Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1996, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1996, Blaðsíða 17
16 FÖSTUDAGUR 15. MARS 1996 FÖSTUDAGUR 15. MARS 1996 25 íþróttir Geir Hallsteinsson fyrrum landsliðsmaður. Geir Hallsteinsson: Reynsla mun ráða úrslitum íkvöld Úrslitakeppni Nissandeild- arinnar í handknattleik held- ur áfram í kvöld. Þá lýkur 8-liða úrslitunum með þremur oddaleikjum og eftir standa fjögur lið i barátt- unni um íslandsmeistaratitil- inn í handknattleik. Haukar og FH mætast í Hafnarfirði, KA og Selfoss á Akureyri og Stjarnan og Aft- urelding í Garðabæ. Haukarnir trekktir? „Einhvern veginn leggst leikur Hauka og FH þannig í mig að reynslan muni hafa mjög mikið að segja og ráða úrslitum," sagöi Geir Hall- steinsson handboltakappi i gærkvöldi er við báðum hann að spá fyrir um úrslit odda- leikjanna i kvöld. Geir þekkir vel til handboltans hér og er einn reyndasti og besti hand- knattleiksmaður sem ísland hefur átt. „Ef FH-ingar halda haus, nýta vítin, dauðafærin og loka hornunum þá vinna þeir Haukana með þremur mörk- um,“ sagði Geir og virtist ótrúlega rólegur og yfirvegað- ur. „Haukarnir verða mjög trekktir fyrir framan sína áhorfendur og reynsluleysi mun há þeim.“ KA vinnur Selfoss og Stjarnan Aftureldingu „Ég spái KA sigri gegn Sel- fossi, 3-4 marka sigri. KA er með töluvert betra liö en Sel- foss og þess vegna er ég viss um að KA fer áfram. Stjarnan vinnur Aftureldingu með 3-5 mörkum. Þetta verða alls staðar afgerandi sigrar og engar framlengingar," sagði Geir Hallsteinsson. -SK Alfreð og félagar í KA far áfram ef spá Geirs rætist. 26 og 27 Guðríður Guðjónsdóttir, íþróttamaður Reyukjavíkur 1995, með verðlaunin sem hún var vel að komin. Guðríður hefur um árabil verið ein fremsta handknattleikskona landsins. DV-Mynd Brynjar Gauti >tt hjá flavík jraði Njarðvík, 77-88 Haukar aö gefa eftir? - töpuðu gegn Grindavík, 74-84 hvort liðið var sterkara. Njarðvíking- ar voru að misnota auðveld færi, nokkuð sem þeir hafa ekki verið þekktir fyrir í vetur. Njarðvíkingar léku sem einstaklingar í leiknum og það gekk ekki gegn sterkri liðs- heild gestanna sem unnu mjög mikilvæg- an útisigur. Pressan er nú á Njarðvíkingum og næsti leikur er á heimavelli Keflvíkinga sem hafa örugglega eflst veulega við sigur- inn í Njarðvík. Lið Keflavíkur hef- ur varla leikið betur í vetur og virðist Jón Kr. vera með liðið í toppæfingu á réttum tíma. Dwight Stewart kom mörgum á óvart í gær- kvöldi með mjög góð- um leik fyrir Keflavík og er greinilegt að mikið býr í þessum ágæta leikmanni sem ekki er í mjög góðri æfingu. Hann náði að halda Rondey Robin- son við efnið og lék góðá vörn. Hjá Njarðvík átti Teitur Örlygsson góða spretti í fyrri hálfleik en lét leikmenn Kefla- víkur pirra sig of mik- ið og kom það niður á leik hans. Rondey átti í erfiðleikum lengst af með Stewart. „Þetta er byrjunin og það er frábært að byrja að vinna á þeirra heimavelli sem er mjög sterkur. Stemningin er til stað- ar í okkar liði og sjálfstraustið einnig og það minnkaði ekki eft- ir þennan leik. Okkur gekk mjög vel og Stewart passar mjög vel á móti Rondey og það á eftir að skipta miklu máli. Ef við náum að stöðva Teit eða Rondey erum við í mjög góðum málum,“ sagði Jón Kr. Gíslason, þjálfari og leikmaður Keflvíkinga. -ÆMK Auðvelt hjá Þrótti Nýkrýndir bikar- meistarar Þróttar í blaki karla unnu í gærkvöldi auðveld- an sigur á liði ÍS í leik liðanna í úrslita- keppninni í blaki. í kvennaflokki vann HK nauman sigur á liði Víkings í hörkuleik. Lokatölur urðu 3-2 og vann HK síðustu hrinuna 20-18. -SK Ekkert á Ítalíu t gær slitnaði upp úr viðræðum við leikmenn ítölsku 1. deildarinnar í knatt- spyrnu og verkfall leikmanna er því yf- irvofandi. Ekkert verður af þeim leikjum sem fyrirhugaðir voru um helgina. -SK „Við vorum hungraðir og viljinn var til staðar, sérstaklega í vörninni. Strákarnir eiga heiður skilinn fyrir það. Annars var liðsheildin mikil og góð og ég held að það hafi ráðið úrslitum hér í kvöld.” sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindvíkinga, eftir sigur á Haukum, 74-84, í hörku leik á Strandgötunni. Grindvíkingar hafa þar með tekið forskot í bar- áttu liðanna um að kom- ast í úrslitaleikinn. Grindvíkingar byrj- uðu leikinn hreint frá- bærlega og eftir rúmlega 3 mínútur var 10 stiga munur, 4-14, og hélst þessi munur fram yfir miðjan hálfleikinn. Mar- el Guðlaugsson fór á kostum á þessum kafla og gerði 15 stig og Rodn- ey Dobart var geysilega öflugur í vörninni. Á sama tíma gekk hvorki né rak í sóknarleik Haukanna og töpuðu þeir knettinum alls 7 sinnum klaufalega. Dobart fékk sína 3ju villu og fór af velli ásamt Marel og við það datt botninn úr leik liðsins. og Haukarnir náðu að minnka muninn fyrir leikhlé. Jason Williford, sem var yfirburðamaður í liði Hauka, fékk sína 4. villu eftir 3ja mínútna leik og gat eftir það ekki beitt sér sem skyldi í vörn- inni. Grindvíkingar gengu á lagið og spiluðu mikið inn á þá Dobart og Guðmund Bragason sem gerðu samtals 20 stig undir körfunni í síðari hálfleik. En Haukar voru ekki á því að gefa sig. Þrjár 3ja stiga körfur í röð breyttu stöðunni úr 45-52 í 54-52 og þeir komust yfir í fyrsta sinn í leiknum en það forskot stóð ekki nema í nokkrar mínútur. Grindvíkingar náðu aftur yfirhöndinni og minnstur varð mun- urinn 4 stig þegar mín- úta var til leiksloka en lengra komust Haukar ekki. „Þeir léku af mikilli ákefð og það er erfitt að stöðva lið sem hefur bæði góða menn inni og hittnar 3ja stiga skyttur en ef við náum að stöðva þetta getum við unnið þá hvar sem er,” sagði Reynir Kristjánsson, þjálfari Hauka. -ÞG Deildabikarinn í knattspyrnu: Fýrsti sigur Leiknis Leiknir frá Reykjavík sigraði 1. deildar lið Keflavíkur, 1-0, í nýju deildabikarkeppninni í knattspyrnu í gærkvöldi. Róbert Rafnsson skoraði sigurmark Leiknis sem vann 1. deildar lið í fyrsta skipti. Stjarnan vann Ægi 7-2 í gærkvöldi. Gaukur Sigurðsson og Ragnar Árnason skoruðu 2 mörk hvor fyrir Stjörnuna og þeir Rúnar P. Sigmundsson, Baldur Bjarnason og Valdimar Kristófersson eitt. einu stigi frá liðinu í 3. sæti og á tvo leiki til góða. -GH Blak: íþróttamaður Reykjavíkur 1995: Guðríður varð DV, Suðurnesjum: „Þeir voru betri en við í kvöld, voru ákveðnari og hittu bet- ur. Við vorum ekki eins ákveðnir og bar- áttuglaðir og við erum vanir að vera. Eftir að hafa sigrað í 19 leikj- um í röð kom að því að við misstum damp- inn,“ sagði Hrannar Hólm, þjálfari Njarð- víkinga, eftir ósigur í fyrsta leiknum gegn Keflavík í úrslita- keppni úrvalsdeildar- innar í körfuknattleik í gærkvöldi. Njarðvíkingar voru álitnir sigurstrang- legri fyrir leikinn enda léku þeir á heimavelli. Allir leik- menn Keflavíkur lögð- ust á eitt og það var ljóst frá fyrstu mínútu að Keflvíkingar ætl- uðu sér ekkert nema sigur. Leikurinn var lengst af mjög jafn og mátti ekki á milli sjá hlutskörpust Guðríður Guðjónsdóttir, handknattleikskona úr Fram, var í gær kjörin íþróttamaður Reykjavíkur fyrir árið 1995 i hófi sem íþróttabandalag Reykja- víkur efndi til að Höfða í gær. Guðríður'á glæsilegan íþróttaferil að baki sem handknattleiks- og knatt- spyrnukona. Hún hefur allan sinn feril leikið með Fram í handknattleik og leikið samtals 485 leiki með meistaraflokki félagsins. Hún á marga Islands- meistaratitla með félaginu, fimm sinnum hefur hún orðið meistari með Fram utanhúss, 11 sinnum innanhúss, bikarmeistari 10 sinnum og Reykja- víkurmeistari 5 sinnum. Auk þess hefur hún leikið 24 Evrópuleiki með Fram og verið lykilmaður í íslenska landsliðinu í mörg ár en hún á að baki 84 landsleiki. Þrisvar á ferli sínum hefur Guðriður verið valin besti leikmaður íslands- mótsins. Hún hefur getið sér gott orð fyrir þjálfun og náð glæsilegum ár- angri sem slíkur. Guðríður náði góðum árangri í knattspyrnunni en á árunum 1980-1986 varð hún fjórum sinnum íslandsmeistari með Fram og 3 sinnum bikarmeistari. Hún var valin í landsliðið og lék 7 fyrstu landsleiki íslands. Guðríður er komin af mikilli íþróttafjöldskyldu. Móðir hennar er Sigríður Sigurðardóttir, sem kosin var íþróttamaður ársins af íþróttafréttamönnum árið 1964, og er hún ein tveggja kvenna sem hampað hafa þeim titli. Sigríð- ur lék handknattleik með Val og landsliðinu. Faðir Guðríðar, Guðjón Jónsson, lék um árabil með Fram í handknattleik og knattspyrnu. Hann lék 25 landsleiki í handknattleik og 2 í knattspymu. Stjórn Afreks- og styrktarsjóðs Reykjavíkur veitti eftirtöldum félögum styrki: Handknattleiksdeild Fram 400.000, Blakdeild Víkings 300.000, Tennis- deild Þróttar 200.000, Borðtennisdeild Víkings 200.000, Skylmingafélagi Reykjavíkur 100.000, Knattspyrnudeild KR 400.000, Tafllfélagi Reykjavíkur 150.000, Knattspyrnudeild Vals 400.000, Listskautadeild SR 200.000, Skíða- deild ÍR 200.000, Karatefélaginu Þórshamar 150.000, knattspyrnudeild Vík- ings 200.000, Keiludeild KR 150.000, Tennisdeild Fjölnis 200,000, Körfuknatt- leiksdeild KR 200.000, Glímudeild KR 150.000, íþróttafélaginu Ösp 150.000 og Körfuknattleikdeild Leiknis 150.000. -GH MPi Helgi Jónas Guðfinnsson lék ágætlega með Grindvíkingum, skoraði þrjár þriggja stiga körfur og 14 stig alls. Hér smeygir hann sér framhjá Haukamanninum Þór Haraldssyni í gærkvöldi. DV-mynd Brynjar Gauti Iþróttafréttir eru einnig á bls. Gullit langbestur - á Bretlandseyjum, segja breskir sparksérfræðingar Breskir sparksérfræð- ingar, sem kalla ekki allt ömmu sína, halda ekki lengur vatni yfir snilli Hollendingsins Ruud Gullit hjá Chelsea og telja hann langbesta leikmann ensku úrvals- deildarinnar. Reyndar telja þeir Gullit einn besta ef ekki besta leikmann heims í dag og allt sem hol- lenskt er virðist falla Bretum mjög vel í geð Ruud Gullit, bestur á Bretlandseyjum? þessa dagana. Sumir þekktir sérfræðingar í breskri knattspyrnu segja að ef biblía knatt- spyrnumanna yrði skrif- uð í dag ætti hikstalaust að skrifa hana á hol- lensku. Það er ekki aðeins Gullit sem á hug allra Breta þessa dagana. Réttilega er bent á fjöl- marga aðra hollenska knattspyrnumenn sem eru að gera mjög góða hluti hjá félögum víðs vegar um heiminn. Þá er einnig hægt að tína til ótalmarga þjálfara sem virðast vera í fremstu röð. Og ekki sakar að minnast á lið Ajax sem án minnsta vafa er eitt öflugasta félagslið heims í dag. Chelsea er talið hafa dottið með hvin í lukku- pottinn með kaupunum á Gullit. Hann hefur smátt og smátt verið að koma upp sem leikmað- ur í vetur og virðist hafa mjög góð áhrif á með- spilara sína. Chelsea er í efri kanti ensku úrvals- deildarinnar og hefur ekki enn sagt sitt síð- asta orð í ensku bikar- keppninni. Hvort Gullit tekst að stýra Chelsea til enn frekari afreka í vetur kemur í ljós með hækk- andi sól en víst er aö sjálfur er Gullit mjög líklegur til að verða kos- inn knattspymumaður ársins. -SK ,Jón Kr. Gíslason, þjálfari og leikmaður Keflvíkinga grípur til örþrifaráða gegn einum Njarðvíkinganna í Njarðvík í gærkvöldi. Jón og félagar unnu mjög góðan sigur á heimavelli Njarðvíkinga og hafa tekið forystuna í viðureign liðanna úr Reykjanesbænum um réttinn til að leika til úrslita gegn Haukum eða Grindavík. DV-mynd Brynjar Gauti. Arnar aftur í meiðslum Arnar Gunnlaugsson er aftur kominn á sjúkralistann eftir 2-0 sigur á Dunkerque í frönsku 2. deildinni í knattspyrnu í fyrra- kvöld. Arnar, sem hefur átt í meiðslum síðustu þrjá mánuði, kom inn á og lék síðasta hálftím- ann. „Ég er úr leik í bili aftur þar sem meiðslin tóku sig upp að nýju. Þetta eru bólgur í hásin en þetta hlýtur seunt að vera eitt- hvað meira þar sem þetta er búið að vara í svo langan tíma,“ sagði Arnar við DV í gær. Eftir sigurinn er Sochaux komið upp í fjórða sætið og er komið að alvöru í topparáttuna. Þrjú efstu liðin komast í 1. deild- ina og er Sochaux Haukar - Grindavík (35 - 37) 74-84 0-5, 4-14, 11-14, 13-23, 20-30, 27-35, 33-35 (35-37), 41-43, 45-52, 54-52, 59-55, 59-03, 64-04, 64-71, 71-76, 74-78, 74-84. Stig Hauka: Jason Williford 28, Jón Amar Ingvarsson 12, Pétur Ingvarsson 10, ívar Ásgrímsson 10, Bergur Eðvarðsson 8, Þór Haraldsson 4, Sigfús Gizurarson 2. Stig Grindavikur: Marel Guðlaugsson 22, Rodney Dobart 20, Helgi Jónas Guðfinnsson 14, Guðmundur Bragason 11, Hjörtur Harðarson 9, Unndór Sigurðsson 6, Páll Axel Vilbergsson 2. Fráköst: Haukar 25, Grindavík 26. Flest fráköst Hauka: Williford 10, Jón Amar 5. Flest fráköst Grindavíkur: Dobart 9, Guðmundur 6. Flestar stoðsendingar Hauka: Jón Amar 3, Bergur 3. Flestar stoðsendingar Grindavikur: Hjörtur 8, Guðmund- ur 4. Varin skot: Þór 1 og Bergur 1 - Dobart 5. 3ja sdga körfur: Haukar 6/13, Grindavík 9/23. Vítanýting: Haukar 8/9, Grindavik 11/16. Dómarar: Kristinn Óskarsson og Aðalsteinn Hjartarson, mjög góðir. Áhorfendur: 608. Maður leiksins: Rodney Dobart, Grindavik. Njarðvík - Keflavík (39 - 46) 77-88 2-0,13-11,13-18,17-25, 26-25, 26-32 (39-46), 4346, 49-58, 56-58, 70-68, 70-75, 75-82, 75-87, 77-88. Stíg Njarðvíkur: Teitur Örlygsson 30, Rondey Robinson 20, Rúnar Ámason 8, Friðrik Ragnarsson 7, Jóhannes Kristbjömsson 6, Páll Kristinsson 2, Kristinn Einarsson 2, Sverrir Þór Sverrisson 2. Stíg Keflavíkur: Falur Harðarson 20, Albert Óskarsson 17, Dwight Stewart 14, Sigurður Ingimundarson 12, Jón Kr. Gíslason 10, Guðjón Skúlason 8, Davið Grissom 4, Elentínus Margeirsson 3. Fráköst: Njarðvík 33, Keflavík 37. Flest fráköst Njarðvíkur: Rondey 15, Páil 6. Flest fráköst Keflavíkur: Stewart 10, Albert 9. Flestar stoðsendingar Njarðvikur: Jóhannes 8, Teitur 4. Flestar stoðsendingar Keflavíkur: Falur 4, Guðjón 2. Varin skot: Jóhannes 1 - Grissom 2. 3ja stíga körfur: Njarðvík 5/18, Keflavik 8/20. Vítanýting: Njarðvík 8/13, Keflavík 10/13. Dómarar: Leifur S. Garðarsson og Helgi Bragason, sæmilegir. Áhorfendur: Um 600. Maður leiksins: Dwight Stewart, Keflavík. Stjarnan slapp fyrir horn Stjarnan mátti þakka fyrir að innbyrða sigur gegn spræku liði Vals í úr- slitakeppni kvenna í hand- knattleik í Ásgarði í gær- kvöldi. Stjarnan náði að síga fram úr Valsstúlkum á lokakafla leiksins og sigra 24-22. Staðan í leikhléi var 11-13 og Valur komst í 11-14 í upphafi síðari hálf- leiks en þá hrökk Stjarnan í gang. Nína K. Björnsdóttir, sem varð 19 ára í gær, skoraði 7 mörk fyrir Stjörnuna, Ragnheiður 6, Sigrún 5, Herdís 3, Guðný 2 og Margrét 1. Gerður Jóhannsdóttir skoraði 7 mörk fyrir Val, Björk 4, Sonja 3, Lilja 3, Kristjana 3, og Eyvör 2. Leik ÍBV og Víkings sem fara átti fram í gærkvöldi var frestað.-SK Sigfus meiddist Sigfús Gizurarson, leikmaður Hauka, meiddist nokkuð illa í leiknum gegn Grindavík í gærkvöldi. Óvíst er hvort hann getur leikið með Haukum gegn Grindavík á sunnudaginn. -ÞG/-SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.