Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1996, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1996, Blaðsíða 35
LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1996 43 Prófessor á reiðhjóli verður næsti forsætisráðherra Ítalíu eftir kosningasigur vinstriflokkanna Prodi þykir miklu líkari sókn- arpresti en stjnmmálamanni Romano Prodi, næsti forsætisráðherra Ítalíu, fagnar sigri í þingkosningunum á Ítalíu sl. sunnudag. Ólífubandalag mið- og vinstriflokka, undir forustu Prod- is, vann óvæntan sigur á hægriflokkunum undir forustu Silvios Berlusconis fjölmiðlakóngs. Símamynd Reuter „Hann er maður sem hefur mjög gaman af þvl að ljúka því verki sem hann hefur byrjað á.“ Þannig lýsir Flavia Prodi eigin- manni sínum, hinum 56 ára gamla Romano Prodi, forsætisráðherraefni Ólífubandalagsins, kosningabanda- lags mið- og vinstriflokkanna, sem hann leiddi til óvænts sigurs í þing- kosningunum á Ítalíu síðastliðinn sunnudag. Stjórnmálaspekúlantar standa al- veg á gati þegar kemur að því að skýra hvernig Prodi fór að því að sigra fjölmiðlakónginn Silvio Berlusconi, sem gegndi forsætisráð- herraembættinu um skeið eftir síð- ustu kosningar, og Frelsisbandalag hans sem samanstendur af mið- og hægriflokkum. Vildi vera aðeins kvikindislegri Varla eru atil ólíkari menn en þessir tveir. Berlusconi er þekktur sjarmör og ólgandi af sjálfsöryggi. Prodi liggur aftur á móti fremur lágt rómur, hann silast áfram og er allt að því óframfærinn. Það hefur orðið til þess að ýmsir stjórnmála- skýrendur hafa líkt honum við lát- lausan sóknarprest. Og í blaðavið- tali, sem birtist skömmu fyrir kosn- ingarnar á sunnudag, sagði Prodi aðspurður um hverju hann vildi helst breyta í fari sínu, að hann mundi vilja vera kvikindislegri en hann er. Hvað um það, þá virðist því sem stendur fátt geta komið í veg fyrir að þessi hægláti hagfræðiprófessor með litla reynslu af stjórnmálum muni hverfa frá rólyndislífinu inn- an háskólaveggjanna og setjast í þann stól sem ítölskum stjórnmála- mönnum hefur reynst hvað erfiðast að verma meira en nokkra mánuði í senn. Það mun þó ekki verða fyrr en einhvern tíma í næsta mánuði. Fyrst verður nýkjörið þing að koma saman. Það gerist 9. maí og síðan verður Oscar Luigi Scalfaro forseti að fela Prodi umboð til stjómar- myndunar. Ekki í framboði til að verða leikari Prodi, sem gengur undir viður- nefninu II Professore, eða prófessor- inn, heima fyrir sætti gagnrýni fyr- ir að vera of litlaus og of óframfær- inn til að stjórna landinu sem er þekkt fyrir allt annað en lognmollu á stjórnmálasviðinu. Það voru eink- um liðsmenn Frelsisbandalagsins sem höfðu sig í frammi á þeim vett- vangi. í viðtali við Reuters fréttastofuna fyrr í mánuðinum gerði Prodi lítið úr persónuleikamálinu og sagðist þess fullviss að hávaðalaus still hans í stjórnmálum mundi blífa. „Ég er ekki í framboði til að verða leikari. Starf mitt mun ekki felast í því að standa uppi á sviði heldur í því að stjórna landinu," sagði Prodi. „Ég held að landsmenn kjósi stöðuglyndi fram yfir leik- ræna tilburði." Níu vikna rútuferð um landið þvert og endi- langt Prófessorinn sem hefur aldrei gegnt kjörnu embætti varði mestum hluta níu vikna langrar kosninga- baráttunnar um borð í langferðabíl á þeytingi landshorna í milli og flutti ítölskum kjósendum boðskap sinn. „Sjáðu til, ég er búinn að taka þátt í stjórnmálastarfi í eitt ár,“ sagði hann í viðtalinu. „Ég byrjaði á núlli við að byggja upp breiðfylk- ingu. Samkvæmt skilgreiningunni ættum við að tapa.“ Erlent fréttaljós á laugardegi Tvær meginástæður voru fyrir því að Prodi var kjörinn til að leiða Ólífubandalagið í kosningunum. Fyrsta skal nefna trú hans, en hann er rammkaþólskur, og náin tengsl við fyrrum Kristilega demókrataflokkinn sem fór með völd í landinu í áratugi áður en hneykslis- og spillingarmál af marg- víslegu tagi snemma á tíunda ára- tugnum eyðilögðu hann. Tengsl Prodis við rómverskka- þólsku kirkjuna urðu líka til þess að margir kaþólikkar gengu til liðs við Ólífubandalagið þar sem stærsti flokkurinn er Lýðræðissinnaði vinstriflokkurinn sem varð til á rústum gamla kommúnistaflokks- ins. Síðari ástæðan fyrir valinu á Prodi sem foringja Ölífubandalags- ins er einörð afstaða hans í fjármál- um. Hann er einn fremsti hagfræð- ingur Ítalíu og í ofanálag gegndi hann stjórnarformennsku í ríkis- rekna hlutabréfasjóðnum, IRI, um langt árabil. Prodi hefur einnig hvað eftir ann- að lýst yfir stuðningi sínum við Evrópusambandið og sagði að ef hann yrði forsætisráðherra mundi hann einsetja sér að ná fram mark- miðum ESB í efnahags- og peninga- málum. „Italía er glötuð ef hún stendur utan Evrópusamfélagsins," sagði hann. Áður en hann hóf afskipti af stjórnmálum á síðasta ári lifði Prodi fremur rólegu lífi með fjöl- skyldu sinni í Bologna þar sem löng hefð er fyrir stjórn vinstrimanna. Auk prófessorsstöðu við háskólann þar gegndi Prodi einnig starfl sem forstöðumaður virtrar spástofnunar um efnahagsmál. Gekk að eipa æskuvin- konu sína ur sókninni Prodi, sem fæddist nærri Reggio Emilia í hinu auðuga Emilia Romagna héraði, lagði stund á hag- fræði í kaþólska háskólanum í Mílanó og lauk þaðan prófi árið 1961. Hann stundaði jafnframt nám við hinn virta London School of Ec- onomics. Prodi gekk að eiga Flaviu Franzoni, æskuvinkonu sína úr sömu sókn, og saman eignuðust þau tvo syni, sem nú eru 24 ára og 21 árs. Árið 1974 var Prodi gistiprófessor við Harvard háskólann í Bandaríkj- unum en við heimkomuna til Ítalíu tók hann að sér starf forstjóra út- gáfufyrirtækisins II Mulino. Prodi er ekki með öllu ókunnug- ur ríkisstjórnarsetu því hann sat í embætti iðnaðarráðherra í fimm mánuði 1978 til 1979 í skammlífri ríkisstjórn kristilega demókratans Giulios Andreottis sem nú situr á sakamannabekk, ákærður fyrir tengsl við mafiuna. Prodi segir að þessi stutta reynsla sín í ráðherraembætti, svo og stjórnarformennska í IRI á árunum 1982 til 1989, geri hann vel hæfan til að fara með stjórn landsins. „Til að ná kjöri þarf maður að hafa reynslu í flóknu stjórnkerfi af einhverri tegund. Ég held að ég hafi öðlast hana þegar ég var ráðherra og gegndi stjórnarformennsku í IRI í átta ár og fór fyrir samsteypu með rúmlega hálfa milljón starfs- manna,“ sagði Prodi. Reiðhjólinu lagt í bili Að stjórnarformennskunni í IRI lokinni sneri hann svo aftur heim til rauða bæjarins Bologna og fyrri starfa við háskólann. En þegar tæki- færið til að leiða Ólífubandalagið í kosningunum gafst var Prodi ekki seinn á sér að leggja reiðhjólinu sem hann ferðaðist á í Bologna og leggja land undir fót í kosningabar- átturútunni. Og hann hefur aldrei iðrast þess að hefja afskipti af stjórnmálum þótt hann hafi mátt þola persónulegar árásir fyrir. Byggt á Reuter og Guardian Silvio Berlusconi og Romano Prodi takast í hendur fyrir kappræður í italska sjónvarpinu skömmu fyrir kosningarn- ar. Prodi hefur boðið kosningabandalagi Berlusconis annan stól þingforseta. Símamynd Reuter
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.