Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1996, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1996, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 15. MARS 1996 15 Leikhússtjóri með rófu Síðastliöinn þriðjudag var við- tal á Stöð 2 við nýrekinn leikhús- stjóra Borgarleikhússins, Viðar Eggertsson. Spyrillinn minnti stundum óþægilega á málskrafsvél en Viðar brást ljúfmannlega við skvaldrinu. Þar með fékk ég stað- festingu á því sem ég hafði álitið: Hann kann að koma fram í sjón- varpi. í þessu tilfelli miklu betur en spyrillinn. Kjallarinn hvern stórhættulegan brest sem leikhússtjóri. Annars hefðu þeir ekki rekið hánn í svona mikiUi skyndingu, líkt og sjálft líf og starf leikhússins lægi við. Hvers vegna varð að taka hann af lífi áður en hann hafði framið glæpinn, eins og Örnólfur Thorsson, fulltrúi borgarinnar í leikhúsráði, orðaði svo hnyttUega? Ég horfði á manninn í sjónvarp- En í lognmollu og stöðnun verður tU samtrygging. Það er hún sem nú ræður ferðinni í Borgarleik- húsinu undir yfirskini lýðræðis. Hún reis upp með kjafti og klóm þegar hún gerði sér ljóst að Viðar Eggertsson ætlaði að verða alvöru- leikhússtjóri. Samtryggingin viU ekki slíkan leikhússtjóra. Hún vill leikhússtjóra með rófu og hann á að dilla rófunni framan í hana. Slenið Það er mikiU kostur við leikhús- stjöra að kunna á fjölmiðla. Að viðtalinu loknu rifjaði ég upp aðra kosti sem ég hafði eignað Viðari. En vegna þessara kosta hugsaði ég þegar hann var ráðinn leikhús- stjóri Borgarleikhússins: Hann er rétti maðurinn. Hann er hug- myndaríkur og ærlegur listamað- ur, fylginn sér en kann þó að um- gangast fólk. Og leikhússtjórastörf hans hjá Leikfélagi Akureyrar sanna að hann hefur góða stjórn- unarhæfileika. Nú er rétt að taka fram að sem leikskáld hef ég aldrei unnið með Viðari og er honum aðeins mál- kunnugur. Ég átti síðast örstutt spjall við hann yfir kaffiboUa á Akureyri fyrir þremur árum. En ég hef fylgst með störfum hans. Þess vegna gat ég heUshugar tekið undir meö Leikfélagi Reykjavíkur þegar það réð hann: Hann er rétti maðurinn. Og í framhaldi af því hugsaði ég: Tveir fyrrverandi leik- hússtjórar Borgarleikhússins voru liprir og þægUegir menn með litla tilburði til þess að stjórna. Nú vilja þau mann sem tekur af skar- ið um mannaráðningar og list- ræna stefnu leikhússins, mann sem stjórnar í orðsins eðlUegustu merkingu svo starfsemin geti loks blómgast í þessu stóra leikhúsi. Þau vUja að hann taki tU hend- inni, hristi af þeim slenið. Og ég gladdist fyrir hönd Leikfélags Reykjavíkur, rann blóðið svolítið til skyldunnar enda hefur það sýnt eftir mig fjögur leikrit. Samtrygging En þegar ég horfði á þennan nýráðna/nýrekna mann á Stöð 2 hugsaði ég: Það var aldeUis að í lognmollu og stöðnun verður til samtrygging. - Það er hún sem ræður nú ferðinni í Borgarleikhúsinu undir yfirskini lýðræðis, segir Birgir m.a. Birgir Sigurðsson rithöfundur Leikfélagsmenn tóku loks rögg á sig. Þetta er bara eins og í slátur- húsinu Hraðar hendur. Mannin- um sjálfum og fimm mánaða und- irbúningsstarfi hans slátrað í einu höggi. Svo vel sem hann kemur fyrir hlýtur hann að hafa ein- „Sé ætlunin að samtryggingin ráði næsta leikhússtjóra er þægilegast fyrir alla aðila að auglýsingin verði svona: Leikhússtjóri óskast. Þarf að vera með rófu.“ inu og skildi hvorki upp né niður. Var þetta eftir aUt saman ekki rétti maðurinn fyrir Borgarleik- húsið? Jú. Ég var viss um það. Hvað var þá að? - AUt í einu skildi ég það: í lifandi, listrænu starfi er aldrei samtrygging, aðeins áhætta. Sé ætlunin að samtryggingin ráði næsta leikhússtjóra er þægi- legast fyrir aUa aðila að auglýsing- in verði svona: Leikhússtjóri óskast. Þarf að vera með rófu. Birgir Sigurðsson Ny laxveiðia i Fljotshlið í Njálu var Gunnar á Hlíðar- enda en Þverá rann um Fljótshlíð. Hún var þá faUeg bergvatnsá. Svo lagðist Markarfljót, fyrr á öldum, tU vesturs og byrjaði að flæða meðfram Fljótshlíðinni. Fyrir um 50 árum voru settir miklir grjót- garöar fyrir innan Múlakot og Markarfljót rekið tU baka í sinn gamla farveg. Þá hvarf jökulvatnið úr Þverá og hún varð aftur bergvatnstær, svo sem verið hafði fyrir löngu. Laxá í dag er unnið að því af fullum krafti að breyta Þverá í góða lax- veiðiá. Farvegurinn er gerður þrengri og grefur áin sig þá niður. Sandurinn skolast burtu en í stað hans kemur góður malarbotn. Nægt vatn er i Þverá í Fljótshlíð en áin er 2-3 sinnum vatnsmeiri en EUiðaárnar. Áin er hlý á sumr- in og mikið æti fyrir laxaseiði kemur með öllum lækjunum í Fljótshliðinni en þeir renna um gróin tún áður en þeir faUa í Þverá. Þarna geta því verið marg- ar stangir og mikU laxveiði ef nægur lax er í ánni. Kjallarinn Lúðvík Gizurarson hæstaréttarlögmaður Hafbeit í fyrstu verður Þverá hafbeitará þar sem næsta vor verða sett í hana 100.000 hafbeitarseiði af laxi. Það er Veiðifélag Þverár sem stendur fyrir þessari framkvæmd auk þess sem félagið lagfærir far- veg árinnar. Með tímanum getur Þverá sjálf framleitt lax með sjálf- klaki en nokkuð langt er enn í það. Veiðifélag Eystri-Rangár selur hafbeitarseiðin í Þverá. Nýlega keypti Veiðifélag Eystri-Rangár 1-2 milljónir laxaseiða úr þrotabúi fyrirtækisins SUfurlax hf. í bili rekur veiðifélag Eystri-Rangár seiðastöðina að Núpi hjá Hvera- gerði sem Silfurlax hf. starfrækti áður en félagiö varö gjaldþrota. Frá Núpi koma því næg hafbeit- arseiði i Rangámar í vor. Má segja að þar verði um risasleppingu að ræða. Þverá nýtur góðs af. Ferðamenn Hafbeitin í Rangánum síðustu árin hefur fært sýslunni mikið af veiðimönnum sem kaupa margvís- lega þjónustu, svo sem gistingu, veitingar o.fl. Erlendir veiðimenn kaupa farmiða tU landsins og fara svo einnig á aðra staði þegar veiði er lokið. Allt skapar þetta veltu og tekjur. Venjuleg hafbeit er nánast öll orðin gjaldþrota. Þar er lítið sem ekkert eftir. Þar fást venjulega um 1000 krónur fyrir slátraðan lax. Þaö er því grundvöUur fyrir að halda hafbeitinni í Rangánum áfram þótt venjulegri hafbeit sé hætt nánast um aUt land. Það eru því miklar fréttir ef úr Þverá í Fljótshlíð verður búin tU laxveiðiá í næsta nágrenni við Reykjavík. Raunar getur þarna verið komin ný stórveiðiá sem gefur öðrum frægari ám ekkert eftir. Veiðimenn verða bara að koma og sjá. Gjörið svo vel. Lúðvík Gizurarson „Þaö eru því miklar fréttir ef úr Þverá í Fljóstshlíð verður búin til laxveiðiá í næsta nágrenni við Reykjavík. Raunar getur þarna verið komin ný stórveiðiá.“ Með og á móti Brottrekstur Viðars úr Borgarleikhúsinu Viðari gefnar rangar forsendur „í raun og veru var það ekki Viðar Eggertsson sem framdi hið upphaf- lega brot. Hann þáði meira vald en hann átti Úr Jón HJartarson hendi þeirra leikari- sem máttu ekki veita honum það. Þetta gerðist þann 15. janúar með bókun tveggja stjórnarmanna LR í leikhúsráði. Sá gjörningur var lögleysa og framhaldið mistúlkun og brot á lögum félagsins. Viðar fer því af stað með röng skilaboð. Fjölmennasti félagsfundur í sögu Leikfélagsins neyddist tU þess að leiðrétta þessa mistúlkun stjórn- ai-manna sinna þann 27. febrúar. Á þeim fundi lét formaðurinn að þvi liggja að hann þyrfti að hætta vegna þessarar mistúlkunar og gerði það svo nokkrum dögum síðar. Þá hefði verið rökrétt hjá Viðari að segja af sér líka. Viðar geröi auk þess ýmis stjórnun- armistök sem voru fullkomlega úr tengslum við valdsvið hans og lög LR. Hann braut grundvallar- reglur í lýðræðislega reknu félagi sem styðst við lög sem aldrei hafa verið véfengd af fyrirrennurum hans sem lutu þessum reglum án þess að kvarta. Ég held að Viðar Eggertsson sé hinn mætasti lista- maður, en af atburðum síðustu vikna efast ég stórlega um hæfni hans til að stýra stórri og við- kvæmri listastofnun á borð við Leikfélag Reykjavíkur." Gisli Rúnar Jóns- son leikarl. Opinbert sjálfsmorð „Leikfélag Reykjavíkur ér að fremja opin- bert sjálfs- morð. Það hafa verið í undir- búningi hæg- fara sjálfs- morðstilraunir að hálfu félags- ins undanfarin ár. Núna kristall- ast það í þessari gjörð, alveg sama hvort í hlut á Viðar eða ein- hver annar. í fyrra var haldið málþing á vegum Reykjavíkurborgar um stöðu listastofnana borgarinnar. Hæst bar umfjöllun um Leikfélag Reykjavíkur og gagnrýni á starf- semi þess í Borgarleikhúsinu. Eftir það þing fór félagið í fjár- hagslega og listræna gjörgæslu til að reyna að lækna sjúklinginn. Það tókst ekki sem skyldi þar sem sjúklingurinn var látinn annast aðgerðina sjálfur. í stað- inn fyrir að leita að meininu, sem er innvortis, þá ákváðu þeir að gera ekkert í því en fóru í andlits- lyftingu. Ef leikfélag ætlar að verða atvinnuleikhús þá getur það ekki haldið áfram að reka sig eins og áhugaleikfélag. Þá er ég ekki að tala um listræn gæði leik- félagsins. Leikfélagið rekur sig eins og félag áhugamanna um eldspýtustokkasöfnun. Það er ráðinn maður til að stjóma. Þeg- ar hann ákveður að taka til hend- inni og gera eitthvað annað en að fara vel í vasa, eins og stefnan hefur gjaman verið hjá félaginu við val á leikhússtjóra, þá er ákveðið að losa sig við lækninn en ekki meinið.“ -SÁ/bjb Kjallarahöfundar Æskilegt er að kjallaragreinar berist á tölvudiski eða á netinu. Hætt er við að birting annarra kjallaragreina tefjist. Netfang ritstjómar er: dvritst@centrmn.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.