Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1996, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1996, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 15. MARS 1996 Neytendur Kaup á notuöum íbúðum: Greiðslumat Fyrsta skrefiö er að sækja um skriflegt mat á greiðslugetu hjá viðurkenndri fjármálastofnun, t.d. banka, sparisjóði eða verð- bréfafyrirtæki. Síðan er næsta skref umsækjanda að skoða sig um á fasteignamarkaðnum í leit að notaðri íbúð. Kauptilboð Við gerð kauptilboðs í notaða íbúð getur húsbréfalánið numið allt að 70% af kaupverði íbúðar- innar við fyrstu íbúðarkaup en annars 65% af kaupverði. Umsókn um húsbréfalán Þegar seljandi hefur gengið að kauptilboði leggur kaupandi inn umsókn um húsbréfalán ásamt greiðslumati og kauptilboöi til Húsnæðisstofnunar. Tilboðið metið Meti Húsnæðisstofnun kauptilboðið lánshæft fær íbúð- arkaupandinn afhent fasteigna- veðbréf til undirritunar, útgefið á nafn seljanda, og hægt er að ganga frá kaupsamningi. Kaup- samningur Því næst er kaupsamningur undirritaður. Mjög óvarlegt er að undirrita kaupsamning áður en samþykki Húsnæðisstofnun- ar fyrir kaupum á fasteignaveð- bréfi liggur fyrir. Með undirrit- un kaupsamnings eru kaupin orðin bindandi og fyrirvarinn um samþykki stofnunarinnar fyrir kaupunum niður fallinn. Kaupsamn- ingi þinglýst Kaupandi lætur þinglýsa kaupsamningi og kemur afriti til seljanda. Fasteigna- veðbréfi þinglýst Kaupandi lætur þinglýsa fast- eignaveðbréfi hjá sýslumanni og afhendir það síðan seljanda. húsbréfa Húsnæðisstofnun kaupir fast- eignaveðbréf seljanda og greiðir fyrir það með húsbréfum. Veð- deild Landsbanka íslands annast þessi viðskipti. Eftir að hús- bréfaflokki er lokað geta þau ekki farið fram. Greiðslur hefjast Veðdeild Landsbanka íslands innheimtir afborganir af fast- eignaveðbréfum fyrir Húsnæðis- stofnun. Greiðslur af húsbréfa- láni hefjast á 3. almenna gjald- daga frá útgáfudegi þess og gjald- dagar eru 15. hvers mánaðar. í mörgum tilvikum sjá fast- eignasalar alfarið um alla þætti við íbúðarkaup, eða frá því að kauptilboð er gert og fram að af- hendingu húsbréfa. -sv DV Ungt fólk í húsnæöisleit - húsbréfakerfið: Þumalputtaregla að fólk eigi milljón - segir Sigurjón Ólafsson hjá Húsnæðisstofnun „Það eru vitaskuld fjölmargir þættir sem þarna koma inn í og taka verður tillit til. Námslánin vega þungt og svo vitaskuld tekjurn- ar. Eigið fé verður að vera til staðar og þumalputtareglan er sú að fólk eigi eina milljón þegar það er að fara af stað,“ segir Sigurjón Ólafs- son, upplýsinga- og fræðslufulltrúi hjá Húsnæðisstofnun ríkisins. Húsnæðisstofnun hefur látið end- urnýja upplýsingablöð um húsbréfa- kerfið til samræmis við ýmsar breytingar sem hafa orðið á kerfinu að undanförnu. Blöðin eru sex að tölu og fjalla um vinnuferlið frá sjónarhóli kaupenda, seljenda, ein- staklinga í nýbyggingum, kaupenda að íbúðum í smíðum, einstaklinga í endurbótum og byggingaraðila. Hér við hliðina má sjá sjá ferlið fyrir notaðar íbúðir, hvernig íbúðarkaup fara fram. Neytendasíðan leitaði til Sigur- jóns eftir upplýsingum fyrir ungt fólk sem væri í startholunum með íbúðarkaup og hann hvatti fólk til þess að leita sér ráðgjafar hjá Hús- næðisstofnun eða bönkunum, i Hús- „Kvörtunarþjónustan skiptist í raun í tvennt. Annars vegar er um að ræða almennar fyrirspurnir sem hver sem er getur hringt inn til okk- ar og við náum oftst að svara með stuttu símtali. Hins vegar eru stærri kvörtunarmál sem þarfnast nánari vinnu. Sú þjónusta er fyrir þá sem eru aðilar að Neytendasam- tökunum en hver sem er getur geng- ið í samtökin og fengið unnið í sínu máli,“ segir Sigríður Arnardóttir, lögfræðingur Neytendasamtakanna. Sigríður segir fólk vita nokkuð vel um þá þjónustu sem það geti fengið hjá samtökunum í gegnum kvörtunarþjónustuna en viti minna um það sem þar sé unnið að öðru leyti. Samtökin hafi t.d., með góðum skilningi frá viðskiptaráðuneytinu og i samstarfi við aðra hagsmunaað- ila, unnið mikið að löggjöf um neyt- endavernd og knúið á um úrbætur neytendum í hag. Þetta sé lítt áber- IJÉifeSÍ - greiðslubyrði á mán. af 4 millj. - ^pvl næðisstofnun gæti fólk komið á skrifstofutíma og þyrfti ekki að panta sér tíma. 36 þúsund á mánuði Dæmi sem Húsnæðisnefnd gefur um íbúðarkaup ungs fólks sýnir hjón eða sambýlisfólk með 200 þús- und krónur í mánaðarlaun. andi starf og því viti fólk kannski ekki eins mikið um það. „Við reynum að vinna að því að bæta réttarstöðu neytandans. Við skoðum þjónustu hins opinbera og veitum mönnum almennt aðhald í sambandi við þá vöru sem verið er að selja.“ Það sem hins vegar ber hæst í breyttri löggjöf, neytendum í hag, að sögn Sigríðar, er ýmislegt sem nauðsynlegt hefur verið að taka upp vegna samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Þar má nefna lög um neytendalán, þar sem fólk á að fá sundurliðun á öllum kostnaði ef það borgar með raðgreiðslum, ný lög um alferðir, þar sem tekið er á réttarstöðu fólks gagnvart pakka- ferðum ferðaskrifstofanna, og svona mætti áfram telja. Mjög mikilvæga telur Sigríður löggjöf um sölu á notuðum bifreið- um. Hún segir þau mál hafa verið í Greiðslubyrði af öllum lánum má ekki fara yfir 18% af heildartekjum og það þýðir að greiðslugeta þess er að hámarki 36 þúsund krónur á mánuði. Þau eru ekki með náms- lánaskuldir og eiga eina milljón. Þau eru að kaupa sína fyrstu íbúð og eiga því kost á 70% húsbréfaláni til allt að 40 ára. Ekki er gert ráð fyrir að unga fólkið eigi kost á langtíma fasteigna* láni (enda er veö ekki fyrir hendi) heldur verður það að taka skamm- tímalán í banka til 3 ára (aðrir kost- ir eru mögulegir, s.s. bankalán til lengri tíma). Miðað við þessar forsendur getur unga fólkið keypt sér íbúð fyrir 5,5 mUljónir króna með því að taka 650 þúsund króna bankalán til að brúa bilið. Rétt er að geta þess að svo virðist sem greiðslubyrði upp á 36 þúsund krónur sé eftir vaxtabætur því samkvæmt upplýsingum Neyt- endasíðunnar eru afborganir af 650 þúsund krónum til þriggja ára rúm- lega 20 þúsund krónur á mánuði. Greiðslubyrði af húsbréfaláni upp á 3.850.000 til '40 ára er rúmlega 18 ólestri en nú sé búið að leggja mönnum línurnar um hvað beri að upplýsa bifreiðakaupendur um o.s.frv. „Ýmislegt er svo í farvatninu hjá okkur, s.s. eins og lög um þjónustu- kaup, t.d. þá þjónustu sem þú kaup- ir af iðnaðarmönnum, um inn- heimtustarfsemi, þar sem mikill kostnaður leggst á fólk við fyrsta bréf frá lögfræðingi, og loks má nefna bætta stöðu ábyrgðarmanna en þau mál eru ekki í nógu góðu lagi í dag,“ segir Sigríður. Neytendasamtökin vinna að því þessa dagana að fá fleiri neytendur til liðs við samtökin. Rúmlega 80% af tekjum samtakanna eru félags- gjöld, 1950 kr. ári, og virk þátttaka neytenda ræður því úrslitum um hvort hægt er að halda uppi öflugu neytendastarfi, eins og segir í frétta- bréfi frá samtökunum. -sv þúsund krónur. Samanlögð er greiðslubyrðin því orðin um 39 þús- und krónur án vaxtabóta. Greiðslubyrði á milljón Húsnæðisstofnun gefur dæmi um greiðslubyrði á 1.000.000 kr. hús- bréfaláni á 5,1% vöxtum. Til 15 ára kostar milljónin 8.020 kr., til 25 ára kostar milljónin 5.924 kr. á mánuði og til 40 ára 4.895 kr. á mánuði (mið- að er við verðlag í janúar 1996 án verðbólgu). -sv Harðfiskur í kæli Þeir sem vilja eiga harðfisk í einhvern tíma ættu að setja hann í kæli eða jafnvel að frysta hann. Að sögn verkenda stoppar fiskur- inn svo stutt við í verslunum að engin ástæða er til þess að geyma hann í kæli þar. Landsbjörg: Svefnleysis- plástur Lands- björg hefur nú ákveðið að bjóða upp á svefnleys- isplástur- inn " Is- ocones en hann bygg- ist á sömu hugmyndum og sjóveikibandið sem fengist hefur í apótekum frá því á liðnu sumri. Plásturinn er festur á innanverðan úlnliðinn, á punkt sem heitir 7H. Á plástrin- um eru plasthnúðar sem nudda svæðið og hjálpa fólki að koma reglu á svefnvenjur sínar. Mjög góður árangur hefur náðst með notkun plástursins og hefur Landsbjörg fengið fjölda fólks til að prófa hann með góðum ár- angri. Hér er ekki um eiginlegt lyf að ræða og engar aukaverkan- ir fylgja notkuninni. íslenskar leiðbeiningar eru á plástrinum og fæst hann í apótekum um land allt. Inneignarnótur Hvaða skilmálar? Mjög misjafnt er hvernig versl- anir standa að útgáfu inneign- arnótna. í sumum tilvikum eru reglurnar auglýstar rækilega í versluninni og ættu því ekki að fara á milli mála. Þetta er þó því miður ekki nógu algengt. Engin lög gilda um skil ógallaðrar vöru eða skilmála vegna inneign- arnótna. í Neytendablaðinu er fólk hvatt til þess að kynna sér skil- mála verslana hvað þetta snertir. Gildir nótan um óákveðinn tíma eða er um tímamörk að ræða? Er unnt að nota inneignarnótuna á útsölu? Eru kvaðir á inneign- arnótunni? Áríðandi er að kynna sér skil- mála um skil á ógallaðri vöru þegar keyptar eru gjafir fyrir aðra. Gleði vegna fallegrar gjafar getur hæglega breyst í sárindi ef til þess kemur að skila þurfi vör- unni. -sv ■■■ /r ■■ ^ j 11 j'B Dæmi um íbúðarkaup ungs fólks í húsbréfakerfinu. g l£|j g |gÍ 11 U11 Þau eru meö samt. 200.000 þús. kr. í mánaðarlaun 70% húsbréfalán: vciu luuuai. ------j 5.500.000 36 þús/mán Unga fólkið er með 200 þúsund krónur í mánaðarlaun og reiknuð hámarks greiðslugeta er 36 þúsund krónur. Fólk- ið má kaupa sér íbúð fyrir 6,5 milljónir. Það á eina milljón, fær 70% húsbréfalán en þarf 650 þúsund króna bankalán til þess að brúa bilið. Neytendasamtökin vilja neytendur í lið með sér: Vinna að fjölmörgum hagsmunamálum fólks

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.