Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1996, Síða 59

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1996, Síða 59
LAUGARDAGUR 2. MARS 1996 afmælie Kristján Páll Sigfússon Kristján Páll Sigfússon kaup- maður, Kleppsvegi 2, Reykjavík, verður sjötíu og fimm ára á mánu- daginn kemur. Starfsferill Kristján fæddist í Folakoti í Folafæti í ísafjarðardjúpi en flutti fjögurra ára með foreldrum sínum og systkinum til ísafjarðar og ólst þar upp. Hann lauk gagnfræðaprófi á ísafirði 1937, flutti til Reykjavík- ur 1939 og lauk prófi frá Samvinnu- skólanum 1941. Kristján starfaði hjá Kristjáni H. Jónssyni, kaupmanni á ísaflrði, hjá Kaupfélagi ísfirðinga og loks eitt sumar á Djúpbátnum. í Reykjavík starfaði hann hjá Veiðarfæraverslun Geysis í tvö ár, var síðan útibússtjóri hjá Silla og Valda að Háteigsvegi 2 í Reykjavík í nokkur ár en hóf síðan eigin rekstur verslunarinnar Herjólfs að Grenimel 12 í Reykjavik og síðar i Skipholti 70. Kristján seldi Braga syni sínum rekstur verslunarinnar fyrir u.þ.b. tuttugu og fimm árum og hefur unnið hjá honum síðan. Kristján á sæti í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins, hefur starfað lengi í bindindishreyfingunni, ver- ið virkur meðlimur í Sam-Frímúr- arareglunni, auk þess sem hann hefur lengi starfað í félagsskap Musterisriddarareglunnar á ís- landi. Hann hefur sungið í ýmsum kórum, s.s. Samkór Reykjavíkur, auk þess sem hann söng á yngri árum með Kirkjukór ísafjarðar- kirkju. Fjölskylda Kristján kvæntist 23.6. 1945 Guð- björgu Lilju Guðmundsdóttur, f. í Reykjavík 30.9. 1927. Foreldrar hennar voru hjónin Bríet Ólafs- dóttir og Guðmundur Jóhannsson vélstjóri frá Hofi á Eyrarbakka en þau eru bæði látin. Börn Kristjáns og Guðbjargar Lilju: Bragi G. Kristjánsson, f. 22.12. 1944, kaupmaður, kvæntur Ernu Eiríksdóttur en þau eiga fjög- ur börn, Áshildi, f. 12.2. 1966, stjórnmálafræðing, Kristján Pál, f. 19.8. 1969, stjórnmálafræðing í framhaldsnámi í Englandi, Styrmi Þór, f. 22.9.1970, viðskiptafræðing í framhaldsnámi í Skotlandi, og Guðbjörgu Lilju, f. 1.2. 1979, nema; María Anna Kristjánsdóttir, f. 25.12. 1948, starfar hjá Flugleiðum, gift Jesus M. Sigfúsi Potenciano menntaskólakennara og er sonur þeirra Kristján Jesus Potenciano, f. 22.10. 1993. Systkini Kristjáns eru Guðfinn- ur, f. 14.4. 1918, bakarameistari; Sveinn, f. 25.1. 1920, d. 29.1. 1920; María, f. 21.8. 1922, d. 17.4. 1985, húsmóðir; Þorgerður, f. 24.3. 1925, d. 2.10. 1957, ljósmóðir; Garðar, f. 9.7. 1926, kaupmaður; Halldóra, f. 21.7. 1930, húsmóðir; Jenný, f. 13.7. 1933, deildarstjóri. Foreldrar Kristjáns voru Sigfús Guðfinnsson, f. 9.8. 1895, d. 6.2. 1980, skipstjóri á Djúpbátnum og síðar kaupmaður í Reykjavík, og María Anna Kristjánsdóttir, f. 8.10. 1896, d. 9.12. 1981, húsmóðir. Ætt Bróðir Sigfúsar var Einar Guð- finnsson, útgerðarmaður í Bolung- arvík. Systir Sigfúsar er Kristín, móðir Jóns Páls Halldórssonar, for- stjóra Norðurtangans á Ísafírði, föður Halldórs Jónssonar yfirlækn- is. Önnur systir Sigfúsar var Ingi- björg, móðir Guðmundar Pálssonar leikara, föður Hrafnhildar leikrita- skálds. Sigfús var sonur Guðfinns, b. í Hvítanesi í Ögurhreppi, Einars- sonar, hreppstjóra í Hvítanesi, bróður Helga lektors og sálma- skálds, föður Jóns biskups. Einar var sonur Hálfdánar, prófasts á Eyri í Skutulsfirði, Einarssonar. Móðir Guðfinns var Kristín, systir Bergs Thorbergs landshöfðingja. Móðir Sigfúsar var Halldóra Jó- hannsdóttir frá Rein í Hegranesi í Skagafirði. María Anna var dóttir Kristjáns, bróður Bergsveins kennara, föður Sveins, prófessors í Berlín, og Ragnars, fyrrv. aðalvarðstjóra í Reykjavík. Kristján var sonur Kristján Páll Sigfússon. Sveins, b. í Sunndal, Kristjánsson- ar, b. á Dunki í Hörðudal, Ólafsson- ar. Móðir Kristjáns var Björg Ólafsdóttir, b. á Hellu á Selströnd við Steingrímsfjörð, Bjarnasonar. Móðir Maríu var Pálína Halldórs- dóttir frá Bæjum á Snæfjalla- strönd, dóttir Maríu Rebekku Kristjánsdóttur, Ebeneserssonar, dbrm. í Innri-Hjarðardal í Reykja- firði, langafa Höskuldar Jónssonar, forstjóra ÁTVR. Kristján og Guðbjörg taka á móti gestum í AKOGES-salnum, Sigtúni 3, sunnudaginn 3.3. kl. 15.00-18.00. Til hamingju Jóhanna Brynjólfsdóttir með afmælið Wathne 2. mars 85 ára Jóhanna K. Kristjánsdóttir, Ólafsbraut 28, Snæfellsbæ. 80 ára Indriði Guðjónsson, Vogatungu 3, Kópavogi. Margrét Jónsdóttir, Lindasíðu 2, Akureyri. 75 ára Agnar Bjarnason, Kambsvegi 37, Reykjavík. Hallur Þ. Hallgrímsson, Árhólum, Reykdælahreppi. Jóna Annasdóttir, Brekkugötu 1, Hvammstanga. Guðmundur Stefán Eðvarsson, Miðvangi 41, Hafnarfirði. Guðrún Valmundsdóttir, Heiövangi 2, Hellu. 70 ára Katrín Guðgeirsdóttir, Hamraborg 24, Kópavogi. Vilhjálmur Valdimarsson, Lindarbraut 2, Seltjarnamesi. Richard Haukur Felixson, Hábergi 30, Reykjavík. 60 ára Erla Scheving Thorsteinsson, Álandi 11, Reykjavík. Rut Kristjánsdóttir, Sólheimum 25, Reykjavík. Helga Magnúsdóttir, Bryðjuholti, Hrunamannahreppi. 50 ára Tvíburarnir Sigfriður Þorsteins- dóttir, forseti bæjarstjórnar Akureyrar, Ránargötu 30, Ákureyri, og Þorsteinn Þorsteinsson, umdæmisstjóri hjá Siglingamála- stofnun, Birkilundi 12, Akureyri, urðu fimmtug sl. mánudag. Sigfríður og Þorsteinn taka á móti gestum í Oddfellowhúsinu við Sjafnarstíg á Akureyri, í dag, laugardaginn 2.3., frá kl. 20.30. Helga Jónsdótt- ir, kaupmaður í Horninu á Sel- fossi, Mánavegi 11, Selfossi. Eiginmaður hennar er Gunn- ar Björgvin Guð- mundsson, kaupmaður í Horninu. Helga og Gunnar taka á móti gest- um í Golfskálanum á Selfossi í dag, laugardaginn 2.3., frá kl. 18.00-21.00. Baldur Ólafsson, Stakkanesi 12, ísafirði. Anna Ragnheiður Friðjónsdóttir, Suðurvíkurvegi 10B, Vík í Mýr- dal. Þórður Þorsteinsson, Miðkoti I, Djúpárhreppi. Júlía Baldursdóttir, Esjubraut 19, Akranesi. 40 ára Ólafur Öm Ólafsson, Borgarbraut 39, Borgamesi. Páll Sturluson, Ásgarði 73, Reykjavík. Tómas Jóhannesson, Dverghamri 40, Vestmannaeyjum. Svanhvít Björk Ragnarsdóttir, Birkilundi 15, Akureyri. Hekla Gunnarsdóttir, Reykási 29, Reykjavík. Halla Bogadóttir, Breiövangi 9, Hafharfirði. Ingibjörg Ásgeirsdóttir, Leiðhömrum 10, Reykjavík. Guðrún Sigurðardóttir, Fagrahjalla 86, Kópavogi. Jóhanna Brynjólfsdóttir Wathne, húsmóðir, listmálari og rithöfund- ur, Lindargötu 61, 3. hæð, varð sjö- tíu og fimm ára í gær. Starfsferill Jóhanna fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Skólavörðuholtinu. Hún stundaði nám við Kvennaskól- ann í Reykjavík, við Myndlistaskól- ann í Reykjavík, stundaði síðar myndlistarnám við Winnipeg School of Art í Kanada og loks við ríkisháskólann í Norður-Dakota í Bandaríkjunum. Jóhanna hefur þýtt og skrifað um þrjátíu ára skeið í Barnablaðið Æskuna auk þess sem hún hefur teiknað myndir við sögur sínar. Hún hefur lesið margar af sögum sínum í Ríkisútvarpið auk þess sem sögur hennar hafa verið lesnar í sjónvarp með myndskreytingum hennar. Jóhanna hefur haldið nokkrar málverkasýningar, m.a. í Bogasal Þjóðminjasafnsins. Þá hefur Æsk- an gefið út bók eftir hana. Fjölskylda Eiginmaður Jóhönnu var Ósvald Wathne, f. 1.1. 1920, d. 1976, dóm- túlkur í ensku, stjórnmálafræðing- ur og endurskoðandi. Hann var sonur Kristjáns Wathne, skrifstofu- manns í Reykjavík, og k.h., Þór- unnar Jónsdóttur Wathne húsmóð- ur. Dóttir Jóhönnu og Ósvalds er Berglind, f. 1945, húsmóðir í New York, gift Erni Viggóssyni verk- taka og eiga þau þrjú börn. Jóhanna átti sex systkin en fjög- ur þeirra eru látin. Systkin hennar: Bragi Brynjólfsson, nú látinn, bók- sali í Reykjavík; Hulda Brynjólfs- dóttir, nú látin, húsmóðir í Reykja- vík; Magnús Brynjólfsson, nú lát- inn, bókbindari og bókaútgefandi í Reykjavík; Hrefna Brynjólfsdóttir, húsmóðir í Reykjavík; Svava Brynjólfsdóttir, nú látin, húsmóðir í Minneapolis í Bandaríkjunum; Birna Brynjólfsdóttir, lengst af um- sjónarkona á Sólheimum í Gríms- nesi, nú búsett í Reykjavík. Foreldrar Jóhönnu voru Brynjólfur Magnússon, f. 25.7. 1884, d. 6.8. 1969, bókbindari og bókaút- gefandi 1 Reykjavík, og k.h., Katrín Ósk Sumarrós Jónsdóttir, f. 7.12. 1891, d. 6.9. 1966, húsmóðir. Ætt Brynjólfur var sonur Magnúsar Jónssonar úr Hjaltastaðaþinghá í Jóhanna Brynjólfsdóttir Wathne. Fljótsdal og Þóru Eyjólfsdóttur. Katrín var dóttir Jóns, steinsmiðs í Reykjavík, Eiríksson- ar, b. á Högnastöðum, bróður Helga í Birtingarholti, föður Ágústs, alþm. í Birtingarholti, afa Helga leikara og Ólafs biskups Skúlasona. Helgi var einnig afi Jóhanns Briem listmálara. Eiríkur var sonur Magnúsar, alþm. í Syðra- Lang- holti, Andréssonar og k.h., Katrín- ar Eiríksdóttur, ættföður Reykja- ættarinnar, Vigfússonar. Móðir Katrínar Jónsdóttur var Jóhanna Björnsdóttir. UTSALA s * Ulpur - Ulpur RAUTT LJOS RAUTT LJOS/ - SIÐUSTU DAGAR En meiri afsláttur Úlpur og ullarjakkar á sértilboði Mikill afsláttur Stœrðir 36-52 Bílastœði við búðarvegginn Mörkinni 6 (við hliðina á Teppalandi) Sími 588-5518

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.