Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1996, Page 34

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1996, Page 34
42 LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1996 Guðmundur Rafn Geirdal forsetaframbjóðandi í DV-yfirheyrslu: ■ Þetta er ekki grínframboð „Ég byrjaði að hugsa þetta þegar ég frétti að Vigdís ætlaði ekki að óska eftir endurkjöri. Lokaákvörð- un kom kvöldið eftir að umfjöllun um fylgi við Pálma Matthíasson hafði verið í fréttum DV. Ég hlusta mikið á innri skilaboð. í þetta skipt- ið var það sterk tilfinning sem bylgjaðist um mig frá hvirfli til ilja og hélst alveg stöðug í einn og hálf- an klukkutíma. Það var engin fyrir- staða. Þegar ég fann að ákvörðunin var komin skrifaði ég uppkast að fréttatilkynningu. Lét hana síðan bíða i um eina viku til að hlusta eft- ir ytri merkjum. Þá hringdi í mig þáverandi ráðuneytisstjóri mennta- málaráðuneytisins, sem ég hef litið á sem einn af mínum helstu ráðgjöf- um undanfarin ár, og hann lagði til að ég myndi bjóða mig fram, án þess að vita að ég væri búinn að ákveða mig. Þetta þótti mér nægjaniega skýrt og tilkynnti því framboð." - Hvað hefur þú fram yfir aðra frambjóðendur? „Það er einkum andlega ræktin sem ég stunda og hef gert undanfar- in ár. Hún gengur út á að efla það góða í sálinni, eins og kærleika, réttlætiskennd og heiðarleika. Ég hef gert þetta í það langan tíma að ég finn fyrir árangri innra með mér. Með sama áframhaldi get ég ekki séð annað en að það batni. Þetta passar við ímynd forsetaembættis- ins, sem er ímynd um allt það æðsta sem við höfum sem þjóð.“ - Hverjar verða þínar áherslur á Bessastöðum ef þú nærð kjöri? „Það er aðallega að halda áfram að stunda þessa innri rækt af kappi og nota það til að efla hreinleika embættisins. Það verði síðan lýsandi fordæmi öðrum til eftir- breytni." - Telur þú að forsetinn eigi að beita oftar neitunarvaldi á laga- setningu Alþingis? „Já, og þá bæði útfrá áskorunum frá fólkinu sem kýs hann og sam- visku sinni. Ef samviskan segir að það sé skynsamlegra að skrifa ekki undir ákveðin lög þá á ekki að gera það.“ Framkvæmdir á Bessa- stöðum ber að stöðva - Hvert er þitt álit á þeim mikla kostnaði sem hefur orðið á endurbótunum á Bessastöðum? „Ég tel að þar hafi verið farið langt umfram eðlileg mörk og vil að þetta verði leiðrétt hið fyrsta. Fram- kvæmdir ber að stöðva eða hægja á þeim þar til Alþingi hefur farið yfir þetta. Gerð verði ný kostnaðaráætl- un, henni verði fylgt og hún sé inn- an núverandi fjárlaga. Forsetaemb- ættið þarf að gefa fordæmi um að- hald og sparnað." - Hvaða skoðun hefur þú á orðuveitingum forsetans? Því hefur verið haldið fram að þar sé verið að verðlauna embættis- menn fyrir að mæta í vinnu sína. „Ég er hlynntur því að embættis- maður sem hefur sinnt sínu starfi vel fái fyrir það viðurkenningu. Hins vegar myndi ég vilja betrumbæta orðalagið á orðuveit- ingunum. Til dæmis vísar hugtakið riddarakross í riddara sem var her- maður á miðöldum og þjálfaður í að drepa fólk. Við erum hins vegar þjóð friðar með engan her og því þyrfti að frnna nýtt hugtak, t.d. frið- arkross eða ríkiskross." Guðmundur Rafn Geirdal. - Náir þú ekki kjöri, litur þú svo á að erfltt verði fyrir þig að hverfa til fyrri starfa? „Ég hugsa að mín staða verði orð- in ansi breytt. Ég er orðinn miklu kynntari meðal þjóðarinnar en áður og nýr vettvangur hefur hugsanlega opnast fyrir mér. Ég gæti t.d. skrif- að bækur um mín hugðarefni og tekið þátt í að gera sjónvarpsþætti um einstök málefni, verið formaður einhverjar nefndar um framtíðar- stefnumál forsetaembættisins." - Ertu hlynntur því að forset- inn veiti áfengi og tóbak í veisl- um sínum og móttökum? „Nei, ég vil að því sé alfarið hætt. Strax verði byrjað að minnka þetta eins og kostur er, án þess að móðga einn eða neinn. Til dæmis mætti byrja á því að bjóða upp á heilsu- drykki og heilsusamlegt meðlæti. Ef einhver vill sitt vin, tóbak eða kaffi og kökur þá sé það veitt í sérstöku hliðarherbergi eða við hliðarborö." - Ertu hlynntur inngöngu ís- lands í Evrópusambandið? „Nei. Ég hef margoft skrifað Dav- íð Oddssyni bréf þar sem ég lista niður samanburð á stöðu okkar sem þjóðar og stöðu Evrópusambands- ins. Við komum betur út í þeim samanburði eins og hvað varðar at- vinnuleysi. Eftir ýmis vandamál innan Evrópusambandsins á síð- ustu tveimur árum eins og stríðið í fyrrum Júgóslavíu erum við mun betur stödd. Með sama áframhaldi gætum viö verið betur stödd en ESB um aldamótin, þegar tími væri kom- inn á að ákveða þetta og við mynd- um velja að vera áfram sjálfstæð.“ - Á forsetinn að vera þjóðkjör- inn? „Já, mér finnst það. Hann á að vera málsvari fyrir hið beina lýð- ræði þar sem fólk velur sér sinn æðsta yfirmann, alia vega virðing- arlega séð, og fólkið finni að það sjálft ráði því hver sé kjörinn. Yfirheyrsla Bjöm Jóhann Bjömsson Stjórnkerfi sem byggist upp á þenn- an veg verða friðsamari og fólk sátt- ari við sitt hlutskipti." - Lítur þú á embætti forsetans sem öryggisventil fyrir lýðræðið í landinu? „Já, ég myndi segja það tvímæla- laust. Málskotsrétturinn til þjóðar- innar leiðir til þess og er mikilvæg- ur, sérstaklega í ljósi þess að alþing- ismenn hafa verið visir til þess að beita alls konar bolabrögðum til að ná málum fram. Sem dæmi nefni ég EES-samninginn og hvernig Jón Baldvin nánast barði hann í gegn- um stjórnkerfið, jafnvel á meðan landbúnaðarráðuneytið og stór hluti fólks óttaðist um að samning- urinn hefði slæmar afleiðingar og núverandi forseti frestaði undirrit- un um stundarsakir." - Ertu hlynntur því að sameina beri embætti forseta og forsætis- ráðherra, líkt og er í Bandaríkj- unum? „Nei, ég tel óviðeigandi að mikið vald sé allt á einni hendi. Tel eðli- legt að forsætisráðherra fari með valdið og forsetinn með virðing- una.“ Kostar mig 100 til 500 þúsund - Hver er áætlaður kostnaður við þitt framboð? „Ég er með þær tölur í huga núna að framboðið kosti á bilinu 100 til 500 þúsund krónur. Það sem ég hef greitt í auglýsingar er líklega um 80 þúsund krónur. Ég gæti ímyndað mér að fram til 24. maí, þegar ég á að skila inn meðmælendalista, þá verði ég búinn að verja 200-300 þús- und krónum i heildarkostnaö. Síðan i júní sé ég ekki hvað ég þarf að eyða meiru. Þá opnast fjölmiðla- heimurinn ef maður er orðinn al- vöru forsetaefni. Ég hef tekið eftir því að fólk kýs ekki endilega þann sem hefur sig mest í frammi. Fólk kýs Ólaf Ragnar í skoðanakönnun- um þótt hann hafi ekkert haft sig í frammi." - Hvemig íjármagnar þú bar- áttuna? „Ég fjármagna þetta alfarið sjálf- ur. Síðan hefur ríkisstjórnin sam- þykkt að hún greiði kostnaðinn að hluta eða fullu sem fer beint i kosn- ingabaráttuna þannig að væntan- lega fæ ég þetta allt til baka.“ - Sumir vilja meina að þitt framboð sé grínframboð. Hvað viltu segja við því? „Þetta er ekki grínframboð. Ég er í þessu af fullri alvöru." Með 15 meðmælendur - Hvernig gengur að safna und- irskriftum? „Það gengur hægt og er aðallega sjálfum mér að kenna. Mér gengur illa að fara út á götu að safna eða að biðja einhvern að safna fyrir mig. En um ieið og ég tala við fólk þá skrifar það samstundis undir. Ég tek eftir að fólki finnst það meira en sjálfsagt. Þannig að ég gæti ímynd- að mér að ef ég kemst loksins af stað þá gangi þetta hratt og vel fyr- ir sig og klárist." - Geturðu upplýst hvað þú ert kominn með marga meömælend- ur? (spurt sl. miðvikudag - innsk. blm.) „Já, það eru fimmtán." - Fari svo að þú náir ekki til- settum fjölda meðmælenda og getir því ekki talist fullgildur frambjóðandi, ertu þá reiðubú- inn til þess hér og nú að lýsa yfir stuðningi við einhvern að hinum frambjóðendunum? „Nei, mér finnst þetta allt mjög frambærilegt fólk. Ég myndi styðja þau öll sem eina heild. Þau eru búin að bjóða sig fram til þjónustu við þjóðfélagið á háu stigi. Þegar ég var á fyrsta sameiginlega framboðsfund- inum með Guðrúnunum tveimur í Háskóla íslands á dögunum fannst mér við vera nánast eins og ein- eggja þríburar." Á að vera með hvít- hreint mannorð - Er eitthvað í þinni fortíð sem gæti skaðaö þig í embætti sem forseti? „Ég á að vera með alveg hvít- hreint mannorð, lagalega séð og sið- ferðilega. Hins vegar var gerð ansi sterk árás á mig fyrir nokkrum árum þegar mínir eigin nemendur skrifuðu undir kæru Neytendasam- takanna til Rannsóknarlögreglu rík- isins. Þó svo að þessu hafi verið vís- að frá ríkissaksóknara með bréfi þá grunar mig samt að Gróa á Leiti gæti á einhvern hátt nýtt sér þetta.“ - Nú veit ég að þú sendir þess- um nemendum bréf í að minnsta kosti þrígang á síðasta ári. Þar kemur m.a. fram að þeir hafi haft í morðhótunum við þig, þú getir ekki mælt með þeim sem nuddur- um og þeir hafi ekki útskrifast formlega frá þér. Hvers vegna sendir þú þessi bréf? „Ég sendi bréfin til að reyna að vekja nemendurna til vitundar um hvað þeir gengu langt út af braut sem ég tel heilbrigða, siðferðilega séð, og hvort þeir hafi í sér það hjartalag að geta leiðrétt sig. Mér heyrist utan af mér að það hafi ekki gerst og bréfaskrifin hafi jafnvel leitt til aukinnar andstöðu við mig. Nema að einn nemandi hringdi og sagðist vilja draga sig út úr þessu öllu og að hún hafi verið þvinguð til undirskriftar." - Ætlarðu að halda þessum bréfaskriftum áfram? „Það gæti farið svo, já.“ -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.