Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1996, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1996, Blaðsíða 26
34 FÖSTUDAGUR 15. MARS 1996 Afrnæli Magnús Þorsteinsson Magnús Þorsteinsson, bóndi að Vatnsnesi í Grimsneshreppi, er sjötugur í dag. Starfsferill Magnús fæddist á Húsafelli í Borgarfirði og ólst þar upp við öll almenn sveitastörf. Hann stundaði nám við Bændaskólann á Hvann- eyri og lauk þaðan búfræðiprófi 1941. Magnús starfaði í foreldrahús- um á Húsfelli að námi loknu, stundaði þar búskap, ásamt föður sinum, Kristleifi, bróður sínum, og Guðmundi Pálssyni, mági sín- um, til 1964. Þá flutti hann að Vatnsnesi í Grímsnesi þar sem hann hefur verið bóndi síðan. Fjölskylda ‘Magnús'Kvæntist 8.1. 1964 Vil- borgu Þórðardóttur, f. 25.3. 1924, húsfreyju. Hún er dóttir Þórðar Jónssonar, bónda í Vatnsnesi, og k.h., Sigrúnar Guðjónsdóttur hús- freyju. Sonur Magnúsar og Vilborgar er Þorsteinn, f. 8.1.1965, starfar á búi foreldra sinna. Systkini Magnúsar eru Krist- leifur, f. 11.8. 1923, hreppstjóri á Húsafelli, kvæntur Sigrúnu Berg- þórsdóttur húsfreyju og eiga þau fimm böm; Þorsteinn, f. 1.4.1925, lífefnafræðingur hjá Tilraunastöð HÍ á Keldum, kvæntur Eddu Em- ilsdóttur húsmóður og eiga þau fjögur börn; Ástríður, f. 7.8.1927, húsmóðir í Reykjavík, ekkja eftir Guðmund Pálsson og em börn þeirra fjögur. Foreldrar Magnúsar vom Þor- steinn Þorsteinsson, f. 6.7.1889, d. 3.2. 1962, breppstjóri og sýslu- nefndarmaður á Húsafelli, og k.h., Ingibjörg Kristleifsdóttir, f. 28.11. 1891, d. 8.9. 1930, húsfreyja. Ætt Þorsteinn var bróðir Ástríðar, móður Þorsteins Jósepssonar, rit- höfundar og ljósmyndara. Bróðir Þorsteins var Magnús, prestur í Selárdal. Þorsteinn var sonur Þor- steins, b. á Húscifelli, Magnússon- ar, b. á Vilmundarstöðum, Jóns- sonar. Móðir Þorsteins Magnús- sonar var Ástríöur Hannesdóttir. Móðir Þorsteins hreppstjóra var Ástríður, systir Björns, fóður Jóns, kaupmanns í Borgarnesi, fóður Halldórs, arkitekts og stjómarformanns, föður Garðars, húsameistara ríkisins. Ástríður var dóttir Þorsteins, hreppstjóra á Húsafelli, Jakobssonar, smiðs á Húsafelli, Snorrasonar, ættfoður Húsafellsættarinnar, Björnssonar. Móðir Þorsteins Jakobssonar var Kristín Guðmundsdóttir, litara í Leirvogstungu, Sæmundssonar. Móðir Ástríðar var Ingibjörg Jónsdóttir, b. í Deildartungu, Jónssonar, ættfoður Deildartungu- ættarinnar, Þorvaldssonar. Móðir Ingibjargar var Guðríður Jóns- dóttir. Ingibjörg, móðir afinælisbarns- ins, var systir Þórðar, mennta- skólakennara og rithöfundar. Ingi- björg var dóttir Kristleifs, b. og fræðimanns á Stóra-Kroppi, Þor- steinssonar, bróður Ástríðar á Húsafelli. Móðir Ingibjargar Kristleifsdótt- ur var Andrína Guðrún, hálfsyst- ir, sammæðra, Magnúsar Andrés- sonar, prófasts og alþm. á Gils- bakka, föður Péturs ráðherra, fóð- Magnús Þorsteinsson. ur Ásgeirs, fyrrv. bæjarfógeta í Kópavogi. Andrina Guðrún var dóttir Einars, hreppstjóra á Ur- riðafossi, Einarssonar og Katrínar Eyjólfsdóttur, b. á Ketilvöllum, Þorleifssonar. Anna Gísladóttir Anna Gísladóttir, stöðvarstjóri Pósts og síma í Búðardal. Mið- braut 13, Búðardal, er sextug i dag. Starfsferill Anna fæddist á Patreksfirði og ólst þar upp. Hún stundaði nám við Kvennaskólann í Reykjavík 1950-54. Anna var talsímavörður á Pat- reksfirði og síðar á langlínumið- stöð í Reykjavík 1954-62, stöðvar- stjóri Pósts og síma á Bíldudal 1962-72 og er stöðvarstjóri Pósts og síma í Búðardal frá 1972. Fjölskylda Anna giftist 24.11. 1960 Flosa Gunnari Valdimarssyni, f. 23.12. 1936, bankagjaldkera. Hann er sonur Valdimars Guðmundssonar, f. 18.8.1910, og Eybjargar Áskels- dóttur, f. 10.1. 1910, d. 29.1. 1992, en þau bjuggu í Reykjavík. Dóttir Önnu er Nanna Sjöfn Pétursdóttir, f. 18.7. 1955, skóla- stjóri Gmnnskólans í Bildudal, en maður hennar er Jón Rúnar Gunnarsson og em dætur þeirra Anna Vilborg og Lilja Rut. Böm Önnu og Flosa Gunnars eru Mjöll Flosadóttir, f. 15.5. 1962, viðskiptafræðingur og forstöðu- maður hagdeildar Sparisjóðs Hafnarfjarðar, búsett í Hafhar- firði; Kjartan Flosason, f. 26.2. 1964, fulltrúi í aðalendurskoðun Pósts og síma, búsettur í Hafnar- firði, en kona hans er Kristín Eggertsdóttir og er sonur þeirra Arnar; Eybjörg Drífa Flosadóttir, f. 26.7.1972, gjaldkeri hjá Pósti og síma, búsett í Hafnarfirði en sam- býlismaður hennar er Svanur Þór Karlsson. Systkini Önnu eru Bjami Gísla- son, f. 6.6. 1937, rafvirki í Mos- fellsbæ; Guðrún Gísladóttir Berg- mann, f. 29.3. 1943, skrifstofustjóri í Reykjavík. Foreldrar Önnu: Gísli Bjama- son, f. 24.11. 1900, d. 8.8. 1974, skip- stjóri á Patreksfirði og síðan í Hafnarfirði, og Nanna Guðmunds- dóttir, f. 2.9. 1913, húsmóðir. Anna og Flosi Gunnar era í út- löndum um þessar mundir. Anna Gísladóttir. Tíl hamingju með afmælið 95 ára Gerður Árnadóttir, Ytra-Hóli I, Eyjafjaröarsveit. 90 ára / Soffía Gísladóttir, Víðilundi 24, Akureyri. 85 ára Hallur Þorsteinsson, Silfurtúni 16A, Garði, Gerða- hreppi, áður til heimilis að Ás- götu 16, Raufar- höfii, en nú vistmaöur á Hjúkrunar- heimilinu Garð vangi. Hallur tekur á móti gestum að heimili dóttur sinnar og tengdason- ar að Garðbraut 83, Garði, frá kl. 17.00 i dag. 80 ára Guðný Einarsdóttir, Dalbraut 21, Reykjavík. Hallgrlmur Hansson, Skaftahlíð 9, Reykjavík. Sigrún Þorsteinsdóttir, Norðurbrún 5„ Seyluhreppi. 75 ára Kristín Gissurardóttir, Hjarðarhlíð 9, Egilsstöðum. Kristján Guðlaugsson, Goðheimum 26, Reykjavík. Guðjón Guðjónsson, Hjallabraut 5, Hafnarfirði. Guðjón er að heiman. Símon Guðjónsson, Stigahlið 30, Reykjavík. Símon er aö heiman. Ingólfur Bjarnason, Bollastööum, Bólstaðarhlíöar- hreppi. 15. mars 70 ára Jón Þ. Sigurjónsson, fyrrv. verkstjóri hjá Guðjóni Ó, Reykjavíkurvegi 50, Hafnarfirði. Hann er að heiman. Ingibjörg Þorkelsdóttir, Borgarholtsbraut 71, Kópavogi. Anna Gunnlaugsdóttir, Gunnólfsgötu 2, Ólafsfiröi. Hilmar Guðmundsson, Sævargörðum 6, Seltjarnamesi. Þórður Sveinbjörnsson, Hamrahlíö 7, Grundarfirði. Ólafur Jónasson, Selásbletti 11A, Reykjavík. 60 ára Gerður Antonsdóttir, Fjarðarstræti 2, ísafirði. Theodóra Sveinsdóttir, Hæðargarði 10, Reykjavik. Erlingur Hallsson, Mávanesi 10, Garðabæ. Ólafúr Einarsson, Eiöismýri 30, Seltjamamesi. 50 ára Guðbjörg Gísladóttir, Hraunbæ 146, Reykjavík. Þorgeir Þorsteinsson, Sæbólsbraut 10, Kópavogi. Kristín Ríkharðsdóttir, Grófarseli 26, Reykjavík. Hildur Halldórsdóttir, Álfheimum 10, Reykjavík. 40 ára_______________________ Ámi Sigurður Guðmundsson, Bergstaðastræti 60, Reykjavík. Gunnar Örn Knútsson, Kirkjubraut 46, Akranesi. Anna Kristin Jónasdóttir, Holtsgötu 19, Reykjavík. Pétur Hálfdán Jónsson, Tómasarhaga 44, Reykjavík. Ágústa Tómasdóttir, Hjálmholti 10, Reykjavík. Hafsteinn Daníelsson Hafsteinn Daníelsson pípulagn- ingarmaður, Brekkutanga 22, Mos- fellsbæ, er sextugur í dag. Starfsferill Hafsteinn fæddist í Borgamesi og ólst þar upp til fimmtán ára aldurs. Þá flutti hann með fjöl- skyldu sinni til Reykjavíkur. Hafsteinn hefúr stundað ýmis almenn störf en hann er nú pípu- .lagningamaður. Fjölskylda Hafsteinn kvæntist 12.6. 1958 Margréti Jónu Þorsteinsdóttur, f. 11.11.1933, verkakonu. Hún er dóttir Þorsteins Þengils Þorsteins- sonar verkamanns og Aðalheiðar Maríu Jónsdóttur húsmóður. Böm Hafsteins og Margrétar Jónu eru María Jórunn, f. 22.4. 1957, verslunarmaður í Neskaup- stað, gift Smára Geirssyni, kenn- ara þar, og era böm þeirra Orri og Jóhanna; Aðalsteinn, f. 7.3. 1958, verkamaður á Akranesi, en kona hans er Guðrún Sigvalda- dóttir og era börn þeirra Bjarki Þór og Hildigunnur Sif; Sigrún, f. 30.12. 1959, verkakona í Mosfells- bæ, en maður hennar er Hans Pét- ur Blomsterberg, kranamaður hjá Skeljungi í Reykjavík, og eru börn þeirra Margrét Steinunn sem er í sambýli með Sigurði Þ. Jónasar- syni en sonur þeirra er Jónas Þor- geir, Hafsteinn Grétar, Elías Már, Maríus Ámi og Hans Pétur; Jón Grétar, f. 23.12. 1960, bókbindari, en kona hans er Hildigunnur Jón- ína Sigurðardóttir; Daníel, f. 25.12. 1961, verkamaður; Haraldur, f. 7.2. 1963, verkamaður; Sólveig, f. 5.2. 1964, verslunarmaður í Mosfells- bæ, en börn hennar era Sverrir Hilmar, Rakel og Daníel Örn; Þór- dís, f. 22.7. 1965, verkakona, en sonur hennar er ívar Andri; Lilli, f. 18.1. 1968, d. 10.4. 1972. Systkini Hafsteins: Jón, skip- stjóri í Reykjavík; Guðríður hús- móðir, látin; Kristbjöm, verka- maður í Reykjavík, látinn; Bára Laufey, verslunarmaður í Reykja- vík; Ásmundur, múrari í Hafnar- firði; Sævar, verkamaður í Reykjavik. Hafsteinn Daníelsson. Foreldrar Hafsteins voru Daníel Jónssson, f. 9.7. 1901, d. 23.10. 1994, verkamaður í Reykjavík, og Jór- unn Þorsteinsdóttir, f. 31.5.1905, d. 1.8. 1966, húsmóðir. Hafsteinn tekur á móti ættingj- um og vinum á heimili dóttur sinnar að Skeljatanga 14, Mosfells- bæ, á morgim, laugardaginn 16.3., frá kl. 20.00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.