Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1996, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1996, Side 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 1996 Spurningin Áttu þér draum? Dísa Mjöll Ásgeirsdóttir kenn- ari: Já, ég á hann, að mér og fjöl- skyldu minni gangi vel í lífinu. Iðunn Geirsdóttir nemi: Já, marga stóra drauma sem ég ætla að láta rætast. Kjartan Valdimarsson hljóm- borðsleikari með Fanneyju Kjart- ansdóttur: Já, ég á mér draum. Magnús Sveinsson, nemi í MH: Já, að klára prófin sem fyrst. Hrafnhildur Nikulásdóttir, hugsar um barnið sitt: Já, að fara til Benidorm. Bergur Arnór Bjarnason nemi: Að fara til Spánar. Lesendur íslensk friðarbarátta falsið eitt Garðar Guðmundsson skrifar: Ég hef lengi verið þeirrar skoðun- ar að okkur íslendingum fari ekki vel að hafa uppi stór orð um frið eða mannúð. Fáar þjóðir eru jafn fjarri því að láta af hendi rakna til mann- úðarmála vítt og breitt um heiminn og við. Hjálpum hins vegar okkar nánustu vel og dyggilega t.d. í nátt- úruhamförum og líkum tilvikum. Væri það nú enda dæmalaust létum við lönd og leið að rétta hjálparhönd rétt við bæjardyrnar. En einhvern veginn er það svo að helst viljum við lítið af náungunum vita þegar slík söfnun er afstaðin. - Búið og gert, og nú pluma þeir sig sjálfir . . Heimsfriðurinn hefur þó verið ís- lendingum framarlega á tungu, og her, herskylda, vopnaskak eða af- skipti annarra til að skakka leikinn, t.d. hjá öðrum þjóðum sem eru að murka lífið úr eigin landsmönnum, eru ekki vel séð. Þannig hefur fs- lendingum verið tíðrætt um „lög- regluafskipti" Bandaríkjamanna af hinum og þessum ríkjum sem ber- ast á banaspjótum. Og kalla slíkt einu nafni „heimsvaldastefnu“! Friðarins menn eigum við því fáa og þá eina sem vilja „koma íslandi á landakortið" eins og það er orðað, eða bjóða til fundar í Höfða-húsinu þar sem heimspressan beinir kast- ljósinu. - Og svo nú Ástþór Magnús- son, sá sem einn manna hefur beint kastljósi heimsins að íslandi í tengslum við friðar- og mannúðar- starf (fór t.d. til Bosníu og Hvíta- Rússlands tvenn siðustu jól með flugvélafarma til þurfandi barna og annarra). Þá snúa íslendingar sér snúðugt Ástþór Magnússon færir forseta Bandaríkjanna bók sína Virkjum Bessa- staði. Báðir hlutu þeir verðlaun, annar fyrir störf að mannúðarmálum, hinn friðarverðlaun. við og segja sem svo: Já, þessi Ást- þór - maður veit nú ekkert hvern mann hann hefur að geyma og svona - best að slá varnagla við svona mönnum. Hann vill líka virkja Bessastaði og hefur fengið Gandhi-mannúðarverðlaun ásamt Clinton Bandaríkjaforseta. - Nei, hlustum frekar á Steingrím, Davíð og Ingibjörgu Sólrúnu sem tala af ábyrgð og festu um hlutina og vilja virkja „Höbbði-House“ (þannig bor- ið fram í heimsfréttunum sællar minningar). Já, við skulum bara halda áfram að tjátla hrosshárið okkar, sonur sæll, sagði líka skáldið góða í einni af bókum sínum. Og það ætlum við íslendingar einmitt að gera. Tala áfram um friðinn og biðja um fram- hald „heimsvaldastefnu“-verndar gegn ágangi Tyrkjanna - og sérstak- lega gegn þessum Ástþóri Magnús- syni sem er í þann veginn að gera hér allt vitlaust með friðarkjaftæði. Við viljum engan helv.... frið nema hann sé rétt boðaður og af réttum mönnum. Og hananú! Hólbréfið um Jón Baldvin Svar til Ingva Tómassonar Erla Guðmundsd. skrifar: Það var nú bara rétt til að hlæja að, bréfið frá honum Ingva Tómas- syni sem hann sendi frá Flórída til birtingar í DV 13. maí sl. - Þvílíkt og annað eins! Þetta var einbert hól frá upphafi til handa Jóni Baldvin og konu hans. Mér sýndist allt það lof sem Ingvi gefur Jóni Baldvin og frú í bréfinu eigi við Ólaf Ragnar og hans glæsilegu konu, nema bara að þau síðarnefndu hafi töluvert meira til að bera en Jón og frú. Bryndís hefur nú t.d. sagt ýmis- legt um dagana, eins og þegar hún talaði um „fólkið í lopapeysunum" og það í rangri jarðarför, sem hún fór í, o.fl. í þessum dúr. Ég minni líka Ingva i Flórída á skinkuna góðu í farangri Bryndísar hér um árið, ef hann vill halda sig við svona samanburð (sem honum var umhugað um í sínu bréíl). En lands- menn hafa engu gleymt eins og Ingvi vill vera láta. - Ólafur Ragnar og hans glæsilega kona yrðu ólíkt virðulegri forsetahjón og mun hæf- ari á allan hátt að taka sæti á Bessa- stöðum. Steinbíturinn sterki Konráð Friðfinnsson skrifar: Umhverfis landið eru þau mið sem sjómenn hafa notað í aldanna rás. Sum gjöful, önnur sem gefa þeim minna í veiðarfærin. Öðru hverju uppgötva menn svo mið sem hvergi eru skráð, og stundum finn- ast þau fyrir tilviljun. Alls staðar eru svo nytjafiskarnir sem við not- um til öflunar gjaldeyris. Það koma líka nýjar og nýjar tegundir sem unnið er úr. Einn er sá fiskur sem er jafngam- all íslandssögunni og hefur líka ver- ið nytjaður frá upphafi. Steinbítur- inn. Af honum berst oft landburður þegar aðalveiðitími hans er, mánuð- ina mars til maí, ár hvert. Ekki er mér kunnugt um hve langur stein- bítur getur orðið, en séð hef ég steinbít allt að einn metra á lengd. Á vissum tíma ársins missir hann tennur og er þá ósköp vesældarleg- LÍISÍilM þjónusta allan sólarhringi eoa hringid i sima >0 5000 íilli kl. 14 og 16 Steinbítur, umfram allt prýðilegur matfiskur sem vert er að gefa meiri gaum. ur, en braggast fljótt er tennurnar taka að vaxa á ný og hann getur far- ið að bryðja skeljar eins og brjóst- sykur væri. En skeljar virðast vera hans aðalfæða. Á síðutogurunum heyrði maður karlana segja hrikalegar bitsögur af „steina sterka“, þar sem stykkin hurfu úr stígvélunum og gott ef ekki ein eða tvær tær í kaupbæti. Stráklingunum, ég meðtalinn, fannst þessi kvikindi framan af vera mikið skaðræði. Og þegar afl- inn lá á dekkinu, máski þetta 6-7 tonn í hali, þá var það ekki kjark- mikill maður er steig ofan í kösina til að gera að aflanum. En þrátt fyr- ir að menn stæðu upp í mið læri í þessari iðandi kös minnist ég þess ekki að hafa verið bitinn, þótt allir kjaftar stæðu galopnir. Þrátt fyrir þetta hefur steinbítur- inn sterka kjálka og getur bitið fast þegar sá gállinn er á honum, en er alla jafna meinleysisgrey. En stein- bíturinn er umfram allt prýðilegur matflskur, sem vert er að gefa meiri gaum en hingað til. Spurningar um Bessastaði Alda hringdi: Bessastaðahneykslið, viðgerð- ir og viðhald á staðnum upp á tæpan einn milljarð króna, er áreiðanlega eitt alvarlegasta inn- landsmálið okkar nú um stund- ir. Það er eins og þetta mál hafi deyft þjóðina fyrir gegndarlausu bruðli ráðamanna hér gegnum áratugina. Nú skora ég á blaða- og fréttamenn að spyrja væntan- lega forsetaframbjóðendur spjör- unum úr varðandi Bessastaða- hneykslið og hvort þeir geti hugsað sér að búa á staðnum með hundruð milljóna í óþarfa bruðli, svo sem veglegum vín- kjallara og viðlíka lúxus sem kemur engum að notum, nema þá forseta og hans nánustu. Tímamótaþing ASÍ Sverrir Jónsson hringdi: Það yrði í sannleika tímamóta- þing hjá ASÍ að þessu sinni ef menn sameinuðust um að leggja ASÍ niður í núverandi mynd en gera i stað þess tillögu um sterkt löggjafarráð sem samanstæði af einum manni úr hveiju núver- andi aðildarfélagi. Þetta löggjaf- arráð setti sig inn í öll mál vinnumarkaðarins, þ.m.t. vísi- tölubreytingar, húsnæðiskostn- að, lánakjör á markaðnum og kaupmáttarbreytingar og hefði afgerandi áhrif á stjómsýsluna með þeim hætti að vera eins kon- ar launabarómeter sem fara yrði eftir við sérhveija tveggja mán- aða úttekt. 500 manna samkunda eins og nú tíðkast er hreint brjál- æði og engum að gagni. Flugleiöir með kvóta á atvinnu- leysisbætur? Jóhannes Jónsson skrifar: Maður freistast til aö halda að Flugleiðum hafi verið úthlutað „kvóta“ á atvinnuleysisbætur, svo mjög er fyrirtækiö viðriðið uppsagnir starfsmanna sem það svo vísar á atvinnuleysisbætur. Virðist það eiga jafnt viö um þá sem hafa haft þar hundrað þús- unda króna í mánaðarlaun og hina lágt launuðu - uppsagnir og beint á atvinnuleysisbætur! Og svo greinir Alþýðublaðið frá því í þokkabót að Flugleiðir hf. beiti starfsmenn sína andlegri kúgun! Á maður að trúa þessu? Þar til enginn mótmælir þessu af hálfu starfsfólksins hlýtur þetta þó að standa. Líflegri veður- fréttir Hallgrímur skrifar: Ég get tekið undir með les- anda sem kvartar yfir stirðbusa- legum veðurfréttum í sjónvarpi. Þetta er engin fréttmennska í allri þeirri tækni sem nú er kom- in fram í veðurfréttum um allan heim. Upp úr stólnum með veð- urfræðingana, burt með bendil- inn og upp á skjáinn með skýin og sólskinið, beint í æð til áhorf- enda. Ég held aö lífga megi upp á þetta, þeir eru hvort sem er ekki alltof sannspáir í þessum frétt- um. Bíllaus dagur? Hrönn skrifar: Ég er ekki sammála því að Reykjavíkurborg sé að ráðskast með bíleigendur einn dag í ágúst og kalli það „bíllausa daginn". Allt svona fálm er dæmt til að mistakast. Hver nennir að þvæl- ast gangandi í vinnuna kl. 7 að morgni í rigningu og roki? Því tekur Reykjavíkurborg ekki á sig rögg og setur upp verkefnið „Rafvæðum samgöngurnar“ - strætó sem gengur fyrir raf- magni frá lofllínum eins og víða um heim?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.