Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1996, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1996, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 15. MARS 1996 Fréttir i>v Maður og kona úr Keflavík dæmd í 18 mánaða fangelsi hvort fyrir stórfellda líkamsárás: Hjón margbörðu mann í höfuð með kylfu og staf - konan reyndi síðan að troða bjórdós upp í blóðugan og vankaðan manninn Hjón úr Keflavík, Haukur Steinar Baldursson, 39 ára, og Petra Stefáns- dóttir, 28 ára, hafa verið dæmd í 18 mánaða fangelsi hvort fyrir vísvit- andi stórfellda og fólskulega líkams- árás með því að hafa barið mann á sextugsaldri margsinnis í höfuð og andlit með bareflum, göngustaf og trékylfu, er hann var gestkomandi á heimili þeirra í október síðastlið- inn. Konan reyndi að troða bjórdós upp í manninn og eftir að hann féll í gólfið héldu hjónin áfram að berja manninn með bareflunum. Sönnun- argagn í málinu var m.a. blóðugur göngustafur sem hafði brotnað í átökunum. Maðurinn náði að skríöa yfir í aðra íbúð í húsinu til að leita sér hjálpar. Hann hlaut m.a. slæmt nef- brot, miklar bólgur í kringum augu, fjölmörg skurðsár á höfuðleðri, eyra og enni. Auk þess hlaut hann önnur sár á augnbeinum og kringum augu og versnaði sjón hans eftir árásina. Manninum voru dæmdar 102 þús- und krónur í skaðabætur en dómur- inn vísaði frá 700 þúsund króna miskabótakröfu þar sem hún þótti ekki nægilega rökstudd. í skýrslu Háls- nef og eymarlæknis á Borgar- spítalanum kemur fram að fórnar- lambið hafl komist í lífshættu vegna áverkanna sem hann hlaut í árá- sinni. Samkvæmt framburði vitnis sem var á staðnum reis upp ágreiningur á milli hjónanna og mannsins fljót- lega eftir að hann kom á heimili þeirra í Keflavík aðafaranótt þriðju- dagsins 10. október. Ágreiningurinn var út af „einhverjum peningamál- um“. Konan bar hins vegar aö gest- komandi maðurinn hefði farið að káfa á sér. Hún hafi því orðið mjög reið og „séð rautt“. Héraðsdómur Reykjaness komst að þeirri niðurstöðu að árásin hefði verið stórfelld og tilfefnislaus. „Eft- ir að barsmíðum lauk beitti ákærða Petra hinn slasaða enn frekara of- beldi með því 'að reyna að troöa uppí hann tómri bjórdós, blóðugan og vankaðan, i stað þess að hjúkra honum og hlutast til um að hann fengi læknishjálp," segir í dómi Más Péturssonar héraðsdómara. í desember síðastliðnum, þ.e. eft- ir árásina, hlutu sakborningarnir báðir dóma vegna auðgunarbrota, 3ja og 6 mánaða skilorðsbundna fangelsisdóma. Þessir dómar voru teknir upp í þessu máli og dæmdir með í 18 mánaða fangelsisrefsingum hjónanna hvors um sig. -Ótt Karl Sævar Baldvinsson, fórnarlambið i árásinni í Keflavík: Ég var nærri dauður „Ég var lengi að jafna mig eftir þessar barsmíöar. Fólkið hélt áfram að lemja mig þó ég hefði rotast. Þetta kemur allt fram í plöggunum enda voru áverkar það miklir á mér. Ég var þrjá klukkutíma í aö- gerö eftir árásina enda var ég nærri dauður. Ég á eftir að fara í sérstakt skaða- bótamál við fólkið því miskabótakr- öfunni var vísað frá dómi í sakamál- inu. Ég hef haft sjóntruflarnir á vinstra auga og sé tvöfalt með aug- anu. Það er díll 1 auganu og nærsýn- in hefur aukist. Auk þess er ég með ör á nefi og augabrún," sagði Karl Sævar Baldvinsson, fórnarlambið i líkamsárásarmálinu i Keflavík sem nú hefur verið dæmt í. „Sem betur fer var stafurinn ekki þyngri - annars hefðu þau mölbrot- ið í mér hauskúpuna," sagöi Karl. Um tildrög árásarinnar sagði hann: „Ég var auðvitaö drukkinn um nóttina en ég var að koma af skemmtun í bænum og hringdi í þau áður en ég kom.“ - Hver voru tildrög barsmíðanna? „Ég kom til þeirra en síðan man ég ekkert fyrr en ég skreið út. Ég var sleginn í rot með kylfu og lam- inn með annarri. Það var engin ástæða fyrir þessu enda hefði ég Vopnin sem hjónin notuðu við árásina. ekki farið til fólksins ef eitthvað hefði verið að. Ég var búinn að hitta þau bæði og kynntist þeim á veit- ingastað. Ég átti ekki von á svona, það er ekki algengt að það sé ráöist svona á fólk í heimahúsi í Kefla- vík,“ sagði Karl. , -Ótt DV-mynd ÆMK Stuttar fréttir Forsætisráöherra boðar frestun á lífeyrisréttindafrumvarpinu: Þetta eru skilaboð um að samstaða skiptir máli segir Ögmundur Jónasson, formaöur BSRB Davíð Oddsson forsætisráðherra lýsti því yfir á Alþingi í gær að frumvarpið um lífeyrisréttindi opin- berra starfsmanna yrði ekki keyrt í gegn á þessu þingi í andstöðu við samtök opinberra starfsmanna. Það þyrfti að ná samkomulagi um mál- iö. Frumvarpið hefur verið eitt af að- alatriðunum í andstöðu starfs- manna ríkisins við þrjú frumvörp sem snerta þá og hagsmuni þeirra sem lögð hafa verið fram eða til stendur að leggja fyrir Alþingi. „Fyrir launamenn eru þetta skila- boð um að samstaða skiptir máli, því hér er um áfangasigur hjá okk- ur að ræða. Þetta sýnir glöggt aö rm barátta okkar er að skila árangri. Rikisstjórnin er þegar farin að hörfa frá sínum ýtrustu markmið- um og búin að fallast á viðræður um lífeyrismálin við okkur. Eftir stendur að taka hin frumvörpin og setja þau í sama farveg," sagði Ög- mundur Jónasson, formaður BSRB, í samtali við DV um ákvörðun for- sætisráðherra. Hann sagði að það yrði að taka öll frumvörpin þrjú út af borðinu eins og ríkisstjómin segist nú vera tflbú- in að gera við lífeyrisfrumvarpið. Það verði að skoða þessi mál með tilliti til heildarkjara opinberra starfsmanna og gera það í tengslum við kjarasamninga. Þar er um að m wm Á að kalla forsvarsmenn ® .*J ríkisbanka ogsjóða til ábyrgðar F0LKSINS vegna útlánataps? ^600 Nei 85% lá Það var nokkur spenna í lofti í þingsölunum í gær þegar utandagskrárum- ræðan um kynferðislega áreitni fór fram. Séra Hjálmar Jónsson, sem hér ræðir við nafna sinn Árnason, var einn fárra þingmanna sem tóku til máis. Hann bar af sér að hann hefði beitt þær konur, sem saka biskup um kynferð- islega áreitni, þrýstingi til að hætta við málið. DV-mynd GVA ræða auk lífeyrisfrumvarpsins frumvörpin um réttindi og skyldur kennara og skólgstjórnenda og rétt- indi og skyldur opinberra starfs- manna. „Það sem þessi þrjú frumvörp fjalla um er grunnur aö kjarasamn- ingum og það á ekki að hrófla við slíkum grunni vegna stundarduttl- unga. Það gengur ekki þó að ríkis- stjómin ætli að einkavæða fyrir- tæki að hún rétt eins og að veifa hendi losi sig við lög um biðlaun op- inberra starfsmanna. Slík vinnu- brögð eru fullkomið siðleysi,“ segir Ögmundur Jónasson. -S.dór Dæmdur Islendingur Hæstiréttur í Noregi staöfesti í gær 6 mánaða fangelsisdóm yfir islenskum manni sem lamdi böra sín. RÚV greindi frá þessu. Sótt í Flæmska hattinn í sumar fara 30-40 íslenskir togarar til rækjuveiðá í Flæmska hattinum, þar af hátt í 20 af Norðurlandi, samkvæmt RÚV. Róska látin Listakonan Ragnhildur Ósk- arsdóttir, Róska, er látin í Reykjavík, 55 ára að aldri. Flutt í Bolungarvík Straumur fólks liggur nú tfl Bolungarvíkur eftir endurbætur á frystihúsi Bakka. Samkvæmt Mbl. er von á um 30 manns. Aðalfundur Rugleiða Aðalfundur Flugleiða fór fram í gær. Þar var samþykkt að greiða 7% arð til hluthafa og auka hlutafé um 250 milljónir. Flugleiðir högnuðust um 656 milljónir í fyrra. Esso græðir líka Olíufélagið hf., Esso, hagnaðist um 263 milljónir á síöasta ári sem er 9% aukning frá árinu 1994. Olíufélagið er fremst meðal jafningja hér á landi með 42% markaðshlutdeild. Minni sementssala Aðalfundur Sementsverk- smiðjunnar var haldinn á Akra- nesi í gær. Þar kom fram að sem- entssala minnkaði á síðasta ári um 8% frá 1994, nam um 76 þús- und tonnum. Árni til Stöðvar 2 Ámi Þ. Snævarr, sem verið hefur fréttamaður á Ríkissjón- varpinu undanfarin ár, hefur verið ráðinn yfirmaður erlendra frétta hjá Stöð 2 og Bylgjunni. Árni tekur við af Þóri Guð- mundssyni. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.