Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1996, Side 33

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1996, Side 33
LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1996 Samvinnuferðir-Landsýn og Jafningjafræðslan: Vímulausar ferðir fyrir ungt fólk Til þess að hvetja til frekari um- ræðu og auka almenna þátttöku ungs fólks í starfi Jafningjafræðsl- unnar svokölluðu hefur ferðaskrif- stofan Samvinnuferðir-Landsýn ákveðið að leggja Jafningjafræðsl- unni lið, sem og öðru áhugasömu ungu fólki, með því að sjá um ferðir innanlands fyrir ungt fólk. Boðið verður upp á ferðir utaniands á sér- stöku verði fyrir alla þá sem aflað hafa sér réttinda til þess að taka þátt, í samræmi við hugmyndir um samstarfið. Miðað er við að þeir þátttakendur í starfi Jafningjafræðslunnar sem farið hafa í þrjár ferðir innanlands öðlist rétt til þess að taka þátt í sér- stökum ferðum erlendis á mjög lágu verði. Boðið verður upp á dagskrá fyrir þátttakendur i umræðuhópun- um undir handleiðslu landsþekktra fararstjóra. Allt sem til þarf er vilji til að taka þátt í starfi Jafningjafræðslunnar, t.d. með sjálfboðastarfi og með því að vera vímulaus í ferðum á vegum hennar. Stefnt er að slíkum ferðum í haust. Sérstakur starfsmaður ferðaskrifstofunnar hefur umsjón með verkefninu og hefur með skráningu í ferðirnar að gera. Verkefnið var kynnt á átta stöðum á landinu i gær. Heigi Pétursson kynnti samvinnuna hér í Reykjavík. DV-mynd S Álft með vetursetu í Skagafirði í 10 ár: Komin heim að bæ fyrir októberhretið í fyrra DV, Sauðárkróki:______________________ „Hún veit sínu viti, það er alveg ábyggilegt. Hún kemur alltaf hingað heim undir áður en versnar á haustin þótt það hafi verið gott langan tíma á undan. Heldur sig síð- an hérna heima við þangað til fúll- ur bati er kominn á vorin,“ segir Guðmundur Vilhelmsson, bóndi á Sævarlandi í Skefilsstaðahreppi í Skagafirði. Þetta er tíundi veturinn sem álft ein hefur haft þar vetursetu og seg- ir Guðmundur hana orðna vel freka. Þegar hún kemur vill hún fá sinn mat og engar refjar. Hún hefur greinilega meiðst á fæti og það er ástæðan til þess að hún hefur orðið eftir í stað þess að fylgja hinum álft- unum til heitari landa að vetrinum. „Hún gaf sig lítið að heimafólki fyrstu tvo veturna en eftir að Regína systir mín fór að gefa henni hefur hún komið hingað heim reglu- lega til að fá í svanginn. Hún er ekki vönd á mat en þykir þó sumt betra en annaö, er til dæmis sólgin í hangikjöt. Þótt hún sé í félagsskap annarra álfta virðist hún ekki sam- lagast þeim vel og er svolítið ein á báti. Þegar batinn kemur að vorinu fer hún hér út á víkina og út á Land- endann. Síðan liggur leiðin upp í dalinn en hún fer venjulega ekki mjög langt því hún virðist orðin heimakær. Það bregst siðan ekki að hún er mætt áður en fer að versna að haustinu, var til dæmis komin hingað heim á bæ fyrir októberhret- ið í fyrrahaust," sagði Guðmundur. Nemendur sigruðu kennara í tilefni 20 ára afmælis Fjölbrautaskóla Suðurlands 13. april gafst fólki tækifæri að koma ■ skólann og kynnast starf- inu þar. Skólinn er einn stærsti vinnustaður á Suðurnesjum. Ýmis skemmtiatriði voru og m.a. var spurningakeppni milli kennara og nemenda og sigruðu nemendur og gefur það vel til kynna hve góð kennsla er í skólanum. Myndin er frá þeirri keppni. Sigurvegararnir til hægri. DV-mynd ÆMK Fara með skeiðhesta í Grímsey skeiða yfir heimskautsbauginn „Við ætlum að vera með kapp- reiðar í Grímsey í sumar og skeiða norður fyrir heimskaustsbaug,“ seg- ir Sigfús Ólafur Helgason, formaður Hestamannafélagsins Léttis á Akur- eyri. „Það hefur dregist að markaðs- setja landsmótið sem verður haldið á Melgerðismelum í Eyjafirði sum- arið 1998. Grímsey er i Eyjafjarðar- sýslu og við ætlum að hefja mark- aðssetninguna myndarlega. Mótið verður haldið laugardag- inn 22. júní. Við erum búnir að fá öll tilskilin leyfi. Sveitarstjórn Grímseyjar tók vel í hugmyndina og ferðaskrifstofur hafa gefið verðlaun. Þetta á að vera mikil uppákoma og við búumst við miklum mannfjölda. Við ætlum að fara með fjóra til sex skeiðhesta. Ekki hefur enn ver- ið ákveðið hverjir það verða en þeir verða góðir. Ekki er heldur búið að ákveða vegalengdina en heim- skautsbaugurinn nær yfir flug- brautina. Það er vitað að ef hestarnir liggja á sprettinum verður sett Grímseyj- armet og hugsanlega heimsmet. Við reiknum með að hafa samband við Heimsmetabók Guinnes. Við ætlum einnig með tvo B- flokks hesta sem glæsilegar konur munu sýna og að auki tvo hesta til að geta boðið eyjarskeggjum á bak. Svo slúttum við með allsherjar grillveislu. Það má búast við að þetta verði mikill viðburður," segir Sigfús Ólafur að lokum. -E. J. Fundu ársgamalt bam grátandi úti á götu: Nafn á úlpu vísaði á foreldrana „Það virðist sem enginn sakn- aði drengsins. Hann var bara grátandi úti á götu þegar við hjónin komum að og það kostaði síðan töluverða vinnu að hafa uppi á foreldrunum," segir gam- all lögregluþjónn sem á dögunum rakst á ársgamalt yfirgefið bam á götu í Kópavogi. Lögreglumaðurinn var þar á ferð ásamt konu sinni. Þau sáu að við svo búið mátti ekki standa. Konan tók að sér að hugga barn- iö meöan lögreglumaðurinn hringdi í fyrrum starfsfélaga sína. Lögreglan kom á staöinn að vörmu spori en enginn í nágrenn- inu virtist sakna bams. Þá var farið að reyna að spyrja dreng- innn hver hann væri og hvar hann ætti heima. Það bar engan árangur. Þá fannst nafn skrifað á úlpu drengsins og hann kannaöist við sað heita því nafni. Þá var leitað með aöstoð þjóðskrár hverra manna bam með þessu nafni gæti verið. Það kom í Ijós að drengur- inn átti heima þama í nágrenn- inu og faðirinn kom að sækja hann á lögreglustöðina. „Mér og konu minni blöskraði alveg að sjá að smábam var í reiöileysi úti á götu og það var eins og foreldrunum væri alveg sama. Það saknaði enginn drengs- ins,“ sagöi lögreglumaðurinn gamli. -GK Stykkishólmur: Fjör á fundi um ný- sköpun og atvinnumál DV, Stykkishólmi:__________________ „Nýjar hugmyndir um nýsköpun og atvinnumáT var yfirskriftin að fundi á Hótel Stykkishólmi sem haldinn var þar 18. apríl. Það voru Efling Stykkishólmi, Stykkishólms- bær, Rotary- og Lionsklúbburinn, sem fyrir fundinum stóðu, en erindi flutti Jón Erlendsson verkfræðing- ur hjá Upplýsingaþjónustu Háskóla íslands. Jón rakti maðal annars hug- myndir sínar um nýja framtíðarsýn í atvinnumálum, þar sem meginá- hersla er lögð á framtak, símenntun og nýsköpun. Skoðanir hans hafa að nokkru leyti náð eyrum stjórnvalda og verkalýðsfélaga en hugmynd hans um skylduvirkni atvinnu- lausra mun koma fram í frumvarpi, sem verður lagt fram á Alþingi mæsta haust. Jón lagði einnig áherslu á svokallaða framtaks- fræðslu í skólum, þar sem mark- visst yrði unnið að því að efla frum- kvæði nemenda, en slíkt átak mun hafa skilað góðum árangri í Noregi. Að sögn Ingibjargar Þorsteins- dóttur, framkvæmdastjóra Eflingar, var fundurinn mjög vel sóttur og urðu líflegar umræður að loknum fyrirlestri Jóns. Sturla Böðvarsson þingmaður sat ásamt Jóni fyrir svörum. BB Skemmtibáti stolið í Kópavogi Opnum 15 feta skemmtibáti var um miðjan dag í gær stolið frá húsi við Skemmuveg í Kópavogi. Bátur- inn stóð á kerru sem var hlekkjuð föst. Var klippt á keðjuna og bátn- um ekið burt. Ekkert hefur spurst til hans síðan og biður lögreglan alla sem gætu gefið upplýsingar um bátshvarfið að gefa sig fram. -GK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.