Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1996, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1996, Qupperneq 14
14 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftan/erð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að biria aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Hversu hvítt er svart Sá sem flettir nýrri ársskýrslu Landsvirkjunar án þess aö þekkja málavexti, gæti freistazt til aö halda, að fyrirtækið væri eins konar náttúruverndarsamtök, en ekki orkufýrirtæki, sem hefur hagsmuna að gæta, sum- part í andstöðu við þekkt náttúruverndarsamtök. Þetta er ný stefna ímyndarfræða, sem hefur rutt sér til rúms í Bandaríkjunum á allra síðustu árum. Þar taka samtök hagsmunaaðila upp nöfn eins og Skógasamtökin, Fenjasamtökin og Fossasamtökin og gefa út gróðursæla litabæklinga til að villa á sér heimildir. Áður reyndu fyrirtæki og hagsmunaaðilar að nudda sér utan í vinsæl mál í þeirri von, að eitthvað af ljóman- um færðist yfir á sig. Þannig auglýsa olíufélög, að þau séu eins konar landgræðslu- og skógræktarfélög til að fá fólk til að gleyma okri þeirra í skjóli fáokunar. Algengast er, að fyrirtæki og hagsmunaaðilar reyni að nudda sér utan í flokkaíþróttir á borð við handbolta og fótbolta til að reyna að skapa sér ímynd frá alls óskyld- um vettvangi. Nýtt er, að slíkir aðilar fari á leiðarenda og reyni að skapa sér öfuga ímynd við veruleikann. Aðferðafræðin er þó gömul. Henni hefur bezt verið lýst í 1984, hryllingssögu George Orwell, þar sem her- málaráðuneytið hét friðarmálaráðuneyti og pyndinga- málaráðuneytið hét ástarmálaráðuneyti. Heimsbók- menntirnar síast hægt inn hjá ímyndarfræðingunum. Sú aðferð að segjast vera þverstæða sjálfs sín byggist á tvenns konar forsendum. Annars vegar, að fólk sé al- mennt bæði heimskt og leiðitamt, og hins vegar, að það hafi ekki aðgang að réttum upplýsingum. Báðar forsend- urnar eru óneitanlega til í töluverðum mæli. Það kemur raunar fram í kosningum, að kjósendur eru furðulega heimskir og leiðitamir. Úr því að hægt er að draga -fólk endalaust á asnaeyrunum í almennum stjórnmálum, þar sem umræða er mikil, er full ástæða til að ætla, að það sé hægt í málum hagsmunaaðila. Slíkir aðilar njóta þess stundum, að engin umræða og engin fræðsla skyggir á möguleika þeirra til að móta ímynd sína að eigin vali og jafnvel búa til ímynd, sem gengur þvert á raunveruleikann. Nokkur hluti auglýs- ingamarkaðarins er undir slíkum áhrifum. Þannig hafa tóbaksframleiðendur annars vegar verið að selja ímynd útivistar og félagslyndis til að dylja raim- veruleika eiturs og flknar. Og þannig hafa þeir reynt að hanna niðurstöður rannsókna og koma í veg fyrir að niðurstöður óháðra rannsókna komist á almannafæri. Almenningur á erfitt með að verjast ímyndum af þessu tagi. Þekkingarforði ímyndarfræðanna fer sífellt vaxandi, en neytendafræðsla og pólitísk fræðsla er af skornum skammti. Engin efahyggja eða önnur varnar- tækni neytenda og kjósenda er kennd í skólum landsins. Stundum eru Qölmiðlar og einkum dagblöð að reyna að gefa lesendum sínum færi á fræðslu af þessu tagi, einkum í stjórnmálum, en minna í neytendamálum. Yfirleitt túlka hagsmunaaðilar þessa fræðslu sem „gula“ pressu, æsifréttamennsku, sem ekki sé marktæk. Þegar þessi leiðari notar ársskýslu Landsvirkjunar til að sýna dæmi þess, hversu forstokkaðar ímyndarfræð- ingar og umbjóðendur þeirra eru orðnir, verður það vafalaust talið stafa af illum hvötum og óbeit á viðkom- andi fyrirtæki. Þannig týnist málið úti í mýri. Líklega fær lýðræðisfyrirkomulagið hægt andlát, því að kunnátta og ósvífni misnotkunarmanna þess vex margfalt hraðar en varnir skjólstæðinga þess. Jónas Kristjánsson LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1996 DV Sterk stað Prodis að sigri unnum í fyrsta skipti í sögu ítalska lýð- veldisins verður helsti flokkur ítalskra vinstri manna burðarás- inn í ríkisstjóm eftir úrslit þing- kosninganna á sunnudag. Þvert ofan í kosningaspár um dautt jafn- tefli tveggja flokkabandalaga í kosningunum vann Ólifutréssam- steypa vinstri- og miðflokka sann- færandi sigur en meginstyrk sam- steypunnar leggur Lýðræðislegi vinstriflokkurinn til. Sá flokkur er myndaður af þeim meirihluta sem á sínum tíma lagði niður Kommúnistaflokk ítal- íu tU að taka upp merki jafnaðar- stefnu. Leiðtogi og forsætisráð- herraefni Ólifutréssamsteypunnar er þó ekki Massimo D’Alema, for- ingi Lýðræðislega vinstriflokks- ins, heldur Romano Prodi sem stýrir einu af flokksbrotunum sem mynduðust við upplausn Kristi- lega demókrataflokksins eftir að leiðtogar hans féllu hver um ann- an þveran fyrir mútuþægni og hvers kyns fjármálaspillingu. Kosningabaráttan varð í lokin einvígi miUi Prodis og Silvios Berlusconis sem leiddi flokk sinn Áfram Ítalía til sigurs í síðustu kosningum en féll úr forsætisráð- herrasessi eftir sjö mánaða setu. Nú stýrði hann Frelsisbandalagi hægri- og miðflokka þrátt fyrir að hann eigi að svara tU saka fyrir vitneskju um mútugreiðslur stór- fyrirtækja sinna. - Enn reyndi Berlusconi að beita fjölmiðlaveldi sínu, einkum sjón- varpsrásunum, stjórnmálaframa sínum til framdráttar en nú virð- ist hlutdrægni fjölmiðlanna hafa komið honum sjálfum í koll. Hún minnti kjósendur á að hann hefur engan lit sýnt á að efna fyrirheit um að skilja sig frá fyrirtækja- rekstrinum til að hindra hags- munaárekstra. Alger andstæða aflátungsins Berlusconis er hagfræðiprófessor- inn Prodi. Hann varð fyrst kunn- ur fyrir að halda áfram að fara helst ferða sinna á reiðhjóli eftir að hann tók árið 1982 við yfir- stjórn IRI, risafyrirtækis í ríkis- eigu. Frá því starfi kemur hann með hreint mannorö í fjármálum og er þar að auki kunnur fyrir náin tengsl við áhrifamenn í kaþ- ólsku kirkjunni. Ferðir Prodis í langferðabíl um Ítalíu þvera og endilanga, til að komast eftir fóngum í beint sam- band við kjósendur, reyndust áhrifameiri en sjónvarpsáróður Berlusconis. Tilraunir hans til að útmála Prodi sem lepp fyrir háskalega kommúnista báru ekki árangur. Þar að auki setti Ólífutréssam- steypan fram stefnuskrá í Evrópu- málum, fjármálum, menntamálum Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson og atvinnumálum sem þótti trú- verðugri en sundurleit vígorð Frelsisbandalagsins. Kom líka á daginn að verðmæti hlutabréfa á kauphöllinni í Mílanó jókst um þrjá af hundraði og gengi lírunnar styrktist verulega við fregnina um sigur Ólífutréssamsteypunnar. Það sem einkum veldur því að ítalskir fréttaskýrendur eru tekn- ir að tala um að þáttaskil kunni að vera að eiga sér stað í ítölskum stjómmálum er að Ólífutréssam- steypan getur gengið beint til verks að mynda ríkisstjórn, án þess að þurfa að kaupslaga við aðra flokka, einatt marga og smáa, eins og raunin hefur verið þau 48 undanfarin ár sem 54 ríkisstjórnir hafa setið að völdum á Ítalíu. Sam- steypan hefur að vísu ekki hrein- an meirihluta nema í efri deild þingsins en í neðri deildinni færir Endurstofnaði kommúnistaflokk- urinn henni stjórnarmyndunar- umboð eins og um var samið þeg- ar gengið var frá takmarkaðri kosningasamvinnu þeirra. Þeim stuðningi fylgja engin skilyrði en upp frá því tekur Endurstofnaði kommúnistaflokkurinn afstöðu til mála sem frá ríkisstjórninni koma á sínum eigin forsendum. Ljóst er að flokkurinn er líkleg- ur til að snúast gegn ýmsu í að- haldssamri efnahagsstefnu stjórn- ar Prodis en engar líkur eru þó á að hún verði á flæðiskeri stödd, að minnsta kosti ekki fyrst í stað. Norðurbandalagið efldist í kosn- ingunum, hefur meiri þingstyrk en Endurstofnaði kommúnista- flokkurinn, og hefur að ýmsu leyti málefnatengsl við Ólífutrésbanda- lagið. Enn fremur er ljóst að smærri miðflokkar í Frelsisbanda- laginu eru allt annað en ánægðir með sinn hag í þeim félagsskap þar sem meðal annars er að Fmna arftaka nýfasista. Flokkar þeirra Prodis og Lambertos Dinis, sem stýrir embættismannastjórninni sem setið hefur síðan Berlusconi hrökklaðist frá, stofnaði eigin flokk rétt fyrir kosningar og gekk í Ólífutréssamsteypuna, hafa verulegt aðdráttarafl fyrir þá sem farnir eru að ókyrrast í Frelsis- bandalaginu. Romano Prodi (t.v.) ásamt Lamberto Dini, fráfarandi forsætisráðherra, á lokafundi í kosningabaráttu Ólífutréssamsteypunnar í Róm. Símamynd Reuter. skoðanir annarra \ Um stundvísi lækna „Þetta hlýtur að vera arfleifð frá þeim tíma þeg- ! ar allir bukkuðu sig og beygðu fyrir yfirvaldinu : þegar læknar krefjast þess enn aö fá að ráðskast með tíma okkar að vild. Nú hefúr Gudmund Hernes ; heilbrigðisráðherra kveðið upp úr með það að sjúkl- [ ingar geti krafist þess af læknum sínum að þeir séu ! stundvísir. En margir læknar mótmæla þessu. Á j sama tima krefur Ullevál sjúkrahúsið þá sjúklinga um greiðslu sem ekki mæta á umsömdum tima. Það er i sjálfu sér ekkert um það að segja. En það ætti : líka að gflda á báða bóga.“ Úr forustugrein Dagbladet 22. apríl. Leyndarhjúpur á sínum stað „Þrjú ár eru liðin frá því James Woolsey, for- stjóri CIA, lofaði að stofnun hans mundi yfirfara og j opinbera skjöl um leynilegar aðgerðir njósnara í j kalda stríðinu. Bandaríkjamönnum er samt mein- aður aðgangur að skjölum um Svínaflóainnrásina misheppnuðu á Kúbu fyrir 35 árum og jafnvel at- burði sem urðu fyrir enn fleiri árum. Þar á meðal er valdaránið sem Bandaríkjamenn skipulögðu og kom íranskeisara aftur tO valda 1953. Tafirnar sem hafa orðið á því að svipta leyndarhjúpnum af skjöl- unum eru skammarlegar.“ Úr forustugrein New York Times 23. apríl. Ágreiningur um skilmála „Allir vilja vopnahlé. Ágreiningurinn er um skil- málana. Bandaríkjamenn einbeita sér að því að betrumbæta samkomulag frá 1993 þar semúsraelar og Hizbollah féllust á að skjóta ekki á óbreytta borg- ara. Rússar og Frakkar leggja tfl vopnahlé sem ekki er jafn fastnjörvað. Þeir vilja biðja ísrael um að kalla her sinn frá suðurhluta Líbanons í skiptum fyrir loforö um rólegheit í norðurhluta ísraels." Úr forustugrein Washington Post 24. aprfl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.