Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1996, Síða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1996, Síða 37
LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1996 Gerður Benediktsdóttir hefur framleitt íslensk jurtasmyrsl í 25-3Ú ár: Hálfgerðir galdrar að sjóða smyrsl úr jurtum Sérlega gott fyrir psoriasis- sjúklinga Náttúruleg smyrsl og fegrunar- vörur úr íslenskmn lækningajurt- um hafa komist í tísku undanfarin ár enda hefur framboðið á þeim aukist stöðugt en framleiðsla inn- lendra fegrunarlyfia er ekki ný af nálinni, eins og halda mætti. Gerð- ur Benediktsdóttir nuddari hefur til dæmis framleitt sín eigin, náttúru- legu smyrsl til að nota í nuddinu í 25-30 ár, sérstaklega úr vallhumal og birki, og segir hún að þessar jurt- ir jafnist fyllilega á við fegrunar- og heilsuvönn- úr erlendum jurtum, sérstaklega smyrsl úr vallhumli. „Ég byrjaði voðalega ung að vinna með jurtir. Ég átti heima austur á landi þegar dóttir mín fékk þvagfærasýkingu og þá gaf mér gömul kona, sem var voðalega mik- ið í grösum, fyrstu uppskriftina að tei, sem ég bý ennþá til. Svo fór ég að fikra mig áfram með þetta og þótti hálfgöldrótt. Þegar ég fór meira út í nuddið fór ég að búa til smyrslin mín sjálf því að það var ekki svo þægilegt að panta olíur og þess háttar úr Reykjavík," sagði Gerður og sló á létta strengi, kvaðst eflaust hefðu verið brennd á báli ef hún hefði verið uppi á öðrum tím- um. humlinum í hástert sem lækninga- jurt. Hún segir að vallhumallinn sé ein elsta lækningajurt íslendinga og jafnist fyllilega á við vörur úr Aloe Vera-jurtinni. Vallhumallinn sé bólgueyðandi, lini verki og hafi góð áhrif á blóörásina. Gerður segir að örlítið morfín sé í jurtinni og þess vegna hafí hún þessi góðu áhrif. Húðin hitni þegar smyrslið er boriö á líkamann og verður húðin mjög mjúk á eftir, að sögn Gerðar. Birkiolían er hins vegar sérstak- lega góð fyrir psoriasis-sjúklinga og fólk með kláða. Gerður segir að með því að bera birkismyrsl á húðina örvist blóðrásin, sogæðabólgur minnki, exem lagist og sár grói. Þurrkur á höndum og fótum, kláði og bamaexem hafi einnig læknast. Smyrslið er, að hennar sögn, sérlega gott við lyfjakláða og Gerður segist mæla með birkismyrsli á húðina eftir bað, ljós og sól. Þrána ekki Jurtirnar Gerður opnar glas með birkiolíu og leyfír blaðamanni að draga að sér þá góðu lykt sem er af olí- unni af náttúrulegum ástæðum. Hún útskýrir að birkibörkur sé lát- inn liggja í olíunni til að olían dragi í sig góða eiginleika og lykt úr berkinum. Hún segist geta geymt smyrslin sín í hita því að þau þráni ekki og sýnir hvar þau eru geymd í gluggakistu, beint fýrir ofan ofninn. Eigum að nýta náttúruna meira „Þetta smyrsl er öskaplega gott á böm. Smyr'slið liggur ekki utan á húðinni, eins og til dæmis vaselín, heldur fer inn í húðina. Mýkt húð- arinnar helst og sýrustig hennar verður rétt á náttúrulegan hátt. Vallhumallinn hefur þá eiginleika að ekki er hægt að fá betra bmna- smyrsl. Við nýtum okkur náttúruna alltof lítið, mun minna en við ætt- um að gera,“ segir Gerður. Gerður segir að hún sé að verða uppiskroppa með smyrslin sín enda farið að vora og bráðum fari að koma tími til að tína jurtir á nýjan leik. Sjálfsagt hefur það haft áhrif að birkið var slæmt í fyrravor, mik- ið um lús eða orma, og þvi ekki hægt að tína það hvar sem var. -GHS mega ekki bíða Á hverju vori lokar Gerður nudd- stofunni sinni og fer út á land til að tína vallhumal þegar hann er sem sterkastur. Hún fær góðar vinkonur sínar fyrir austan til að hjálpa sér við tínsluna auk þess sem fjölskyld- an hefur góðan skilning á þessari starfsemi. Birkið fær Gerður oft- ast í Grímsnesinu enda segist hún ekki geta tínt það neins staðar nærri Reykjavík. Þegar tínslunni er lokið fer Gerður beint heim að sjóða niöur því að jurtimar mega ekki bíða. „Ég verð að búa þetta til á sumr- in og tíni jurtimar við viss skilyrði. Ég verð að sjóða þetta allt saman niður strax,“ segir Gerður um fram- leiðsluna. Hún framleiðir og setur á glös birkiolíu, smyrsl úr vallhumli með 100% jurtafeiti í grunninn og það sem hún kallar gæðasmyrslin sín en þau eru unnin úr þurrkuðum vallhumli og birki. Það síðastnefnda notar hún í nuddinu en birkiolíuna og vallhumalsmyrslið selur hún. Stundum býr hún til smyrsl úr jurtablöndu en þó aldrei fleiri en þremur jurtum í einu. Engin litar- eða lyktarefni em í framleiðslunni hjá Gerði önnur en þau náttúrulegu. „Vallhumallinn er lyktarlaust blóm Natturuleg smyrsl eru komin í tísku enda framboðið á þeim farið að aukast verulega. Jurta- og því er engin lykt smyrsl eru þó ekki ný af nálinni og hefur Gerður Benediktsdóttir til dæmis framleitt sín eig- af smyrslinu," segir in nuddsmyrsl í 25-30 ár. Hún segir að þessi smyrsl, sem eru unnin úr vallhumli og birki, Gerður og hæ’lir vall- höfði mikið til ungra kvenna. DV-mynd BG KENWOOD krciftm; gœöi, ending Ármúla 17, Reykjavík, sími 568-8840 VARNARLIÐIÐ - LAUST STARF Kennari viö A.T. Mahan High School á Keflavíkurflugvelli Um er að ræða kennslu 12 til 18 ára bandarískra unglinga um menningu og sögu íslands. Viðkomandi þarf þar af leiðandi að vera vel að sér í landafræði, bókmenntum og sögu landsins. Mjög góðrar kunnáttu í ensku er krafist, bæði töluðu máli og skrifuðu. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 21. ágúst nk. Skriflegar umsóknir á ensku berist til Varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, ráðningadeild, Brekkustíg 39, 260 Reykjanesbæ, eigi síðar en 10. maí 1996. DV - umbrot Frjáls fjölmiölun óskar eftir að ráöa umbrotsmann í afleysingar. Kunnátta á Quark Xpress í Macin- tosh og PhotoShop nauðsynleg. Æskilegt er aö viðkomandi sé vanur (vön) og hafi gott auga fyrir hönnun, "lay-out". Upplýsingar eru veittar á ritstjórn DV mánudaginn 29. maí milli kl. 18 Og 20 (ekki í síma). BEIRA UIHALD Ofi VELIIBsAN EINSTAKT FÆÐUBÓTAREFNI SEM BYGGIR ÞIG VEL UPP EIN MEÐ ÖLLU! Sendum í póstkröfu Eeilsu- orniö Skipagötu 6, 600 Akureyri Sími/fax 462 1889 Kornmarka&urlnn, Laugaveg! 27 Heilsuhúsl&, Kringlunnl Hollt og gott, Skagaströnd A DEDLD • GERVIGRASIÐ LAEGARDAL Sunnudagur 28. apríl kl. 17:00 Fylkir - Valur Sunnudagur 28. apríl kl. 20:30 Þróttur - Fram B DEILD • LEIKj\ISVÖLLLR Sunnudagur 28. apríl kl. 18:30 KSÁÁ - Víkingur Sunnudagur 28. apríl kl. 20:30 Fjölnir - Léttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.