Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1996, Side 31
39
LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1996
„í dag er ég mjög hamingjusamur og sáttur við lífið og bjartsýnn á að lækning finnist. Ég er ákveðinn í að vera við-
staddur þegar hún finnst með því að lifa lífinu þannig að ég sé sáttur við mig og geti horft framan í hvern dag.“
nýverið er Percy, ásamt öðrum HIV-
jákvæðum, í tilraunahópi með nýtt
lyf sem gefið hefur góða raun í bar-
áttunni gegn alnæmi. í raun er um
að ræða lyfjaþrennu en lyfin eru
enn á tilraunastigi. Þau hafa gefið
mjög góða niðurstöðu hjá flestum
erlendis en á íslandi verður ekki
greint frá árangri lyfjanna fyrr en í
haust. Áður hafði Percy tekið inn
lyfið retrovir með ágætisárangri.
Blendin gleði
„Ég er að taka þessa lyfjaþrennu
inn og byggja mig upp til þess að
vera viðstaddur þegar full lækning
finnst. Ég er ákveðinn í því að vera
hér þegar að því kemur en til þess
þarf ég að vinna í mínum málum og
leggja í pottinn. Ég get ekki bara
ætlast til þess af öðrum. Með sam-
vinnu mun þetta ganga upp. Þegar
fréttir af þessari nýju lyfiaþrennu
komu í febrúar var ég fyrst vantrú-
aður á þær. Það hafa komið lyf áður
sem ekki hafa gengið upp. Þegar
maður heyrði svo meira af þessu
fylltist maður gleði og von um að
þetta væri eitthvað sem gerði gagn
og skipti máli þannig að þegar eitt-
hvað enn betra kæmi þá yrði maður
líka með.
Þetta er blendin gleði því það er
lítið vitað um endanleg og langtíma-
áhrif þessarra lyfia. Mér finnst samt
að maður eigi að vona það besta.
Maður á að vera bjartsýnn og trúa
því að þarna sé eitthvað gott á ferð-
inni. Að öðrum kosti held ég það
þýði ekkert að taka þetta. Ég er
samt að reyna að vera raunsær,
annars verður fallið svo hátt. Um
leið má maður ekki loka alla gleði
inni í sér. Það er mjög erfitt að
finna meðalveginn - það er rosaleg
vinna og það er ekki alltaf hægt að
ætla fólki að finna þennan meðal-
veg. Maður hlýtur að sveiflast dálít-
ið. Ég er samt mjög bjartsýnn."
Samtökin skiptu höfuð-
máli
Samtökin ’78 voru stofnuð 1978 og
segir Percy þau hafa skipt höfuð-
máli fyrir samkynhneigða, réttinda-
baráttu þeirra og breytingu á við-
horfum almennings gagnvart þeim.
„Þeir einstaklingar sem stofnuðu
Samtökin unnu heilmikið afrek.
Það hefur tekið heillangan tíma að
þróa þessa starfsemi og eftir að hún
komst í núverandi húsnæði, fyrir
tæpum áratug, hefur hún tekið
stakkaskiptum.
Aðspurður hvort hann hefði orð-
ið var við fordóma gagnvart sam-
kynhneigðum þegar hann fluttist til
Reykjavíkur árið 1978 segir Percy
svo vera.
„Ég var aldrei beint í þessu sam-
félagi og get því vart dæmt um það.
Auðvitað heyrði maður samt um
það. Auðvitað heyrði maður um ár-
ásir á homma, uppsagnir úr vinnu
og að hommar og lesbíur væru rek-
in úr íbúðum sínum. Þetta var allt í
gangi og skelfilegt að svona hlutir
gerist einungis vegna kynhneigðar
fólks. Það eimir enn eftir af þessu í
dag þótt það hafi mikið breyst. Við
vorum samt að tala um það um dag-
inn að hlutirnir hefðu samt tekið
miklum breytingum undanfarin tvö
ár. Þetta er allt orðið svo venjulegt
- það er öllum svo vel við okkur,“
segir Percy og brosir í kampinn.
Hann segir að í dag séu það lík-
lega hans eigin fordómar gagnvart
sjálfum sér sem sé erfiðast að glíma
við.
„Ég er auðvitað alinn upp í gagn-
kynhneigðu samfélagi og mér var
ætlað að lifa gagnkynhneigðu lífi.
Allt í einu uppgötvaði ég að ég gæti
það ekki. Ég þarf auðvitað að vinna
úr mínum eigin fordómum og er
enn að því. Ég þarf stundum að taka
á til að hrinda þessu frá mér.“
Percy segir að það hafi verið árið
1978 sem hann viðurkenndi að hann
var hommi. „Gullna árið 1978 þegar
allt gerðist. Ég kynntist Sigurði
Rúnari, sambýlismanni mínum,
fluttist til Reykjavíkur og Samtökin
voru stofnuð,“ segir Percy.
Ákveðið sorgarferli
„Það má segja að þetta hafi verið
barátta, að sætta sig við hvernig
maður er. I dag er þetta meira orðið
vinna og eðlilegur partur af því að
lifa eins og hjá mörgum öðrum sem
eru að reyna að sætta sig við hvern-
ig þeir eru. Mér finnst það hafa
gengið ágætlega, sérstaklega eftir að
ég var í stjórn Samtakanna sl. 2 ár.
Því fylgdi aukinn sýnileiki og Sam-
tökin urðu pólitískari."
„Með auknum sýnileika þá sér
fólk að samkynhneigðir eru ekkert
frábrugðnir öðrum í útliti og nokk-
uð venjulegir. Það sem hefur líka
hjálpað til er að samfélagið er opn-
ara í eðli sínu. Fólk veit um Sam-
tökin ’78 og félagar í Samtökunum
hafa farið mikið út í skólana. Ungt
fólk í dag er óhræddara við að við-
urkenna þessar tilfinningar sínar ef
svo ber við.“
Percy segir þó meiri feimni við að
koma úr felum úti á landi. Það sem
komi honum hins vegar á óvart er
hve viðbrögð foreldra ungs fólks,
sem er að koma úr felum, eru lík
þeim sem hann kynntist þegar hann
kom úr felum.
„Það er kannski ekkert skrítið.
Því þetta eru börnin og við erum öll
alin upp í samfélagi þar sem við eig-
um að ganga ákveðinn veg. Svo allt
í einu ætlar einhver að víkja úr leið.
Þetta er því ákveðið áfall. Sumir
segja að þetta sé ákveðið sorgarferli
-.bæði hjá unglingnum og foreldr-
unum.“
Stórt skref stigið
Percy segir stórt skref stigið í
mannréttindamálum homma og
lesbía ef tvö frumvörp, sem liggja
fyrir Alþingi núna, verði samþykkt.
Annars vegar er um að ræða frum-
varp til laga um staðfesta samvist
samkynhneigðra, sem veitir homm-
um og lesbíum sömu veraldlegu
réttindi, að undanskilinni ættleið-
ingu, kirkjulegri vígslu og tækni-
frjóvgun, og hjónabandið gefur öðr-
um þjóðfélagsþegnum. Hitt frum-
varpið fiallar um breytingu á hegn-
ingarlögum sem bannar með lögum
að samkynhneigðir séu smánaðir
eða þeim hótað opinberlega vegna
kynhneigðar sinnar.
„Auðvitað hefði ég viljað sjá okk-
ur fá full réttindi á við aðra en þetta
er stórt skref í átt að fullum réttind-
um. Þetta er hins vegar bara fyrsta
skrefið. Við hljótum að þurfa að
vinna áfram seinna að fullum rétt-
indum en þetta er mjög merkilegt
skref. Ef þetta fer í gegn þá göngum
við lengra en hin Norðurlöndin,“
segir Percy.
Hann segist hins vegar undrandi
á afstöðu kirkjunnar til fyrrnefnda
frumvarpsins. Þar komi fram að
hún vilji ekki veita samkynhneigð-
um kirkjulega vígslu en komi til
sambúðarslita vilji hún að þessi
hópur leiti til sín með sáttatilraunir
í huga.
„Ég túlka þetta sem einhvern
misskilning. Það verður að vera
annað hvort eða. Ég er að vona að
þetta verði tekið út úr frumvarpinu
en þegar kirkjan sér að sér og viður-
kennir okkur sem aðra þá komi
þetta inn.“
Fordómar fyrir hendi
Þrátt fyrir að margt jákvætt hafi
verið að gerast í málefnum samkyn-
hneigðra og í baráttunni gegn al-
næmi þá gagnrýnir hann harðlega
það skilningsleysi sem stjórnvöld
sýni hugtakinu forvörnum. Til
dæmis hafi vart heyrst minnst á al-
næmi undanfarin misseri í áróðurs-
og varnaðarskyni til ungs fólks.
Samkynhneigðir séu meðvitaðir um
hættuna á smiti en gagnkynhneigð-
ir séu ekki jafn vel á verði og áður.
Endp hefur komið í ljós að þeir sem
greinast með alnæmi komi fiestir úr
hópi gagnkynhneigðra en ekki
homma eins og var.
Percy segir einnig slæmt hve þeir
sem eru neikvæðir gagnvart sam-
kynhneigðum eigi auðveldan að-
gang að fiölmiðlum.
„Að lesa um sig, eins og ég var að
lesa um mig um daginn, er agalegt.
Þar sagði ákveðinn maður að ef
þetta frumvarp til laga um staðfest-
ar samvistir færi í gegn þá væri það
aðför að kristinni trú og aðför að líf-
inu. Hann tengdi mína ást við HIV-
smit og sagði að það þyrfti líka að
hugsa um þann kostnað sem færi í
að viðhalda líf: og heilsu þessa
fólks. Mér finnst skelfilegt að lesa
þetta um mig og mínar tilfinningar.
Ég taldi þetta fyrst ekki svaravert
en það er á mörkunum að maður
geti lesið svona um sjálfan sig án
þess að svara. Auðvitað lesa þetta
allir. Það að tala um mig í krónum
og aurum og segja að ég sé aðför að
lífinu er svo stórt og svo mikið að
manni verður orðfall. Það lýsir frek-
ar þeim sem sagði það en þeim sem
það er sagt um. Þetta á samt greið-
an aðgang að fiölmiðlum. Mér finnst
það skelfilegast. Það sem hefur hins f
vegar komið í ljós er að við erum ;
svo upplýst þjóð að þetta hefur haft
góð áhrif fyrir okkur því fólk fyllist
skelfingu þegar það les svona lagað
því þarna er gengið of langt. En því
miður hafa sumir svona skoðun.
Auðvitað verða þeir að fá að hafa
hana en ég verð þá að fá tækifæri til
að mótmæla henni því ég lít ekki á
sjálfan mig sem aðför að lífinu.“
Sambúðin skipti megin-
máli
Percy er hálfsænskur, á sænska
móður, og bjó í Svíþjóð um 20 ára
skeið. Hann er tæknifræðingur og
hefur búið í Reykjavík síðan 1978.
Sama ár kynntist hann sambýlis-
manni sínum, Sigurði Rúnari, og
kallar hann árið ’78 „Gullna árið“ .
enda Samtökin Jíka stofnuð þetta ár.
„Sambúð okkar hefur verið góð
og hefur skipt meginmáli fyrir mig
og eiginlega allt. Sigurður sýndi ’
mér ómetanlegan stuðning þegar
verst lét. Hann hjálpaði mér að fást
við tilfinningalíf mitt og það hjálp-
aði mér líka að fólk sem er í kring-
um okkur lítur á okkur sem gamla
settið sem hefur verið saman í allan
þennan tíma. í dag er ég mjög ham-
ingjusamur og sáttur við lífið og
bjartsýnn á að lækning finnist. Ég
er ákveðinn í að vera viðstaddur
þegar hún finnst með því að lifa líf-
inu þannig að ég sé sáttur við mig
og geti horft framan í hvern dag.“
-PP