Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1996, Qupperneq 10
10
LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1996
Tvö bíó voru í harðri samkeppni í Hafnarfirði á blómatíma kvikmyndanna:
Rútumar streymdu í bæinn
með fólk á leið í bíó
Hafnarfjörður á sér langa sögu
sem blóbær og margir Hafnfiröing-
ar muna eftir því þegar heilu stræt-
isvagnarnir keyrðu suður í Hafnar-
fjörð úr Reykjavík fullir af prúð-
búnu fólki á leið á evrópskar og
skandinaviskar stórmyndir og á
vinsælustu myndirnar komu rútur
alla leið frá Selfossi og öðrum þétt-
býlisstöðum í nágrenninu. í þá daga
voru sýndar myndir í tveimur bíó-
um við Strandgötuna, Hafnarfjarð-
arbíói, sem oft var kallað Árnabíó,
og Bæjarbíói, sem Hafnarfjarðar-
bær rak.
Bæjarbíó er að mestu leyti enn í
upprunalegu horfi en Hafnarfjarðar-
bíó er því miður ekki svipur hjá
sjón. Árni Þorsteinsson trésmiður
stofnsetti Hafnarfjaröarbíó árið 1914
þegar hann keypti ibúðarhús við
Kirkjuveg í Hafnarfirði, lét rífa það
og byggja nýtt bíó sem hann starf-
rækti árum saman, eða fram til 1943
þegar bíóið var flutt í stórhýsi við
Strandgötuna. í gamla bíóinu voru í
byrjun sýndar þöglar myndir, oftast
fengnar frá bíóunum í Reykjavík,
við undirleik píanóleikara.
Sonur Árna, Niels, tók við bíó-
rekstrinum að fóður sínum látnum
og rak fram til 1987 að hann seldi
Hafnarfjarðarbæ húsið og lóðina. í
dag eru starfræktar verslanir og
skemmtistaður í húsnæðinu. Bönd-
in við bíóbransann eru því að miklu
leyti rofin en Níels á þó enn ýmsa
muni úr sýningarhaldinu, til dæmis
gömul bíóprógrömm, sem voru
prentuð fyrir hverja mynd, og svo
átti hann elstu sýningarvélina á
landinu sem faðir hans fékk árið
1914. Vélinni var því miður stoliö í
innbroti í hús Níelsar í Reykjavík
fyrir nokkrum árum.
Gekk í
öll störf
Níels Árnason bíóstjóri er nokk-
urs konar þjóðsagnapersóna í Hafn-
arfirði og órjúfanlegur hluti af bíó-
sögu bæjarins. Eftir að bíóið var
flutt á Strandgötuna rak Níels bíóið
á neðstu hæð hússins en bjó sjálfur
á efstu hæð. Hann gekk í öll störf í
bíóinu, seldi miða, fór svo og reif af
miðunum, seldi sælgæti og vísaði í
sæti. Hann hafði þó yfirleitt ein-
hverja aðstoð, miðasölustúlku og
sýningarstjóra, og héldu þau bíóinu
opnu þegar Níels sigldi til Danmerk-
ur til að kaupa inn myndir en Dan-
ir höfðu einkarétt á öllum myndum
til íslands.
Níels segist hafa flutt inn myndir
frá 1951 til 1967 að sjónvarpið hóf út-
sendingar. Á þeim tíma frumsýndi
hann margar af helstu stórmyndum
kvikmyndasögunnar og ýmsar fjöl-
skyldumyndir með frægustu leikur-
um Norðurlanda, til dæmis Max
von Sydow, Ingrid Bergman, Viktor
Sjöström, Ingrid Thulin, Gunnar
Björnstrand, Bibi Andersson og
fleiri frægum leikurum. Níels frum-
sýndi til dæmis 14 myndir Ingmars
Bergmans.
Biskup skrifaði
góða umsögn
Meðal þeirra mynda Bergmans
sem Níels frumsýndi voru myndirn-
ar Að leiðarlokum, Barónessan frá
-bíóin frumsýndu ýmsar stórmyndir, til dæmis helstu myndir Ingmars Bergman
benzinsölunni, Andlitið, Eins og
spegilmynd, Flísin í auga kölska og
meistaraverkið Meyjarlindin, sem
hlaut mikið umtal og gekk í margar
vikur. Níels segir að myndin hafi
verið umdeild enda fjallað um foður
sem hefndi harma dóttur sinnar en
þáverandi biskup, Sigurbjörn Ein-
arsson, hafi skrifað góða umsögn
um myndina í blöðin og því hafi
hún gengið yel.
Sú mynd sem lengst gekk í Hafn-
arfjarðarbíó var frumsýnd um jólin
árið 1958 og gekk samfelld í sex
mánuði eða alveg fram á hvíta-
sunnudag. Hún var dönsk fjöl-
skyldumynd og hét Stýrimann Karl-
sen og var svo vinsæl að fólk kom
langt að til að sjá hana. En Níels
sýndi ekki bara norrænar myndir í
Hafnarljarðarbíói heldur fékk hann
einnig til sýninga suðurevrópskar
myndir. Hann sýndi þýsk-frönsku
myndina Kusa mín og ég með
franska gamanleikaranum Femand-
el og rússnesku stórmyndina
Hamlet eftir Shakespeare, svo
nokkrar séu nefndar.
Um ítölsku myndina Marcelino,
pan y vino segir Níels að hún sé ein-
hver „fallegasta mynd sem ég
sýndi,“ og lagði hann þó alltaf metn-
að sinn í að hafa góðar myndir til
sýninga, sérstaklega í sambandi við
jólamyndirnar, og frumsýndi hann
alltaf danskar fjölskyldumyndir um
jólin.
Sjónvarpsútsendingarnar á sjö-
unda áratugnum settu stórt strik í
bíóreikninginn og segir Níels að þá
hafi verið eins og sett hlið fyrir
reksturinn. Ástandið versnaði þó
fyrst illilega á níunda áratugnum
þegar myndbandavæðingin gekk
yfir.
Tvö bíó í
samkeppni
Þegar blómaskeiðið var í kvik-
myndasýningum í Hafnarfirði voru
starfrækt tvö kvikmyndahús í bæn-
um og bæði við sömu götuna,
Strandgötu. Nokkru fjær á götunni
rak bærinn Bæjarbíó og þar voru
líka frumsýndar ýmsar stórmerkar
kvikmyndir, til dæmis með Sophiu
Loren. Samningar eiga sér nú stað
milli bæjaryfirvalda og Kvikmynda-
safns íslands um flutning safnsins í
Bæjarbíó í Hafnarfirði en áður
höfðu aðilar innan Kvikmynda-
safnsins barist fyrir því að safnið
fengi inni i Hafnaifjarðarbíói og um
tíma voru líkur á að það tækist.
Ef af flutningnum verður mun
Kvikmyndasafnið hafa skrifstofuað-
stööu á 1. hæð í gömlu bæjarútgerð-
inni og geyma myndir í frysti- og
kæligeymslum sem þar eru. Sýning-
arsalurinn í Bæjarbíói er að mestu
leyti í upprunalegri mynd og upp-
runalega sýningarvélin á sínum
stað en Leikfélag Hafnarfjarðar hef-
ur sýnt í bíóinu undanfarin ár. Ætl-
unin er að vera með reglulegar sýn-
ingar á gömlum myndum í salnum
en salurinn þar tekur um 200 manns
í sæti.
Sýningar
í haust
Að sögn Þórarins Guðnasonar,
safnvaröar hjá Kvikmyndasafni ís-
Fyrir hverja frumsýningu var gefið út bíóprógramm. Hér má sjá prógrammið með meistaraverki Ingmars Bergmans,
myndinni Meyjarlindin, en hún var ein þeirra 14 Bergman-mynda sem voru frumsýndar í Hafnarfjarðarbíói.
lands, er stefht að því að byrja
hönnunarvinnu og ráða iðnaðar-
menn í næsta mánuði þannig að
unnt verði að hefja endurbætur á
sýningarsalnum í Bæjarbíói sem
fyrst og helst í sumar. Hann segist
vonast til þess að hægt verði að
flytja safnið í haust og hefja sýning-
ar á myndum, sem safnið hefur und-
ir höndum, um svipað leyti. Mein-
ingin sé líka að starfrækja kvik-
myndaklúbba.
Kvikmyndasafn íslands hefur frá
upphafi verið á hrakhólum með
húsnæði. Safnið hefur nú skrifstofu-
aðstöðu niðri á Laugavegi en fær að
geyma myndir í fyrstigeymslum í
gömlu mjólkurstöðinni. Þórarinn
segir að það sé ekki hlaupið að því
að fara með eða ná í filmur því að
það taki dagpart og engin aðstaða til
rannsókna eða vinnslu með
filmurnar, menn fari ekki ótil-
neyddir að sækja filmur í frost og
því þurfi einhver góð ástæða að
vera til þess.
-GHS
Níels Árnason frumsýndi ýmsar stórmyndir í Hafnarfjarðarbíói, til dæmis
dönsku fjölskyldumyndina Stýrimann Karlsen sem gekk í sex mánuöi.
DV-myndir GS
i