Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1996, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1996, Blaðsíða 29
FÖSTUDAGUR 15. MARS 1996 37 DV Eggert Þorleifsson og Ari Matt- híasson í hlutverkum sínum. íslenska mafían Nú fer sýningum að fækka á íslensku mafiunni en leikritið var frumsýnt 28. desember og hefur verið sýnt við góða aö- sókn síðan. Það er sýnt á stóra sviði Borgarleikhússins og er sýning í kvöld. Höfundar eru Einar Kárason og Kjartan Ragn- arsson og sækja þeir efnivið sinn í skáldsögur Einars, Heimskra manna ráð og Kvika- siifur. íslenska mafían er íjölskyldu- saga, örlagasaga Killiansfjöl- skyldunnar. Bakgrunnur leik- ritsins er samfélag síðustu ára- tuga. Persónur leikritsins eru Sýningar ótemjandi fullhugar sem til- heyra kynslóðum sem ætla sér að kasta af sér hlekkjum alda- langs hallæris og láta drauminn um nútimasamfélag á eyjunni rætast. En hamingjuleit þeirra á sínar skuggahliðar. Leikstjóri er Kjartan Ragnars- son, en með helstu hlutverk fara: Ari Matthíasson, Árni Pét- ur Guðjónsson, Bryndís Petra Bragadóttir, Þröstur Leó Gunn- arsson, Hanna María Karlsdótt- ir, Magnús Ólafsson og Eggert Þorleifsson. Sigling til framtíðar Stýrimannaskólinn í Reykja- vík heldur árlegan kynning- ardag sinn á morgun undir yfir- skriftinni Sigling til framtíðar. Sýndar verða allar deildir skól- ans frá kl. 13.30-17.00. Sjá, það birtir til Þriðja sýning á Sjá, það birtir til, sem Stúdentaleikhúsið sýnir í Möguleikhúsinu, verður í kvöld kl. 20.30.. Samkomur Morgunganga Vikuleg laugardagsganga Hana nú í Kópavogi verður á rnorgun. Lagt af stað frá Gjá- bakka, Fannborg 8, kl. 10.00. Félagsvist Spiluð verður félagsvist og dansað að Gjábakka, Fannnborg 8, í kvöld kl. 20.30. Félagsvist og leiksýning Félagsvist verður í Risinu í dag kl. 14.00, leiksýning kl. 17.00 og kl. 20.00 verða afmælislok í Risinu og dansað til kl. 24.00. Göngu-Hrólfar fara í sína venju- legu göngu kl. 10.00 í fyrramálið. ÚTLRNRTRP RÍKISBHNKRNNÍWÓWNB^B SJÖW NRM.22 MILLIÖR&UMRFTMM flRUM Lipstikk á Blúsbarnum: Ný lög og órafmögnuð tónlist Laugavegurinn er vettvangur skemmtistaða og þar er mikið líf um helgar. Einn skemmtistaðanna við Laugaveginn er Blúsbarinn, lít- il og þægilegur staður, sem býður upp á lifandi tónlist. Hljómsveitin Lipstikk er rokk- sveit sem þekkt er fyrir líflega framkomu og kröftuga tónlist. I kvöld og annað kvöld verður hljóm- sveitin á Blúsbarnum og verður hún örugglega hljóðlátari en oft Skemmtanir áður því hún mun leika órafmagn- aða tónlist og kennir ýmissa grasa hjá sveitinni og meðal annars mun hún kynna fyrir áheyrendum ný frumsamin lög. Lipstikk er fimm manna hljómsveit og eru meðlimir hennar Árni Gústafs, Anton Már, Ragnar Ingi, Sævar Þór og Bjarki Kaikumo. Hljómsveitin mun hefja leik bæði kvöldin klukkan 23.00. Lippstikk leikur órafmagnaða tónlist á Blúsbarnum. Færð á landinu yfirleitt góð Færð á landinu eru yfirleitt góð þessa dagana og þeir sem ætla um Færð á vegum helgina út á þjóðvegi ættu að lenda á vegum í góðu vetrarásigkomulagi. Þegar hærra dregur er þó nokkur hálka og sumstaðar er snjór á veg- um. Þá eru sumar heiðar ekki fær- ar vegna snjóa, má þar nefna Dynj- andisheiði og Hrafnseyrarheiði á Vestfjörðum. Þá er vert að benda á að verið er að gera við Skálholtsveg á Suðurlandsundirlendi og eru bíl- stjórar beðnir að sýna aðgát. Ástand vega EjHálkaogsnjór 0 Vegavinna-aðgát @ Öxulþungatakmarkanir C^) LokaðrStOÖU ^ Þungfært (g) Fært fjallabílum Dóttir Guðlaugar og Arsæls Litla stúlkan sem kúrir vært á Hún reyndist vera 3520 grömm þeg- myndinni fæddist á fæðingardeild ar hún var vigtuð eftir fæðingu og Landspítalans 8. mars kl. 23.23. 51 sentímetra löng. Foreldrar henn- ar eru Guðlaug Ólafsdóttir og Ár- sæll Arnarsson og er hún fyrsta bam þeirra. Richard Dreyfuss í hlutverki Glenns Hollands leiðbeinir nem- endum sínum. Ópus herra Hollands Undanfarnar vikur hefur Mr. Holland’s Opus, sem Háskólabíó tók til sýninga um síðustu helgi, verið ein allra vinsælasta kvik- myndin i Bandaríkjunum. Myndin rekur líf tónlistarkenn- arans Glenns Hollands. Ungan dreymir hann um að verða tón- skáld og hefur kennslu við menntaskóla til að framfleyta sér og eiginkonu sinni meðan hann klárar að semja fyrsta tón- verk sitt. En eins og hjá svo mörgum fer ýmislegt öðruvísi en ætlað var. Hjónin eignast barn og festast í daglegu amstri og árin við kennsluna sem áttu að Kvikmyndir verða tvö til þrjú verða miklu fleiri. Holland er mjög vinsæll kennari en eftir 30 ára starf finnst honum hann aldrei hafa gert það sem hann lagði af stað með í upphafi. Richard Dreyfuss leikur Glenn Holland og hefur fengið mikið hrós fyrir leik sinn og er hann tilnefndur tU óskarsverð- launa. Nýjar myndir Háskólabíó: Ópus herra Holl- ands Háskólabíó: Lokastundin Laugarásbíó: Vinkonurnar Saga-bíó: Heat Bíóhöllin: Babe Bíóborgin: Fair Game Regnboginn: Fordæmd Stjörnubió: Einkaspæjarinn Gengið Almennt gengi LÍ 15. mars 1996 kl. 9.15 Eininn___________Kaup Sala Tollnengi Dollar 66,100 66,440 65,900 Pund 100,880 101,400 101,370 Kan. dollar 48,270 48,570 47,990 Dönsk kr. 11,6110 11,6730 11,7210 Norsk kr. 10,3030 10,3600 10,3910 Sænsk kr. 9,7470 9,8010 9,9070 Fi. mark 14,3250 14,4100 14,6760 Fra. franki 13,0860 13,1610 13,2110 Belg. franki 2,1834 2,1966 2,2035 Sviss. franki 55,5800 55,8800 55,6300 Holl. gyllini 40,0800 40,3200 40,4700 Pýskt mark 44,9000 45,1300 45,3000 ít. líra 0,04209 0,04235 0,04275 Aust. sch. 6,3800 6,4200 6,4450 Port. escudo 0,4338 0,4364 0,4364 Spá. peseti 0,5335 0,5369 0,5384 Jap. yen 0,62540 0,62920 0,63330 írskt pund 103,980 104,630 104,520 SDR 96,67000 97,25000 97,18000 ECU 82,8800 83,3800 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270 Krossgátan 7 2 5 í * iö n TT rr" /ý IL I rr ]°i i JOJ h 22 25 Lárétt: 1 lagasetning, 7 heiður, 8 grafi, 10 pretta, 11 varðandi, 12 blekk- ingar, 14 er, 16 svelgur, 17 sleipa, 19 óttast, 20 velta, 22 neftóbak, 23 hreyf- ing. Lóðrétt: 1 lokaði, 2 fugl, 3 hljóðar, 4 kirkja, 5 skel, 6 spil, 9 flan, 13 nýlega, 15 æviskeið, 18 fisks, 19 mynni, 21 tU. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 möndull, 8 er, 9 armi, 10 skratti, 12 sætur, 14 an, 15 afl, 17 geri, 19 æð, 20 augaö, 22 ris, 23 miði. Lóðrétt: 1 messa, 2 örk, 3 nart, 4 draugum, 5 um, 6 litar, 7 lúin, 11 tregi, 13 æfði, 16 las, 18 iði, 19 ær, 21 aö.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.