Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1996, Side 12
12
MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ1996
Lesendur_______________
Styðja þeir ekki
lengur Ástþór?
Ástþór Magnússon ásamt Steingrími Hermannssyni, Guðmundi Bjarnasyni
og fleiri stuðningsmönnum Friðar 2000.
Spurningin
Hvaða íþróttir stundar þú?
Lárus Hauksson fasteignasali:
Ég stunda knattspyrnu og hesta-
mennsku.
Valdimar Kristjánsson kenn-
ari: Sund, ég syndi oftast daglega.
Jóhann Sigurðsson bifvéla-
virki: Körfuknattleik.
Jóhann Kröyer Halldórsson
nemi: Golf, körfubolta, badminton
og skíðamennsku.
Ragnar Jónsson lögreglumað-
ur: Aðallega sund nú orðið, áður
stundaði ég flestar boltaíþróttir.
Védís Daníelsdótir viðskipta-
fræðingur: Göngu.
Guðjón Jónsson-skrifar:
Það er ekki heiglum hent að
verða ástmögur íslensku þjóðarinn-
ar. Listaskáldin góðu, sem ortu það
sem ort hefur verið, lesið og sungið
til þessa dags, eru nídd niður eins
og dæmin sanna um t.d. eitt þeirra
bestu, Jónas Haflgrímsson. Þeir sem
staðið hafa aö uppbyggingu í land-
inu og framförum eru rægðir í ræðu
og riti og fjölmiðlar hafa ekki hikað
við að valta yfir mætustu menn og
konur fyrir það eitt að vera öðruvísi
en almenningur. Það þarf ekki að
taka nein dæmi hér um. Sagan talar
sínu máli.
Ástþór nokkur Magnússon, sem
sendir frá sér bók og berst fyrir því
að íslendingar taki frumkvæði í
friðarmálum, er nú að verða sá að-
ili hér á landi sem ráðamenn reyna
eftir megni að útiloka frá umræð-
unni. Ástþór er þó ekki hættulegri
en svo að nokkrir þekktir íslending-
ar studdu hann í viðleitni hans til
að virkja ísland sem sérstakan
griðastað fyrir frið og bjóða hingað
til lands þekktum mönnum af al-
þjóðavettvangi til að styrkja mál-
staðinn.
Má í því sambandi minnast
þeirra Steingríms Hermannssonar,
fyrrverandi forsætisráðherra, Guð-
mundar Bjarnasonar, þáverandi
Gunnar Jónsson hringdi:
Tuttugusta árið í röð hugðist ég
fara og ná mér í 50 kílóa áburð-
arsekk í Áburðarverksmiðjunni. Af-
greiðslustúlka sagði það of lítið, ég
yrði að taka bretti. 50 kíló væru
smásala. Ég sagði svo ekki vera,
þetta væri sú eining sem verksmiðj-
an framleiddi. Mér var bent á að
fara í Frjó hf.
Ég bað um að fá að tala við yfir-
Elías skrifar:
Verðandi forseti íslands er ekki
öfundsverður af hlutskipti sínu ef
svo fer sem horfir. Þegar hann kem-
ur fram erlendis fyrir íslands hönd
mun hann upplifa hið sama og ég
varð fyrir í Bandarikjunum fyrir
nokkrum árum. - Heimamenn áttu
erfitt með að leyna viðbjóði sínum
þegar ég gaf upp þjóðerni mitt og
börn hlupu skelfd á brott. í þeirra
augum var ég útataður hvalablóði.
Ég er ekki í hópi hvalavina né hef
ég samúð með þeim. Staðreynd er
það þó að í áróðursstríði megum við
okkur einskis gegn samtökum sem
hafa Hollywood og A1 Gore, varafor-
seta Bandaríkjanna, að bakhjarli.
í augum heimsins voru hvalveið-
ar orðnar verri en þjóðarmorð. Það
gildir að mestu leyti ennþá. Mér er
til efs að jafnvel Björk, söngkonan
ráðherra, og annarra sem í orði
studdu málstað Ástþórs vel og
dyggilega. Nú er öldin önnur og
þessir menn sjást ekki lengur í við-
tölum í fréttum eða á myndum
ásamt Ástþóri í hvatningarskyni.
Ástþór virðist hins vegar aukast að
afli og áræði við hverja mótbáru
sem hann þarf að kljást við. Síðasta
dæmið; um brotthvarf auglýsinga-
skiltanna um „Virkjum Bessastaði",
eykur líkur á því að einhver eða
einhverjir hafi fullan hug á að eyði-
leggja baráttu Friðar 2000.
Það er hvimleitt til þess að vita,
mann. Hákon Björnsson heitir hann
og kveður sig „topdog“ fyrirtækis-
ins. Spurði ég hvort það væri með
hans vilja gert að mér væri meinað
að kaupa framleiðslueiningu verk-
smiðjunnar. Hann játaði. Ég benti á
að ég væri staddur í minni eigin
verksmiðju og ætlaði að kaupa, eins
og ég væri vanur, eitt stykki fram-
leiðslueiningu. „Því miður. Þú færð
það ekki,“ var svarið.
vinsæla, fengi þar einhverju um
breytt, hvað þá einhver af frambjóð-
endum til forsetaembættisins.
Kannski væri rétt að boða hingað
til lands fulltrúa Greenpeace-sam-
takanna og láta þá taka frambjóð-
endurna á beinið. Því að hlutverk
forseta sem farandsendiherra mun
einkum felast i að munnhöggvast
við þá. Þannig sæist hver stæði
helst uppi í hárinu á þeim, verðist
ef rétt reynist, að ráðamenn hér á
landi dreifi markvisst hræðslu-
áðróðri gegn þessum einstaklingi og
samtökum hans. Samtökum sem
hafa fengið viðurkenningu frá
sterkustu og þekktustu einstakling-
unum á alþjóðavettvangi svo sem
Bandaríkjaforseta. Ég tel að íslensk-
ur almenningur muni snúast til
varnar og taka upp þráðinn með
Ástþóri og þrýsta á stjórnvöld að
leggja honum og baráttumáli hans
lið sem mest þau mega. Það yrði ís-
landi verulega til framdráttar.
Fyrir hvern er Áburðarverk-
smiðja ríkisins? Er 50 kílóa fram-
leiðslueining fyrirtækisins smásölu-
eining? Ég segi nei. 50 kfló er stór-
sala. Þar með braut Áburðarverk-
smiðjan rétt á eiganda sínum í
fyrsta sinn í 20 ár. Hvaða ríkisfyrir-
tæki lokar næst á sína eigendur? Er
okkur ríkisborgurunum orðið of-
aukið í eigin landi?
fúleggjum fimlegast og ætti þannig
mesta erindið í embætti forseta okk-
ar.
Ég mun hins vegar þakka mínum
sæla fyrir að vera ekki forseti ef ég
kem til Ameríku á ný eftir að hval-
veiðar hefjast aftur. Þar mun ég
fremur þykjast vera Bosníu-Serbi
því ímynd þeirra verður þá stórum
skárri en okkar íslendinga.
DV
Forsetinn sam-
einingartákn
Sveinn Scheving skrifar:
Forsetakosningar eru
framundan og mikilvægt að
þjóðin velji hæfan mann i starf-
ið. í mínum huga kemur aðeins
einn maður til greina, Pétur Haf-
stein. Mér líkaði vel framkoma
hans og málflutningur er hann
kynnti sig á Hótel Loftleiðum. í
raun er Pétur eini frambjóðand-
inn sem hefur sett fram stefnu
um embætti forseta íslands -
stefnu um hvernig forseti eigi að
rækja skyldur sínar á Bessastöð-
um. Og hann lagði áherslu á að
forseti íslands væri sameining-
artákn. Og þetta er kjami máls-
ins. Forseti á að sameina ís-
lenska þjóð og tala í hana kjark
og kraft. Engum treysti ég betur
en Pétri Hafstein til þess að sam-
eina þjóð okkar.
Túlkurinn brást
Ástþóri
Óskar Sigurðsson hringdi:
Það er lagst lágt til að koma
höggi á Ástþór Magnússon, þann
sem heldur úti baráttu fyrir
hinu svonefnda átaki Friður
2000. Þannig hlýddi ég á stúlku
sem hafði farið í jólaferð til
Bosníu með Ástþóri og fylgdar-
liði tfl að dreifa pökkum til þar-
lendra barna. Hún fann Ástþóri
flest til foráttu, m.a. þaö að hann
hefði látið taka of margar mynd-
ir af verkefhinu! Mátti hann það
ekki? Einnig að pökkunum hefði
verið dreift handahófskennt til
barnanna. Þar er þó við Rauða
kross viðkomandi lands að ræða,
ekki Ástþór. Hann upplýsti svo í
sömu frétt að túlkurinn hefði
brugðist honum þegar mest á
reyndi, ekki verið til staðar. Það
hlaut að lá að, ákafi stúlkunnar
til að koma höggi á Ástþór.
„í vikulokin" á
laugardögum
Ágústa skrifar:
Mér flnnst þættinum „í viku-
lokin" á laugardögum á rás 1
milli 11 og 12 hafa hrakað veru-
lega síðan Páll Heiðar lét af
stjórn. Það skaut þó ávallt upp
kímni hjá honum og léttri
sveiflu í formi ádeilu, jafnvel á
þátttakendur. Þetta er liðin tíð,
mestallt sama fólkið eða af sama
sauðahúsi, a.m.k. tveir rauðliðar
eða gamlir kommar og svo einn
hægri maður. Þannig var þetta
sl. laugardag, tveir karlar og ein
kona til skrauts. Allir sammála
og svo skríkja þátttakendur þeg-
ar þeir þykjast hafa kastað fram
einhverri perlunni.
Jakobspottur SAS
Einar Guðmundsson skrifar:
Þeir hjá SAS auglýsa „SAS Jack-
pot“ og skora á menn að nýta
tækifærið og taka fjölskylduna í
fríið. Svo tína þéir til verðin til
hinna ýmsu borga. Barcelona
tæpar 53.000 kr. fyrir manninn,
Berlín 46.700, Madrid 58.040 (dýr-
ara en til Barcelona þótt þangað
sé lengra!). Mér fmnast þetta
óhemju há fargjöld eins og
reyndar hjá Flugleiðum líka ef
farið er í áætlunarflugi til þess-
ara staða. Ég skil ekki í að þær
verði margar fjölskyldurnar sem
kasta fé í svona nokkuð.
Lyfja til fyrih
myndar
Ó. og S. skrifa:
Við viljum þakka nýja fyrir-
tækinu Lyíju fyrir frábæra þjón-
ustu og góðar upplýsingar sem
við fengum er við þurftum að
spyrjast fyrir um ákveðna vöru-
tegund þar á dögunum. Fleiri
ættu aö taka upp sams konar
þjónustu og aðstoð við kúnnana
og viðgengst hjá Lyfju.
Áburðarverksmiöja íslenska ríkisins:
Fýrir hvern er hún?
Forseti í landi hvaladrápanna?
Bréfritari telur að álit á okkur íslendingum þverri verulega hefjist hvaiveiðar
að nýju. Jafnvel væntanlegur forseti íslands muni þurfa að taka á honum
stóra sínum okkur til varnar.