Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1996, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1996, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 15. MARS 1996 13 Sviðsljós Ifhrm Hreinskilnisleg játning hjartaknúsarans Brads Pitts: Sting syngur og leikur fyrir rússn- eska aðdáendur Breski tónlistarmaöurinn Sting hefur verið á tónleikaferö að undan- fórnu. í vikunni gátu rússneskir að- dáendur kappans kæst en hann hélt tvenna tónleika í Moskvu, nánar til- tekið í fundar- og ráðstefnuhöll Kremlar. Ekki er vitað annað en tónlist Stings hafi fallið vel í kramið hjá Rússum. Þeir fjölmenntu á tón- leikana þrátt fyrir að hver miði hefði kostað hvorki meira né minna en 300 dollara eða um 20 þúsund ís- lenskarkrónur. Sting syngur í Moskvu. Símamynd Reuter Brad Pitt þykir einhver myndar- legasti leikarinn af ungu kynslóð- inni í Hollywood, sannkallað kyn- tröll ef slíkt fyrirbæri hefur ein- hvern tímann verið til. Það hlýtur því að vera áfall þeim mörgu stulk- um sem dreymir um eldheitar ástar- nætur með hjartaknúsaranum þeg- ar hann viðurkennir: „Ég mundi nú ekki segja að ég væri neitt stórkost- legur í rúminu. Ég er bara ósköp meðal.“ -En þannig er það nú. „Hjartaknúsarar eru eins og mý á mykjuskán. Óskastaðan er að vera átrúnaðargoð af hvíta tjaldinu í sjö mínútur. Það er aðeins lengur en í fimm mínútur en miklu styttra en í tíu mínútur," segir Brad, hreint ekki yfir sig hoppandi yfir stöðu sinni sem hjartaknúsari númer eitt, samkvæmt einhverri skoðanakönn- uninni. Fyrirsæturnar kunnu, Carla Bruni, t.v., og Nadja Auermann, sýna hér rauð- leita silkikjóla úr safni Brasilíumannsins Ocimars Versolatos á sýningu í Par- ís í vikunni. Símamynd Reuter En það er ekkert nýtt að Brad fái hjörtu ungu stúlknanna til að slá ei- lítið hraðar en þetta venjulega lull sem annars er á þeim. Þannig áhrif hefur hann alltaf haft, allar götur frá því hann var að alast upp í Springfield í Missouri. Það var í heimabæ sínum að hann glataði sveindóminum í faðmi fallegrar prestsdóttur. Hann var átján og þau höfðu verið að drekka kampavín alla nóttina. En nú er Brad heitbundinn hinni fógru Gwyneth Paltrow, sem lék meðal annars á móti honum í mynd- inni Sjö um jafn margar höfuðsynd- ir. Ást og losti við fyrstu sýn, segir hann, ekkert feiminn. „Við Gwyneth höfðum hist fyrir tilstilli vina nokkrum mánuðum áð- ur en við gerðum Sjö og ég féll þeg- ar í stað fyrir henni,“ segir Brad um stúlkuna sem hann er nú trúlofaður og þráir einna heitast að eignast með barn. Gwyneth sá strax og þau fóru að leika saman að þarna var ungur piltur sem vert væri að gefa nánari gaum. „Ég vissi að hann var hræði- lega myndarlegur en ég varð svo hissa þegar ég komst að því hvað hann var tillitssamur og elskuleg- ur,“ segir Gwyneth, sem lék eigin- konu hans í Sjö. „Ég skemmti mér stórkostlega við að kyssa hann. Ég meina, það er ekki sko erfitt að kyssa Brad.“ Samstæða með geíslaspilara, kassettutæki, 80W. surround magnara, tónjafnara, útvarpi, hátölurum og fjarstýringu. Fyrirsætur í klæðnaði frá belgíska hönnuðinum Dries Van Noten ganga hér fylktu liði eftir sýningu í París. Van Noten er undir blönduðum áhrifum frá fatatísku Vesturlanda og fjarlægra menningarsvæða. Símamynd Reuter Brad Pitt og kærastan, Gwyneth Paltrow. Panasonic hljómtækjasamstæða SC CH32 Nettol ^ ASKO (CnsmD) Qmvkm 0TURBO nilfisk emide o 1— U— > C/3 VELKOMIN í FÖNIX OG GERIÐ cz ~ö ~a xr < O —1 m Q —J LLl cc < z LL_ REYFARAKAUP 1 m- i— > DO =0 —> CD Við bjóðum allt sem þig vantar ö i > m cc •n INNRÉTTINGAR OG RAFTÆKI < m- i— > ~n cp cc O CQ í eldhúsið, baðherbergið, þvottahúsið og að auki fataskápa í svefn- herbergið, barnaherbergið og anddyrið. >! o xr cz ZD —1 LU n= SÖLUSVNING UM HELGINA co co cc < INNRÉTTINGAR OG RAFTÆKI Á TILBOÐSVERÐI 5> co z U_ o BOTNFROSIÐ VERÐ - ALLT AÐ 30% AFSLÁTTUR cö' oo cr < 'LU Q _J LU Q= Velkomin í Fönix. Heitt á könnunni og ís fyrir börnin. Þeir sem versla fyrir kr. 10.000,- eða meira, geta tekið þátt í lau- fléttri Fönix-getraun og unnið Nilfisk-ryksugu að verðmæti kr. 31.350,- eða einhvern 5 aukavinninga. s* 00 00 < cn cz o o < CD Z 1— 1- 'LU cc 2! ARIA LAUGARDAG 10-16 B'%#’ OPIÐsunnudag 12-17 " Ul ® AÐRA DAGA 9-18 HÁTÚNI6A REVKJAVÍK SÍMI552 4420 00 cn S 75 EMIDE NILFISK Oturbo Cmmm (dl)) ASKO Nettolu^ Er bara venj u- legur meðalj ón í rúminu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.