Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1996, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 15. MARS 1996 Spurningin Hvaða íþrótt heldur þú mest upp á? Ragnar Guðbjörnsson, nemi í Iðnskólanum: Fótbolta og ég held að sjálfsögðu með KR. Gunnar Guðjónsson prentari: Ég er antisportisti. Ellen Gisladóttir kennari: Hand- bolta. Lilja Kristjándsóttir, atvinnu- laus: Hestamennsku. Sverrir Jónsson málari: Ég held mest upp á skotfimi og af boltaí- þróttunum körfubolta. Lesendur Gleymast þeir er síst skyldi Sigrún Björgvins skrifar: Skipin ausa upp loðnu. Gullið streymir í land. Unnið dag og nótt. - Þannig voru fréttirnar á nýliðinni loðnuvertíð. AUir voru glaðir, enda græddu allir. En gleymdist ekki fólkið sem vann dag og nótt. Hvað þýðir þetta? Það þýðir 84 unnar klukkustundir á viku. Ég var ein þeirra sem sáu skjótfenginn gróða í atvinnuleysinu, og þótt ég sé orðin rígfullorðin fannst mér ekki tiltöku- mál aö vinna 8 tíma, og fá svo 8 tíma hvíld. Vaktaskipti voru kl. 12 á hádegi, 8 að kvöldi og 4 að nóttu. Svona vaktaskipti rugla öllu svefnmynstri og hvíldin verður stopul. Það virðist ekki erfitt að flokka af færibandi eða loka öskjum, en þegar unnið er í striklotu í átta tíma fer gamanið af. Það voru 15 mínútna pásur þrisvar á þessum tíma, svo hægt væri að setjast niður og fá sér kaffi- bolla, en vinnan gekk út á að koma sem mestu í gegn. - Hráefnið mátti ekki bíða. Eftir viku var ég heltekin verkj- um og bólgin á höndum. Þá var að drífa sig til læknis og fá bólgueyð- andi og vöðvaslakandi töflur. Fyrir þeim gekk ég það sem eftir var. Og það gerðu fleiri. Ekki veit ég hvern- ig sumar konur, sem voru með börn á skólaaldri, fóru að. Ég heyrði eina segja þegar hún fór heim kl. 4 á laugardagsnótt: „Nú get ég sofið til kl. 10, því ég þarf ekki að koma krökkunum í skólann". - Og hvar var húsbóndinn? Úti á sjó. Það hefur verið talað um misjafn- an aðbúnað farandverkafólks. Ekki þarf ég að kvarta undan honum. Og hver var svo okkar hlutur af loðnugullinu? Vikan, þessar 84 stundir, sem að mesum hluta var Þeir sem gullinu bjarga en gleymast í umræðunni. Okkar beið ókeypis húsnæði með uppábúnum rúmum. Engin glæsií- búö, en þar var hægt að elda og fara í bað. En vinnan var ótrúlega lýj- andi. Ungar og hraustar stúlkur gáfust upp áður en vertíöin var búin. Ein þeirra allra duglegustu kom úttauguð á vaktina en hamað- ist engu að síður. - Karlmaður á besta aldri, sem hafði verið á tog- ara, sagði þessa vinnu þá erfiðustu sem hann hefði komist í. eftirvinna, gerði rúmlega 60 þús. krónur brúttó. Það þýðir ríflega 40 þúsund í umslagið með orlofi. Vissulega gott vikukaup, eða hvað? Þegar ég hugsa til þess að margir fá þetta fyrir 40 stunda vinnuviku þá fmn ég illskuna krauma í mér. Þetta er skrifað vegna allra þeirra sem unnu hörðum höndum við að bjarga skútunni frægu, en virðast hafa gleymst í umræðunni um gullið margnefnda. Enn gerir Dagsljós i bæli sitt Haukur Guðjónsson skrifar: Þáttur Ríkisútvarpsins, Dagsljós, hefur verið umdeildur, svo og fleiri nýir þættir sem Ríkisútvarpið hefur hleypt af stokkunum í seinni tíð. Ekki hefur unglingaþátturinn „Ó“ heldur losnað við gagnrýni og enda hefur hann réttilega misboðið áhorfendum, yngri sem eldri, fyrir óheft klám og subbuskap. - En þeg- ar Spaugstofumenn, sem eiga að kunna að halda sig innan velsæmis- markanna þótt það kosti nokkur heilabrot, falla í þessa gryfju sárnar mörgum sem greiða verða skylduá- skrift til RÚV, t.d. vegna þess að þeir hafa ekki fjárráð til að kaupa áskrift að tveimur sjónvarpsstöðv- um. Eftir að kæra barst til RÚV vegna Spaugstofumanna, þar sem þeir höfðu líkamshluta konunnar að spotti, fannst Ríkisútvarpinu við hæfi að láta tvo grínista Spaugstof- unnar svara fyrir sig. En með þeim hætti að hafa atriði sitt enn að fífl- skaparmáli tók enginn svör þeirra alvarlega. Þarna gerði þátturinn Dagsljós enn í bæli sitt gagnvart áhorfendum. Verður því að efast um að þeir sem annast dagskrár- gerð í þessum umdeilda þætti á besta áhorfstímanum séu gæddir þeirri almennu skynsemi sem verð- ur að ætlast til að slíkir starfsmenn hafi. Minnast verð ég líka á umfjöllun Dagsljóss sl. fóstudagskvöld á at- burðinum í Höfða þar sem tveir valdamestu menn heimsins hittust og reynt var að vekja upp minning- ar frá þeim tíma. Hvers vegna þurfti umsjónarmaður að vera með af- káralegan hatt á höfðinu og gera sig með því að fífli á skerminum? Og að láta þáttinn mestmegnis snúast um þrjá íslenska stjórnmálamenn, þá Steingrím Hermannsson, Davíð Oddsson og Ólaf Ragnar Grímsson, var til að bíta höfuðið af skömminni. Hvaða þátt áttu þessir menn yfirleitt í fundahöldum Gor- batsjovs og Reagans hér í Reykja- vík? Æ, mikið er þetta allt orðið flatt og niðurlægjandi hjá þessari stofnun, Ríkisútvarpinu, þar sem hver pilsaglennan og hérafóturinn haslar sér völl, kynslóð eftir kyn- slóð, allt frá afa til bamabarnanna. Uppbyggingu hjúkrunarheimila hafnað Gyða Jóhannsdóttir skrifar: Komið hefur fram að forráða- menn Elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar sóttu um leyfi til þess að byggja 26 til 28 vistrými fyrir aldr- aða í Hveragerði, til viðbótar við þau sem fyrir eru. Áætlaður kostn- aður við þá framkvæmd var í lág- marki að sögn, þar sem hægt er að nota sameignina sem fyrir er, við reksturinn á þessum viðbótarpláss- um. - Frá þessu var greint í Við- skiptablaðinu 21. til 27. febrúar sl. Heilbrigðisráðuneytið hafnaði þess- ILHÍHIMIM þjónusta allan sima 00 kl. 14 og 16 Eru opinberir aðilar að falla frá fjármögnun hjúkrunarheimila? ari beiðni. Samkvæmt skýrslum mun 60 ára og eldri fjölga um 50% á næstu 30 árum. Hjúkrunarheimilið í Mjódd með u.þ.b. 70 rými verður byggt upp með fjármagni frá Rauða krossin- um, Reykjavikurborg og fram- kvæmdasjóði aldraðra, þar sem búið var að semja um þá fram- kvæmd. Fram hefur komið að opinberir aðilar munu ekki að óbreyttu telja sér fært að fjármagna frekari upp- byggingu hjúkrunarheimila fyrir aldraða á næstu árum. - Það er því tímabært að finna aðrar leiðir tU að tryggja fólki umönnun í ellinni. Ríkisstarfsmönn- um skal fækka Páll Jónsson skrifar: Verið er aö æsa upp þá aðUa sem þiggja laun frá ríkinu. - Það á ekki að vera hægt að ríkis- starfsmenn semji við aðra ríkis- starfsmenn um hvað þeir eigi að hafa í laun. AðUar vinnumark- aðarins eiga að semja um laun og einnig um það hvað má taka í skatta. Lækka þarf skatta og fækka ríkisstarfsmönnum. Með því móti er hægt að bæta kjör og auka ráðstöfunarfé almennings. Ef ekki, þá verður ekki hægt að búa í þessu láglaunalandi og fólkið fer burt eins og dæmin eru nú að sanna. Náttúruvernd eða mannvernd? Guðjón Bergmann skrifar: Daginn út og daginn inn heyr- ir fólk talað um náttúrueyðingu af þess völdum. Svo heyrum við talað um náttúruvemd. Jörðin hefur gengið í gegnum verri hremmingar og hrist þær af sér eins og hendi sé veifað. í þessu tilviki væri réttara að tala um mannvemd, því ef við hættum ekki þessum yfirgangi á jörðina og hugsum betur um hana fer fyrir okkur eins og risaeðlunum þrátt fyrir alla þekkinguna. Við getum byrjað á því að hugsa um okkur sjálf því við erum ekki yfir jörðina hafin, við emm hluti af henni. Finnum fleiri og betri leiöir tU mannverndar, því það er jú manninum eðlUegra að hugsa um sjálfan sig en aðra Líta þingmenn niður á Sjó- mannablaðið? Einar Ámason skrifar: í sjónvarpsfréttum í vikunni kom fram að Sjómannáblaðið Víkingur hafði gengist fyrir eins konar skoðanakönnun meðal al- þingismanna um kvótamál og annað þeim skylt. Það stakk mig, og áreiðanlega fleiri, að aöeins um helmingur þingmanna svar- aði þeim spurningum sem blaðið sendi þeim. Þar af voru skUin verst i Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Mér finnst þetta með ólíkindum. Líta við- komandi þingmenn kannski nið- ur á Sjómannablaðið? Hvaða af- sökun hafa þingmenn fyrir að neita að svara einfoldum spurn- ingum, sem hefði þó mátt draga af mikinn fróðleik? Ufeyrissjóðir fyrir hverja? Ástráður hringdi: Samkvæmt fréttum eru lífeyr- issjóðir aö fjárfesta í erlendu at- vinnulífi á meðan atvinnuleysi er í landinu, vegna þess að ijár- magn vantar tU uppbyggingar. Fyrir hverja eru þá lífeyrissjóð- irnir? - Mér sýnist lífeyrissjóða- kerfið aUt vera á slíkum viUigöt- um að bara sé spurning hvenær það springi í loft upp. Ekki síst vegna þess að þeir sem halda því uppi, launþegar, eru sniðgengnir þegar kemur að þeirra eigin rétt- indum.'sem flest eru auk þess löngu úrelt. Efnahagsbatinn kominn eða farinn? Leifur skrifar: Margir velta því nú fyrir sér hvort sá margumtalaði efhahags- bati sé nú loks kominn, eða hann hafi komið sem snöggvast og sé nú farinn aftur. Ég sé ekki nokk- ur merki um bata í efhahagslíf- inu, nema síður sé. Ég kalla það ekki bata þótt bUaumboðin dembi inn auglýsingum sínum í útvarp og sjónvarp þessa dag- ana. Það gæti nú einmitt þýtt verulega kreppu á þeim bæjrnn - og víðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.