Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1996, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1996, Blaðsíða 28
Verða íslendingar ofbeldisfullir þegar þeir setjast undir stýri á bíl? Jafnvel keyrt á næsta mann „Þú kemur ekki í kjörbúðina í dag með kerruna og þröngvar þér fram fyrir röðina og keyrir jafnvel á næsta mann bara af því að þú ert að flýta þér.“ Guðbrandur Bogason, um hvað leyfist í bílaumferðinni, í DV.“ Síðustu forvöð Það er að bera í bakkafullan lækinn að ræða um Davíð Odds- son. En nú eru síðustu forvöð. Ef hann verður kosinn forseti má enginn hvorki hafa skoðun á honum né verkum hans.“ Guðbergur Bergsson, í DV. Ummæli Annað mátti en hitt ekki „Það er greinilegt að annað liðið mátti brjóta en hitt ekki.“ Viggó Sigurðsson, um dómgæslu, í Morgunblaðinu. Detta á rassinn gaman- mynd „Þetta er ekki svona detta á rassinn gamanmynd." Ásdís Thoroddsen, um nýja kvikmynd sína, í Alþýðublaðinu. Undarlegt ef satt er „Það er afar undarlegt ef upp- sögn Viðars Eggertssonar kemur Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur á óvart.“ Jón Hjartarson leikari, í DV. Súkkulaði var mikið notað í drykki á síðustu öld. Uppruni súkkulaðisins Súkkulaði er freistandi sæl- gæti fyrir flestalla og þótt fólk geri sér grein fyrir því að það er enginn kjörfæða þá neita ekki margir þegar boðið er upp á súkkulaði í þeirri fjölbreyttu mynd sem það er nú framleitt í Blessuð veröldin dag. Það var Svisslendingurinn Francois-Lois Cailler sem bjó til fyrstu súkkulaðiplötuna árið 1819, þá var hann 23 ára. Það voru svo Frakkar sem fóru fyrst að búa til súkkulaði í verksmiðj- um eftir að uppskriftin hafði borist til þeirra eftir krókaleið- um frá hinum nýja heimi í vestri. En þeir notuðu súkkulað- ið lengi nánast eingöngu til að gera heita drykki en ekki beint til neyslu. 36 / FÖSTUDAGUR 15. MARS 1996 Allhvasst sunnanlands Norðvestur af írlandi er 990 mb lægð sem hreyflst norðvestur. Yfir Kólaskaga er víðáttumikil 1050 mb lægð. í dag verður austan og suð- austan kaldi eða stinningskaldi en víða allhvasst sunnanlands. Rigning Veðrið í dag eða skúrir um landið sunnan- og austanvert en úrkomulítið annars- staðar. Hiti verður á bilinu 2 til 7 stig. Á höfuðborgarsvæðinu er aust- an kaldi eða stinningskaldi og rign- ing með köflum. Hitinn frá 2 upp í 6 stig. Sólarlag í Reykjavík: 19.30. Sólarupprás á morgun: 7.42. Síðdegisflóð í Reykjavík: 15.17. Árdegisflóð á morgun: 3.54. Heimild: Almanak Háskólans. Veðriö kl. 6 í morgun: Akureyri alskýjaö 4 Akurnes rigning 4 Bergsstaðir alskýjaö 4 Bolungarvik skúr á síö.kls. 5 Egilsstaóir rigning og súld 2 Keflavíkurflugv. rigning og súlsd 3 Kirkjubkl. alskýjaö 3 Raufarhöfn alskýjaó 3 Reykjavík alskýjað 4 Stórhöföi rigning 4 Helsinki skýjaó -5 Kaupmannah. þoklmóöa -1 Ósló snjók. d síö.kls. -1 Stokkhólmur léttskýjaö -3 Þórshöfn alskýjað 4 Amsterdam þokumóöa 0 Barcelona skýjaö 10 Chicago þokumóóa 3 Frankfurt mistur -1 Glasgoui mistur 2 Hamborg mistur 1 London mistur 1 Los Angeles léttskýjaó 14 Lúxemborg skýjaó 1 Paris þokumóóa 6 Róm þokumóóa 10 Mallorca léttskýjaö 2 Nice rign. á síó.kls. 11 Nuuk léttskýjaó -11 Orlando heiöskírt 12 Vín léttskýjaö 0 Washington skýjaö 10 Winnipeg léttskýjaö -4 5m 3*x n 2„ - yÆ{ % 3° 4° Veðrið kl. 6 í morgun Sigurður Flosason saxófónleikari: Góð reynsla að leika einleik með Sinfóníunni Hinn kunni saxófónleikari, Sig- urður Flosason, verður einleikari með Sinfóníuhljómsveit íslands í tónleikaröð sem nefnist Tónlist fyrir alla. Verður hann einleikari í verkinu Zones sem er eftir Ulf Adáker og er það sérstaklega samið fyrir Sigurð. Frumflutning- ur verður í Kópavogi á morgun. Það er óvanalegt að einleikshljóð- færi á Sinfóníutónleikum sé saxó- fónn og var Sigurður spurður um verkið og tilurð þess: „Verkið er konsert fyrir saxófón og strengjasveit, Adáker er sænsk- ur trompetleikari og tónskáld sem hefur skrifað mikið fyrir stórsveit sænska útvarpsins og hefúr sveit- Maður dagsins in leikið inn á nokkrar plötur tón- list hans. Við erum búnir að þekkjast í ein fimm ár og bralla ýmislegt saman, bæði hér heima og erlendis, og lék hann meðal annars inn á plötu mína, Gengið á lagið. Það var svo fyrir tveimur árum að upp kom sú hugmynd að hann skrifaði fyrir mig verk. Það var leitað til Sinfóníuhljómsveitar íslands um að frumflytja verkið og Sigurður Flosason. þar á bæ var þessu vel tekið. Verk- ið sjálft tekur um hálftíma í flutn- ingi og er á mörkum djass og klassískrar tónlistar. Það sem hljómsveitin. spilar er allt skrifað en minn hluti er bæði skrifaður og spunninn. Sigurður var spurður hvort um yrði að ræða flutning á verkinu er- lendis: „Við erum byrjaðir að leggja drög að því að koma þessu inn á hljómsveitir í Svíþjóð en hvort það gengur eftir er ekki klárt enn þá og svo er einnig ver- ið að athuga með útgáfu á verkinu á plötu.“ Sigurður sagði að verkið væri krefjandi og hann væri búinn að undirbúa sig nokkuð lengi: „Það er mikil og góð reynsla fyrir mig að spila einleik með stórri strengjasveit. Ég hef spilaði með Sinfónlunni áður en þá yfirleitt sem hluti af hljómsveitinni en einnig verið með smærri ein- leikskafla." Sigurður hefur unnið jöfhum höndum hér heima og erlendis og er skemmst að minnast samstarfs hans og breska trompetleikarans Guy Barkers en Sigurður lék með honum inn á plötu sem tilnefnd var til verölauna og var valin ein af fimmtíu bestu plötum á Bret- landseyjum í fyrra. í kjölfarið fylgdi tónleikaferð vítt og breitt um England. Hjá Sigurði eru fram undan tónleikar á listahátíð: „Ég verð á þessum tónleimum meö eig- in hljómsveit og leik eigin tónlist og er þessa dagana að semja fyrir þá og ráða menn í sveitina en ég reikna með að fá einhverja Banda- ríkjamenn í sveitina ásamt spilur- um frá Norðurlöndunum. Sigurð- ur Flosason er fjölskyldumaður og heitir eiginkona hans Vilborg Anna Bjömsdóttir og eiga þau tvö börn. -HK Þriðja viðureign FH og Hauka Enn er ekki útkljáð hvaða lið fara í undanúrslitin í 1. deild karla í handboltanum. Aðeins Valur er búinn að tryggja sér sæti en þriðju viðureignina þarf hjá öðrum liðum. í kvöld ræðst hverjir leika í undanúrslitum. í Hafnarflrði mætast Hafnarfjarð- íþróttir arliðin Haukar og FH og er leik- ið í Strandgötunni, heimavelli Hauka, en það er ekki víst að það komi þeim til góða þar sem þeir töpuðu á heimavelli í fyrsta leiknum en unnu svo í Kaplakrikanum. Á Akureyri leika KA og Selfoss. Flestir áttu von á að KA ynni Selfoss auð- veldlega en reyndin hefur orðið önnur og leikirnir verið mjög tvísýnir. Þriðji leikurinn er svo viðureign Stjörnunar og Aftur- eldingar í Garðabæ. Leikirnir hefjast kl. 20.00, nema leikur Hauka og FH, sem hefst kl. 20.30. TÓNLISTARKROSSGÁTAN NR. 103 s 8 9 10 II 12 Lausnir sendist til: Rásar 2 Efstaleiti 1 150 Reykjavík Merkt: Tónlistarkrossgátan Bridge Sveit Zia Mahmood náði að sigra í hinni sterku Vanderbilt-sveita- keppni í Bandaríkjunum. Meðlimir í sveit Zia voru Rosenberg, Deutsch, Martell og Stansby. Að áliti margra var þetta spil mótsins sem kom fyr- ir í leik Zia við sveit Nicks Nickells sem varð í öðru sæti: a 83 V 743 ♦ Á109742 * 84 4 DG42 * 9 * K8 * ÁKG963 * AK96 10862 * G5 * D52 Norður Austur Suður Vestur Hamman Rosenb. Wolff Zia pass 1 pass 1 pass 1 pass 2 Dobl 3 pass 3 pass 3G p/h Útspil Wolffs var tígulgosi og Ros- enberg ákvað að gefa þann slag til að slíta samganginn. Ef Wolff hefði spilað aftur tígli hefði sagnhafi hugsanlega fundið að spila spaða (vegna þess að Hamman opnaði ekki). En Wolff spilaði hjarta í öðr- um slag. Rosenberg lagðist í 6 mín. dvala og spilaði þannig; tók öll hjörtun og henti spaða og þremur laufum heima. Suður neyddist til að henda spaða. Þá kom spaði á drottn- ingu í þessari stöðu: * 83 M -- * A109 4 84 —N— * DG4 v *:-K- s * ÁKG * ÁK9 * -- ♦ 5 * D52 * 1075 -- * D6 * 107 * 1075 ÁKDG5 * D63 * 107 Wolff drap á ás og spilaði spaðan- íunni í von um gosann hjá Hamm- an. Rosenberg drap á gosa og spilaði tígulkóng. Hamman drap og spilaði laufi en Rosenberg drap á ás og spil- aði spaða og Wolff varð að spila upp í laufgaffalinn. Isak Öm Sigurösson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.