Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1996, Page 24
32
FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 1996
Sviðsljós
Michael
Jackson mót-
mælir
Bandaríski blökkusöngvarinn
Michael Jackson lætur ekki bjóöa
sér hvaö sem er. Nú eru það þýsk
skattalög sem fara fyrir brjóstiö á
honum. Lög þessi gengu í gildi í
janúar og kveða á um að erlendir
skemmtikraftar greiði skatta af
öllum tekjum sínum, ólíkt heima
mönnum sem geta dregið ýmsan
kostnað frá. Þess vegna hefur
Michael aHýst fyrirhuguðum tón-
leikum í Þýskalandi í sumar.
Sean Penn með
konu sinni
Nýbökuð hjónin Sean Penn og
Robin Wright ætla ekki að láta
sér nægja að vera saman eftir
klukkan fimm þegar þau snúa
heim úr vinnu, heldur ætla þau
líka að vinna saman. Heimildir
herma að það verði í mynd eftir
handriti Johns sáluga Cassavetes
Það er Nick Cassavetes, sonur
Johns, sem leikstýrir.
Jodie Foster
verðlaunuð
Jodie Foster verður verölaunuð
eina ferðina enn fyrir framlag sitt
til kvikmyndalistarinnar í næsta
mánuði þegar svoköUuð kristals-
verðlaun verða veitt. Þau eru fyr-
ir konur. Aðrar konur sem fá við-
urkenningu eru m.a. Anjelica Hu-
ston og Angela Bassett.
Bob Dylan í
hugleiðingum
Kvikmyndafélag Bods Dylans
stórsöngvara íhugar' nú að gera
kvikmynd um ævi ofurhugans og
mótorhjólakappans Evels Kni-
evels, sem hefur það m.a. sér til
frægðar unnið að hafa brotið
hvert einasta bein í skrokknum,
og það oftar en einu sinni.
Þátttakendur i keppninni Ungfrú alheimur 1996 stilla sér upp á sundlaugarbarmi í Las Vegas. íslenski þátttakandinn, Hrafnhildur Hafsteinsdóttir, er þriðja frá
hægri í annarri röð. Ungfrú alheimur verður krýnd 17. maí næstkomandi. Símamynd Reuter
Alheimsfegurðardísir
Brátt líður að því að Ungfrú al-
heimur eða Miss Universe verði val-
in úr hópi 78 fóngulegra stúlkna frá
öllum heimshomum. Úrslitin verða
kunngjörð 17. maí næstkomandi við
hátíölega athöfn í Las Vegas, hinni
ljósumprýddu spilaborg í eyðimörk
Nevadaríkis í Bandaríkjunum.
Keppendur eru þegar mættir á
staðinn en aðdragandi úrslitanna
felst í alls kyns undirbúningi þar
sem dómnefndir meta hæfni kepp-
enda á ýmsum sviðum auk útlits. ís-
lendingar eiga fulltrúa í keppninni
en það er Hrafnhildur Hafsteins-
dóttir, 20 ára, sem kjörin var Ungfrú
ísland í fyrra.
„Það var yndisleg tilfmning þegar
nafnið mitt var kallað upp,“ sagði
Hrafnhildur í viðtali við DV eftir
krýninguna á Hótel íslandi. Og nú
er að bíða og sjá hvort þessi yndis-
lega tilfinning eigi eftir að fara um
Hrafnhildi í Las Vegas 17. maí.
Þungun Pamelu veldur skrýtnum draumförum:
Tommy sendir
hana á geð-
sjúkrahús
Stóra stundin nálgast óðfluga hjá
Pamelu Anderson sem mun eignast
sitt fyrsta barn í júní. Meðgangan
hefur gengið ágætlega þótt undan-
farið hafi undarlegar draumfarir
vakið henni ugg. Þannig hefur hana
dreymt hvað eftir annað að hún eigi
í samskiptum við Ronald Reagan,
fyrrum Bandaríkjaforseta, og
Tommy Lee, eiginmann sinn.
Hún sagði bandarísku tímariti frá
draumförunum. Hana dreymdi að
Tommy hefði farið með sig í af-
mælisveislu Reagans. En þegar líð-
ur á drauminn kemur í ljós að Rea-
gan er alls ekki Reagan og að
Tommy hefur í raun komið henni
fyrir á geðsjúkrahúsi. Hún segist
hlaupa út en þar hitti hún fyrir
langar raðir af konum sem allar eru
berar fyrir neðan mitti og biðja
framan við Búddalíkneski. Þegar
Pamela reynir að flýja flnnur hún
ekki annað en LEGO-leikfangabíl.
Hún reynir að komast inn í hann en
getur það ekki þar sem hún vill
ekki eyðileggja bflinn og maginn er
of stór. Loks þegar Tommy segir að
hann þurfi að fara frá henni um
tíma vaknar Pamela.
Sálkönnuður segir draumana
tákna að skemmtanaiðnaðurinn
virki þrúgandi á Pamelu og hún sé
orðin afar þreytt á Hollywood-
glaumnum. Sáli segir að Reagan sé
tákn fyir miklar kröfur í lífl Pamelu
auk þess sem Tommy sé mjög ráð-
andi. Sáli segir háifnöktu konurnar
tákna að Pamela hafi sjálf setið nak-
in fyrir en það hafi mögulega gerst
gegn vilja hennar.
En hvað sem draumförum
Pamelu líður þá er hún staðráðin í
að fæða barnið heima í baðkarinu
sínu, þrátt fyrir viðvaranir lækna.
Þungun Pamelu er víða umfjöllunarefni. Hér er hún í viðtalsþætti Jays Len-
os í Bandaríkjunum og tekur við lítilli treyju úr hendi hans.
Pamela Anderson hefur haft skrýtnar draumfarir síðustu mánuði en hún á að
fæða í júní og er staðráðin í að gera það í baðkarinu heima hjá sér.