Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1996, Síða 5
MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 1996
5
Fréttir
Páll Pétursson:
Forseta Alþingis afhent mótmæli gegn frumvarpinu um stéttarfélög og vinnudeilur:
Þakka
ykkur
fyrir
stundina
Til að reyna að koma í
veg fyrir meiri háttar slys
- sagöi Benedikt Davíösson, forseti Alþýðusambandsins
Það var púað á Pál Pétursson þegar hann kom fram á tröppur Alþingishúss-
ins, heilsaði Benedikt Davíðssyni og hlýddi á mótmælaályktun þings ASÍ.
Páll glotti við eins og sjá má á myndinni. DV-mynd BG
„Ætlarðu ekkert að segja?“ var
hrópað til Páls Péturssonar félags-
málaráðherra úr hópi þingfull-
trúa ASÍ í gær. Hann hafði þá gert
sig líklegan til að ganga inn I Al-
þingishúsið eftir að hafa hlýtt á
Benedikt Davíðsson, forseta ASÍ,
lesa mótmælaályktun þings ASÍ
gegn frumvarpi hans um stéttarfé-
lög og vinnudeilur. Páll sneri við
þegar í stað og sagði.
„Það er mér sérstök ánægja að
hitta ykkur (þá var úað) og ég
vildi gjarnan að þið væruð meira
sammála mér heldur en þið eruð.
En úr því svo er ekki þá verður
bara að hafa það (aftur var púað).
Ég lít svo á að þið vinnið mikil-
vægt starf og ég árna samtökum
ykkar allra heilla og vænti góðs
samstarfs við þau í framtíðinni.
Þakka ykkur fyrir stundina."
Það kom þarna afar skýrt fram
að Páll Pétursson er ekki vinsæl-
asti maður verkalýðshreyfingar-
innar um þessar mundir. -S.dór
„Við erum hér með fund á Al-
þýðusambandsþingi á heldur
óvenjulegum stað. En tilefnið er
ærið og alger einhugur er á þinginu
um að það væri svo ærið að rétt
væri að brjóta upp áttatíu ára gamla
hefð til þess að koma með þessum
hætti á framfæri einróma skoðun
hreyfíngarinnar á þeim athöfnum
sem stjórnvöld nú hafa undirbúið
og hætt er við að Alþingi, ef það
ekki uggir að sér, fari að ráðum
stjórnvalda og afgreiði. Við viljum
þess vegna koma á framfæri skoð-
unum okkar við Alþingi, biðja for-
seta Alþingis að kynna þær hér inn
í þessari stofnun til að reyna að
koma í veg fyrir að hér verði meiri
háttar slys.“
Þannig hóf Benedikt Davíðsson
tölu sína á tröppum Alþingishús-
isns þegar hann í gær afhenti Ólafi
G. Einarssyni, forseta Alþingis,
mótmælaályktun þings ASf gegn
frumvarpi Páls Péturssonar félags-
málaráðherra um stéttarfélög og
vinnudeilur. Tillagan var samþykkt
á þingi ASÍ með þeim hætti að hver
einasti þingfulltrúi stóð upp og
klappaði.
Þá voru mættar tíu rútur til að
flytja á fimmta hundrað þingfull-
trúa niður að Alþingishúsi þar sem
Ólafi G. voru afhent mótmælin.
Þingfulltrúar kröfðust þess að
Páll Pétursson kæmi líka fram á
tröppur Alþingishúsins. Forseti Al-
þingis lét sækja hann. Þegar Páll
mætti skall á honum mikið baul frá
þingfulltrúum um leið og hann
heilsaði forseta ASÍ en Páll glotti
við.
Þegar Benedikt Davíðsson hafði
lestið ályktunina afhenti Jón Karls-
son, forseti þings ASÍ, Ölafi G. Ein-
arssyni skjalið. Hann sagðist taka
við því fyrir hönd Alþingis.
„Efni ályktunarinnar verður
kynnt af forsetastóli hér á eftir,“
sagði Ólafur G. Einarsson og notaði
tækifærið til að árna þingfulltrúum
heilla í þingstörfunum og óska ASÍ
til hamingju með 80 ára afmælið.
Að lokinni þessari athöfn fóru
þingfulltrúar ASÍ aftur í rúturnar
sem fluttu þá að Digranesskóla þar
sem þingfundi var fram haldið.
-S.dór
Jón Karlsson, forseti þings ASÍ:
Erum fulltruar 60 þusunda manna
„Það mun hafa verið sagt hér í
þessu húsi að það hafi verið ein-
hverjir tveir eða þrír menn 1. maí
sem hafi haft uppi andmæli við
þessu margumtalaða frumvarpi.
Hér er allur þingheimur Alþýðu-
sambandsins, fast að fimm hundruð
manns. Á bak við þennan hóp eru
aftur 60 þúsund manns sem eru al-
gerlega einhuga í þessari afstöðu
sinni. Ég vil að þetta gangi hér á
milli okkar, embættismanna þess-
ara tveggja þinga, og bið þig að taka
við þessu," sagði Jón Karlsson, for-
seti þings Alþýðusambands íslands,
þegar hann afhenti Ólafl G. Einars-
syni, forseta Alþings, mótmælaá-
lyktun þings ASÍ og bréf til allra al-
þingismanna sama efnis á tröppum
Alþingishússins í gær. -S.dór
HEKLA
<3E»vandaður
Sportaqe 10nni á ótrúlegu ve
Sportage 5 dyra h
otrulegu verði!
Kia Sportage 5 dyra handskiptur:
1.998.000
Kia Sportage 5 dvra sjálfskiptur:
2.141.000