Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1996, Blaðsíða 32
Tvöfaldur
I. vinningur
Vertu viðbúinín) vinningi
Fimmtudagur
14.3/96
®®@©
20){2Í)(25)
KIN
FRETTASKOTIB
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt,
hringdu þá I síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV,
greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
Fýrsta
viðtalið
eftir árásina
í helgarblaði DV á morgun birtist
viðtal við foreldra stúlkunnar á
Akranesi, sem lá lengi meðvitund-
arlaus á sjúkrahúsi eftir barsmíðar
vinkvenna sinna. Þetta er fyrsta
viðtalið eftir árásina.
í helgarblaðinu verður einnig við-
tal við aðalleikara í kvikmyndinni
Draumadísir, sem verður frumsýnd
í næstu viku, rætt verður við konu
sem lært hefur nálastungulækning-
ar og fjallað um barnasöng.
-GHS
Biskup Islands á fund í Strasborg
Fer síðan í
ótímabundið
frí erlendis
- vígslubiskupar staðgenglar hvor í sínu stifti
„Vígslubiskupar eru staðgengl-
ar biskups íslands hvor í sínu
stifti en það er enginn settur í
embætti biskups íslands þegar
hann fer í frí,“ segir Baldur Krist-
jánsson biskupsritari en bisk-
upinn, herra Ólafur Skúlason, fer
utan til Strasborgar á þriðjudag-
inn kemur og mun sitja undirbún-
ingsfund fyrir heimsfund bisk-
upa. Að þinginu loknu hefur bisk-
up ákveðið að taka sér frí um ótil-
tekinn tíma.
Ríkissaksóknari ákvað í gær að
láta rannsaka ásakanir á hendur
biskupi um kynferðislega áreitni.
Biskup hefur skilað ríkissaksókn-
ara ítarlegri greinargerð um mál-
ið ásamt kröfu um opinbera rann-
sókn vegna rangra sakargifta og
ærumeiðinga í sinn garð. Biskup
hafði áður farið fram á opinbera
rannsókn á sakaefnum sem á
hann hafa verið borin. Ríkis-
saksóknari vísaði málinu þá frá.
Að sögn biskupsritara í morg-
un hafa viðbrögð presta landsins
við bréfi því sem biskup skrifaði
þeim á dögunum verið nokkur,
einkum simleiðis. Nokkrir 150
presta þjóðkirkjunnar hafa þegar
svarað bréflega, einkum þeir sem
gagnrýnir eru á innihald bréfsins
frá biskupi.
Prestar sem rætt var við í
morgun sögðu að svo virtist sem
þá sem sáttir voru verið efni bréfs
biskups væri einkum að finna á
höfuðborgarsvæðinu. Nokkur
hreyfing væri meðal þeirra sem
gagnrýndu viðbrögð biskups að
samræma innihald svarbréfa
sinna. DV reyndi ítrekað að ná
sambandi við biskup í morgun en
án árangurs. SÁ
Slapp ómeidd-
ur úr 10
metra falli
Ölvaður maður féll í nótt af þaki
gamla Landsbókasafnsins við Hverf-
isgötu og slapp nær ómeiddur þótt
fallið væri um tíu metrar.
Lögreglan var kölluð til laust eft-
ir klukkan tvö og lá maðurinn þá i
garðinum við húsið. Hann kvartaði
undan eymslum í mjöðm en var
óbrotinn.
Maðurinn var mjög drukkinn og
er óljóst hvernig honum tókst að
komast upp á þakið. Hann verður
yfirheyrður í dag og beðinn um
skýringar á uppátæki sínu. -GK
Stjórn UMFF:
Lögmaður til að
innheimta
snjótroðaraféð
Stjórn Ungmennafélags Fljóta-
manna samþykkti einróma á fundi í
gærkvöldi að ráða lögfræðing til að
krefja Trausta Sveinsson á Bjarnar-
gili, hjá skíðadeild félagsins, um
þær 4 milljónir króna sem hann
varði nýlega til kaupa á nýjum 9
milljóna króna snjótroðara án fé-
lagslegrar heimildar. Einnig verður
leitast við að losa félagið undan
skuldbindingu á 5 milljóna króna
láni hjá Glitni sem Trausti stofnaði
skiðadeildinni í, og þar með félag-
inu, samkvæmt áliti stjórnarinnar.
-Ótt
Símastúlkurnar á upplýsinganúmerinu 118 hjá Pósti og síma, áður 03, fengu óvæntan glaðning í gær þegar Sigurð-
ur S. Bjarnason, framkvæmdastjóri bílaleigunnar Hasso-ísland, birtist ásamt syni sínum með konfektkassa á línuna
frá Hasso Schutzendorf, alls 60 stykki. Hér tekur Oddný Jónsdóttir við sínum kassa úr hendi Geirs Gunnars Sigurðs-
sonar, 4 ára. DV-mynd GVA
Bílaleiga Hasso Schutzendorf á Mallorca:
Bjaðaúrklippa
frá íslandi skilyrði
fyrir fríum bíl
- símastúlkurnar í 118 fengu 60 konfektkassa
Sigurður S. Bjarnason, fram-
kvæmdastjóri bílaleigunnar Hasso-
ísland, kom færandi hendi í gær til
símastúlknanna í gamla upplýsinga-
númerinu 03 hjá Pósti og síma, nú
118. Hann hafði meðferðis hvorki
fleiri né færri en 60 konfektkassa
eða kassa á hverja símastúlku.
Þessi rausnargjöf kom til af frum-
kvæði auðkýfingsins Hasso Schutz-
endorf þegar Sigurður sagði honum
frá þjónustulipurð símastúlknanna
þegar bílaleigan hóf starfsemi á ís-
landi í ársbyrjun. Mikið var hringt
í 118 og spurt um númer leigunnar.
Sigurður sagði að þeir Hasso
hefðu fyrst haldið að 3-4 stúlkur
störfuðu hjá gamla 03 en þegar Sig-
urður upplýsti Hasso um að þær
væru 60 sagði hann það engu máli
skipta. Þær skyldu allar fá konfekt-
kassa!
Guðbjört Erlendsdóttir, vaktstjóri
í 118, sagði við DV að gjöfln frá Hasso
væri einstaklega ánægjuleg og sjald-
gæft í seinni tíð að þeim væri þökk-
uð þjónustan svona rausnarlega. Hún
sagði að fyrst eftir að bíialeigan tók
til starfa hefðu tugir fyrirspurna
komið á degi hverjum um símanúm-
er hjá Sigurði.
„Bílarnir tíu hafa ekki stoppað
frá þvi leigan hóf rekstur. Hasso
hefur samþykkt að fjölga bilum og
eru nokkrir á leiðinni til landsins,"
sagði Sigurður í samtali við DV.
Hann vildi minna á að tilboð Hasso
til íslendinga um ókeypis bílaleigu-
bíl á Mallorca stæði út þetta ár en
núna væri komið eitt litið skilyrði.'
Til að fá fría leigu þyrftu íslending-
ar að koma með blaðaúrklippu með
sér frá íslandi af grein um Hasso.
-bjb
JÆJA, HVAR ERU
SKÆRIN?
Veðrið á morgun:
Rigning
eða slydda
Á morgun verður suðaustan-
átt um allt land, sums staðar
allhvöss við suðaustur- og aust-
urströndina en hægari annars
staðar. Norðvestan- og vestan-
lands verður að mestu úrkomu-
laust en rigning eða slydda í
öðrum landshlutum. Hitinn á
landinu verður í kringum 5
stig, kaldast á Vestfjörðum.
Veðrið í dag
er á bls. 36
_Brook 0
(rompton g
I
RAFMOTORAR
Powlsen
Suðurlandsbraut 10. S. 568 6499
Ókeypis heimsending