Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1996, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1996, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 15. MARS 1996 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT! 14,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Bótasvik iðjuleysingja Langvarandi atvinnuleysi er fyrirbrigði sem menn eru smám saman að kynnast hérlendis. Áður var gengið út frá því að vinnufúsar hendur gætu fengið vinnu. Vandi atvinnuleysis er margþættur. Hluti vandans er sá að ekki eru allir hinna atvinnulausu sem kæra sig um vinnu. Meirihluti fólks leitar sér að vinnu og finnur sárt fyrir því takist það ekki. Ákveðinn minnihluti virðist hins vegar hafa tamið sér lífsstíl bótaþegans og unir iðju- leysinu. Hefur lært á kerfið eins og það er kallað. Félagsmálaráðherra setti í fyrra á laggirnar nefnd til þess að endurskoða lög um Atvinnuleysistryggingasjóð og vinnumiðlanir. í nefndinni sitja fulltrúar vinnumark- aðar, sveitarfélaga og ríkis. Hjálmar Árnason alþingis- maður, formaður nefndarinnar, telur sýnt að tillögur nefndarinnar til ráðherra endi í tveimur frumvörpum sem lögð verði fyrir og afgreidd fyrir þinglok í vor. Það mikilvægasta í tillögunum er hvatning til hins atvinnu- lausa að leita sér að vinnu. Núverandi kerfi atvinnuleys- isbóta hefur réttilega verið gagnrýnt fyrir það að það letji fólk til vinnu. Menn hafi það í sumum tilfellum betra á bótum en í vinnu. Tillögur nefndarinnar gera ráð fyrir sjálfstæðri stofn- un á vegum ríkisins um vinnumiðlun. Undir hana heyri síðan svæðismiðlanir dreifðar um landið en þó allar sam- tengdar þannig að landið verði eitt atvinnusvæði. í nefndartillögunum er gert ráð fyrir því að hinn atvinnu- lausi leiti sér raunverulega að vinnu og með því verði fylgst. Honum beri að gera áætlun um vinnuleit sína. Aðhald í þessum efnum er ákaflega mikilvægt. Menn eiga ekki að geta gerst áskrifendur að atvinnuleysisbót- um langtímum saman og gera ekkert í sínum málum. Sú staða er afleit fyrir einstaklinginn og ólíðandi fyrir sam- félagið. Atvinnuleysisbætur eiga að vera fyrir þá sem eru atvinnulausir og eru sannanlega að leita sér að vinnu. Margir sem þiggja atvinnuleysisbætur eru óvinnufær- ir af ýmsum ástæðum en ekki atvinnulausir í hefðbundn- um skilningi. Til er bótakerfi fyrir þá aðila og þeir eiga þá að fá bætur kerfisins eftir þeim brautum. Um leið er nauðsynlegt að halda uppi réttri skráningu atvinnu- lausra. Þar á ekki að skrá þá sem ekki geta unnið. For- seti Alþýðusambands Vestfjarða og stjórnarformaður At- vinnuleysistryggingasjóðs segir í blaðinu í dag að gríðar- leg misnotkun sé í núverandi kerfi. Umræða hafi hins vegar ekki fengist um málið enda sé það of viðkvæmt pólitískt til þess. Hann segir misnotkunina á kerfinu bitna á þeim sem eru raunverulega atvinnulausir. ' Verkalýðsforinginn bendir á að hluti fólks sé heima á atvinnuleysisbótum vegna of lágra launa. Ýmis útgjöld fylgja því að fara til vinnu, til dæmis ferðakostnaður og bamagæsla. Komast má hjá þessum útgjöldum með at- vinnuleysisskráningu. Lægstu laun þurfa að hækka en fullkomlega óeðlilegt er að bætur geti farið upp fyrir þau. Síðast en ekki síst ber að nefna svokallaða svarta vinnu þeirra sem hafa skráð sig atvinnulausa. Svört vinna er mikið vandamál þar sem svikið er undan skatti og samfélagið verður af réttmætum tekjum. Margir sem fá atvinnuleysisbætur stunda vinnu án þess að gefa hana upp. Þeir svindla bæði á skatta- og bótakerfmu. Tillögur nefndar félagsmálaráðherra eru um margt at- hyglisverðar og fróðlegt verður að fylgjast með væntan- legum frumvörpum. Umræða um atvinnuleysiskerfið er þörf og löngu tímabær. Það er óþolandi að hópur svikai’a misnoti nauðsynlegt öryggiskerfi þeirra sem eru að leita sér að vinnu. Jónas Haraldsson Fara þarf í saumana á greiöslu- mati Húsnæðisstofnunar ríkisins. í reglunum er ósamræmi og sum- ar hugmyndir stofnunarinnar orka tvímælis, til dæmis að lág- launafólk geti varið jafn stórum hluta launa sinna til húsnæðis- kaupa og stórefnamenn. í félagslega kerfinu er greiðslu- geta miðuð við 33% af tekjum en 18% í húsbréfakerfinu. Greiðslu- mat húsbréfakerfisins er nú strangara en í upphafí. Fólk var fyrir fáum árum fullvissað um að það réði við húsnæðislán sem nú eru talin því ofviða. Þrátt fyrir greiðslumat Almennt er á Vesturlöndum við lánveitingar til húsnæðiskaupa miðað við að greiðslubyrði sé ekki hærri en 25% af launatekjum. Þessi regla byggir á reynslu af óverðtryggðum húsnæðislánum. Menn telja einnig að fjölskyldur með lágar tekjur eigi erfitt með að leggja svo stóran hluta launa sinna í húsnæði en fólk með háar tekjur geti varið hærri hluta til húsnæðisgreiðslna. VERD-T HVGGT H0SBREF KiWHNGAKSIOOS HIKISNS Byggingarsjóðttr rfkisins, kt. 460169-2400, Reykjaiik. iýsir hér með yfir þvi, að hann skttidar nafn kcnnnalii hdmilisfang Húshrtfþeua ergefið úí með hdmilrf ílögum nr. 76/1909 um bre vtingu ú ÍOj>itm um Hústui’ðisstoftum rikisins itr. 06!Í9SS.sbr. tögttr. /09//90S. Byggingarsjódur r/kisins greiðir verðbtrmr afbréfi þessu skr. breytingutn ú lúnskjarav/siúilu frú útgúfuiegi bréfsins tilgjaUldaga og ve.xti fyrir santa t/mabi/ Unt entlurgreiðslu við imtlaitsn eða úti/rútt, svo og verð/rvggingu. va.uakjör og ötmur kjör og ski/ma/a fer samkvtemt reglugerð Nú er miðað við að greiðslubyrðin fari ekki upp fyrir 18% af launum. Sennilega á enn eftir að þrengja mörkin, segir m.a. í greininni. Endurmat á greiðslumati Þegar reglur voru settar um greiðslumat hér á landi var í reglugerð heimilað að miða greiðslubyrði við allt að 30% af launum. Talsmenn húsbréfakerfis- ins fullyrtu þegar kerfið var kynnt að greiðsluerfiðleikar myndu hverfa með tilkomu þess, einmitt vegna greiðslumatsins. Frá upp- hafi hefur fólk engu að síður stöðugt lent í greiðsluerfiðleikum. Matið var í byrjun eingöngu fram- kvæmt af Húsnæðisstofnun rikis- ins og hefur síðan þurft að fylgja reglum sem hún gefur út. Fjölskyldur fengu með greiöslu- matinu vottorð um hversu dýrar eignir þeim væri óhætt að kaupa. Fljótlega komu fram efasemdir um ágæti greiðslumatsins. Það þótti takmarka kaupgetu ákveðinna hópa en ofmeta kaupgetu annarra. Margir sem fylgt höfðu hinni opin- beru ráðgjöf lentu í greiðsluvanda. í kjölfarið hefur fjárhæð lána verið lækkuð og er nú miðað við að greiðslubyrðin fari ekki upp fyrir 18% af launum. SennUega á enn eftir að þrengja mörkin. Helsta gagnrýnin á greiðslumatið er að lán húsbréfakerfisins séu þannig að ekki verði komið við skynsamlegu greiðslumati. Greiðslubyrði húsbréfalána þyng- ist í áratugi og útilokað er að sjá aðstæður fyrir svo langt fram í tímann. 33% eða 18%? Núverandi viðmiðun greiðslu- matsins, 18%, byggist á reynslu húsbréfakerfisins. Mörkin hafa Verið lækkuð frá því sem var í upphafi. Ef viðmiðunin er rétt í dag hljóta eldri mörkin að hafa var séð fyrir strax í upphafi. Und- irritaður skrifaði tU dæmis oft um greiðslumatið hér í blaðinu 1989 og 1990. í júní 1990 varaði hann al- varlega við því að kaupgeta fiöl- skyldna sem stækkuðu við sig væri hættulega ofmetin. Margir geta nú af eigin reynslu staðfest að það var rétt. Þá er verulegt ósam- ræmi i reglum Húsnæðisstofnunar um greiðslumat. í félagslega kerf- inu er greiðslugetan miðuð við 33% af tekjum. Það samræmist iUa 18% viðmiðun húsbréfakerfisins. Um heim allan er talið aö há- tekjumenn geti varið hærra hlut- falli af tekjum sínum tU húsnæðis- greiðslna en almennir launamenn. Flestum finnst þetta liggja í aug- um uppi en Húsnæðisstofnun er annarrar skoðunar. Einn yfir- manna hennar ritaði nýlega: „Ekkert mælir með því að Kjallarinn Stefán Ingólfsson verkfræðingur „Talsmenn húsbréfakerfisins fullyrtu þeg- ar kerfið var kynnt að greiðsluerfiðleikar myndu hverfa með tilkomu þess, einmitt vegna greiðslumatsins. Frá upphafi hefur fólk engu að síður stöðugt lent í greiðslu- erfiðleikum.“ verið of há. Hærri mörkin lágu tU grundvaUar ráðgjöf sein veitt var þúsundum fiölskyldna. Hópar fólks hafa um árabil á grundveUi greiðslumatsins verið fullvissaðir um að þeir réðu við lán sem nú eru talin þeim ofviða. Með því hefur húsbréfakerfið ýtt undir greiðsluerfiðleika. Hættan greiðslugeta sem hlutfaU af laun- um ætti að hækka með hækkandi launum.“ Hálaunamenn geta sam- kvæmt þessari kenningu ekki var- ið hærra hlutfaUi launa sinna til húsnæðiskaupa en þeir sem rétt hafa til hnífs og skeiðar! Stefán Ingólfsson Skoðanir annarra Sameiginlegt ægivald í bankamálum „Sameinaður Búnaðarbanki og Landsbanki yrði þvUíkt ægivald í íslensku fiármálalífi að ekki væri , hægt að sætta sig við slíkt. Það væri hvorki hægt að sætta sig við að slíkur banki yrði í eigu ríkisins né að hann yrði á síðari stigum seldur einkaaðilum. Aðrar og beri leiðir eru færar til að auka hag- kvæmni í íslensku fiármálalífi." Úr forystugein Viðskiptablaðsins 13. mars. Hlutleysi dómara „Engin ástæða er til þess að dómarar gegni stjórn- sýslustörfum þannig að hlutleysi þeirra sé dregið í efa. Þurfi á lögfróðum mönnum að halda til nefndar- starfa á vegum ríkisins, eða með sérfræðiþekkingu á einhverju sviði laga og réttar, er ákaflega einfalt að fá tU þess virta og hæfa lögfræðinga utan dómskerf- isins eða kennara við lagadeUd háskólans. Stjóm- völdum ber að fylgja fast fram meginmarkmiði rétt- arfarsbótanna, sem enn eru að festa rætur, og trygg- ir almenningi réttaröryggi, sem lengi hefur verið beðið eftir.“ Úr forystugrein Mbl. 13. mars. Kjaraviðræður á döfinni? „Ríkisstjórn íhalds og framsóknar hefur tvo val- kosti. í fyrsta lagi að opna á kjaraviðræður við opin- bera starfsmenn og ræða með beinum hætti hvernig mæta eigi skerðingu lífeyrisréttinda opinberra starfsmanna með hækkun kaups eða öðrum kjara- bótum. Hin leiðin er sú að helmingaskiptastjómin viðurkenni staðreyndir, gangist við þessu frum- hlaupi, og setji umrætt frumvarp niður í skúffu. . . . Síðarnefnda leiðin er sú eina rétta. Ríkisstjórnin á að hætta vð þetta feigðarflan." Guðmundur Árni Stefánsson í Alþbl. 14. mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.