Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1996, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1996, Page 4
4 MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 1996 Fréttir Varðskipin Óðinn, Ægir og Týr duga ekki lengur til að verja landhelgina: Góð uppi við landsteina en vonlaus á úthafinu varðskip eins og Vædderen er óskaskip Gæslunnar en alltof dýrt Óskaskip Landhelgisgæslunnar er af sömu gerð og danska varð- skipið Vædderen. Helgi Hallvarðs- son, skipherra og framkvæmda- stjóri gæsluframkvæmda, staðfest- ir þetta og nefnir stærð skipsins og hönnum því til staðfestngar. Landhelgisgæslan hefur nú þrjú varðskip - Óðin, Ægi og Tý - og það er einnig viðurkennt af Helga skipherra að þau séu ekki nógu stór tO að gæta landhelginnar. Þau voru það ef til vill þegar landhelgin var færð út fyrir 20 árum en þetta eru ekki úthafsskip að mati þeirra sem þau eiga að nota. Það mikilvægasta sem gerst hef- ur á þessum tuttugu árum frá út- færslu landhelginnar er að flotar veiðiskipa frá ýmsum þjóðum hafa verið sendir til veiða við landhelg- ismörkin. Helgi Hallvarðsson bend- ir því á að nú sé mun meira að gera við að verja landhelgina á ystu mörkum hennar. Þetta hefur marg- sannast á Reykjaneshrygg undan- farin misseri. Skip fyrir grunnslóðina „Varðskipin okkar eru fyrst og fremst til nota á grunnslóð. Þetta eru ekki úthafsskip og þau halda til dæmis ekki gangi í þungum sjó. Þau eru líka miklu minni en stærstu úthafstogararnir," segir Helgi við DV. Vædderen er meira en þrisvar sinnum stærra skip en Ægir og Týr. Þeir eru tæp þúsund tonn en Vædderen ríflega þrjú þúsund. „Meðan okkar skip eru á einni báru er Vædderen á tveimur," segir Helgi. Stærðin skiptir höfuðmáli og það sannaðist fyrr í vor þegar rússnesk- ur togari var staðinn að ólöglegum veiðum í landhelgi en ekkert var að gert til að taka hann. Sá togari er þrisvar sinnum stærri en varðskip- ið Ægir sem var til varnar. Vitað eru að Gæslumenn hafa alla tíð verið ósáttir við kaupin á Tý fyrir tuttugu árum. Þá var þó mest hugsað um að fá skip strax vegna stöðunnar í landhelgisdeil- unni við Breta. Þess vegna var smíðað skip eins og Ægir en ekki nýtískulegt og stærra skip. Hugmyndir Gæslumanna og draumar ganga út frá að fá skip sem hefði allt að 18 mílna gang- hraða. Það er svipað og hjá núver- andi skipum í sléttum sjó. Vædd- eren heldur sínum gangi í stórsjó en okkar varðskip ekki. Þau eru of lítil og vélamar of litlar. Tveggja milljarða munur Munurinn á Vædderen og ís- lensku varðskipunum er því mikill en þaö munar líka að því er virðist 2 milljörðum íslenskra króna á að Landhelgisgæslan eignist skip á borð við draumaskipið Vædderen. Danir vilja ólmir selja íslending- um skip af þessari gerð. í vikunni var hér sendinefnd þriggja manna sem kynnti Gæslumönnum kosti Vædderen. Þar á meðal var einn frá skipasmíðastöðinni sem hann- aði og smíðaði skipið. Ernst Hemmingsen, viðskipta- fulltrúi Dana á íslandi, er einnig mjög áhugasamur um málið. Hann segir við DV að Danir viti hve hörð samkeppnin sé um að smíða varð- skip. Markaðurinn er ekki stór og því leita menn allra leiða til að finna kaupendur. Kynntu tæknilega kosti Vædderen „Auðvitað viljum við selja varð- skip. Enn er þó málið á þvi stigi að við eru að kynna tæknilega kosti þessara skipa og fara yfir hvaöa búnaður um borð hentaði íslend- ingum. Enn er alltof snemmt að ræða um verð,“ sagði Ernst Hemmingsen í viðtali við DV. Skip á borð við Vædderen kostar Fréttaljós Gísii Krístjánsson um 2 milljarða króna með þeim búnaði sem talinn er henta Land- helgisgæslunni. Þá er reiknað með tveimur aðalvélum i stað þriggja og engum stríðstólum. Þá vilja Danir helst selja í einum pakka skip og þyrlu en þyrlan er nýkeypt og ekki um að ræða að kaupa aðra fýrst um sinn. Verði draumar Gæslumanna að veruleika væri stórt, nýtt varðskip notað til að gæta landhelginnar við ystu mörkin og jafnframt til hafr- annsókna auk þess sem skipið nýttist sem björgunarskip. Gömlu skipin yrðu notuð á grunnslóðinni og þá væntanlega haldið úti tveimur í einu meðan eitt væri í höfn eins og nú er. Því vantar bara peninga til aö kaupa og reka nýtt varðskip af sömu gerð og Vædderen og þeir peningar eru ekki til. -GK Dagfari Of mörg herskip Landhelgisgæsluna langar ósköp mikið í nýtt, stórt og flott varöskip. Þeim finnst Ægir og Týr, svo ekki sé nú minnst á Óöin, heldur gamlir og smáir. Þeir sáu það um daginn, þegar Rússinn var að stríða þeim, að málið gengur ekki upp. Það er ekki hægt að vera á þessum korktöppum lengst úti í ballarhafi. Rússar á risavöxnum ryðkláfum gefa þeim bara langt nef. Gæslumenn hafa nú komið auga á skip sem hentar. Danski sjóher- inn á nokkur varðskip sem hann hefur notað til gæslustarfa á höfun- um kringum Færeyjar og Græn- land. Þetta eru glæsileg skip, 3.500 tonn að stærð, og eiginlega fremur herskip en varðskip. Það er að von- um því það er jú hinn stolti sjóher hennar hátigar, Margrétar Þórhild- ar, sem gerir herskipin út. Sjóher- inn vill endumýja skipin og því sjá menn sér leik á borði. Kaupa má skip sem fer ekki burt frá veiðiþjóf- um með skottið á milli lappanna. í þessum herskipum er fullkom- in fallbyssa og djúpsprengjur, svo sem vænta má í alvöru stríðstólum. Landhelgisgæslumenn halda þó að þeir fengju ekki að halda djúp- sprengjunum ef af kaupunum yrði. Vegna þess að danski herinn vill selja skip og íslenski herinn kaupa þá kom hingað þriggja manna sendinefnd Dana. Hún átti fundi með fulltrúum Landhelgisgæslunn- ar þar sem kynntir voru kostir dönsku skipanna. Fulltrúi skipa- smíðastöðvarinnar, sem smíðaði skipin, var með í för. Hagsmunir hans eru mestir. Kreppa hefur ver- ið i dönskum skipasmíðaiðnaði og því ætla Danirnir að smiða ný stríðstól þótt þeir hafi í raun ekki þörf fyrir þau. Allt fyrir friðinn í landi. Framkvæmdastjóri gæslufram- kvæmda hjá Landhelgisgæslunni segir að nú vanti aðeins eitt. Það er að Þorsteinn Pálsson dómsmálaráð- herra opni budduna og kaupi her- skipið. Það mun vera falt fyrir litla þrjá milljarða með þyrlu. En þarna stendur hnífurinn í kúnni. Þor- steinn segist ekki vera á þeim bux- unum að kaupa herskip. Þetta er auðvitað skiljanlegt því Þorsteinn er nýlega búinn að kaupa stóra þyrlu fyrir Landhelgisgæsluna og er enn að borga hana. Það virðist ekki einu sinni milda hug hans þótt þyrla fylgi herskipinu. Það er von að Landhelgisgæslu- menn séu súrir. Þeir hafa fengið eitt af dönsku varðskipunum til þess að máta sig í höfnum víða um land. Þar halda menn ekki vatni yfir græjunni. Það mun hægt aö snúa skipinu við á punktinum, eins og þar stendur. Gæslumenn eru reiðubúnir að afsala sér einhverju af þeim hertólum sem fylgja skip- inu og jafnvel einni af aðalvélum þess. í skipum af þessari gerð munu vera þrjá aðalvélar. Gæslan segir nóg að hafa bara tvær þótt skipið fari eitthvað hægar fyrir þær sakir. Þetta virðist heldur ekki duga. Þorsteinn dómsmálaráðherra er fastur fyrir og vill ekki stórt her- skip. Þá duga ekki ódýr trikk eins og að bjóðast til að sleppa djúp- sprengjunum eða fjarlægja úr því vélbúnaðinn. Það er vafasamt að hann léti sig þótt gæslumönnum dytti í hug að draga upp segl á glæsi- skipinu og sleppa vélum skipsins nema sem hjálparvélum í höfnum. Danimir hafa fyrirvara á sölu herskipanna. Þau má ekki selja hverjum sem er. Strangar reglur gilda og herskip má ekki selja til landa sem eru í ófriði eða eru líkleg til þess að standa í slíku. Þetta eru að vísu afar skrýtnar reglur því ólíklegt er að friðsamir menn vilji kaupa stríðstól. Vilji menn kaupa herskip þá hlýtur aö geta komið til þess að skotið verði úr byssum þess á óvinveitta þrjóta. Landhelgisgæslan vill herskip. Þorsteinn Pálsson er hins vegar ekki herskár. Hann vildi ekki eiga neitt við rússneska veiðiþjófinn um daginn. Við athugun kemur því í ljós að málið er einfalt. Danir þurfa að losna við herskip. Þeir geta ekki selt það nema mönnum sem ætla ekki að nota það. Eini maðurinn sem getur keypt herskip en ætlar ekki að nota það er Þorsteinn Páls- son. Við kaupum því dallinn þótt Þor- steinn sé tregur i augnablikinu. Ekki til þess að skjóta á veiðiþjófa heldur til þess að styggja ekki nor- ræna frændur sem eiga of mörg herskip. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.