Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1996, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1996, Blaðsíða 19
FÖSTUDAGUR 15. MARS 1996 27 I>V Bandaríski körfuboltinn í nótt: Gömlu brýnin seig - Lakers vann loksins útsigur gegn Golden State Jóhannes Sveinbjörnsson vann Laugarvatnsglímuna og hlaut 8 vinninga. Glíma: Jóhannes sigraði DV, Hvolsvelli: Jóhannes Sveinbjörnsson úr Hvöt sigraði í Laugavatns- glímunni sem fram fór um síð- ustu helgi en hún var einn liður í Íslandsglímunni. Jóhannes hlaut 8 vinninga. Ingibergur Sigurðsson úr Ár- manni varð í öðru sæti með 7,5 vinninga, Skarphéðinn Orri Björnsson, KR, sem hefur verið sigursæll á mótum vetrarins varð þriðji með 6,5 vinninga. Jafnir í 4.-5. sæti urðu Amgeir Friðriksson, HSÞ, og Jón Birgir Valsson, KR, sem báðir hlutu 4 vinninga og í sjötta og síðasta sæti varð Sigurður Kjartansson, HSÞ, sem tapaði öllum sínum viðureignum. í unglingaflokki varð Ólafur Oddur Sigurðsson úr Ármanni hlutskarpastur en hann hlaut 8,5 vinninga. Torfi Pálsson varð í öðru sæti og Pétur Eyþórsson í því þriðja. -JB David Robinson átti stórleik með San Antonio í nótt þegar liðið sigr- aði Miami Heat. Hakeem Olajuwon var ekki síðri þegar Houston vann Atlanta í jöfnum og spennandi leik. Úrslitin í nótt: Cleveland-Boston...............98-73 New Jersey-Washington ........92-100 Houston-Atlanta .............114-106 San Antonio-Miami............120-100 Golden State-LA Lakers.......103-106 LA Clippers-Dallas...........110-106 Robinson lék allra best í leiknum gegn Miami Heat. Kappinn skoraði 28 stig og tók 18 fráköst í áttunda sigri liðsins í röð. Robinson stal auki boltanum sex sinnum. „Tóku okkur saman í andlit- inu” „Við byrjuðum illa og síðan tók- um við okkur saman og unnum ör- uggan sigur,” sagði Robinson eftir leikinn. Tim Hardaway skoraði 26 stig fyrir Miami. Houston getur þakkað Hakeem Olajuwon hvernig fór gegn Atlanta. hann skoraði 38 stig og þó flest á mikilvægasta kafla leiksins.„Þetta var frábær sigur en það spurning hvort Hakeem léki vegna slapp- leika. Það var hins vegar ekki að sjá í leiknum,” sagði Rudy Tomja- novich þjálfari Houston eftir leik- inn. Steven Smith skoraði 29 stig fyrir Atlanta. Magic var drjúgur gegn Golden State LA Lakers sótti sætan sigur til Golden State. Magic Johnson og Nick Van Exel skoruðu fjögur síð- ustu stig leiksins undir lokin. Þegar upp var staðið voru stig Magic í leiknum 21 talsins en þetta var fyrsti sigur Lakers á útivefli gegn Golden State síðan í mars 1993. „Síðan að ég hóf að leika með Lakers höfum við alltaf tapað hérna en nú varð breyting á, það var kom- inn tími til,” sagði Van Exel eftir leikinn. Boston ekki sannfærandi í Cleveland Dallas beið sinn fimmta ósigur í röð, nú gegn LA Clippers í æsispennandi leik. Loy Vaught skoraði 20 stig fyrir Clippers. Boston lék illa og því fór sem fór gegn Cleveland. Chris Mills skoraði 30 stig og Dan Majerle 21 stig fyrir Cleveland. Washington varð að láta í minni pokann í New Jersey. Juan Howard skoraði 25 stig en hjá Washington var Gheorghe Muresan stigahæstur með 16 stig. New Jersey hefur tapað sjö af síðustu átta leikjum sínum svo þessi sigur gæti gefið liðinu byr í seglin. -JKS Aftur til Mannheim Mannheim, lið Bjarka Gunn- laugssonar í þýsku 1. deildinni í knattspyrnunni, hefur á ný feng- ið miðvallarleikmanninn Thom- as Franck til liðs við sig en hann hefur undanfarið leikið með Bor- ussia Dortmund. Hugsar í viku Tékkneska markverðinum hjá West Ham, Ludek Miklosko, hef-. ur verið gefinn viku frestur til að gera upp hug sinn varðandi tékkneska landsliðið. Þjálfari Tékklands vill fá Miklosko í liðið en hann telur litlar líkur á því að hann taki boðinu. Juninhio aö kveöja Brasilíumaðurinn Juninhio er á fórum frá Middlesboro og hyggst lika með landsliði Brasil- íu sem leikur gegn Argentínu eða Chile þann 27. mars. Brassinn leikur með Middles- boro tfl 23. mars. -SK Borðtennis: Víkingur meistari annað árið í röð Víkingar bættu enn einni skrautfjöðrinni I hattinn sinn þegar A-lið félagsins í borðtennis tryggði sér sigur í 1. defldar keppninni. í lokaumferðinni í fyrrakvöld báru Víkingar sigurorð af KR-ingum, 6-1. A-lið Víkinga varð þar með íslandsmeistari annað árið í röð en liðið skipuðu: Guðmundur E. Stephensen, Björn Jónsson og HOmar Konráðsson sem var að vinna sinn fyrsta titO á 20 ára ferli sínum í íþróttinni. Þjálfari meistaranna er Svíinn Peter Nilsson. -GH íslandsmeistarar Víkings í 1. deild karla i borðtennis með sigurlaunin. Frá vinstri: Björn Jónsson, Guðmundur E. Stephensen, Peter Nilsson þjálfari og Hilmar Konráðsson. „Getum unnið vel saman“ - segir Les Ferdinand um félaga sinn Faustino Asprilla frá Kólombíu Kevin Keegan hefúr verið gagn- rýndur mjög fyrir að hafa keypt Faustino AsprOla tO Newcastle frá- italska stórliðinu Parma. Keegan snaraði um 800 mflljón- um króna á borðið fyrir AsprOla og þeir eru margir sem telja þessi kaup hafa verið óðs manns æði. Les Ferdinand, markaskorari Newcastle, er ekki sammála gagn- rýninni sem Keegan hefur fengið á sig undanfarna daga og telur að þetta muni allt fara á besta veg: „Ég held að samstarf ökkar komi til með að ganga upp. Það bar dálít- ið á þessu samstarfi í leik okkar gegn Manchester United á dögun- um. Þetta á aflt eftir að koma en tekur sinn tíma. Asprilla er frábær leikmaður. Hann getur vaðið upp kantana og gefið ipjög góðar send- ingar fyrir markið á mig. Þá er hann frábær með knöttinn og getur plataö andstæðinga sína upp úr skónum. Hann er algjör snillingur með knöttinn," sagði Les Ferdin- and. Hvort hann reynist sannspár kemur í ljós á næstu vikum en þá ráðast úrslitin í ensku úrvalsdefld- inni. Þá kemur í ljós hverjir hafa rétt fyrir sér varðandi Asprilla. Og ekki má gleyma því að AsprOla á yfir höfði sér langt keppnisbann vegna ruddalegra brota í leik Newcastle gegn Man. City á dögun- um. Varla getur Asprilla fengið minna en sex leiki í leikbann þannig að dagar hans í liði Newcastle á þessu leiktímabili verða senn taldir. AsprOla æröi margan óstöðugan á dögunum er hann gekk í tvígang í skrokk á Keith Curle, fyrirliða Man. City, sló hann í andlitið með olnboga og að leik loknum skallaði hann Curle í höfuðið. -SK Iþróttir Knattspyrna: Stelpurnar töpuðu fyrir Dönum íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu tapaði fyrir Dönum, 0-3, í öðrum leik sinum á alþjóð- lega mótinu sem nú stendur yfir í Portúgal. Staðan var marka- laus i hálfleik en í þeim síðari gerðu þær dönsku út um leikinn. Önnur úrslit urðu þau að Svíar burstuðu Finna, 7-0, Kínverjar ,lögðu Rússa, 1-0 og Norðmenn unnu sigur á Portúgölum, 3-0. Næsti leikur íslenska kvennalandsliðsins á mótinu er gegn Svíum í dag. Harford með kæru á sig Mick Harford, hinn 37 ára gamli leikmaður Wimbledon, hefur verið ákæröur af aga- nefnd enska knattspyrnusam- bandsins fyrir ósæmilega hegð- un í leik með Wimbledon gegn Chelsea um síðustu helgi. Harford er kærður fyrir að hafa gefið stuðningsmönnum Chelsea „puttann" þegar honum var skipt inn á í síðari hálfleik. Stefnir í verkfall á Ítalíu Samtök atvinnuknattspyrnu- manna á ítaliu tflkynntu í gær að þeir héldu tO streitu verkfallsboðun sinni á sunnu- daginn þrátt fyrir mikinn þrýst- ing, meðal annars frá ríkisstjórn landsins, í þá veru að aflýsa því. Körfubolti: Pippen frá í minnst 2 vikur Scottie Pippen, hinn frábæri leikmaður Chicago Bulls, veröur frá í minnst tvær vikur vegna meiðsla í hné og baki. Pippen hefur leikið mjög stórt hlutverk með Chicago í vetur og margir hafa spáð því að hann verði út- nefndur besti leikmaður deildar- innar í ár. Pippen hefur skorað 20,6 stig að jafnaði leik, tekið 6,4 fráköst og átt 6 stoðsendingar. Hlynur bestur í Sandgeröi DV, Suðurnesjum: Hlynur Jóhannsson, kylfingur úr Golfklúbbi Suöurnesja, var fyrir skömmu útnefndur íþrótta- maður Sandgerðis fyrir árið 1995. -ÆMK í kvöld Nissandeild - 8-liða úrslit: KA-Selfoss ..................20.00 Stjarnan-Afturelding.........20.00 Haukar-FH....................20.00 Handbolti kvenna - 8-liöa úrslit: Fram-KR......................20.00 Haukar-Fylkir ...............18.00 2. deild - úrslitakeppni: Fylkir-Þór...................20.00 Kvennakarfa - 8-liða úrslit: Breiöablik-Keflavík..........20.00 KR-Grindavík.................20.00 Knattspyrna - deildabikar: Skallagr.-Selfoss.....(Ásv.) 18.30 HK-ÍR...............(Kópav.) 18.30 Víkingur-Fram .... (Breiðh.) 18.30 Valur-Dalvík..........(Ásv.) 20.30 Breiðablik-Reynir S.. (Kópav.) 20.30 Fylkir-Þróttur R . . . (Breiðh.) 20.30

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.