Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1996, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1996, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 15. MARS 1996 11 Fréttir Samgönguráðherra: Boðar lækkun símakostnaðar vegna Internetsins í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær kom fram hjá Halidóri Blöndal samgönguráðherra að innan skamms yrði sami taxti fyrir not- endur Internetsins um allt land en nú er símakostnaðurinn hærri úti á landi. í þessum umræðum kom líka fram að enda þótt kominn væri ljós- leiðari umhverfls landið er ekki von á því í bráð að einn taxi verði fyrir síma um allt land. Það kom fram í ræðum landsbyggðarþingmanna að lækkun símakostnaðar væri eitt af stærri hagsmunamálum lands- byggðarinnar. -S.dór Sumarhúsaeigendur í Dalabyggð óánægðir Rukkaðir um jafn hátt sorphirðu- gjald og lögbýli Sumarbústaðaeigendur í Dala- byggð eru óánægðir með að þeim skuli gert að greiða sama árlegt sorphirðugjald og innheimt er fyrir lögbýli. Þetta finnst þeim ósann- gjarnt þar sem þeir dveljast örfáa mánuði á ári í húsunum. „Þetta er móttökugjald og er að- eins hluti kostnaðar sem þarna er um að ræða. Við höfum ekki séð okkur fært að vera með mismun- andi gjöld vegna þess að þessi þjón- usta er mjög mismikið notuð,“ segir Marteinn Valdimarsson, sveitar- stjóri í Dalabyggð. Marteinn segir að mjög fáir sum- arbústaðir séu í sveitarfélaginu og mismunandi lengi búið í þeim á hverju ári. Hið sama sé að segja um mörg lögbýlanna þar sem fólk á lög- heimili en dvelur þar í mörgum til- fellum hluta úr ári. „Skilin þarna á milli eru ákaflega óljós af þessari ástæðu," segir Marteinn. Árlegt sorphirðugjald í Dalahyggð er 3.300 krónur. -SÁ Landleiðin í Árneshrepp opin DV, Hólmavík: „Ég man ekki eftir jafnlöngum góðviðriskafla og þessum,“ sagði Magnús Guðmundsson, umdæmis- stjóri Vegagerðarinnar á Hólmavlk, en í síðustu viku opnaðist landleið- in norður í Árneshrepp á Ströndum eftir að vél, sem að jafnaði er stað- sett við flugvöllinn í Gjögri, ruddi af veginum smásköflum sem aðallega voru á Veiðileysuhálsi. í þau 30 ár sem þessi leið hefur verið opin minnast þess fáir að hafa séð jafn lítinn snjó á þessari leið á þessum árstíma. Magnús vill samt vara vegfarendur við að fara þessa leið, aðra en þá sem eru staðkunn- ugir. Nokkurt úrrennsli er á stöku stað - einkum á Veiðileysuhálsi - þar sem vegurinn er á kafla mjög mjór og varhugaverður. Þá verður að minna fólk á að enn er vetur og mjög skjótt getur veður breyst til hins verra og getur þá leiðin fljótt lokast. -GF Húsbréf Innlausnarverð húsbréfa í 4. flokki 1992 og 4. flokki 1994 Innlausnardagur 15. mars 1996. 4. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 6.452.881 kr. 1.290.576 kr. 129.058 kr. 12.906 kr. 4. flokkur 1994: Nafnverð: innlausnarverð: 5.000.000 kr. 5.497.121 kr. 1.000.000 kr. 1.099.424 kr. 100.000 kr. 109.942 kr. 10.000 kr. 10.994 kr. Innlausnarstaður: Veðdeild Landsbanka íslands Suðurlandsbraut 24. húsnæðisstofnun ríkisins . HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 569 6900 Vegna mikillar eftirspurnar hafa Flugleiðir og DV ákveðið að bjóða 50 aukasæti með 10.000 kr. afslætti af verði pakkaferða til Luxemborgar frál.apríl til 15. maíl996 samkvæmt Út í Heim-bæklingi Flugleiða DÆMIUMVERD: FLUG OG GISTING 3 dagar á Inn Side Residence Hotel 38.410 kr. á mann í tvíbýli 28.410 kr. m/afsl. 7 dagar á Inn Side Residence Hotel 51.610 kr. á mann í tvíbýli 41.610 kr. m/afsl. FLUG OG BÍLL 1 vika flokkur B 37.210 kr. á mann m. v. tvo í bíl 27.210 kr. m/afsl. | 28.125 kr. á mann m. v. fjóra í bíl I 20.625 kr. m/afsl. w Tö o o o in Upplýsingar er að finna hjá söluskrifstofum Flugleiða eða söludeild í síma 50 50 100

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.