timann. Paisley var tæplega áttræður þegar hann lést. Hann var mjög vinsæll framkvæmdastjóri, hvers manns hug- ljúfi. Paisley var lítið fyrir að ota sér í sviðsljós fjölmiðla, hógværðin uppmál- uð en náði jafnan betri árangri en þeir framkvæmdastjórar sem alltaf voru með munninn opinn i tjölmiðlum. Hér að neðan segja þekktir kappar og fyrrum félagar Paisleys nokkur orö um hann að honum látnum. -SK „Bob Paisley átti stórkostlegan feril hjá Liverpool. Hann gaf mér mjög góð ráð þegar ég var að hefja feril minn sem fram- kvæmdastjóri og eins í seinni tíð. Hann var að mínu mati alveg einstakur persónuleiki. Ég elskaði hann.’’. Emlyn Hughes „Paisley var framkvæmdastjóri af eldri skólanum. Hann valdi liðið og vann á vandamálum sem upp kömu. í þá daga var ekki aðstoðar- maður á hverju strái. Þrátt fyrir að fáir viti það var Bob Paisley mjög fyndinn maður og við hlógum oft saman. Bob Paisley var yndislegur maður.” „Ég var enn leikmaðúr þegar Paisley ákvað að ég yrði þjálfari. Ég var 25 ára og tregur að hætta sem leikmaður. Hann hlýtur að hafa komið auga á eitthvað í fari mínu og í dag er ég honum innilega þakk- látur. Ég hefði aldrei orðið fram- kvæmdastjóri Liverpool án hans stuðnings.” Ray Clemence „Allir sem unnu hjá Liverpool þegar Paisley var þar vita hve mikið hann gerði fyrir félagið. Hans persóna var aldrei aðalmálið heldur árangur félagsins. Árangur hans með Liverpool verður aldrei jafnaður eða bættur.” Sheryl með barn hennar og Gassa, sveinbarnið Regan sem kom í heiminn á dögunum. Sheryl segist hafa vonast eftir Gassa fram á síðustu stundu er hún ól barnið á sjúkrahúsi en hetjan lét ekki sjá sig. Fyrrum kærasta Pauls Gascoignes: Elskar barnið rr en ekki mig" Knattspyrnumaðurinn Paul Gascoigne er enn í sviðsljósinu. Nú hefur fyrrum kærasta hans alið honum barn og Gassi vill ekki mikið af því vita. Hann hefur þó undan- farna daga sýnt veik merki um væntumþykju til handa sveinbarninu en áhuginn fyrir hinni glæsi- legu Sheryl Failes er ekki fyrir hendi. Kvennamál Gassa hafa verið í fréttum undanfar- ið enda maðurinn ekki við eina íjöl felldur í þeim efnum. Vikulega skjóta konur upp kollinum í breskum blöðum og segja sínar farir ekki sléttar eft- ir „helgarviðskipti” við knattspyrnuhetjuna. Þessar konur gefa sig fram við bresk blöð og vilja selja ástarsögu sína dýru verði og oftar en ekki gleypa blöðin þessar sögur með húð og hári. Með í kaupunum fylgja síðan myndir af konunum léttklæddum. Ástarsaga á 1,7 milljónlr króna Nýverið setti ung kona sig í samband við breskt blað og vildi selja ástar- 'sögu. Hún og Gassi voru í aðalhlutverkunum en vinur Gassa að auki. í þessari „fjölmennu veislu” gerðist vitanlega margt og mikið og flest kom það á prenti nokkrum dögum síðar. Fyrir söguna vildi konan fá um 1,7 milljónir króna. Vorum við ekki fjög- ur í rúminu? Þegar blaðamaður hringdi í Gassa og spurði hann út í „fjölmennið i veislunni” gerði hann að gamni sínu sem oftar og sagði: „Bíddu hægur, vor- um við ekki fjögur í rúm- inu frekar en þrjú.” Var ekki viðstaddur fæðingu erfingjans Samband Gassa og kærustunnar Sheryl var stormasamt en hún er fráskilin tveggja barna móðir. í tvö ár reyndi Gassi að fá hana til að eignast með sér barn og á endanum gaf Sheryl eftir. Það átti síðar eftir að koma í ljós að Gassi hafði ekki mjög mikinn áhuga á barninu og enn minni áhuga á Sheryl. Lengi vel vonaðist Sheryl eftir því að Gassi yrði viðstaddur fæðinguna en á dögunum, þegar sveinninn kom í heiminn, lét Gassi hvergi sjá sig. „Ég vonaðist eftir því fram á siðustu stundu að Gassi myndi koma þjót- andi inn um dyrnar og halda í höndina á mér á þessum erfiða tíma. Hann lét hins vegar ekki sjá sig. Seinna frétti ég að á sama tíma og ég var að eiga barnið var hann að spila snóker og drekka með vinum sínum. Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að Gascoigne elskaði mig aldrei. Hann elskar kannski barnið okkar en hann elskar mig ekki. Þrátt fyrir það sem hann hefur gert mér elska ég hann og mun alltaf gera,” sagði Sheryl. Gassi mætti heim til Sheryl skömmu eftir fæð- inguna, gaf henni lítinn gaum en færði barninu stóran bangsa. -SK AlanHansen^ „Auðvitað náði Bob Paisley frábær- um árangri, árangri sem enginn fram- kvæmdastjóri annar getur státað af í ensku knattspyrnunni. Ég er ekki í minnsta vafa um að hann væri fram-' kvæmdastjóri í fremstu röð í dag. Hann var fæddur sig- urvegari. Ég i t mun minnast | Bob Paisley 1 lengi og ekki ’ * síst fyrir eina setningu sem hann sagði oft við okkur. Hún var svona: „Það fyrsta kemur fyrst en annað aldrei.” Kevin Keegan „Þvílíkur framkvæmdastjóri. Nái ég 25% árangri miðað við hann þá mun ég líta á mig sem sigursælan fram- kvæmdastjóra. Bob Paisley auðveldaði alltaf hlutina. Fyrir það og margt ann- að elskaði ég hann. Hann var stórkost- legur maður.” „Skilningur Bobs Paisleys á knatt- spyrnunni var alveg einstakur og hans knattspyrna var mjög einfold. Þessum einfaldleika kom hann til skila til leikmanna. Það var ekki hægt að láta sér líka illa við hann. Hann var eins og elskulegur afi.” 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.