Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1996, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 15. MARS 1996 Fréttir Frumvarpið um Atvinnuleysistryggingasjóð: Það er ekki tekið á hinum raunverulega vanda - segir Pétur Sigurðsson, formaður stjórnar sjóðsins „Mér líst ekki of vel á það sem ég hef heyrt og séð af þessu frumvarpi. Ef menn hefðu verið að taka á og koma í veg fyrir misnotkun á at- vinnuleysisbótunum þá hefði ég fagnað því. Það er hins vegar ekkert um það að fmna í þessu frumvarpi. Það er gríðarleg misnotkun í þessu kerfi og það hefur legið fyrir alla tíð. Það hefur aldrei fengist umræða um það. Þetta er of pólitískt við- kvæmt mál til þess að menn hafi viljað ræða það. Það kemur síðan niður á þeim sem eru raunverulega atvinnulausir. Það er dregið af þeim vegna misnotkunarinnar," sagði Pétur Sigurðsson, forsetj Alþýðu- sambands Vestfjarða og formaður stjórnar Atvinnuleysistrygginga- sjóðs, i samtali við DV um boðað frumvarp til laga um Atvinnuleysis- tryggingasjóð . Hann nefnir sem dæmi að eitt þúsund verslunarmenn séu skráðir atvinnulausir en segist ekki vita til að samdráttur hafi átt sér stað í þeirri atvinnugrein. Hluti þess sé auðvitað vegna lágra launa. „Það borgar sig ekki fyrir alla að vinna. Kona með 2 til 3 börn, sem þarf að greiða fyrir þau á dagheim- ili og vinnur á kassa í Hagkaupi fyr- ir 60 þúsund krónur á mánuði, kem- ur miklu betur út úr því að vinna ekki og fá atvinnuieysisbætur. Hún gætir þá sjálf sinna bama og fær 50 þúsund krónur í atvinnuleysisbæt- ur,“ segir Pétur. Hann bendir líka á þá sem eru í svokallaðri svartri vinnu sem er úti um allt og í mörgum greinum. Þeir eru líka á atvinnuleysisbótum. „Að fara með aldurinn upp í 18 ár, miðað við að það séu ekki fleiri úrlausnir í atvinnumálum fyrir ungt fólk, það er skekkja að mínum dómi. Það þýðir að skólafólki, sem kemur á vinnumarkaðinn á vorin en fær ekki vinnu, er vísað á foreld- rana til að draga fram lífið. Varð- andi það ákvæði að enginn geti fengið atvinnuleysisbætur lengur en 3 ár, sé hann atvinnulaus allan þann tíma, þá spyr maður hvort vænta megi einhverra skylduúr- ræða til sveitarfélaga eða annarra stofnana til að bjarga því fólki frá atvinnuleysi sem búið er að vera at- vinnulaust í 3 ár. Sé svo þá er það besta mál sem komiö hefur upp á Norðurlöndum síðustu áratugina að mínum dómi. En að reka fólk bara út af skrá eftir einhvern ákveðinn tíma gengur einfaldlega ekki. Það er engin lausn að setja fólk á guð og gaddinn. Hitt er svo annað mál að fólk á ekki að þurfa að vera at- vinnulaust í 3 ár. Það er það sem menn eiga að glíma við en ég sé hins vegar enga lausn á því í frum- varpinu," segir Pétur Sigurðsson -S.dór Frumvarpið um Atvinnuleysistryggingasjóð: Skylduvirkni á aðdraga verulega úr misnotkun - segir Hjálmar Arnason alþingismaður „Ég er því algerlega ósammála að ekki sé tekið á misnotkuninni á at- vinnuleysistryggingabótunum í þessu frumvarpi," sagði Hjálmar Ámason alþingismaður en hann er formaður þeirrar nefndar sem samdi frumvarpið um Atvinnuleys- istryggingasjóðinn. Hann segir að meginmarkmiðin með frumvarpinu séu þrjú. „Það er í fyrsta lagi að gera vin- numiölun skilvirka, sem hún er ekki almennt i dag, með undantekn- ingum. Það teljum við að náist með frumvarpinu um vinnumarkaðsað- gerðir. Annað markmið er að koma í veg fyrir niðurbrot einstaklings- ins. Það er gert með iðju, að láta einstaklinginn leggja fram vinnu gegn bótum. Með ákvæðinu um skylduvirkni er verið að taka á þriðja atriðinu sem er að draga úr möguleikum á misnotkun kerfisins. Með skylduvirkninni ber fólki á at- vinnuleysisbótum að mæta daglega til þeirra starfa sem skylduvirknin segir til um. Sá sem ekki mætir missir bæturnar. Þannig að sá sem ætlar að vinna svart en þiggja bæt- ur getur það ekki. Með skylduvirkn- inni er verið að koma í veg fyrir það alvarlega niðurbrot einstaklingsins sem fylgir atvinnuleysinu og um leið að draga verulega úr möguleik- um til misnotkunar kerfisins," segir Hjálmar. Misnotkun atvinnuleysisbóta- kerfisins í sambandi við fólk í fisk- iðnaði hefur verið mjög í umræð- unni undanfarin misseri í tengslum við fastráðningu og hráefnisskort. Hjálmar sagði að þar um giltu önn- ur lög, sérlög um fastráðningu starfsfólks í fiskvinnslu. „Um breytingar á þeim lögum náðist ekki samstaða í nefndinni þannig að hún gerir ekki tillögur til breytinga á þeim. Mín skoðun á þeim lögum er sú að það sé alveg út í hött að vera með slík ákvæði. Það eigi að gera þá kröfu til fiskvinnslu- stöðva að þær ráði starfsfólkið allt árið. Þeir sem ekki geta staðið und- ir því hafi tæpast burði til að standa í rekstri," sagði Hjáimar Árnason. -S.dór Reykjanesbær markaðssettur sem körfuboltabær DV, Suöurnesjum: „Það er fyrst og fremst verið að markaðssetja Reykjanesbæ sem körfuboltabæ. Bæði Keflavík og Njarðvík eru frægir bæir sem slikir en Reykjanesbær er ekki þekktur fyrir neitt nema sameininguna," sagði Stefán Bjarkason, íþrótta- og tómstundafulltrúi Reykjanesbæjar. Vegna góðs árangurs körfuknatt- leiksliða bæjarins í karla- og kvennaflokkum hefur bæjarráð Reykjanesbæjar ákveðið í samráði við íþróttafélögin að vikan 13.-21. mars verði opinber körfuboltavika Reykjanesbæjar. Félagsfánar munu blakta við hún við bæjarskrifstof- unnar alla vikuna og körfuboltafólk í Keflavík og Njarðvík mun kynna íþróttina með heimsóknum víða um bæinn. Þá hvetja bæjaryfirvöld bæj- arbúa til að styðja lið sín dyggilega. Myndum af stjörnunum verður dreift og 70 körfuboltar gefnir áhorf- endum meðan leikir standa yfir. „Bæði liðin, Keflavík og Njarðvík, verða saman í kynningunni. Áhersla verður lögð á keppni innan vallar en um leið og leik lýkur eru allir bæjarbúar félagar i Reykjanes- bæ,“ sagði Stefán. -ÆMK V »rff | !.-'l W. : ! : f jLnjfy mjjal Hj! Sigrún Pálína var mætt ásamt manni sínum á þingpalla í gær þegar umræðan um kynferðlslega áreitni var til um- ræðu. DV-mynd GVA Utandagskrárumræöa á Alþingi um kynferöislega áreitni: Vanmáttur kirkjunnar hefur verið átakanlegur - sagöi Guöný Guöbjörnsdóttir, þingkona Kvennalistans í gær fór fram á Alþingi utandag- skrárumræða um kynferðislega áreitni. Það var Guðný Guðbjörns- dóttir, þingkona Kvennalista, sem hóf umræðuna. Hún sagði umræð- una um kynferðislega áreitni ekki hafa farið fram hjá neinum vegna þess erfiða máls sem uppi er og skipt hefur þjóðinni og þjóðkirkj- unni í fylkingar. Hún nefndi líka dæmi um kynferðislega áreitni úr Háskóla íslands. Hún sagði að um- ræðan um þessi mál væri nú fyrst að koma upp á yfirborðið hér á landi. Viðbrögðin væru svipuð og þegar umræðan um heimilisofbeldi og sifiaspell kom fyrst upp á yfir- borðið hér á landi. Vanmáttur kirkjunnar Hún sagði að hér á landi væri hvergi að finna í lögum skilgrein- ingu á því hvað væri kynferðisleg áreitni. „Vanmáttur kirkjunnar til að taka á máli málanna þessa dagana hefur verið átakanlegur. í fyrsta lagi stöðvaðist alvarlegasta málið hjá sóknarprestum sem ekki vildu koma því í viðeigandi farveg. í öðru lagi er málið fyrnt að lögum og rík- issaksóknari taldi sig ekkert geta aðhafst. í þriðja lagi gat siðanefnd kirkjunnar ekkert gert vegna þess að reglur hennar kveða á um að að- eins sé fjallað um mál sem sé yngra en eins árs og aðrar stofnanir kirkj- unnar hafa ekki reynst megnugar að taka á þessu máli. í fjórða lagi taldi kirkjumálaráðherra ekki rétt að taka á málinu. Afleiðingin er sú að hvorki verð- ur sannað sakleysi biskups né sekt og viðkomandi konur sitja uppi með áburð um að þær fari með rangt mál. Þessi staða er fullkomlega óviðunandi fyrir viðkomandi kon- ur, fyrir biskupinn, fyrir þjóðkirkj- una og fyrir þjóðina alla,“ sagði Guðný Guðbjörnsdóttir. Hún spuröi síðan forætisráðherra nokkurra spurninga sem snertu það hvort eitthvað hefði verið gert eða verið væri að gera eitthvað í opin- berum stofnunum vegna þessara mála og hvort lagalegri hlið þeirra sé nægjanlega sinnt í hegningarlög- unum. Erfið sönnunarstaða Davíð Oddsson forsætisráðherra sagðist ætla að ræða málið almennt en ekki einstök mál sem kunna að vera í umræðunni I þjóðfélaginu. Hann ræddi síðan um lagalega hlið og lagagreinar sem varða kyn- ferðisglæpi hér á landi. Hann benti líka á að sönnunarstaðan varðandi kynferðislega áreitni væri mjög erf- ið og tengd huglægri afstöðu þoland- ans. Hann sagðist tímans vegna ekki geta svarað öllum þeim spurningum sem málshefjandi hefði beint til sín. Setja þarf skýrar reglur „En ég vil segja það að ég tel rétt að þingið og ríkisvaldið taki þátt í því að leitast við að marka skýrar reglur sem um þetta megi gilda. Það er ekki vafi á því að málum af þessu tagi hefur of lengi ekki verið sýnd- ur nægilegur skilningur. Um leið þarf að ganga fram af varfærni og ofstækislaust svo málið fari ekki illa,“ sagði Davið Oddsson. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.