Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1996, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 15. MARS 1996
33
LEIKFÉLAG
REYKJAVÍKUR
SÍMI 568-8000
STÓRA SVI6 KL. 20.00:
HIÐ UÓSA MAN
eftir íslandsklukku Halldórs
Laxness í leikgerð Bríetar
Héðinsdóttur
3. sýn. sund. 17/3, rauð kórt gilda,
örfá sæti laus, 4. sýn. fid. 21/3, blá kort
gilda, fáein sæti laus, 5. sýn. sud. 24/3,
gul kort gilda, örfá sæti laus.
ÍSLENSKA MAFÍAN
eftir Einar Kárason og Kjartan
Ragnarsson
Föd. 15/3, örfá sæti laus, lau. 23/3.
Sýningum fer fækkandi.
LÍNA LANGSOKKUR
eftir Astrid Lindgren
Sud. 17/3, fáein sæti laus, sud. 24/3.
Sýningum fer fækkandi.
STÓRA SVIð KL. 20:
VIÐ BORGUM EKKI,
VIÐ BORGUM EKKI
eftir Dario Fo
Laud. 16/3, uppselt, föst. 22/3, fáein
sæti laus,
Þú kaupir einn miða, færð tvo!
Samstarfsverkefni
við Leikfélag Reykjavikur:
Leikhópurinn Bandamenn sýna á litla
sviði kl. 20.30:
AMLÓÐA SAGA
eftir Svein Einarsson og leikhópinn.
Leikstjóri Sveinn Einarsson
Tónlist Guðni Franzson
Búningar Elín Edda Árnadóttir
Lýsing David Walters
Hreyfingar Nanna Ólafsdóttir
Sýningarstj. Ólafur Örn Thoroddsen
Leikarar: Borgar Garðarsson, Felix
Bergsson, Jakob Þór Einarsson,
Ragnheiður Elfa Arnardóttir, Stefán
Sturla Sigurjónsson og Þórunn
Magnea Magnúsdóttir.
Frumsýning lau. 16/3, uppselt 2.
sýn. sud. 17/3, 3. sýn. fid. 21/3.
Alheimsleikhúsið sýnir á
Litla sviði kl. 20.00:
KONUR SKELFA
toilet-drama eftir Hlín
Agnarsdóttur.
Mid. 20/3, uppselt, föd. 22/3, uppselt,
laud. 23/3, uppselt., sunnud. 24/3, örfá
sæti laus, miðv. 27/3, fáein sæti laus.
Barflugurnar sýna á
Leynibarnum kl. 20.30:
BAR PAR
eftir Jim Cartwright
Föd. 15/3 kl. 23.00, örfá sæti laus, 40
sýn. laud. 16/3, uppselt, lau. 16/3 kl.
23.30, uppselt, föd. 22/3, örfá sæti
laus, laud. 23/3 kl. 23.00.
Tónleikaröð LR
Á STÓRA SVIÐI KL. 20.30.
Þrd. 19/3, Schumania flytur Að nóttu -
sviðsettir dúettar Roberts Schumanns
í flutningi Jóhönnu Þórhallsdóttur,
Sigurðar Skagfjörð Steingrímssonar,
Jóhannesar Andreasen og Guðna
Franzsonar ásamt leikurunum Margréti
Vilhjálmsdóttur og Hilmi Snæ
Guðnasyni. Umsjón: Hlín Agnarsdóttir.
Miðaverð kr. 1.200.
HÖFUNDASMIÐJA LR
Laugardaginn 16. mars kl. 16.00.
Jónína Leósdóttir: Frátekið borð -
örlagaflétta f einum þætti. Miðaverð
kr. 500.-
Fyrir börnin: Línu-bolir og
Línupúsluspil.
Miðasalan er opin alla daga frá
kl. 13-20, nema mánudaga frá
kl. 13-17, auk þess er tekið á
móti miðapöntunum i síma
568-8000 alla virka daga frá
kl. 10-12.
Greiðslukortaþjónusta.
Gjafakortin okkar
- frábær tækifærisgjöf.
Leikfélag Reykjavíkur -
Borgarleikhús
Faxnúmer 568-0383.
••903« 5670 ••
V 25 kr. mlnúun. Ssma vsió fyni an
DV
Leikhús
Merming
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
STÓRA SVIölð KL. 20.00:
TRÖLLAKIRKJA
eftir Ólaf Gunnarsson í leikgerð
Þórunnar Sigurðardóttur.
5. sýn. á morgun, uppselt, 6. sýn. Id.
23/3, nokkur sæti laus, 7. sýn. fid. 28/3,
8. sýn. sud. 31/3.
ÞREK OG TÁR
eftir Ólaf Hauk Símonarson
í kvöld, uppselt, sud. 17/3, uppselt, fid.
21/3, nokkur sæti laus, föd. 22/3
uppselt, föd. 29/3, uppselt, 50. sýn. Id.
30/3 uppselt.
KARDEMOMMUBÆRINN
eftir Thorbjörn Egner
Á morgun, kl. 14.00, uppselt, sud. 17/3
kl. 14.00, uppselt, Id. 23/3 kl. 14.00,
nokkur sæti laus, sud. 24/3 kl. 14.00,
örfá sæti laus, sud. 24/3 kl. 17.00,
nokkur sæti laus, Id. 30/3, kl. 14.00,
örfá sæti laus, sud. 31/3 kl. 14.00,
nokkur sæti laus.
LISTDANSSKÓLIÍSLANDS
Nemendasýning þrd. 19/3 kl. 20.00.
LITLA SVIÐIÐ KL. 20.30.
KIRKJUGARÐSKLÚBBURINN
eftir ívan Menchell
Ld. 23/3, sud. 24/3, fid. 28/3, uppselt,
sud. 31/3, uppselt.
SMÍðAVERKSTÆAIð KL. 20.00:
LEIGJANDINN
eftir Simon Burke
Á morgun, nokkur sæti laus, Id. 23/3,
fid. 28/3, sud. 31/3. Fáar sýningar eftir.
Sýningin er ekki við hæfi barna.
Ekki er hægt að hleypa gestum inn í
salinn eftir að sýning hefst.
Cjafakort í leikhús -
sígila og skemmtileg gjöf!
Miðasalan er opin alla daga nema
mánudaga frá kl. 13.00-18.00 og
fram að sýningu sýningardaga.
Einnig símaþjónusta frá kl. 10.00
virka daga.
Greiðslukortaþjónusta.
Fax: 561 1200
SÍMI MlðASÖLU: 551 1200
SÍMI SKRIFSTOFU: 551 1204
VELKOMIN í ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ!
Vinsælasti rokksöngleikur
allra tíma
Sexý, fyndin og dundrandi
kvöldskemmtun.
ROCKY HORROR
Þeir sem áttu miða á sýningu 9. mars
vinsamlega hafið sambandi við miðasölu.
LOKASÝNING
föstudaginn 15. mars, kl. 23.30.
Miðasala opin mánud. - föstud. kl. 13-19.
Loftkastalinn
Héðinshúsinu v/Vesturgötu
Sími 552-3000
Fax 562-6775.
Sálnaveiðar
Það rifjaðist upp fyrir mér gamall
rútubilaslagari á frumsýningu
Kaffileikhússins á Englinum og hór-
unni. Leikritið er frá 1992 eftir unga
konu í Los Angeles, Lesley Ann
Kent að nafni, og mun vera hennar
fyrsta verk. Ekki hefur hún heyrt
sönginn um hana Kötu litlu í Koti
en líkingin er samt sláandi.
Þó að dægurtextinn gæti allt eins
verið frá annarri plánetu sannast
hér enn einu sinni að „hjörtum
mannanna svipar saman i Súdan og
Grímsnesinu".
Tálkvendi stórborgarinnar er að
vísu komið langan veg frá heitu
kossunum hennar Kötu en þær eru
samt skyldari en í fljótheitum kann
að virðast. Báðar leika sér að eldin-
um og eru dæmdar til að brenna
upp til agna áður en yfir lýkur.
Hóran er einhvers konar hefndar-
engill sem notar kynþokkann til að
húkka sér karlmenn. En tilgangur-
inn er ekki sá að verða sér úti um
peninga heldur eru þetta einhvers
konar sálnaveiðar.
Þegar hún hefur náð yfirtökunum
og fórnarlambið er fallið fyrir henni
kastar hún hráðinni frá sér með
bros á vör og snýr sér að þeirri
næstu. Þetta gengur upp þangað til
hún hittir fyrir ofjarl sinn, mann
sem leikur sama leik. Nú er það
hún sem verður ástfangin og þar
með eru örlög hennar ráðin.
Mér fannst textinn sjálfur ekki
sæta stórum tíðindum, hann var
fremur fyrirsjáanlegur og það vant-
aði einhvern sterkari hljómbotn í
persónuna. En leikræn útfærsla er
sniðug þannig að meira verður úr
verkinu en til stendur.
Leikstjórinn, Jón Einars. Gústafs-
son, fer þá leið að skipta eintalinu á
milli þriggja leikkvenna og hver
þeirra túlkar ákveðinn þátt í skap-
gerð gleðikonunnar. Ein stendur
fyrir hörkuna og töffaraskapinn
(Bryndís Petra Bragadóttir), önnur
fyrir meiri jarðtengingu (Ragnhild-
ur Rúriksdóttir) og hin þriðja túlk-
ar mjúku hliðina á persónunni
(Bergljót Amalds).
Leikkonurnar sýna ágætan sam-
Bryndfs Petra Bragadóttir i hlutverki sínu í uppfærslu Kaffileikhússins á
Englinum og hórunni.
leik - sem er fyrir öllu eins og mál-
ið er upp sett. Þær eru ólíkar í útliti
og hver með sín persónueinkenni
en slá þrátt fyrir það einhvern tón
sem gengur upp. Þrátt fyrir þessa
grófu skiptingu á milli þeirra þurfa
þær engu að síður að sannfæra
Leiklist
AuðurEydal
áhorfandann um að þarna sé ein og
sama manneskjan að tala og allt
rennur þetta saman á köntunum.
Leikstjórinn þreytir hér
frumraun sína í íslensku leikhúsi
og nær góðum tengslum við
leikkonurnar. Bestu kaflarnir era
þar sem einfaldleikinn fær að njóta
sín en stundum brá fyrir stælum
sem voru óþarfi og spiiltu heildar-
myndinni frekar en að styrkja hana.
Textinn er brotinn upp með dans-
atriðum á nokkrum stöðum og þar
túlkar Lára Stefánsdóttir á drama-
tískan hátt það sem orð fá ekki tjáð.
Sálarangist og innri barátta persón-
unnar verða sýnileg i dansinum og
þessi atriði voru sterk og grípandi.
Sviðsmunum er haganlega fyrir
komið í því litla rými sem býðst í
Kaffileikhúsinu og búningar voru
skemmtilega valdir saman.
„Einu sinn var ég hóra - og það
var gaman“ eru upphafsorð verks-
ins. En þó að í fyrstu megi halda að
þarna sé komin hin sanna gleðikona
afhjúpar textinn að hún er bæði sár
og þreytt - og umfram allt einmana
í stórborginni.
Sýningin á vel heima í Kaffileik-
húsinu. Það er fróðlegt að sjá þetta
nýja erlenda verk á sama tíma og
Höfundasmiðjan er í gangi uppi í
Borgarleikhúsi og bera saman hvað
ungir höfundar eru að segja þar og
hér.
Kaffileikhúsið sýnir t Hlaðvarpanum:
Engilinn og hóruna
eftir Lesley Ann Kent
Dansari: Lára Stefánsdóttir
Ljósahönnun og tæknistjórn: Björg-
vin Franz Gíslason
Leikmynd: Þorgerður Sigurðardóttir
Þýðing: Didda Jónsdóttir
Leikstjóri: Jón Einars. Gústafsson
hljómtækjasamstæða SC CH72
Samstæða með 3diska spilara,
kassettutæki, 140W.surround
magnara, tónjafnara, útvarpi,
hátölurum og fjarstýringu.
Tilkynningar
Sýning Stígamóta
„Þvottur á snúru“
Laugardaginn 16. mars kl. 15, erindi
sem móðir flytur um reynslu sína.
Kl. 15.30 einleikur, „Þá mun engin
skuggi vera til“ eftir Kolbrúnu Ernu
Pétursd., og Björgu Gíslad., leik-
stjóri er Hlín Agnarsd. Sunnudag-
inn 17. mars kl. 16, Guðbjörg Linda
Rafnsdóttir og Stefanía Traustad.,
gera grein fyrir aðdraganda og
framkvæmd könnunar um kynferð-
islega áreitni á vinnustað.
Félag ekkjufólks
og fráskilinna
Fundur föstudaginn 15. mars kl.
20.301 Risinu á Hverfisgötu. Nýir fé-
lagar velkomnir.
Fermingar
Höfum sali
til leigu /1
fyrir
fermingar
tiÓTfl fgíÁND
5687111
JAPISS
BRAUTARHOLTI 06 KRINGLUNNI
Tilbr
í Galle
Grei
Myndlistarkonan Kristín Blöndal opnar á morgun málverkasýningu í Gallerí
Greip að Hverfisgötu sem nefnist Tilbrigði. Kristín er með fjögur stór olíu-
málverk á sýningunni auk nokkurra smærri mynda. Þetta er sjötta einkasýn-
ing Kristínar en hún tekið þátt í tveimur samsýningum. Þema sýningarinnar
í Gallerí Greip, sem stendur til 31. mars, er hvort konan getur sleppt þeim
þráðum sem hún heldur í. DV-mynd GS
FORD ECONOLINE
1992
ekinn
34 þús.
km.
Vínrauður, litað gler, opnanlegar hliðar- og
afturrúður, samlæsingar, cruisecontrol, 300 cc,
sjálfsk., rafdrifnar rúður, splittað drif,
sæti fyrir 10, veltistýri, líknarbelgur o.fl.
Bíll í sérflokki.
Upplýsingar hjá Bílaþingi Heklu
í síma 569-5660 eða Gunnlaugi
í síma 561-6559