Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1996, Blaðsíða 20
LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1996
20 jsyiðsljós
Hvaö eiga Courteney Cox, Angela
Bassett og Jamie Lee Curtis sameig-
inlegt? Jú! Þær eru allar forfallnir
aðdáendur Badgley Mischka- sam-
kvæmisfatnaðar. Ekki færri en sex-
tíu stórstjömur og eiginkonur kvik-
myndamógúla klæddust fatnaði frá
þeim við afhendingu síðustu ósk-
arsverðlauna.
Mark Badgley og James Mischka,
sem báðir eru 35 ára, hafa unnið
saman í 8 ár og búið saman i 10 ár.
Fatnaður þeirra þykir meðal þess
vinsælasta í dag og hafa leik- og
söngkonur eins og Tori Spelling,
Paula Abdul og Lea Thompson
klæðst hönnun þeirra við verð-
launaafhendingar nýlega. Angela
Bassett og Winona Ryder voru líka
í þeim hópi sem klæddust Badgley
og Mischka-kjólum, skreyttum silki,
perlum og tjulli, við óskarsverð-
launaafhendinguna.
Prinsessur með auraráð
„Það er yndislegt að klæðast „el-
egans“ fatnaði,“ segir Theri
Hatcher, leikkona úr Lois og Clark
sjónvarpsþáttunum, en hún hefur
lengi haldið mikið upp á Badgley og
Mischka-fatnað. „Manni líður eins
og prinsessu að klæðast kjólum
þeirra," bætir hún við.
Auraráð þeirra sem velja Badgley
og Mischka-kjóla þurfa líka að vera
eins og hjá prinsessu því hver flík
kostar á bilinu 200 tii 350 þúsund
krónur. Er þá verið að tala um perl-
um skreytta kjóla en ekki saman-
saumaða kartöflupoka.
„Renniiás og þú ert glæsileg er
hugmyndafræði okkar í hnot-
skum,“ segir Badgley. „Þú átt ekki
að þurfa að streða til að líta vel út
að kvöldi til,“ hnýtir hann við.
Badgley byrjaði að fást við fata-
hönnun sem bam þegar hann bjó í
Oregonríki í Bandarikjunum. Faðir
hans var framkvæmdastjóri í stór-
verslun og móðir hans húsmóðir.
Nú sér tvíburasystir hans um mark-
aðssetningu og sölu á framleiðslu
bróður síns og samstarfsmanns
hans á vesturströndinni.
„Ég minnist þess að teikna konur
og fatnað áður en ég kunni að
skrifa," segir Badgley. Eftir að hann
útskrifaðist úr menntaskóla lagöi
hann stund á listir í Oregonháskóla
en nam síðan við Parson hönnunar-
skólann í New York.
Úr frelsi í helsi
Þar hittust þeir Mischka sem
kynntist fatahönnun á allt annan
hátt. Mischka á tvo yngri bræður.
Hann ólst upp í Malibu en þegar
hann var tólf ára varð hann fyrir
menningaráfalli þegar faðir hans,
sem var sölustjóri, og móðir hans
ákváðu að flytjast til New Jersey. „í
Malibu gengum við með hálsfestar
með litað hár en í New Jersey var
- stjörnurnar klæðast fatnaði Badgley og Mischka
undirtektir.
„Fólk hélt að Bad-
gley Mischka væri einhver gömul
rússnesk kona,“ segir Badgley og
hlær. En i kjölfar næstu sýningar
höfðu stórfyrirtæki eins og Bam-
ey’s, Neiman Marcus og Saks Fifth
Avenue samband við
þá og þeir fengu fyrstu
frægu kúnnana sem
vom Joan Rivers og
Whitney Houston.
Nú er líf þeirra félaga lítið annað
en vinna og aftur vinna. Þeir era
samt ánægðir þvi þeir era að fást
við það sem þeir gera best.
Badgley og Mischka hafa komið sér
vel áfram í starfi sínu og þykja nú
meðal vinsælustu fatahönnuða
vestanhafs.
allt litlaust og við gengum í skyrt-
um með hneppt upp í háls.“
Badgley var meðal hæstu nem-
enda í sínum árgangi og hlaut að
launum styrk til framhaldsnáms í
Riceháskólanum. Þar lagði hann
stund á efnaverkfræði og hugði á
frama í gervilimahönnun. „Ég ætl-
aði að verða eins listrænn og ég
gæti á vísindalegu sviði,“ segir
hann. Þegar upp var staðið varð
sköpunargleðin öðru yflrsterkari og
hann skráði sig í listnám við Par-
son.
Eftir að þeir útskrifuðust árið
1985 réð Mischka sig til vinnu hjá
Willi Smith, sem er þekktur hönn-
uður vestanhafs, og Badgley réð sig
sem hönnuð hjá Donnu Karan.
Tveimur áram seinna stofnuðu þeir
saman fyrirtæki með hjálp fjöl-
skyldna sinna.
Gömul rússnesk kona
„Eftir að hafa unnið fyrir aðra
langaði okkur að eyða kröftum okk-
ar saman og starfa sjálfstætt,“ segir
Mischka. Ári seinna héldu þeir sýn-
ingu á framleiðslu sinni við litlar
Storstjörnur eins og Lea
Thompson, Laura
Leighton og Teri Hatcher
dá hönnun Badgley og
Mischka.
Aðalleikarinn úr X-Files:
F
A lausu aftur!
David Duchovny, sá hinn
sami og leikur aðalhetjuna í X-
Files, sem sýnd var i Sjón-
David Duchovny, leikarinn sem
íslendingar muna eftir úr X-
Files, er hættur við kærustuna
sína, Perrey Reeves.
varpinu í vetur, er aftur á
lausu eftir að hafa verið með
Perrey nokkurri Reeves.
Talsvert er síðan David og
Perrey hættu saman enda
sáust síðast saman á Emmy-
verðlaunaafhendingunni í
haust. Þeim hefur bara tekist
að halda því leyndu þar til nú.
Upp á síðkastið hefur David
þó sést með ýmsar fegurðar-
dísir upp á arminn í
Hollywood en hann hefur þó
ekki fundið sér neina fasta
vinkonu ennþá.
.. .að hjónin Jamie Lee Curt-
is og Christopher Guest hefðu
ættleitt ungbarn, dreng sem
hlotið hefur nafnið Thomas
Haden. Nú hefur dóttir þeirra
hjóna, Annie, eignast bróður.
. . .aö töframaðurinn David
Copperfield, sem jafnframt er
eiginmaður Claudiu Schiffer,
hefði gert sér lítiö fyrir og
greitt tæplega 15 milljónir fyrir
Batman-bíl, eða Batmobile, úr
samnefhdri kvikmynd. Bílinn
ætlar hann að setja á eigið safn
muna úr kvikmyndum en
Copperfield hefur verið með-
limur í Batman-klúbbi frá 10
ára aldri.
. . .að Sean Penn og fyrram
eiginkona hans og bamsmóðir,
Robin Wright, hefðu tekið sam-
an á ný. Þau sáust koma sam-
an, hönd í hönd, til verðlauna-
afhendingar í Los Angeles ný-
lega.
. . .að hjartaknúsarinn Brad
Pitt hefði nýlega látið hafa eftir
sér að hann væri tiltölulega lé-
legur í bólinu. „Ég er undir
meðallagi," á Brad að hafa látið
hafa eftir sér. Tilefni ummæl-
anna voru þau að hann var kos-
inn kynþokkafyllsti karlmaður
í tímariti vestanhafs.
I. . .að Tom Cruise hefði sýnt
sannkallaða hetjulund á dögun-
um þegar hann aðstoðaði 23 ára
stúlku sem ölvaður ökumaður
hafði ekið á á hraöbraut. Öku-
maðurinn hafði stungið af og
Íkom Tom stúlkunni til hjálpar
og hringdi á sjúkrabíl og borg-
aði síðan sjúkrahússreikning-
inn hennar.
mmtffimmm—n—»ibi